Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
Stjómmál
Húsbréfin:
Framsókn
bregður fæti
fyrir Jóhönnu
Bullandi meirihluti þingflokks
Framsóknarflokksins snýst gegn
Jóhönnu Siguröardóttur félags-
málaráðherra í svonefndu hús-
bréfamáli. Meirihluti framsóknar-
manna vill halda á núverandi kerfi.
Hann óttast, aö húsbréfakerfið
verði að fara úr öskunni í eldinn.
Þegar litið er á afstöðu framsókn-
armanna til Jóhönnu, ber að hafa
ýmislegt í huga. Framsóknarmað-
urinn Alexander Stefánsson var
félagsmálaráðherra 1986, þegar
núverandi kerfi var komið á. Þá
réðst þingmaðurinn Jóhanna Sig-
urðardóttir hart að Alexander. Jó-
hanna var meðal þeirra fyrstu, sem
sögðu, að kerfi Alexanders væri
komið í hausinn. Síðan hafa þau
tvö barist. Andstaða Alexanders
við Jóhönnu er meðal þess, sem
gæta ber að, þegar skoðuð er af-
staða framsóknarmanna nú.
En fleira kemur tíl. Margir al-
þýðubandalagsmenn eru einnig
andvígir tillögum Jóhönnu, þótt
hún kunni að hafa fylgi meirihluta
þingflokks þar á bæ. Það á eftir að
koma í ljós. En núverandi kerfi var
ekki aðeins bam Alexanders Stef-
ánssonar. Það varð til í kjarasamn-
ingum Alþýðusambands og vinnu-
veitenda. Það áttí að breyta málum
mjög, þannig að fjölmargir kaup-
endur íbúöa og húsbyggjendur
kæmust næstu ár úr úífakreppu.
Forsetí Alþýðusambandsins, As-
mundur Stefánsson, ber því mikla
ábyrgð á núverandi kerfi. Því er
skiljanlegt, að ekki viija aliir al-
þýðubandalagsmenn ganga gegn
Asmundi.
Jóhanna Sigurðardóttir leggur
mikið upp úr að fá kerfinu breytt
yfir í húsbréfakerfi. Hún hefur gef-
ið í skyn, að hún getí ekki setíð í
embætti mjög lengi undir núver-
andi kerfi. Ummæli hennar um það
efni eru þó svo óljós, að hún á
smugu til að sitja, þótt hún yrði
undir. En svo ganga sögur um, að
Jóhanna sé orðin þreytt á pólitík.
Jóhanna telur sig hafa stuðning
fyrir kerfisbreytingu í öðrum
flokkum en þeim, sem hér hafa
verið nefndir. Hún hafi því þing-
meirihluta fyrir breytingunum. En
þetta á eftir að verða erfiður bití í
Sjónarhomið
Haukur Helgason
háls ríkisstjórnarinnar. Þarna
mun verða tekist á - kannski um
framtíð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Stjómarsamstarfið getur orðið í
hættu vegna málsins. Alþýðu-
flokksmenn leggja ofurkapp á að
styðja Jóhönnu í því. En á móti eru
ekki einungis framsóknarmenn. Á
móti er stór hluti verkalýðsforyst-
unnar og þar með lífeyrissjóðirnir.
Svokallað húsbréfakerfi hefði
mikla ágalla. í því leyndust hættur.
En viðurkenna ber, að núverandi
kerfi gengur ekki.
Hvaða kerfi?
Núverandi kerfi byggðist á mik-
illi hækkun lána til íbúðarkaupa.
Þetta gat orðið mikill akkur fyrir
almenning. Þannig var þaö hugsað
af þeim, sem með góðum vilja
hrundu því af stað. En reynslan
talar sínu máh. Fólk bíður áram
saman - kannski í þrjú ár - eftir
að fá lánin frá húsnæðismála-
stjóm. Þetta er kerfi, sem frum-
kvöðlamir óskuðu ekki eftir. Hús-
næðisvandinn er enn mikill.
Jóhanna Sigurðardóttir telur, að
með húsbréfakerfi mætti eyöa
þessum biðtíma.
Þá heíði seljandi íbúðar kost á að
taka frá kaupanda allt að 65 pró-
sent verðs íbúðar í húsbréfum.
Byggingarsjóður ríkisins skiptír
við kaupanda á skuldabréfi og hús-
bréfum. Húsbréfin verða þannig
ríkistryggð. Seljandi á samkvæmt
því ekki að geta tapað. Hugmyndin
er, að húsbréf verði tíl 20-25 ára.
Þannig ætti að skapast grandvöllur
fyrir lán til íbúðarkaupa til langs
tíma. Það eru einmitt skammtíma-
lánin, sem íbúðakaupendur hafa
orðið að taka, sem eru að sliga þá.
Bankar vilja helst ekki lána nema
til eins, tveggja eða þriggja ára.
Þetta gerist, þótt um húsnæöi ræði,
sem stendur í meira en mannsald-
ur. Með húsbréfum á einnig að
reyna að koma útborgunarhlutfalli
niöur, þegar fasteign er keypt. Út-
borgunarhlutfallið hefur verið allt
of hátt. Þegar rætt er um öll
skammtímalánin, ber að nefna, að
greiðsluerfiðleikadeild húsnæðis-
stofnunar hefur reynt að semja um
lengingu slíkra lána. Þannig hafa
mörg lán verið lengd í lán tíl átta
ára. En þetta er fremur undantekn-
ing en regla.
Margir segja auðvitað, að mikil
affoll muni verða af húsbréfum,
þótt þau verði bæði fasteignatryggð
og ríkistryggð. Þetta verður vafa-
laust rétt. Húsbréf eiga að ganga
kaupum og sölum á almennum
markaði. Þau þýða auðvitað, að
íbúðarkaupendur munu strax
þurfa að greiða hærri vextí, miklu
hærri, en nú eru á lánum hús-
næðisstofnunar. En hvað um affoll-
in? Nú tíðkast gjaman á gráa mark-
aðinum, aö seljendur skuldabréfs,
tíl dæmis til átta ára með góðum
fasteignaveðum, greiða um 20 pró-
sent í afföll. Markaður húsbréfa
mun að óbreyttu leika þetta eftír.
Affollin verða því þeim mun meiri,
sem bréfin era til lengri tíma. Þá
sem dreymir um húsbréfamarkað-
inn, dreymir einnig, að seölabank-
inn og byggingarsjóður eigi að geta
haft hemil á affollum húsbréfa,
með því að selja og kaupa og hafa
þannig áhrif á framboð og eftir-
spum húsbréfa. Þetta á óneitanlega
nokkuð langt í land.
Og hverjir kaupa húsbréf? Bank-
ar og fjárfestingarfélög munu vilja
fá vel fyrir snúð sinn. Fylgismenn
húsbréfa mæna á lífeyrissjóðina.
Þeir munu kaupa húsbréf. En sem
stendur munu lífeyrissjóðimir
ekki vilja kaupa þessi bréf.
Núverandi kerfi er hrunið. En
húsbréfakerfið er enn á tilraunar-
stígi og of snemmt að fullyröa, að
það bættí málið.
-Haukur Helgason.
Jóhanna Sigurðardóttir: - ráðherradómur aö veði?
Fréttir dv
Lítill snjór hefur veriö á götum Egilsstaða í vetur. DV-mynd Sigrún
Snjólétt fyrir austan:
Reynt að ýta snjó í
brekkur Fjarðarheiðar
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Á meðan fannkyngi er meira en í
meðalári í flestum landshlutum hef-
ur verið óvenju snjólétt á Héraði í
vetur. Að vísu hefur jörö oft orðið
alhvít en síðan blotcir í og snjórinn
hverfur eða verður að svelli.
Þetta er auðvitað tíl mikilla hags-
bóta fyrir alla þá sem um vegina fara
og lítið hefur þurft að hreyfa snjó-
raðningstæki í byggð. Þó oft hafi
veriö hreinsað af götum á Egilsstöð-
um er varla hægt að segja að ófært
hafi orðið fyrir velbúna fólksbíla,
hvað þá jeppa.
En skíðamenn bíða eftir nægum og
góöum snjó. Á Fjarðarheiði, þar sem
skíðalyftan er í 450 metra hæð, er
snjór enn of lítill. Reynt hefur verið
að ýta snjó í brekkurnar til að bæta
færið. Það vantar því mikið á að
komin sé sú dýrindis fannbreiða sem
austfirskir skíðamenn era vanir.
Moka snjó fyrir
5,2 milljónir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
„Það var óvenjumikil snjókoma
hér í febrúar og þá kostaði snjó-
mokstur hér í bænum um 3,7 milljón-
ir króna,“ segir Guðmundur Guð-
laugsson, verkfræðingur hjá Akur-
eyrarbæ, þegar DV spurði hann um
kostnað við snjómokstur í bænum
frá áramótum.
Guðmundur sagði að í janúar hefði
snjómoksturinn kostaö um 1,5 millj-
ónir króna og er kostnaður við
snjómokstur á Akureyri tvo fyrstu
mánuði ársins því um 5,2 milljónir
króna. Guðmundur sagði að vissu-
lega væri það hátt hlutfall því gert
væri ráð fyrir því í fjárhagsáætlun
bæjarins að snjómokstur á árinu
myndi kosta 9,5 milljónir króna.
„Þetta er þó ekki veralega hærra
hlutfall en tvo fyrstu mánuðina í
fyrra en þá var janúarmánuður mjög
erfiður," sagði Guðmundur.
Ófært ef hláka kemur
Guðmundur sagði að geysileg
vinna væri enn eftir við aö opna göt-
ur í bænum eftir úrkomuna miklu á
dögimum. „Ég tala nú ekki um ef
gerir hláku, þá verða margar götur
hreinlega ófærar,“ sagði hann.
Guðmundur sagði að tækjakostur
bæjarins til snjómoksturs væri góð-
ur en eðlilega þyrftu tækin viðhald
þegar þau væru mikið notuð eins og
að undanfömu. Um það hvort tækja-
kosturinn væri nógu öflugur mætti
ávallt deila. Það væri hægt að halda
úti tækjum sem gætu hreinsað bæ-
inn á mjög stuttum tíma en þá væri
það spurningin hvort bæjarbúar
væru tilbúnir að greiða fyrir það.
„Þetta minnir okkur einfaldlega á
hvar við búum á hnettinum. Viö höf-
um sætt okkur við það til þessa og
verðum að gera það áfram eiða flytja
eitthvað annað,“ sagði Guðmundur.
Mikil storka og
rjúpan komin í byggð
Þórhallur Áamundsson, DV, Sauðárkróki:
Jarðbönn eru víðast hvar í Húna-
þingi og hrossum gefið. Snjór hefur
þó ekki verið verulegur í vetur en
eftir umhleypinga síðustu vikna er
mikil storka. Verulega bætti á snjó
um síðustu helgi.
Mikið er um að rjúpur sjáist í byggð
og smáfuglar era í hópum við bæi. í
flugferð um Grímstungu- og Víði-
dalstunguheiðar varð hvergi vart við
ijúpnaslóðir en Bjami Jónsson frá
Bakka, sem um helgina fór á vélsleða
fram á Auðkúluheiði, sagði að mikið
hefði verið um rjúpu á svæöinu frá
Sandárbúð að Amarbæli. Þama er
snjór eitthvað minni og nær tíl jarðar
á stöku stað. Á þessu svæði hefur
áburði verið dreift undanfarin ár.
Tuttugu umsóknir um
tvær blokkaríbúðir
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Húsnæðisekla á Sauðárkróki virð-
ist síður en svo fara minnkandi. Ný-
lega voru auglýstar til endursölu
tvær blokkaríbúðir hjá stjórn verka-
mannabústaða. 20 umsóknir bárast
eða 10 um hverja íbúð og er það lík-
lega met að sögn Hilmis Jóhannes-
sonar.
Framboð á íbúðarhúsnæði í bæn-
um er lítið bæði til sölu og leigu.
Hús, sem auglýst vora til sölu fyrir
stuttu, seldust um leið. Ekki er útlit
fyrir að margar íbúðir bætíst við á
þessu ári þar sem einstaklingar hafa
að undanfórnu haldið að sér hönd-
um. Um miðjan október nk.verða
afhentar átta íbúðir í verkamanna-
bústöðum en vinna við þær hófst síð-
asta vor.