Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Side 9
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. 9 Utlönd Jákvæð viðbrögð við stefnuræðu forsetans Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washingtan: George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi báðum deildum Bandaríkjaþings fjárlagatiilögur sínar og gaf tóninn í innan- og utan- ríkisstefnu hinnar nýju stjómar sinnar. Ræðan í gærkvöldi var fyrsta eiginlega stefnuræða forset- ans síðan hann tók við stjórnar- taumunum af Ronald Reagan fyrir þremur vikum. Forsetinn kom víða við í ræðu sinni í gær með megináherslu á fjármál ríkisins. Sem fyrr hvatti hann til samvinnu þingheims og Hvíta hússins til að leysa þau vandamál sem blasa við þjóðinni. Fjárlagatillögur forsetans leggja grunninn að hinni eiginlegu íjár- lagagerð og í dag hefjast samninga- viðræður þingmanna og ríkis- stiórnarinnar um einstök atriði, niðurskurð og aukningu. í tillögum forsetans er kveðið á um 1160 milljarða dollara útgjöld fyrir flárhagsárið 1990 sem hefst 1. október næstkomandi. í tillögun- um er gert ráð fyrir 91 milljarðs dollara flárlagahalla sem er vel innan þess 100 milljarða dollara hámarks sem lög gera ráð fyrir. Breytingar Helstu breytingar forsetans við frumvarp forvera síns varða fram- lög til varnarmála og félagsmála. Bush leggur til að flárveitingar til vamarmála verði frystar næsta ár eftir að tekið hefur verið tillit til verðbólgu. í raun þýðir það að framlög til hersins verða skorin niður um rúmlega tvo milljarða dollara miðað við frumvarp Reag- ans. En Bush fór fram á aukningu til vamarmála flárhagsárin 1991 til 1993. Samkvæmt kosningaloforðum sínum fór Bush fram á aukningu í flárveitingum til ýmissa félags- mála. Hann fór fram á aukin fram- lög til menntamála, þar með talið 250 milljónir dollara til nýrra verk- efna í skólakerfinu. Hann fór einn- ig fram á aukna flárveitingu til umhverfismála, þar með tahð varð- veitingu gróðurlífs og andrúms- lofts. Unga kynslóðin var ofarlega í huga forsetans í gærkvöldi. Hann fór fram á 250 milljóna dollara aukningu í uppfræðslu yngstu kyn- slóðarinnar, flárhagsaðstoð í formi skattaívilnana til fátækra foreldra með ung böm og þrjú þúsund doll- ara skattafrádrátt fyrir flölskyldur sem ættleiða ungböm. Dauðarefsing Bush fór einnig fram á hertari aðgerðir og aukin flárframlög í bar- áttunni gegn eituriyflum. Hann fór fram á 1 milljónar dollara aukn- ingu til bættrar menntunar um áhrif eiturlyfla og aukinnar lög- gæslu. Hann lagði til að eituriyfla- barónar yrðu dæmdir til dauða og fíkniefnasalar og -neytendur yrðu dæmdir í fangelsi. Þá fór Bush fram á rúmlega 700 milljóna dollara aukningu til að- stoðar heimilislausum og rúmlega 1 milljarðs dollara aukningu í heilsugæslu fátækra. í utanríkismálum kvaðst forset- inn hlynntur bættum samskiptum stórveldanna en hvatti til var- kámi. Hann lagði til allsherjar- bann á efnavopn og endurtók stuðning Bandaríkjanna við kontraskæruliðana í Nicaragua. Skattahækkun bitbein Eins og búist hafði verið við er skattahækkun ekki meðal tillagna forsetans. Það verður án efa helsta bitbein samninganna, skattahækk- anir og hvar beita skuli niður- skurðarhnífnum. Fyrstu viðbrögð við ræðu forset- ans vom jákvæð. Demókratar kváðust reiðubúnir til að starfa með forsetanum til að hamra sam- an flárlagafrumvarp en margir kváðust efins um að hægt væri að rétta við flárlagahalla ríkissjóðs án þess að grípa til skattahækkana. Samkvæmt lögum skal flárlaga- frumvarp fyrir flárhagsárið 1990 vera tilbúið 15. apríl næstkomandi. Armensk börn til Bandaríkjanna Þrjátíu og sjö böm, sem meiddust í jarðskjálftunum í Armeníu, komu til Bandaríkjanna í gær þar sem þeim verður veitt læknishjálp. Barbara Bush, eiginkona Bandaríkjaforseta, tók á móti börnunum og gaf þeim Mikka mús dúkkur. Sovéski sendi- herrann tók einnig á móti bömun- um. Þau munu dvelja á sjúkrahúsum víðsvegar um Bandaríkin. Fljótlega eftir jarðskjálftana vom þau flutt frá Armeníu til hersjúkrahúss Banda- ríkjamanna í V-Þýskalandi. Búist er við að bömin verði í Bandaríkjunum í hálft til eitt ár. Foreldrar og forráðamenn bam- anna vom í fylgd með þeim. Við komuna til Bandaríkjanna voru armensku börnunum gefnar bruður. Simamynd Reiiter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.