Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. Udönd Evrópskur gjaldmið- ill ólíklegur I bráð Jacques Delors, forseti framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins, hefur staðið í rimmu við Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, vegna hugmynda um sameiginlegan gjaldmiðil i Evrópu. Sýnin um sameiginlega evrópsk- an gjaldmiðil virðist nú vera komin á undanhald, alia vega virðist ljóst að sameiginlegur gjaldmiöill verð- ur ekki að veruleika fyrr en ein- hvem tíma í fjarlægri framtíð, því að Bretar hafa nú hert mjög bar- áttu sína gegn öllum hugmyndum um sameiginlegan gjaldmiðil hinna tólf ríkja sem mynda Evrópu- bandalagið. Forseti framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins, Jacques Del- ors, virðist nú eiga verulega á brattaim að sækja með það hugar- fóstur sitt að hanna áætlun um nána samvinnu í peningamálum, sem allir leiðtogar Bandalagsins geta sætt sig við. Hugmyndin er að leggja slíkar tillögur fyrir fund leiö- toganna í Madrid 1 júní næstkom- andi. Bretar harðir á móti „Bretar hafa í ríkum mæli gert það ljóst að sameiginlegur evrópsk- ur gjaldmiðili kemur ekki til greina... þeir vilja einfaldlega ekki neina stórkostlega áætlun," segir Steven Bell, aðalhagfræðing- ur breska fjárfestingabankans Morgan Grenfell. Það var Margrét Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, sem hóf árásina á hugmyndir um sameigin- legan gjaldmiðil í ræöu í Brúgge í Belgíu í september síðasthðnum. Nigel Lawson, fjármálaráðherra Breta, fylgdi þessu síðan eftir í síð- asta mánuði þegar hann sagði að sameiginlegur gjaldmiðill myndi sundra Evrópubúum og að slíkt væri alls ekki á dagskrá hjá hon- um. Robin Leigh-Pemberton, seðla- bankastjóri Bretlands, sem er einn nefndarmanna í sautján manna nefnd, sem undir forystu Delors á að athuga ákveðnar leiðir til að ná sameiningu gjaldmiðla, slóst í hóp- inn í þessari viku. „Vinna okkar kann að vera ótímabær,“ sagði hann á fundi með bankamönnum. Hann sagði að sér virtist sem ekki væri eining meðal evrópskra ráðamanna um að ganga lengra í sameiningarátt en þegar hefur verið gert og ákveðið. Néfndin hefur þegar hafið undir- búning að lokaskýrslu sinni sem á aö flylja fjármálaráðherrum landa Evrópubandalagsins á fundi í maí. Ólíklegt er tahð að friður verði um þessar hugmyndir þangaö til. Vestur-Þjóðverjar styðja Breta Hagfræðingar telja að Bretland, sem nýtur viss stuönings af hálfu Vestur-Þýskalands, viiji neyða Del- ors til að þynna út hugmyndir sín- ar um sameiginlegan gjaldmiðil. Bretar óttast að ef hugmyndir Del- ors ná fram að ganga óbreyttar þá muni það þýða einn gjaldmiðh í Evrópu og einn evrópskan seöla- banka. Delors, sem hefur miklar áhyggj- ur af gagnrýni Breta um að sameig- inlegur gjaldmiðih sé ógnun við það markmið að koma á sameigin- legmn evrópskum markaði 1992, reyndi í þessari viku að slá á um- ræðuna um þessi mál. „í andrúmsloftí sem þessu er ekki hægt að eiga árangursríkar við- ræður,“ sagði hann í viðtah við dagblað. Delors hvikar ekki Delors, sem heldur fast við hug- myndir sínar um sameiginlegan gjaldmiðil, nýtur hins vegar mikils stuðnings frá Frökkum, ítölum, Spánveijum og Portúgölum. Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, sagði eftir fund með Thatcher í London í fyrradag: „Það er erfitt að ímynda sér sameiginleg- an markaö án sameiginlegs gjald- miðiis. Jafnvel þótt ekki sé hægt að ná þessu markmiöi fyrir 1993 er áríðandi að setja af stað kraftmikla áætlun sem leiðir til þess að við fáum sameiginlegan gjaldmiðii.“ Byggt á bandaríska seðla- bankanum Delors og hans menn vilja byggja sameiginlegan gjaldmiðil og seöla- banka Evrópu á hugmyndum sem danski hagfræðingurinn Niels Thygesen, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, settí fram á síðasta ári. Þær hugmyndir byggja mjög á bandaríska seðlabankan- um, þar sem eru sjö seðlabanka- stjórar. Thygesen heldur því fram að með þessu móti verði mun meira tilht tekiö til hagsmuna einstakra ríkja og svæða en eha hefði orðið. Sjálfsákvörðunarréttur skertur Ljóst þykir að hvemig sem sam- eiginlegur peningamarkaður, gjaldmiöih og seðlabanki verða settir á laggirnar þá muni það þýöa mikla skerðingu á sjálfsstjómar- rétti ríkja, sérstaklega Bretlands og Vestur-Þýskalands sem hafa geysileg völd í fjármálaheiminum í dag. Beh hjá Morgan GrenfeU telur það fráleitt að Frakklandsbanki til dæmis getí skipt sér af ákvörðun- um sem teknar em í vestur-þýska seðlabankanum. Reuter Sigurvegari kosninganna á Jamaica, Mlchael Manley, talar við iífverði sina. Kosningaþátttakan var góð þrátt fyr- ir óeiröir undanfarna daga. Simamynd Reuter Manley sigurvegari Michael Manley, formaður Þjóðar- flokksins á Jamaica, vann yfirburða- sigur í kosningunum sem þar fóm fram 1 gær. Keppinautur hans, Ed- ward Siega forsætisráðherra, sakaði andstæðinga sína um kosninga- svindl og hótanir. Kosningabaráttan var blóðug og létu tólf manns lífið í átökum. Þegar búið var að telja 65 prósent atkvæðanna hafði flokkur Manleys náö 36 sætum af 60 á þinginu en Verkamannaflokkurinn, sem er flokkur Siega og íhaldsmanna, átta sætí. Manley, sem er jafnaðarmaður og fyrrum forsætisráðherra Jama- ica, hafði verið spáð sigri. í gær kom til átaka viö nokkra kjör- staði milli stuðningsmanna flokk- anna tveggja og lést ein kona. Að minnsta kosti sex manns særðust í átökunum. Nær tíu þúsund lögreglu- menn og hermenn höfðu veriö sendir út af örkinni til að koma í veg fyrir róstur. Reyndu þeir að koma í veg fyrir að óeirðaseggimir kæmust að kjörstööunum með því að skjóta á þá táragasi og skjóta upp í loftíö. Reuter Fangar í hung- urverkfalli Um þrjú hundruð svartír suður- afrískir samviskufangar eru nú í hungurverkfalh til að mótmæla því að engin réttarhöld hafa farið fram í máh þeirra. Lögfræöingar um hundrað fanganna segjast ætla aö fara í tveggja sólarhringa hungur- verkfah til aö lýsa yfir stuðningi við skjólstæðinga sína. Einn fanganna, 17 ára gamah, sem fluttur var á sjúkrahús á miðviku- daginn, er þungt haldinn eftir sautj- án daga hungurverkfah og óttast menn að nýru hans hafi beðiö skaða af. AUs eru sjö fanganna nú á sjúkra- húsi. HungurverkfaUið hófst þann 23. janúar síðasthðinn. Nær tvö hundr- uð fangar í Jóhannesarborg hafa hótað því að svelta sig tíl dauða ef þeir verða ekki látnir lausir og einn- ig hundrað og fimm fangar í Port Elizabeth. Áætlaö er að í fangelsum í Suður- Afríku séu um þúsund manns sem ekki hafa farið fyrir rétt. Dómsmála- ráðherra landsins, Adrian Vlok, sagöi í gær að þó svo að stjómin brygðist við hungurverkfalhnu á mannlegan hátt myndi hún ekki láta undan kúgun af hálfu fanganna. Reuter menn eftir að dómsmálaráðherra Suður-Afríku neitaði að kanna heilsufars- ástand fanganna sem eru I hungurverkfalli. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.