Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. Viðskipti Könnun Frjálsrar verslunar: Davíð Scheving og Pálmi með vinsælustu fyrirtækin Sól hf., sem athafnamaöurinn Dav- íð Scheving Thorsteinsson stýrir, er vinsælasta fyrirtæki á íslandi, sam- kvæmt skoðanakönnun sem GaUup á íslandi gerði fyrir tímaritið Frjálsa verslun um miðjan desember síðast- liðinn. Hagkaup hf., fyrirtæki versl- unarkóngsins Pálma Jónssonar, er annað vinsælasta fyrirtækið á ís- landi. Óvinsælustu fyrirtækin eru á hinn bóginn SÍS og Póstur og sími. Það er athygjisvert að fyrirtæki tveggja þekktra athafnamanna skuli raða sér á topp vinsældalistans. Bæði Davíð og Pálmi hafa greinilega skap- að sér góða ímynd hjá fólki. Sól hf. er raunar afgerandi í fyrsta sæti með langflestar tilnefningar í það sæti, nærri tvöfalt fleiri en Hagkaup sem varð í öðru sæti. Langvarandi vinsældir Davíðs Davíð Scheving hefur í áraraöir verið vinsæll meðal almennings. Hann skaust upp vinsældalistann þegar hann varð formaður Félags íslenskra iðnrekenda fyrir rúmum áratug. Hann kom fram í sjónvarpi og frægur er sjónvarpsþátturinn með honum og verkalýðsforingjanum Guðmundi Jaka þar sem þeir skiptu þjóðarkökunni frægu á milli sín. Á þessum tíma voru vinsældir Davíðs Scheving hæst á meðal almennings og manna í bankakerfinu, sem og viðskiptalífinu. Davíö „var hann“ í viðskiptaheiminum á þessum tíma. Eftir að Davíö réðst tfl atlögu við risana Kók og Pepsi á gosdrykkja- markaðnum með framleiðslu á nýj- um gosdrykkjum hefur mjög borið á gagnrýni á hann innan viðskiptalífs- ins og bankakerflsins. Þetta er sterk gagnrýni og hefði aldrei heyrst nokk- urs staðar fyrir rúmum tíu árum. Mönnum finnst Davíð hafa verið of bjartsýnn og framkvæmdaglaöur og að fjárfesting hans í gosdrykkjaverk- smiðju, á tímum hárra raunvaxta, standist ekki. Sigur Sólar kemur nokkuð á óvart Þessir sömu menn segja að D'avíð hefði fyrst og fremst átt að eyða kröftum sínum í framleiðslu á smjör- líki og djúsi. Þar sé hann sterkastur. Sól hf., með Davíð í fararbroddi, sigrar hins vegar léttilega í þessari skoðanakönnun Gallups fyrir Frjálsa verslun. Miðaö við gagnrýni á Davíð vegna gosdrykkjaverksmiðj- unnar kemur þessi stórsigur hans í rauninni á óvart. En Davíð hefur fólkið með sér og hann berst við risana Kók og Pepsi. Sala á kók og pepsi er samt miklu meiri hérlendis en salan á kóladrykkjum Davíðs. Pálmi Jónsson stofhaði Hagkaup fyrir um 25 árum. Fyrirtækið var lít- iö í fyrstu en fljótlega fór að fara orð af því fyrir lágt vöruverð. Nú er litla fyrirtækið, sem byijaöi sem smábúö viö Miklatorg, orðið langstærsta verslunarkeðja á íslandi og ráðandi risi á matvælamarkaðnum. Fyrir- tækið velti 6 milljörðum á síðasta ári og rekur nokkra stórmarkaði í Reykjavík, á Seltjamamesi, Suður- nesjum og Akureyri. Pálmi og Kringlan Pálmi Jónsson fékk hugmyndina að byggingu Kringlunnar og hratt henni í framkvæmd. Kringlan hefur gengið vel og með henni virðist Pálmi hafa smellhitt naglann á höfuðið. Vinsældir Hagkaups í könnuninni markast þó fyrst og fremst af því að fyrirtækið er þekkt fyrir lágt vöra- verð. Þaö er þekkt sem baráttufýrir- tæki og brautryðjandi. - SÍS og Póstur og simi óvinsælust Davíð Scheving Thorsteinsson, for- stjóri Sólar hf. Davið var miklu vin- sælli fyrir tíu árum en samt er hann örugglega á toppnum núna. Pálmi Jónsson, eigandi Hagkaups. Lftið f fjölmiölum en fólkið veit að hann er maðurinn á bak við Hag- kaup og stefnu fyrirtækisins. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. „Neikvæð umræða viðvarandi gagnvart Sambandinu um langt skeið.“ Vinsælustu tyrirtækin; Nefndu fyrirtæki sem þú hefur já- kvæðviðhorftil? 1. Sól 2. Hagkaup 3. Flugleiðir 4. Álafoss 5. Mjólkursamsalan 6. ölgerð Egils 7. Eimskip 8. SS 9. SÍS 10-11. Ora 10-11. Osta- og smjörsalan 12. Frigg 13. Axis 14-15. Nói-Sírius 14-15. Sanitas 16-18. Arnarflug 16-18. KEA 16-18. Vífilfell 19. Ríkisútvarpið SÍS og Póstur og sími voru langoft- ast nefnd í könniminni þegar spurt var um hvaða fyrirtæki viðkomandi hefði neikvæð viðhorf til. Sjálfur seg- ir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, í viðtali við Fijálsa verslun að um langt skeiö hafi verið neikvæð um- ræða um SÍS í fiölmiðlum og þessi umræða skapi aimenningsálitið. Guðjón segir ennfremur að fiöl- miðlar hafi fiallað mjög mikið um meintar deilur milli forsvarsmanna innbyröis og að ekki hafi yfirlýsing fiármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að Sambandið ætti eftir 10 til 14 mánuði ólifaða hjálpað tíl. Skapa fjölmiölar ímynd fyrirtækja? Loks segir Guðjón í viðtalinu við Fijálsa verslun að sér sýnist að álit manna á fyrirtækjum fari nær alfar- ið effir því hvort mikil umfiöllun er um viðkomandi fyrirtæki í fiölmiðl- um og hvers eðlis hún sé. Það sem Guðjón minntist hins veg- ar ekki á er sú staðreynd að SÍS teng- ist ákveðnum sfiómmálaflokki. Fólki finnst vera pólitískur þefur af fyrirtækinu og að það njótí vemdar og pólitískrar fyrirgreiðslu í meiri mæli en önnur fyrirtæki. Launamál Guðjóns sjálfs í lfiölfar þess að hann rak Eystein Helgason frá Iceland Seafood í Bandaríkjunum hafa ör- ugglega haft neikvæö áhrif á almenn- ing. Fréttaljós Jón G. Hauksson Póstur og sími er annað í röð óvin- sælla fyrirtækja á íslandi samkvæmt könnuninni. Svo virðist sem fólki líki ekki þjónusta fyrirtækisins og ekki er ólíklegt að fólki finnist þjónustan dýr. Það veldur líklegast einnig óánægju að opinber fyrirtæki, eins og Póstur og sími, fá að því er viröist átakalaust hækkun á gjaldskrám sínum. Sjaldan heyrir fólk minnst á niðurskurð eða spamað hjá opin- berum stofnunum. Og þá má ekki gleyma því að flest opinber fyrirtæki em fyrirtæki sem njóta einokunar. Svona var spurt Könnun Gallups var þrenns konar. Fyrst var spurt: Getur þú nefnt mér þijú íslensk fyrirtæki sem þú hefur jáicvætt viðhorf til? Þama vom Sól og Hagkaup á toppnum. Síðan var spurt: Getur þú nefht mér þjú íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvæö við- horf tíl? Oftast var svarið SÍS en næst Póstur og sími. Loks var spurt: Ég ætla að lesa upp fyrir þér nöfn tíu fyrirtælfia. Er viðhorf þitt neikvætt eða jákvætt til þeirra? Þama var Sól aftur vinsælast og SÍS lenti í hópi með Hótel íslandi og Hótel Örk. Það síðastnefnda var raunar óvinsælast. SÍS lendir í níunda sæti á stóra vin- sældalistanum. Skýringin er sú aö fólk greindi frekar frá jákvæðum til- finningum sínum en neikvæðum. Á vissan hátt rýrir þetta gildi könnun- arinnar. En þaö er sama. SÍS komst vel á blað um fyrirtæki þar sem já- kvæðar tilfinningar vora nefndar. Fyrirtækin Marel og Pólstækni, sem háð hafa harða samkeppni í sölu tölvuvoga á íslandi, hafa ákveðið að vinna saman ásamt fyrirtækinu Rekstrartækni. Fyrirtækin þijú ætla að vera með sameigjnlega hlutafiár- aukningu og treysta samstarf sitt á allan hátt. Herbert Guðmundsson hjá Versl- imarráði íslands segir að það stefni í metaðsókn á viðskiptaþing ráðsins sem haldið verður í Sújnasal Hótel Sögu á þriðjudaginn. Á viðskipta- þinginu verður rætt um ísland og Evrópubandalagið. Sérstakur gestur þingsins er Hans-Joachim von Mikil aösókn en litlar vinsældir Það vekur athygli að Hótel ísland er óvinsælt í könnuninni. Þetta kem- ur þvert á aösókn aö staðnum. Hótel ísland er nefnilega best sóttí skemmtistaðurinn á Islandi. Einhver óánægja er samt í gangi hjá fólki, svo sem eins og með hátt miðaverð. Flugleiðir era þriðja vinsælasta fýrirtækið á íslandi samkvæmt könnuninni og Álafoss kemur í fiórða sætí. Þaö er athyglisvert að góður hugur er til beggja flugfélag- anna. í spumingunni þar sem spurt var um viðhorfið til tíu valinna fyrir- tækja var Amarflug eitt þeirra og fékk raunar þá útkomu að fæstir vora á mótí því af þessum tíu fyrir- iækjum. Félagið virðist því njóta samúöar í þeim miklu hremmingum sem það gengur í gegnum. Tólf af nífián vinsælustu fyrirtækj- unum á listanum era iðnfyrirtæki, langflest svonefnd stórfyrirtæki. Könnunin var gerð um miðjan des- ember en þá var rekinn afar sterkur áróður fyrir því að kaupa íslenskt og íslenskar vörur. Sterkir forstjórar vinsælir Gallupkönnunin sýnir samt glöggt að fyrirtæki með sterka forsfióra ifióta vinsælda. Davíð er vinsælasti forsfiórinn á íslandi í hugum fólks- ins. Pálmi er líka ákaflega virtur þrátt fyrir að hann sé aldrei í fiöl- miðlum. Fólkið veit hins vegar aö hann er maðurinn á bak við Hagkaup og þá stefnu að hafa vöruverð lágt. Guðjón B. Ólafsson er öragglega virt- ur forsfióri en launamál hans hafa líklega skaðað orðstír hans og þar með Sambandsins. Ólafur Laufdal gæti virst of mikill kóngur í hugum fólks. Honum hefur vegnað feikivel Hlutafiáraukning fyrirtækjanna verður um 50 milljónir króna. Ákveðið er að fyrirtækin verði áfram sjálfstæð hlutafélög en verði nátengd rekstrarlega. Eimskip er aðaleigandi Pólstækni en Hagvirki á Marel. -JGH Bulow, framkvæmdasfióri Euro- chambers. „Ég get ekki annað en hvatt menn til að koma hingað í Verslunarráðiö og skrá sig áður en þingið hefst á Sögu á þriðjudaginn. Ekki er ætlun að skrá menn á sjálfum þingstaðn- um,“segirHerbert. -JGH Gömlu erkif jendumir taka nú höndum saman Metaðsókn á viðskiptaþing á skömmum tíma. Öfund gæti ríkt vegna velgengni hans. Helgi Jóns- son, fyrrum eigandi Hótel Arkar, er með ævintýrastimpilinn á sér í huga fólks. Eitt er víst. Vinsæll forsfióri skapar jákvætt viðhorf til fyrirtækis síns á meðal almennings. Vinsældir Davíðs Scheving eru mun meiri en gos- drykkjasala hans. Til samanburðar má nefna að Steingrímur Hermanns- son er líka mun vinsælli sfióm- málamaður en Framsóknarflokkur- inn. Það er greinilega ekki sama hver stendur í stafni og stýrir knerri. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5,5-9 sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 5,5-10 Vb.Sp 6mán.uppsögn 5,5-11 Vb.Sp 12 mán. uppsögn 5,5-9,5 Ab 18mán. uppsögn 13 Ib Tékkareikningar,alm. 1-4 Ib.Sp Sértékkareikningar 3-9 Ib.Ab,- Innlánverðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán.uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlán með sérkjörum 3,5-16 Úb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,5 Ab.Sb Sterlingspund 11,75- 12,25 Ab Vestur-þýsk mörk 4,25-5 Ab Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 12-18 Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12-18 Lb Viöskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 15,5-21 Lb Utlán verðtryggö Skuldabréf 7.75-8,75 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 13-18 Lb SDR 9.5 Allir Bandaríkjadalir 11 Allir Sterlingspund 14,75 Allir Vestur-þýskmörk 7-7,25 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,6 MEÐALVEXTIR óverðtr. feb.89 13,2 Verötr. feb. 89 8.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2317 stig Byggingavisitala feb. 414stig Byggingavísitalafeb. 125,4stig Húsaleiguvísitala Enginhækkun Verö- stöövun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,526 Einingabréf 2 1,977 Einingabréf 3 2,302 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,586 Kjarabréf 3,509 Lifeyrisbréf 1.773 Skammtimabréf 1.225 Markbréf 1,860 Skyndibréf 1,071 Sjóösbréf 1 1.693 Sjóösbréf 2 1,426 Sjóösbréf 3 1,205 Tekjubréf 1,588 HLUTABREF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiöir 288 kr. Hampiöjan 155 kr. Hlutabréfasjóöur 151 kr. lönaöarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 134 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 126 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö viö sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- Inn birtast i DV á flmmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.