Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Síða 28
36
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
Andlát
Halldór Guðmundsson skipstjóri,
Kirkjubraut 51, Akranesi, andaðist í
Sjúkrahúsi Akraness þann 1. mars.
Ingileif Kristjánsdóttir, Hringbraut
94, Keflavík, lést aðfaranótt 1. mars.
Jón Indriði Halldórsson, Efstasundi
29, iést á Borgarspítalanum að kvöldi
1. mars.
Jarðarfarir
Ingólfur Þorsteinsson, fyrrv. yfirlög-
regluþjónn, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. mars
kl. 13.30.
Guðni Guðmundsson, Aöalgötu 23,
Súgandafirði, verður jarösunginn frá
Suðureyrarkirkju laugardaginn 4.
mars kl. 14.00.
Elísabet G. Hálfdánardóttir, ísafirði,
verður jarðsungin frá ísafjarðarkap-
ellu laugardaginn 4. mars kl. 14.00.
Gunnar Haraldsson, Víðihlíö 1, Sauð-
árkróki verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4.
mars kl. 14.00.
María Helgadóttir, frá Vatnshóli,
verður jarðsungin frá Krosskirkju,
Austur-Landeyjum. laugardaginn 4.
mars kl. 14.00.
Jón Halldórsson, frá Sellátrum, verð-
ur jarðsunginn frá Eskiíjarðarkirkju
í dag, fóstudag, kl. 14.00.
Sigtryggur Jónsson verður jarðsung-
inn að Nesi í Aðaldal laugardaginn
\ mars kl. 13.30.
Sigríður Sesselja Sveinsdóttir frá
Viðfirði lést í Fjórðungssjúkrahús-
inu Neskaupstað aðfaranótt 28. fe-
brúar. Jarðarfórin fer fram í Norð-
fjarðarkirkju laugardaginn 4. mars
kl. 14.00.
Tilkyimingar
Ný regnfataverslun
opnaöi aö Laugavegi 21 þann 25. febrúar
sl. Verslunin er fyrsta sérverslun sinnar
fegundar hér á landi og hefur á boðstól-
um regnfatnað fyrir alla aldurshópa.
Ættfræðinámskeið í
Reykjavík og víðar
Ættfræðiþjónustan ráðgerir að halda
nokkur ættfræðinámskeið á næstunni,
bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Haldin verða 7 vikna grunnnámskeið í
Reykjavik og helgarnámskeið í bæjarfé-
lögum á landsbyggðinni. Skráning þát-
takenda er hafin hjá Ættfræöiþjón-
ustunni í síma 27101. Auk námskeiða-
halds tekur Ættfræðiþjónustan að sér
rannsóknir á ættum fólks og annast sölu
á ættfræðiritum og hjálpargögnum við
ættrakningu.
Sumaráætlun Sjálfboðaliða-
samtaka um náttúruvernd
er nú komin út. Famar verða 6 vinnu-
feröir þar sem unnið er að verkefnum
'sem stuðla að náttúruvemd. Fyrsta ferð-
in verður farin í Kerið í Grímsnesi þann
3.-4. júrú nk. Heimilisfang samtakanna
er: Sjálfboðaliðasamtök um náttúra-
vemd, Pósthólf 8468, 128 Reykjavík.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardag-
inn 4. mars. Lagt af stað frá Digranesvegi
12 kl. 10. Birtan eykst og vorið nálgast. Á
góðum laugardegi komum við saman í
molakafiinu og röltum síðan um götur
bæjarins. Laugardagsganga Hana nú er
fyrir alla unga sem aldna sem vilja kynn-
ast skemmtilegum félagsskap.
Átthagasamtök Héraðs-
manna
halda árshátíð (Góublót) í Domus Medica
laugardaginn 4. mars nk. Aðgöngumiðar
verða seldir í anddyri Domus Medica í
dag, 4. mars, kl. 17-19.
Neskirkja
Félagsstarf aldraðra
Samverustund verður á morgun, laugar-
dag, kl. 15.00 í safnaðarheimili kirkjunn-
ar. Baldur Jónsson segir frá Grænlands-
ferð og sýndar verða myndir frá starfmu.
Ráðstefnur
Ráðstefna Rannsóknar-
stofu mjólkuriðnaðarins
Á vegum Rannsóknarstofu mjólkuriðn-
aðarins verður haldin ráðstefna dagana
9. og 10. mars nk. á Hótel Sögu. Aðalfyrir-
lesari verður professor dr.med.vet Ole
Aalund frá Konunglega landbúnaðar- og
dýralæknaháskólanum í Kaupmanna-
höfn.
Tapað fimdið
Köttur í óskilum
úr Fossvogi
Grár og hvítur heimihsköttur með svarta
rófu tapaðist frá Fossvoginum síöasthð-
inn fimmtudag. Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma 27511, 37302 eða
67314.
Fundir
Aðalfundur kven-
félags Laugarnessóknar
sem féll niður 6. febrúar sl. vegna óveð-
urs, verður haldinn 6. mars kl. 20 í Safn-
aðarheimilinu. Venjulegaöalfundarstörf.
Einnig verður rætt um heimsókn til
kvenfélags Langholtskirkju.
Hádegisverðarfundur presta
veröur haldinn í safnaðarheimili Bú-
staðakirkju mánudaginn 6. mars n.k.
Félagsfundur Safnaðar-
félags Ásprestakalls
verður haldinn þriðjudaginn 7. mars nk.
í félagsheimilinu. Fundarefni: spilað
verður páskaeggjabingó og fleira. Allir
velkomnir.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 5. mars:
1. Kl. 10.30. Litla kaffistofan - Marar-
dalur - Þingvallavegur. Gengið á skíð-
um í um 5 klst. Góð æfmg fyrir páskaferð-
imar. Verö kr. 600.
2. Kl. 13. Öxarárfoss í klakaböndum.
Ekið a 6 Almannagjá og gengið eftir henni
að Öxarárfossi. Nú er rétti timinn til þess
að skoða Öxarárfoss í vetrarbúningi.
Missið ekki af þessari ferð. Verð kr. 800.
3. Ki. 13. Skíðaganga á Mosfellsheiði.
Létt gönguferð við allra hæfi. Verð kr.
600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
böm i fylgd fullorðinna.
Otivistarferðir
Sunnudagsferðir 5. mars.
Kl. 10.30. Gullfoss í klakaböndum
Geysir. Nú er Gulifoss í faliegri klaka-
brynju. Aðeins þessi eina ferð. Einnig
farið að sprengigígnum Keri, fossinum
Faxa, Brúarhlöðum og Geysissvæðið
skoðaö. Verð 1.400 kr.
Kl. 13. Landnámsgangan, 6. ferð.
Saltvík - Kléberg. Létt strandganga frá
Saltvík um Brimnes, Hofsvík að Klébergi
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Menning dv
Stund hef ndarinnar
Ógurlega er veturinn oröinn lang-
ur og leiðinlegur. Ég þori samt að
veðja að hann er ekki nærri búinn.
Það langversta er eftir. Hláka kem-
ur ekki næstu vikurnar. Snjórinn
mjatlast þetta í burtu i sólbráðinni
í aprílhörkunum. í wunderschönen
Monat maí verða þurrir kuldar en
mikil sól. Heimskautafílingur. í
júní taka við suðvestanrosamir.
Eins og fyrri daginn. Svo mígandi
rigningar og allir mígandi fullir af
bjór fram á haust. Þá kemur heims-
endir. Ef þessi veðurspá stenst ekki
þá stenst bara andskotann ekkert
á þessum óstöndugu tímum.
En menn voru að reyna að búa
til dálítinn sumardraum á sinfó-
níutónleikunum í gærkvöldi með
því að spila pastoralsinfóníu Beet-
hovens. Stjómandi var Aldo Cec-
cato frá Ítalíu. En sumarið kom
samt ekki. Flutningur þessa dýr-
lega verks (já já, dýrlegt er það en
ekki dýrslegt eins og einhver les-'
andi um daginn vildi meina að orð-
Tónlist
Sigurður Þór Guðjónsson
ið þýddi og hringdi ævareiður í mig
til að láta mig vita það) rann alveg
út í sandinn. Það var engin sól í
músíkinni. Enginn ylur, engin lý-
rík, engin fegurð. Og enginn storm-
ur. Bara spilirí.
Sömu sögu er að segja um La
valse eftir Ravel. Einhver sagði
mér að hann hefði verið skrýtinn
kall. Það sem honum fannst mest
gaman, fyrir utan það að kompón-
era og hommast, hafi verið að leika
sér að leikföngum en þau átti hann
víst í tonnatali í stofunni heima hjá
sér. Einu sinni þegar Stravinsky
heimsótti hann fóru þeir saman í
bílaleik snilUngarnir.
Brrrrrrrrrrrrrr! Aeeeejjj!!
Krrkkrr!!!! En það var enginn drif-
kraftur í valsinum hans Ravels
núna og enginn stífl.
Svo var flutt kansóna eftir norska
tónskáldið Arne Nordheim. Hann
tók forðum daga við tónskálda-
verðlaunum Norðurlandaráðs hér
í Reykjavík. í flugvélinni á leiðinni
heim fóru tvær íslenskar fylUbytt-
ur að faðma hann og óska honum
óskaplega til hamingju. Og tón-
skáldið varð yfir sig glatt að tvær
fylUbyttur á Islandi skyldu þekkja
sig og faðma sig óskaplega til ham-
ingju. En svo ældu þær upp í hann.
Þá tók kompónistinn ógleði mikla
og hugsaði grautfúll: Þetta skuUð
þið fá borgað, helvítis íslensku fyU-
ibytturnar ykkar. Og nú var dísæt
stund hefndarinnar upprunnin.
Kansóna eftir Ame Nordheim.
Stjórnandi signor Cecconi.
Það voru niðurbrotnar íslenskar
bjórfylUbyttur sem skjögruðu út í
snjóinn og frostið í gærkvöldi. Og
aldrei kemur vor í dal. Aldrei.
Sigurður Þór Guðjónsson
Þá riðu hetjur um héruð
Myndverk Kjartans Ólasonar aö
Kjarvalsstöðum eru óneitanlega
hetjusamlegri en flest annað sem
hér er sýnt undir merkjum mynd-
listar.
Hér á ég ekki einasta við umfang
þessara verka, sem eru stór um
sig, mikilfengleg ásýndar og aug-
ljóslega ávöxtur mikillar vinnu,
heldur vísa ég til meðvitaðrar notk-
unar listamannsins á þeim ímynd-
um hetjuskapar sem fylgt hafa
vestrænni menningu allt frá gull-
öld Grikkja til nasistatímabflsins.
í myndum hans mæta örlögum
sínum stæltir og hugumstórir
garpar, annaðhvort einir saman
eða með fákum sínum sem einnig
eru eöalbomir, eins og Sleipnir,
hestur Óðins, eða Búsefalos, stríðs-
hestur Alexanders mikla.
En Kjartan virðist hafa annað og
meira að markmiði en að vekja upp
einhvers slags hetjumóral - slíkir
uppvakningar hafa ekki orðið siö-
menningunni til framdráttar, sjá
Ust fasismans, nasismans og stahn-
ismans.
Tilfinningalegur vísdómur
Af samhenginu má ráða að ætl-
unarverk Ustamannsins sé fyrst og
síðast að virkja hugmyndaafl goð-
sagnanna og gera það aftur að afl-
vaka í samfélagi þeirra sem fást við
að brjóta til mergjar tilveruna,
hvort sem er í heimspeki eða Ust-
Það er einmitt skoðun margra
spekinga að í goðsögnunum sé að
finna „tilfinningalegan vísdóm"
mannkyns og að firring sú sem
nútímamaðurinn upplifir sé ekki
síst að kenna því að hann sé kom-
inn úr tengslum við goðsagnirnar.
í verkum Kjartans er hin heillega
veraldarsýn goðsagnanna, sem lík-
amnast í hetjunum, notuð sem
nokkurs konar mótvægi eða andiag
við brotakennda tílveru nútíma-
mannsins sem tjáð er með tilvísun-
um í óheftan expressjónisma eða
slettutækni gamaUa afstraktmál-
Kjartan Olason - Fylgjur, 1988-89.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
ara.
En Kjartan virðist hafa annað og
meira í huga en að setja upp svo
einfaldar andstæður.
í meðförum hans fær hin hetju-
lega ímynd stundum á sig
ómennskt, allt að því vélrænt svip-
mót, sjá hið fútúríska vélmenni í
„Doctus poeta“ eða hörkulega and-
litsdrætti mannsins í „Fylgjur"
(sem er nánast tvífari Eichmanns),
um leið og marglitur óskapnaður-
inn (Kaos) einn virðist þess megn-
ugur að varðveita lífshræringuna,
forsendur sköpunarinnar.
Hugtök sem orkulindir
Þriðja túlkunarmöguleika þess-
ara mynda er að finna í hugtökum
eða frösum sem stækkuð eru upp
og notuð til myndbygginga til að
tengja saman eða aðgreina hina
ólíku reiti.
Flest hugtökin eru úr latínu eða
grísku, dauðum og þar með hlut-
lausum málum, og eru í senn svo
óhlutstæö og víðtæk að þau virka
Kjartan Ólason - Homo homini
lupus, 1988.
sem sérstök vídd, eða orkulindir,
innan hverrar myndheildar.
í bestu verkum Kjartans á sér
stað stöðug og lífleg togstreita milli
þeirra merkingarsviða sem hann
drepur á, togstreita sem áhorfand-
inn skynjar með huga fremur en
hjarta.
Ef til vill gerir þessi stórhuga
ungi listamaður sig ánægðan með
þau viðbrögð.
Ekki væri síðra ef einhverjir op-
inberir aðilar sæju sér fært að festa
sér verk eftir Kjartan Ólason og
gerðu honum þannig kleift að halda
áfram að vinna í sama dúr.
-ai.
á Kjalamesi. Söguslóðir og merk nátt-
úrufyrirbæri. Verið með í þessari
skemmtilegu ferðasyrpu en ætlunin er
að ganga á mörkum landnáms Ingólfs í
21 ferð. Safnið ferðum. Viðurkenning
veitt fyrir góða þátttöku. Verö 800 kr.
Kl. 13. Skíðaganga austan Grímmanns-
fells. Gengið í áttina að Borgarhólum á
Mosfellsheiði. Verð 600 kr. Frítt í ferðim-
ar fyrir böm með fullorðnum. Brottfór
frá BSÍ, bensínsölu.
Ný helgarferð á skíðum 11.-12. mars:
Bláfjöll - Krísuvik. Gist í mjög góðum
skála við Kleifarvatn. Munið páskaferð-
imar í Þórsmörk, á Snæfellsnes - Snæ-
fellsjökul og gönguskíðaferð. Uppl. á
skrifst., Grófmni 1, símar 14606 og 23732.
Myndakvöld Útivistar verðir í Fóst-
bræðraheimilinu fimmtud. 9. mars kl.
20.30.
Fyrirlestrar
Platón og skáldskapur
Laugardaginn 4. mars nk. mun Eyjólfur
Kjalar Emilsson halda fyrirlestur er
hann nefnir „Hvað haföi Platón eiginlega
á móti skáldskap?” Fyrirlesturinn verður
haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla ís-
lands, og hefst kl. 14.00.
Námskeið
Námskeiö um nýjungar í
matvæla- og efnaiðnaði
Endurmenntunamefnd Háskóla íslands
mun standa fyrir námskeiði um liftækni-
legar nýjungar í matvæla- og efnaiðnaði
þann 10. mars nk. Námskeiðið er opið
öllum sem tengjast matvæla- og efnaiðn-
aði en er einkum ætlað þeim er starfa
að rannsóknum og vömþróun á því sviði.
Nánari upplýsingar veitir endurmennt-
unarstjóri í símum 694925, 694923 og
694924.