Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Síða 28
44 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. Andlát Grifilth David Scobie, Torfufelli 42, andaðist í Landakotsspítala 2. febrú- ar. Páll Guðjónsson frá Eyjum, Stranda- sýslu, Brekkustíg 29, Njarðvík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur miövikudag- inn 1. febrúar. Jarðarfarir Útför Guðrúnar Bjarnfmnsdóttur (Stellu), Búðarstíg, Eyrarbakka, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 4. febrúar kl. 14. Útfor Sigríðar Jakobsdóttur frá Galtafelli, Lönguhlíð 3, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, tSstudaginn 3. febrúar, kl. 13.30. Útfor Páls Jóhannessonar, Víði- hvammi 24, Kópavogi, fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugar- daginn 4. febrúar kl. 14. Tilkyimingar Félag harmonikuunnenda heldur árshátíð í Hreyfilshúsinu laugar- daginn 4. febrúar. Aðgöngumiðar seldir í rakarastofunni Bartskeranum, Lauga- vegi 178. Upplýsingar í simum 72448, 676008 og 71673. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti nýlega vinningshöfum vinninga sína. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta -vdnningshafa, ásamt framkvæmdastjóra félagsins og fulltrúa frá Ingvari Helga- syni hf. Styrktarfélagið þakkar kærlega fyrir veittan stuðning á síðasta ári. Breyting á akstri á leið 2 Grandi-Vogar Mánudaginn 6. febrúar nk. verður breyt- ing á akstri vagna á leið 2 Grandi-Vogar. Tímajöfnun á kvöldin og um helgar flyst frá Hlemmi að Lækjartorgi og er þar með færð til baka breyting sem gerð var 9. janúar sl. Vagnamir hafa biðstöð í Hafn- arstræti í sama stæði og leið 16 hefur endastöð virka daga til um kl. 19. Safnaðarfélag Ásprestakalls Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í félags- heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Frú Ragna Jónsdóttir kemur á fundinn og segir frá kvennaráðstefnu í Osló sl. sum- ar. Aðalfundur kvenfélags Laugarnessóknar verður haldinn mánudaginn 6. febrúar kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg aðalfundarstörf, nýjar tillögur bomar fram. Öskudagur í Reykjavík Undanfarin ár á öskudegi hafa börn og unglingar haft það fyrir venju að klæðast furðufötum og mála sig af mikilli list. Á þessum degi hafa þau komið niður á Lækjartorg til að sýna sig og sjá aðra. Á öskudag 8. febr. nk. ætlar Iþrótta- og tóm- stundaráð að efna tU skemmtunar á Lækjartorgi. Þar verður öllum börnum og unglingum úr skólum og félagsmið- stöðvum boðið að koma með sjálfvalin skemmtiatriði. Gert er ráð fyrir að skemmtunin heflist kl. 11 og standi fram eftir degi meðan einhverjir vilja koma fram. Sviðsvagn Reykjavíkur og hluti af hljómflutningskerfi Reykjavíkurborgar verða á torginu. Ætlunin er að kötturinn verði sleginn úr tunnunni upp á sviös- vagninum. Eins og áður sagði geta öll böm og unglingar sem vfija fengið að koma fram og skemmta á þessum degi. AUar upplýsingar og þátttaka tilkynnist í sima 622215. _________Kvikmyndir Fjör við barborðið Kokkteill (Cocktail) ** Aðalhlutverk: Tom Cruise, Bryan Brown Leikstjóri: Roger Donaldson Handrit: Haywood GoUld Sýnd í Bióhöllinni Brian Flanagan (Tom Cruise) ætlar að verða ríkur og heldur því til stórborgarinnar. Hann fer að læra viðskiptafræði og leitar sér að „business“vinnu en fær hvergi. Loks rekst hann á auglýsingu í glugga á bar um að það vanti bar- þjón. Þar sem hann er blankur fer hann inn. Á bamum ræður Doug Coughhn (Brian Brown) ríkjum og hann leyfir Flanagan að prófa eitt kvöld og ræður hann svo. Þeir verða hinir mestu mátar og Coug- hhn kennir Flanagan kúnstir bar- þjónsins. Kvenmaður verður þess valdandi að það slettist upp á vin- skapinn og yfirgefur Flanagan stórborgina og gerist barþjónn á sólarströnd. Þar kynnist hann Jordan (Ehsabeth Shue) og þau verða ástfangin. Coughhn heim- sækir vin sinn, Flanagan, á sólar- ströndina og það verður til þess aö það slettist upp á vinskap skötuhjú- anna. Flanagan nær henni þó aftur þó ekki hafi það verið þrautalaust. Tom Cruise (Top Gun, Color of Money) er skær stjama í dag og laðar að margan unghnginn enda fengi þessi mynd ekki aha þessa aðsókn eha. Þetta er dæmigerð unghngamynd, þægileg á að horfa og með ágætan boðskap. Bryan Brown (F/X, Thom Birds) passar ágætlega inn í hlutverk hins lífs- reynda Coughhns. Ehsabeth Shue (Adventures in Babysitting, Karate Tom Cruise. Kid) tekst ágætlega upp í sínu hlut- verki. Fyrri hlutinn er mun betri og er virkilega gaman að horfa á þá fé- lagana leika kúnstir sínar fyrir innan barborðið. Seinni hlutinn er allur upp á rómantíkina og er helst til væminn á köflum. Endirinn er dæmigeröur „happy ending" á ameríska vísu. Leikarar standa ágætlega fyrir sínu og er ahur leikur og leikstjórn átakalaus. Leikstjóranum, Roger Donaldson, tókst mun betur upp í myndinni No Way out. Þetta er eins og óáfengur kokkteill, smakkast velenhefurengináhrif. HÞK Menning HöfuðskáM Dana á íslensku Þessi bók geymir úrval ljóða eins þekktasta ljóðskálds Dana. Nord- brandt er fæddur 1945 og hefur sent frá sér sextán ljóðasöfn, auk þess sem þrívegis hefur birst úrval ljóða hans. Nordbrandt er þó ekki aðeins mikiivirkur heldur einnig vand- virkur og mun nú ekkert ljóðskáld eins virt þarlendis. Hér er tekið úr öllum ljóðasöfnum hans, sitt lítið úr hverju, alls 42 ljóð. Hjörtur Páls- son valdi þau og þýddi. Annarleg lífsreynsla Það yrði erfitt að lýsa ljóöum Nordbrandt í heild og engin leið hér. Almennt má þó segja að ljóð hans séu yfirleitt auðskilin þannig að þau era á fremur hversdagslegu máli og yfirleitt er röklegt sam- hengi í þeim sem snýst þó stundum í mótsögn í lokin. Ljóðin mega kall- ast rómantísk því mikið er fjallað um ástir í þeim og þó finnst mér bera meira á öðru einkenni en það er sterk skynjun augnabhks sem stefnir ekki að neinu heldur er til- gangur í sjálfu sér, sterk lífskennd. Gjarnan er þetta augnabhk óciftur- kailanlega hðið, fólkið sem það snertir er dáið eða tekið að forlast, gripir, sem minnt gætu á það, ryk- faha í löngu lokaðri geymslu í yfir- gefnu húsi í niðurníðslu. Augna- blikið spannar andstæður fegurðar og ógnar, lífsnautnar og dauða. Nordbrandt hefur búið hálfa ævina í Tyrklandi og Grikklandi og mjög mörg ljóða hans eru þaðan, per- sónuleg lífsreynsla í þessum ann- arlega menningarheimi sem birtist ævinlega í mótsagnakenndum brotum, yfirsýn er ómöguleg. Þannig sýnir Nordbrandt að þetta landsvæði er menningarlegt fóður- land Vesturlandabúa. Ljóðin birta í senn sterka vitund fyrir þjóðleg- um sérkennum og alþjóðahyggju. Sigling Eftir að við höfum elskast liggjum við þétt saman og þó er jafnframt bil á milli okkar eins og við værum tvö seglskip sem nj óta síns eigin sköpulags í myrkum sænum sem þau kljúfa svo ákaft að skrokkar þeirra ætla að opnast af einskærri sælu meðan þau sigla hvort í kapp við annaö út í bláinn undir seglum sem næturgolan fyllir vindi sem angar af blómum og tunglskini - og kemur þó aldrei fyrir aö annað reyni að sigla fram úr hinu eða biiið á milh þeirra breikki eöa mjókki hið mihnsta. En aðrar nætur koma þegar okkur rekur af staö eins og tvö uppljómuð skemmtiferðaskip sem hggja Mið við hhð þegar búiö er að drepa á vélunum, undir framandi stjömuhimni og án þess að nokkur farþegi sé um borð: Á hvoru þilfari leikur strengjahljómsveit hinum skínandi hrönnum til heiðurs. Og hafið er fuUt af gömlum, uppgefnum skipum sem við höfum sökkt þegar við freistuö- um þess að ná hvort öðru. Henrik Nordbrandt. Bókmenntir Örn Ólafsson Sem sjá má byggist allt ljóðið á einni, gamalkunnri hkingu, elsk- endur eru eins og skip sem mætast um nótt og eiga samflot. Til að lýsa tilfinningum parsins er mynd af skipunum í kyrrð og sælu, sama tilfmning einkennir seinna erindi enda þótt skipin séu þá önnur. Sviðiö er mannlaust en upplýst og hijómlist fyllt, blómilmur, gola, stjörnur og tunglskin, allt eru þetta kunnugleg atriði úr ástarljóðum. En í síðustu tveimur línunum rofn- ar líkingin, elskendurnir eru ekki lengur skip heldur eru skip árang- urslausar tilraunir þeirra tii að ná saman. Við þessi rof bregður hinu ólýsanlega fyrir í leiftri svo aö ljóö- ið sýnir í svipan út yfir takmörk sín og alls máls, til síkvikrar veru, hins hverfula lífs, ef svo hátíðlega má að orði komast. Þýðingin Það er í fyrsta lagi fagnaðarefni hve mörg ljóð eru hér. Samt er engin von til að þau gefi yfirlit um ljóðagerð Nordbrandt en þau eru ágæt kynning. Vissulega hefði ég kosið önnur ljóð þýdd, hér vantar þau sem mér eru kærust, m.a. Kviksolv (í 84 digte), Skralde- spandssnylteren (í Istid, 1977) og Bon (í Opbrud og ankomster). En þaö er ekki við öðru að búast en að hvef hafi sinn smekk á þessu og þýðandi hlýtur að velja þaö sem höföar best th hans sjálfs. Hjörtur hefur gott vald á málinu og þýðir yfirleitt af mikilli nákvæmni en er laus við smásmygli. Hann hefði víða getað fylgt orðanna hljóðan nánar með því að nota danskættað oröalag á íslensku en forðast slíkar gildrur, notar yfirleitt orðalag af sambærhegum stílsvip á íslensku fyrir dönsku. Þó er hann stundum helsti hátíðlegur, svo sem þegar Nordbrandt segist vera fuld, verð- ur það ölvaður hjá Hirti, en það samsvarar frekar beruset. Bolger þýðir Hjörtur sem hrannir (í ljóð- inu „Sigling" hér að ofan), nærtæk- ara væri öldur eða bylgjur. Þegar segir að fiðrhdin „flyver ind i khp- perne“ ætti að þýða það sem: „fljúga á klettana" en ekki „fljúga inn í klettana" (bls. 34). Einstaka sinnum hefur þýðandinn orðið svo innblásinn að hann hefur bætt við atriðum sem virðist þó ekki ástæöa til (sett í hornklofa hér): „Og næt- urlangt / hlaupa svartir folar með blóðhlaupin augu trylltir [af hræðslu] um öngstrætin" (bls. 21). „Þá örskotsstund sem ég var frjáls fann ég hvernig ég æddi [sem óður væri] út úr öllum þeim kompum sem ég þekkti svo vel og öllum þeim óþekktu kompum sem framundan biðu.“ Verra er í þessu erindi (bls. 62) að kompum er þýðing á triste rum, en það er út í hött. Verst hefur tek- ist í „Ljóð í árslok 1983“: Stysti dagur ársins varö á hinn bóginn líka sá fegursti vegna gíraffans þessarar furðuskepnu sem [aht í einu] lætur sjá sig Einu þeirra var það að þakka að hann gat teygt langan hálsinn alla leið þangað upp sem jafhvel draumur minn varð að sætta sig við að komast ekki (hér gefur danski textinn ekki til- efni th að segja annað en: sem jafnvel draumur minn komst ekki). í staö: síð augnalok í sama ljóöi ætti að standa síðar brár, eða síð bráhár, og í stað þess að segja Dar- win sofa fast um borö í draugaskip- inu sínu ætti að standa sofa örugg- ur eða e-ð því um líkt („sove trygt“). Þá eru fáein pennaglöp eða prent- villur, verst (á bls. 48) þar sem seg- ir: „Vegna fjallsins" en ætti að vera: Vegna fallsins. Ýmislegt fleira mætti telja og allt eru þetta yfirsjónir sem auðvelt hefði verið að forðast, það er ekki eins og þetta sé hlskásta lausnin á miklum þýð- ingarörðugleikum. Því er skömm að þessu. Það er sjálfsagt erfitt fyr- ir höfund eða þýðanda að varast svona skyssur því hann sér það sem ætti að standa. Því ætti útgef- andi jafnan að fá annan til að lesa yfir, það er ekki mikið mál. Ég gat borið 60% ljóðanna saman við frumtexta og tók innan viö tvær klukkustundir. Ég tel mér skylt aö benda á þessa hnökra en það verður þó ekki sagt að þeir spihi bókinni að marki og góður fengur er að henni. Henrik Nordbrandt: Hvert sem við förum Urta 1988 Ö.Ó. Prestvígsla á sunnudag Magnús Gamalíel Gunnarsson guðfræð- ingur hlýtur prestvígslu á sunnudaginn af biskupi íslands Herra Pétri Sigurgeirs- syni. Vígsluvottar verða: Sr. Baldur Vil- helmsson, settur prófastur ísaljarðar- prófastsdæmis, sr. Bemharður Guð- mundsson, fræðslustjóri kirkjunnar, dr. Bjöm Bjömsson, forseti guðfræðideildar. sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknar- prestur á Isafirði. Magnús Gamalíel Gunnarsson er þrítugur að aldri. For- eldrar hans eru Guðrún Hrönn Hilmars- dóttir og Gunnar Magnússon, Reykjavík. Hann lauk guðfræðinámi nú í janúarlok. Kona hans er Þóra Ólafsdóttir Hjartar fóstra og eiga þau einn son. Vígslan verð- ur við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík og sem fyrr segir á sunnudag- inn kemur þ. 5. febrúar. Sr. Kristinn Ágúst Friðfmnsson annast altarisþjón- ustu. Dómkórinn og Marteinn H. Friö- riksson organleikari annast flutning tón- hstar. Ahir em velkomnir að vera við- staddir athöfnina. Félag einstæðra foreldra Opið hús í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laug- ardaginn 4. febrúar kl. 15-18. Vbrönn Tómstundaskólans 1989 Sól hækkar nú á lofti og ber námsskrá Tómstundaskólans þess nokkur merki með fleiri útivistar- og ræktunarnám- skeiðum en áður hafa verið haldin. Auk garðræktar er boðið upp á námskeið um nýtingu og skipulagningu gróðurskála, ræktun kryddjurta og sveppi með svepp- atínsluferð síðsumars í huga. Námskeið um hollustu, hreyfmgu og heilbrigði með tilheyrandi skokki úti við hefst í febrúar og á útmánuðum verður rölt um Reykja- vík. Léngri ferðir eru fyrirhugaðar í framhaldi námskeiða um fomsögur. Af öðrum nýjungum á vorönn má nefna Ákveðnisþjálfun fyrir konur, Tölvur til heimihsnota, nefnist námskeið sem Tóm- stundaskólinn hefur ákveðið í samvinnu við Tölvuskóla íslands. Sjálfsnudd og slökun með japönsku aðferðinni „Do-In“ er nýtt námskeið á efnisskránni, sömu- leiðis framhaldsnámskeið í Tarot og nýj- ungar á hsta- og handmenntasviðinu eru mótun, spónskurður, tískuskartgripir og bútasaumur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.