Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989.
Útlönd
Ráöhúslö I Usti Nad Labem f Tékkóslóvakíu er flla fariö efUr aprenging-
una f fyrradag. Einnig brotnuðu rúöur i næriiggjandi byggingum.
Sfmemynd Reuter
Sprengja olli mlklum skemmdum á ráðhúsinu í bænum Usti Nad Labem
í Tékkóslóvakíu, nálægt austur-þýsku landamærunum, aö því er Rude
Pravo, hiö opinbera málgagn tékkneska Kommmúnistaflokksins sagði í
gær.
Ekki var skýrt frá því hvort manntjón helöi oröiö í sprengingunni, sem
varð á miðvikudag. Við sprenginguna brotnuöu einnig rúður í nærliggj-
andi byggingum.
Blaðið segir að sprengingin hafi verið hryðjuverk og að hún hafi komið
i kjölfar nokkurra nafnlausra hótana um að opinberar byggingar, stór-
verslanir og skólabyggingar i noröurhluta Bæheims veröi sprengdar i
loft upp.
Blaðið nefhdi ekki hverjir væru taldir bera ábyrgð á sprengingunni.
Þaö sagöi hins vegar í fréttinni: „Viö skulum ekki ieyna þeirri stað-
reynd að það eru öfl í Tékkóslóvakíu sem munu aldrei sætta sig við félags-
lega kerfið okkar."
Dómstóll hafnar kröfum Bandaríkjasfjómar
Afrýjunardómstóll í Bandaríkjunum haíhaði í gær kröfu Bushstjómar-
innar um að réttarhöld gegn Oliver North skyldu ekki fara fram vegna
þess að líkur væru á að rfkisleyndarmál yrðu gerð opinber við slík réttar-
höld.
Dómaramir þrír staðfestu úrskurð undirdómarans, sem hefur máUð
gegn North á smni könnu, en hann hafði áöur hafnað kröfttm stjómarinn-
ar.
Úrskurður áfrýjunardómstólsins verður öl þess að nú er mjög líklegt
að fyrstu réttarhöldin vegna íransmálsins fari fram. Ríkisstjómin getur
hins vegar barist áfram í réttarkerfinu til að fá málinu kastað ut og áfrýj-
að til enn æöri áfrýjunardómstóls eöa jafnvel til Hæstaréttar Bandaríkj-
anna.
Líklegt þykir aö stjóravöld reyni að leggja stein i götu þessara réttar-
halda og era margir sem telja aö þau geti flækt hlutina svo verulega að
nauðsynlegt reynist aö vísa málinu frá.
Enga smokka um borð
Danir, ásamt nokkrum öðrum löndum í Evrópubandalaginu, hafa lýst
sig andvíga því aö skylda fiskiskip til að hafa að minnsta kosti eitt hundr-
aö smokka í sjúkrakössum um borð.
Dönum finnst það mjög píniegt að skylda menn til þess aö bafa smokka
með eins og hvert annað lækningatæki. Segjast þeir raunar vera á móti
því að vera aö troöa of mörgum biutura í sjúkrakassann.
Danir eru hins vegar ekki á móti því að hafa smokka um borð í skipum
sinum heldur líst þeim vel á þá hugraynd að skipstjórar veröi skyldaðir
til að bjóða smokka til sölu um borð.
Svarti kassinn fumfinn
á Azoreyjum I fyrradag, en ekki eru Ifk atlra fundln. Svarff kaaalnn fannat
I gær og eru vonlr bundnar viö aö hann geti gefið vfabendlngu um það
hvað olll þeeel elyal.
Simamynd Rauter
Sovésk MI-24 árásarþyrla á eftirlitsflugi f nágrenni flugvallarins í Kabúl. Um þrjú hundruð sovéskir hermenn eru
nú eftir til að verja flugvöllinn.
Simamynd Reuter
Klof ningur með-
al skæruliða
Sovéskir skriödrekaforingjar klifra upp úr bryndrekum sínum er stoppað er
á Salang-þjóðveginum á leið til Sovétríkjanna. Þeim er ekki óhætt að slaka
á fyrr en komiö er yfir Salang-skarð.
Simamynd Reuter
bókstafstrúarflokkar í bandalaginu
hefðu komið með mótmæli á síðustu
stundu gegn samningi hans við hóp-
ana, sem hafa bæitistöðvar í íran, en
samkvæmt því fá íranshópamir átta-
tíu af fimm hundruð tuttugu og sex
sætum á þinginu, Shura.
Hann sagði að æðsta ráð banda-
lagsins hefði hist í morgun til aö
leysa þetta vandamál en að óvíst
væri hvort lausn fyndist.
„Þaö er líklegt að fulltrúar hóp-
anna í íran muni yfirgefa fundinn
og snúa aftur til írans," sagði tals-
maöurinn.
Einnig var ekki ljóst hvort
Mojaddidi væri enn formaöur banda-
lagsins eftir að fréttastofa skæruliöa
skýrði frá því aö æösta ráöið hefði
haldið fund í gærkvöldi og ákveöið
að láta Mojaddidi víkja fyrir Mo-
hammad Nabi Mohammadi, sem
einnig er hófsamur.
Alsmaður Mojaddidis sagði aö
fréttirnar væra ruglingslegar og að
sannleikurinn væri sá að Mo-
hammadi heíði verið skipaður forseti
þingsins, ekki bandalagsins.
Talsmaöur Gulbuddin Hekmatyar,
sem er harölínuleiðtogi sagði hins
vegar aö þaö væri rangt og að
Mojaddidi hefði verið vikið frá.
Fréttastofan tilkynnti í síðustu
viku að ráðið hefði framlengt kjör-
tímabil Mojaddidis um þrjá mánuði.
Reuter
Nú virðist sem afganskir skærulið-
ar séu komnir í hár saman um fram-
tíðarskipan mála í Afganistan og út-
lagastjóm þeirra. í dag átti að verða
fundur í útlagaþingi þeirra en eijur
og deilur milli skæruliöa innbyrðis
leiddu til þess að í morgun var óvist
hvort af honum yröi.
FuUtrúar frá átta skæruliðahóp-
um, sem hafa aðsetur í íran, voru að
því komnir að fara heim áður en
fundurinn hæfist. Einnig bar ekki
saman fréttum um það hvort formað-
ur sjö flokka bandaiagsins, sem stað-
sett er í norðvestur hiuta Pakistan,
hefði verið settur af.
Talsmaður SibghatuUah
Mojaddidi, leiðtoga bandalagsins,
sagði Reuters fréttastofunni að fjórir
Á svarta markaðinum er nóg af kav-
iar sem fæst fyrir tæpar fjögur þús-
und krónur, dósin. Þrátt fyrir að
matarskortur sé f Kabúl eru gnægtir
af lúxusfæöi sem Sovétmenn skildu
eftir sig eftir niu ára hersetu.
Símamynd Reuter
Bjartsýni í Póllandi
Samstaða og kommúnistastjórnin
í Póllandi heíja í dag viðræður um
póUtískt frelsi í vissu þess að leit
þeirra að samkomulagi, sem felur í
sér aukinn stööugleika fyrir landið,
er á réttri leið og að Samstaða, sem
nú er bönnuö, verði leyfð á nýjan
leik.
Samningamenn beggja aðUa voru
bjartsýnir eftir viöræður rnn endur-
reisn samtakanna í gær, í þriðju
umferð hringborðsumræðnanna
sem hófust síðastiiðinn mánudag.
Þær snúast um kreppuna sem ríkir
í pólskum stjómmálum, félagsmál-
um og efnahagsmálum.
„Þaö er enginn vafi á því að frjáls
verkalýðsfélög verða að staöreynd í
PóUandi. Við verðum að skapa réttan
jarðveg fyrir sUkt,“ sagði Alexander
Kwasniewski, aðalsamningamaður
stjómarinnar um verkaiýðsfélög, á
fréttamannafundi.
„Ég held að við höfum ástæðu tU
að vera bjartsýn," sagði Tadeusz
Mazowiecki, einn af samningamönn:
um Samstöðu. Samstaða var brotin
á bak aftur í desember 1981 og bönn-
uð með lögum árið eftir.
Lech Walesa, sem nú ætlar að ferð-
ast um suðurhluta PóUands tU aö
hlera afstöðu fólks til samninga við
stjórnvöld, hefur einnig lýst yfir því
að hann hafi trú á þessum viðræðum.
Reuter