Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989.
Viðskipti____________________'_________dv
Hvað kostar það þig að fá
sundurliðaðan símreikning?
- eru 400 krónur of mikið?
Með sundurliðun símreikninga verður hægt að sjá klukkan hvað hringt var
í ákveðið númer og hversu lengi var talað.
Fyndist þér mikið að borga 400
krónur fyrir sundurliðaöan sím-
reikning á þriggja mánaða fresti?
Eða ert þú tilbúinn að borga 1.000
krónur fyrir þessa þjónustu? Póstur
og sími hafa enn ekki komið með
neinar bráðabirgðatölur um það
hvað þessi þjónusta komi til með að
kosia. Þess vegna er hér reynt að
nálgast það hvað símnotendur þurfl
að borga. Blaðafulltrúi Pósts og síma
sagði í DV í gær að þessi þjónusta
verði svo dýr fyrir einstaklinga að
það verði mestmegnis fyrirtæki og
stofnanir sem geti nýtt sér hana.
Bandaríkjamenn eru fremstir
þjóða í því að sundurliða símreikn-
inga. Þar þykir þessi þjónusta ekki
aðeins sjálfsögð heldur nauðsynleg.
Rökin eru þau að eins og í hverjum
öðrum viðskiptum vilja menn vita
fýrir hvað þeir borga.
Bandarískur simreikningur
Bandarískur símnotandi getur les-
ið á símreikningi sínum hversu mörg
utanbæjarsímtöl hann hefur hringt
og hvenær. Hann getur séð að númer
símtalsins var 55, að hringt var 25.
júlí klukkan 9,30 um morguninn, að
hringt var til borgarinnar Denver,
að símanúmerið var 303-893-2211, að
símtalið stóð yfir í 2 mínútur og að'
það kostaði hann 82 cent.
DV hefur margoft vakið athygli á
nauðsyn þess að hægt sé að fá sund-
urliöaða símreikninga hér á landi.
Þorvarður Jónsson, framkvæmda-
stjóri tæknideildar Pósts og síma,
sagði við DV mánudaginn 16. maí í
fyrra að stofnunin væri komin með
tilboð í ýmsa tæknilega þætti er varð-
aði þetta mál. „Við erum núna að
reikna dæmið í heild sinni út, miöað
við hversu nákvæm sundurliðun
reikninganna á að vera,“ sagöi Þor-
varður þá.
30 til 50 milljóna fjárfesting
Hann upplýsti enn fremur að það
léti nærri að fjárfesting Pósts og síma
vegna málsins gæti orðið í kringum
30 milljónir króna. Sama sagði blaða-
fulltrúi Pósts og síma í gær. Mesti
kostnaðurinn er vegna segulbands-
stöðva sem stofnunin þarf að kaupa.
Því nákvæmari sem sundurliðun
reikninganna á að vera því stærri
og dýrari þurfa segulbandsstöðvam-
ar að vera sem geyma allar upplýs-
ingar.
Greiðist niður á 10 árum
Gefum okkur að stofnkostnaður
Pósts og síma vegna þessa máls veröi
hærri en 30 milljónir eða 50 milljónir
króna. 120 þúsund símnotendur eru
á öllu landinu og þar af 30 þúsund
með stafræn númer. Á höfuðborgar-
svæðinu eru þetta öll númer sem
byrja á tölustafnum 6. Það er lítið
mál fyrir símnotanda með gamalt
númer að skipta yfir í stafrænt núm-
er óski hann þess.
Ef segulbandsstöðvarnar endast í
10 ár þarf að deila stofnkostnaðinum,
50 milljónum króna, niöur á 10 ár.
Það gerir 5 milljónir króna á ári.
10 prósent vilja sundurliðun
Gefum okkur einnig að 10 prósent
af 30 þúsund símnotendum með staf-
ræn númer óski eftir að fá sundurlið-
aða símreikninga. Það gerir 3000 sím-
notendur. Hver notandi þyrfti að
jafnaði að borga 1650 krónur á ári
eða um 400 krónur á þriggja mánaða
fresti til að greiða niður segulbands-
stöðvarnar.
Útskriftargjald krítarkortafyrir-
tækjanna, kostnaðurinn við að
prenta út sundurliðun á notkun krít-
ar-kortsins, er 70 krónur á mánuði.
Hækkar að vísu í 100 krónur hjá
hluta korthafa um mánaðamótin.
Svona útskriftargjaldi gæti Póstur
og sími hugsanlega bætt við vegna
þeirrar þjónustu að senda fólki sund-
urliðaða símreikninga. Stofnunin
sendir hins vegar þegar út símreikn-
inga til fólks þannig að færa má rök
fyrir því að ekki sé um svo mikinn
viðbótarkostnað að ræða. Aukið
bréfsefni er þó augljóslega meira en
áður og það kostar sitt.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Ódýrara ef fleiri símnotendur
En gefum okkur að 25 prósent af
símnotendum með stafræn númer,
eða 12.500 notendur, óski eftir að fá
sundurliðaða símreikninga. Þá deil-
ast 5 milljónimar á ári vegna seg-
ulbandsstöðvanna niður á 12.500 not-
endur í stað 3000 í dæminu áðan. Það
gerir hins vegar 400 krónur í kostnað
á númer á ári eða 100 krónur á
þriggja mánaða fresti. Mikill munur
þaö. Stofnkostnaðurinn er augljós-
lega minni á númer því fleiri sem
nota sér þessa þjónustu.
Hversu nákvæma
sundurliðun?
Hversu nákvæm á sundurliðunin
að vera? Þá er best að spyrja sig hvað
valdi háum símreikningum? Rekja
má háa símreikninga fyrst og fremst
til samtala við útlönd, langlínusam-
tala út á land og langra innanbæjar-
símtala. Þess vegna er hugsanlega
nóg fyrir flesta að fá þessi símtöl
sundurliðuö.
Talsvert bréfsefni
Ef öll símtöl eru tekin og hver sími
er með 5 símtöl á dag í þrjá mánuði,
eða um 500 símtöl á þremur mánuð-
um, getur það þýtt sundurliðun upp
á 5 síður miðað viö aö 100 símnúmer
Visa græddi
Greiöslumiðlun hf„ Visa ísland,
skilaði 74 milljóna króna hagnaði á
síðasta ári samanborið viö 62 millj-
ónir króna árið áður, 1987, sam-
kvæmt upplýsingum úr ársskýrslu
Iðnaðarbankans.
Hagnaðurinn er í raun sá sami
bæði árin þrátt fyrir aukin viðskipti
fyrirtækisins þar sem verðbólga á
milli áranna var um 20 prósent.
Ekki er hægt að fá uppgefið hjá
Visa hverjar tekjur fyrirtækisins
Kreditkort hf., Euro á Islandi, skil-
aði hagnaði á síðasta ári, líkt og sam-
keppnisaðilinn Visa. „Ég vil aðeins
gefa upp aö það var hagnaður af
rekstrinum," segir Hallgrímur Jóns-
son, stjórnarformaður Kreditkorta
hf. og sparisjóðsstjóri í Sparisjóði
vélstjóra.
Hallgrímur staðfesti enn fremur að
komist fyrir á hverja síðu. Ef símtöl
á síðu eru 50 veröa blaðasíðurnar 10.
Þetta segir okkur aftur að um veru-
legt bréfsefni er að ræða. Kannski
vilja allir ekki fá svo nákvæmar upp-
lýsingar. En sumir vilja þessar upp-
lýsingar og eru þess vegna líklega
tilbúnir að borga fyrir prentunar-
kostnaðinn.
Miðað við þessa útreikninga hérna
eru færð rök fyrir því aö kostnaður-
inn verði ekki meiri en 400 krónur
að jafnaði á símnúmer miðað við að
aðeins 3 þúsund símnotendur af 30
74 milljónir
voru á síðasta ári.
Kortaviðskipti hjá Visa námu um
20 milljörðum króna á síðasta ári en
voru 12,5 milljarðar árið á undan.
Kortaviðskipti jukust því um hvorki
meira né minna en 7,5 milljarða. 80
þúsund gild Visa-kort eru hérlendis
í notkun.
Notkun Visa-korta jókst um 36 pró-
sent á síðasta ári á meðan notkun
tékka jókst um tæplega 6 prósent.
-JGH
nokkur aukning hefði orðið á korta-
viöskiptum fyrirtækisins á síðasta
ári. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá
sig um afkomu síðasta árs þar sem
reikningar fyrirtækisins væru ekki
birtir opinberlega.
Aðalfundur Kreditkorta var um
mánaðamótin janúar og febrúar.
þúsund með stafræn númer noti sér
þessa þjónustu. 100 krónur til við-
bótar í prentunarkostnað breytir lík-
legast ekki dæminu.
Menn skrefstuttir
Á þessu ári eru 5 milljónir króna í
fjárlögum veitt Pósti og síma í for-
vinnu vegna sundurliðaðra sím-
reikninga. Kerfið kemst svo örugg-
lega ekki í notkun fyrr en í fyrsta
lagi á næsta ári. Allt snýst um það
hvað veitt er í verkefnið af fjárlögum
þrátt fyrir að sá kostnaður fáist end-
urgreiddur af þeim sem nýta sér
þessa þjónustu.
Menn eru svolítið skrefstuttir í
þessu máli. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 11-17 Vb
6mán. uppsögn 11-19 Vb
12mán.uppsögn 11-14,5 Ab
18mán.uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán með sérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8,5-9 Ib.Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4.75-5,5 Sb.Ab
Danskarkrónur 6.75-7.25 Bb.Sp,- Ib lægst
ÚTLÁNSVEXTIR (%)
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 23-27 Úb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almertnskuldabréf 18-29,5 Úb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,75-9,25 Lb.Bb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 20-29,5 Úb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11.75 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýsk mörk 7.75-8 Úb
Húsnæðislán 3,5
Líteyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
óverðtr. mars89 16,1
Verðtr. mars89 8.1
VlSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 2394 stig
Byggingavisitala mars 424 stig
Byggingavísitala mars 132,5stig
Húsaleiguvisitala Hækkar i apri
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóóa
Einingabréf 1 3,656
Einingabréf 2 2,046
Einingabréf 3 2,389 »
Skammtimabréf 1,264
Lífeyrisbréf 1,838
Gengisbréf 1,667
Kjarabréf 3,660
Markbréf 1,937
Tekjubréf '1,657
Skyndibréf 1,117
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,755 '
Sjóðsbréf 2 1,437
Sjóðsbréf 3 1,244
Sjóðsbréf 4 1,032
Vaxtasjóðsbréf 1,2484
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
Iðnaðarbankinn 179 kr.
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinriubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Spariskírteini
hreyfast varla
Spariskírteini rfkissjóðs hafa
vart hreyfst í sölu að undanfómu.
Hinn 17. mars var búið að selja
spariskírteini fyrir 547 milljónir
króna frá áramótum. Á sama tíma
voru innleyst skirteini um 1.554
milljónir króna. Milljarður hefur
farið í burtu.
DV birti frétt um lélega sölu
s{)ariskírteina 24. febrúar. Þá. var
búiö að selja skírteini fyrir rúmar
500 milijónir frá áramótum en inn-
leysa fyrir rúma 1,4 milljarða.
Þaö sem hefur gerst þennan mán-
uð þama á milli er að spariskírteini
hafa selst fyrir um 40 milljónir
króna en innleyst skírteini á sama
tíma nema um 154 milijónum
króna.
Ríkisstjómin ráðgerir að selja
spariskírteini rikissjóðs fyrir um
5,3 milljarða króna á þessu ári.
Upphaflega var ætlunin að selja 4,7
milljarða. Það var sú upphæð sem
rætt var um að bankar og verö-
bréfasjóðir tryggðu sölu á. Upp úr
þeim viðræðum slitnaöi og ákvað
ríkissjóður sjálfúr þá að koma inn
á markaðinn og sefja skírteinin.
Vextir af spariskirteinum til 5 ára
em 7 prósent en 6,8 prósent af skír-
teinum til 8 ára. Þetta eru þau skír-
teini sem fólki býðst núna að kaupa
hjá ríkinu. Á Verðbréfaþingi Is-
lands hafa á sama tíma fengist spa-
riskírteini með um og yfir 8 prósent
vöxtum.
-JGH
Euro græddi líka