Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. 11 Utlönd Gorbatsjov krefst umbóta í landbúnaði Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, kraföist þess í gær að gagn- gerar umbætur yrðu gerðar í land- búnaðarmálum til að endi verði bundinn á matarskort og skriff- innsku og sveitabyggðir í Sovétríkj- unum færðar í nútímabúning. í níutíu mínútna langri ræðu á fundi miðnefndar . Kommúnista- flokksins krafðist Gorbatsjov þess að gripið yrði strax til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir þörf á kom- innflutningi. Einnig vildi hann eyða biðröðum fólks eftir vörum. í morgun var nefndin að íhuga kröfur Gorbatsjovs en í dag lýkur tveggja daga sérstökum fundi Kommúnistaflokksins. Gorbatsjov sagðist vilja stöðva streymi fólks úr sveitum í borgir. Hann sagðist vilja leggja af allar stofnanir í landbúnaði, þar með tabð yfirlandbúnaðarráðuneytið sem hann kom sjálfur á. í staðinn á að koma allsherjamefnd ríkisins um matarframboð og mataröflun. Landbúnaðarstofnanir heima í héraði verða einnig lagðar af og í stað þeirra koma nýjar stofnanir sem bændur eiga og stjóma sjálfir. í ræðunni, sem var sjónvarpað um Sovétríkin, sagði Gorbatsjov að breytingarnar ætti aö gera án þess að hrófla við samyrkjubúa- og ríkis- búakerfinu sem verið hefur við lýði í Sovétríkjunum í áratugi. Sagði hann að miðnefndin ætti að bjóða þjóðinni upp á landbúnaðar- stefnu sem hæfi smábóndann til vegs og virðingar á nýjan leik. Þótt Gorbatsjov væri gagnrýninn á þjóðnýtingu lands undir samyrkjubú á tímum Stalins, 1929-32, sagöi hann að samyrkju- og ríkisbúin hefðu gíf- urlega vaxtarmöguleika ef stjóm- völd sköpuðu heilbrigt efnahags- ástand. Forsetinn fór hins vegar fram á grundvaliarbreytingar sem meðal annars fela í sér leigu á landi og er hugmyndin hjá honum að koma á nokkuð fijálsum markaði. Gorbatsjov gerði það ljóst að hann teldi að Qytja ætti fjárhagslega ábyrgð af landbúnaðarrekstri til bænda. Taldi hann of mikið kæm- leysi og ábyrgðarleysi valda því að rekstur væri jafnslæmur og raun bæri vitni. Taldi hann orsakimar fyrir þessu liggja í því kerfi sem nú væri í gildi enhannvildifábreytt. Reuter Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, ávarpar sérstakan fund Kommúni- staflokksins um landbúnaðarmál í Moskvu í gær. símamynd Reuter Kraftmikið hágæða- tæki á góðu verði. Verð kr. 19.500 eða kr. 18.500 stgr. Tvöfalt segulband • 4 útvarpsbylgjur • 4 há- talarar (2 super woofer) • víddartónn (surround) • hraðfjölföldun • síspilun • 5 banda tónjafnari • tengi fyrir geislaspilara. //•RONNING •//"/ heimilistæki KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 j/r handa þér, ef þú h á réttu tölumar Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.