Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Síða 27
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. 43 Afmæli Kristinn Jónsson Kristínn Jónsson, Túni, Borgar- hreppi, Mýrarsýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristinn er fæddur í Vorsabæ í Austur-Landeyjum og ólst þar upp fram yfir tvítugt í for- eldrahúsum. Hann var til sjós frá því að hann var 16 ára, fyrst í Njarð- vík, síðan í Grindavík og sex til sjö vertíöir í Eyjum. Kristinn fór til Rvíkur um 1940, vann fyrst í Breta- vinnunni síðan hjá Hitaveitunni, yann þar í nitján ár og var flokks- sfjóri í fimmtán til sextán ár. Hann vann í Timburverslunni Völundi 1962-1978, var afgreiðslumaður í portinu og verkstjóri. Kristinn vann í fiskvinnslu í Grindavík í átta ár og við verslunarstörf í tvö ár. Hann fluttí þá upp í Borgarfjörð og hefur síðan búið hjá dóttur sinni. Kristinn kvæntist Andreu Guðmundsdóttur. Foreldrar Andreu voru Guðmundur Guðbrandsson, b. í Drangavík á Ströndum og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttír. Kristinn og Andrea eignuðust sjö böm og era sex þeirra á M, Sjöfn Inga, gift Helga Guðmundssyni, b. á Hólma- koti, og eiga þau sjö böm, Erling, bústjóri í Grindavík, kvæntur Krist- ínu Þorkelsdóttur og eiga þau fimm böra, Svava Valgerður, gift Hjálmtý Hjálmtýssyni, starfsmanni hjá Vöruflutningamiðstöðinni og eiga þau tíu böm, Guðmundur Ingi, verslunarmaður í Brynju í Rvík, kvæntur Huldu Baldursdóttur ög eiga þau fjögur böm, Kristinn Andr- és, starfsmaður Frystihúsins í Súða- vík og Þórunn Jóna, gift Einari Magnússyni, b. í Túni í Borgar- hreppi. Kristinn áttí fjórtán systkini og eru íjögur þeirra nú á M, Jón- ína, fyrrv húsfreyja í Vorsabæ, Ámi, búsettur á Hellu, Guðbjörg Magnea, húsmóðir á Hvammstanga og Sigríður, húsmóðir í Grindavík. Foreldrar Kristins vom Jón Er- lendsson, b. í Vorsabæ í Austur- Landeyjum, og kona hans, Þórunn Sigurðardóttir. Jón var sonur Er- lends, b. á Skíöbakka Erlendssonar, b. á Voðmúlastaðahjáleigu Guð- laugssonar. Móðir Erlends Erlends- sonar var Gróa Jónsdóttir b. í Göt- um í Mýrdal Magnússonar. Móðir Jóns var Oddný Ámadóttir, b. á Suður-Móeiðarhvolshj áleigu Bjömssonar, b. í Kumla á Rangár- völlum Ámasonar. Móðir Oddnýjar var Jórunn, systir Tómasar, langafa Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum. Annar bróðir Jórunnar var Ivar, langafi Oddgeirs Kristjáns- sonar tónskálds og afi Nikulásar Þórðarsonar, kennara á Kirkjulæk, afi Nikulásar Sigfússonar læknis. Jórunn var dóttir Þórðar, b. á Moldnúpi undir Eyjafjöllum Páls- sonar, b. í Langagerði Þórðarsonar, prests í Skarði i Meðallandi Gísla- sonar. Móðurbróðir Kristins var Sigur- þór afi Ragnheiðar Helgu Þórarins- dóttur borgarminj avarðar. Þórunn var dóttir Sigurðar, b. í Snotm í Landeyjum Ólafssonar, b. í Múla- koti í Fljótshlíð Ámasonar. Móðir Sigurðar var Þórunn Ijósmóðir Þor- steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns- skarðshólum í Mýrdal Eyjólfssonar og konu hans Karítasar Jónsdóttir, klausturhaldara á Reynistað Vig- fússonar, stúdents á Hofi á Skaga- strönd Gíslasonar, rektors á Hólum Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfús- sonar, bróður Gísla. Móðir Karítas- ar var Þórunn Hannesdóttir Sche- vings, sýslumanns á Munkaþverá Lámssonar Schevings, sýslumanns á Möðruvöllum. Móðir Þórunnar var Jórunn Steinsdóttír, biskups á HólumJónssonar. Móðir Þórunnar Sigurðardóttur var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á Kristinn Jónsson. Hlíðarendakoti í Fljótshlíð Einars- sonar og konu hans, Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Helga var dóttir Erlings, b. í Braut- arholti Guðmundssonar, b. í Fljóts- dal í Fljótshlíð Nikulássonar, sýslu- manns á Barkarstöðum Magnús- sonar, b. á Hólum í Eyjafirði Bene- diktssonar, klausturhaldara á Möðravöllum Pálssonar, sýslu- manns á Munkaþverá Guðbrands- sonar, biskups á Hólum Þorláksson- ar. Móðir Helgu var Anna Maria Jónsdóttir, systir Páls skálda lang- afa Ásgeirs Asgeirssonar forseta. Birgir Magnússon Birgir Magnússon múrari, Yrsufelli 4, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Birgir er fæddur í Rvík og lauk sveinsprófi í Rvík 1961. Hann var múrari hjá Ólafi Pálssyni 1961-1977 og hefur verið múrari hjá stjóm Verkamannabústaða í Rvík frá 1977. Birgir var í stjórn handknattleiks- deildar ÍR1962-1968. Birgir kvæntist 4. ágúst 1967, Þórdís Steinunn Ein- arsdóttir, f. 14. mars 1943, aðalbók- ari á skrifstofu Rannsóknastofn- anna atvinnuveganna. Foreldrar Þórdísar era Einar M. Jóhannesson, forstjóri síldarverksmiðjanna á Húsavík, og kona hans, Sólveig Þor- steinsdóttir. Böm Birgis og Þórdísar eru Magnús, f. 20. júni 1967, náms- maður, Einar, f. 20. júní 1968 og Birg- ir Þór, f. 3. júh 1973. Systir Birgis sammæðra var Línheiður Bjöms- dóttir, f. 14. janúar 1935, d. 14. jan- úar 1982, gift Óttari Geirssyni, ráðu- naut hjá Búnaðarsambandinu. Systkini Birgis era Lára Kolbrún, f. 11. október 1937, verslunarmaður í Rvík, og Guðmundur, f. 1. nóvemb- er 1958, kjötiðnaðarmaður í Rvík, kvæntur Auði Kristjánsdóttur Birgir Magnússon. verslunarmanni. Foreldrar Birgis era Magnús V. Sörensen, lögregluþjónn í Rvík, og kona hans, Hjördís G. Guðmunds- dóttir. Magnús er sonur Georgs Sör- ensens og konu hans, Ágústu Magn- úsdóttur, sjómanns í Miöseli í Rvík Jónssonar. Hjördís er dóttir Guð- mundar, sjómanns í Stykkishólmi Bjamasonar og konu hans, Hjört- fríðar Guðmundsdóttur. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælis börn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð- asta lagi þremur dögum fyrir af mælið. Munið að senda okkur myndir. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Til hamingju með daginn 85 ára 70 ára 50 ára Jens Elis Jóhannsson, Sæling9dal, Hvammshreppi, Dala- sýslu. Ingveldur Björnsdóttir, Skútustöðum 2A, Skútustaða- hreppi, Þingeyjarsýslu. Eva Elsa Sigurðardóttir, Laugarásvegi 65, Reykjavík. 80 ára 40 ara 60 ára Sigurður Jóh. Gíslason, , Lönguhlíö 38, Suöurfjarðarhreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. MíÍ/ld bigUlafMlOliU) Laugavöhum 13, Egilstöðum, Suð- ur-Múlasýslu. Herdís Sigurjónsdóttir, Stekkjarhvammi 56, Hafnarfirði. Unnur Rikey Helgadóttir, Heiðarási 13, Reykjavík. Sigriður Einarsdóttir, Aðalagötu 19, Keflavík. Guðný Jónsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Sigríður Löve, 75 ára Jóhanna Friðriksdóttir, Hlíf, Torftiesi, ísafirði. Kristin Eggertsdóttir, Kotárgeröi 21, Akureyri. Hagamei 4, Skilamannahreppi, Borgarflaröarsýslu. Jón Guðmundsson, Hafnargötu 48, Seyöisfiröi. Þórhaha Gísladóttir, Kambaseh 42, Reykjavík. Andlát Kristján Albertsson Kristján Albertsson rithöfundur lést 31. janúar. Kristján fæddist 9. júh 1897 á Akranesi og lauk stúd- entsprófi frá MR1917. Hann var í námi í bókmenntasögu í Hafnar- háskóla 1917-1921 og í Þýskalandi ogFrakklandi 1917-1924. Kristján var ritstjóri Varðar 1924-1927, leik- stjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1924-1927 og formaður Leikfélags- ins 1925-1926. Hann var einn af rit- stjórum Vöku 1927-1929, dvaldist í Frakklandi 1928-1931 og í Rvík 1931-1935. Kristján var lektor í ís- lensku í Berlinarháskóla 1935-1943 og bjó í Kaupmannahöfn 1943-1945, Gautaborg 1945 og í Stokkhólmi 1945- 1946. Hann var sendiráðsrit- ari í íslenska sendiráðinu í París 1946- 1950 og sendiráðunautur 1950-1967. Kristján var í meniita- málaráði 1933-1936, formaður 1933-1934 og í þingkosinni lána- málanefnd 1933-1934. Hann var í sendinefnd íslands á ahsheijar- þingi SÞ1951-1955 og 1959-1962, í nefnd SÞ til rannsókna á skilyrðum fyrir fijálsum kosningum um allt Þýskaland og endursameiningu landsins í Genf og í Þýskalandi 1952 og í nefnd íslands á alþjóðaráð- stefnu um hagnýtingu kjarnorku til friðarþarfa í Genf 1955. Kristján samdi þessi rit: Hilmar Foss, sjón- leikur, 1923; Tungan í tímans straumi, ritgerðir, 1953; í gróand- anum, ritgerðir og ræður, 1955; Hönd dauðans, sjónleikur, 1957, sýndur í Þjóðleikhúsinu 1958 undir nafninu Haust; Ævisaga Hannesar Hafstein, 1.-3. bindi, 1961-1964; Ferðalok, skáldsaga, 1976; Meðan líflð yngist, 1982, skáldsögur; Menn og málavextir, 1989, ritgerðasafn. Hann gaf út Sögur frá ýmsum lönd- um, I-B, ásamt Jóni Sigurðssyni Kristján Albertsson. frá Kaldaðamesi, 1932-1934; Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Hafstein, 1959; Jón Sig- urðsson frá Kaldaðamesi. Ritsafn í bundnu og óbundnu máh, 1972; Georg Brandes og Hannes Hafstein: bréfaskipti, 1975. Þýddi: Lytton Strachley: Victoría drottning, 1940, og Úr fóram fyrri aldar, þýddar sögur, 1977. Margs er að minnast, ævisaga Kristjáns, skráð af Jakobi F. Ásgeirssyni, kom út 1985. Bróðir Kristjáns var Þórður verslunarfuhtrúi. Foreldrar Kristj- áns vora Albert Þóröarspn, síöast aðalbókari Landsbanka íslands, og kona hans, Steinunn Kristjáns- dóttir. Föðurbræður Kristjáns voru Matthías þjóðminjavörður og Ágúst Flygenring, afi Páls Flygenr- ing ráðuneytisstjóra. Albert var sonur Þórðar, b. á Fiskilæk, Sig- urðssonar. Móðir Alberts var Sig- ríður, systir Þórðar, foður Bjöms forsætisráðherra, föður Þórðar, fyrrv. ríkissaksóknara. Systir Sig- ríðar var Guðrún, kona Matthíasar Jochumssonar skálds, langamma Ragnars Amalds. Sigríður var dóttir Runólfs, b. í Saurbæ á Kjalar- nesi, Þórðarsonar. Móðir Sigríðar var Hahdóra Ólafsdóttir, b. á Blika- stöðum, bróður Ragnheiðar, langömmu Guölaugar, ömmu Pét- urs Sigurgeirssonar biskups. Ólaf- ur var sonur Guðmundar, htara og b. í Leirvogstungu, Sæmundsson- ar, b. á Kjarlaksstöðum, Þórðar- sonar, prófasts á Staðastað, Jóns- sonar, biskups á Hólum, Vigfús- sonar, langafa Sigríðar, ömmu Bjama Thorarensen skálds. Jón var einnig langafi Önnu, langömmu Jónasar Hahgrímsson- ar, og Einars, afa Einars Benedikts- sonar. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Bjama, langafa Jóns, afa Jóhannesar Nordal. Guðrún var dóttir Hahdórs, b. í Skildinganesi, Jónssonar, b. á Amarhóh, Tómas- sonár, b. á Amarhóli, Bergsteins- sonar, ættfóður Amarhólsættar- innar. Móðursystir Kristjáns var Mar- grét Þorbjörg, kona Thors Jensen, móðir Ólafs Thors. Steinunn var dóttir Kristjáns, b. í Hraunhöfn, Sigurðssonar, b. á Ehiða, Jónsson- ar, b. í Böðvarsholti, Pálssonar, b. í Bláfeldi, Magnússonar, bróður Hahdórs, langafa Guðnýjar, langömmu Valtýs Guðmundsson- ar. Móðir Steinunnar var Steinunn Jónsdóttir, b. í Bergsholti í Staðar- sveit, Sveinssonar. Móðir Jóns var Vigdís Ólafsdóttir, lögréttumanns á Lundum, Jónssonar, langafa Ólafs, langafa Bjama Benediktssonar. Ólafur var einnig langafi Eiríks, langafa Þorsteins frá Hamri. Móðir Steinunnar Jónsdóttur var Þor- björg Guðmundsdóttir, prófasts á Staðastað, Jónssonar og konu hans, Margrétar Pálsdóthu1, systur Gríms, langafa Ásgeifs Ásgeirsson- arforseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.