Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Síða 28
36
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989.
Andlát
Valdemar S. P. Ágústsson skipstjóri,
Vesturgötu 105, Akranesi, lést í
sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn
Fréttir
i>v
Söngvakeppni Sjónvarpsins:
Eigendaskipti á
snyrtistofu Nínu
Nýverið urðu eigendaskipti á Snyrtistofu
Nínu, Hraunbergi 4 í Reykjavík. Ágústa
Svansdóttir keypti helmingshlut í stof-
unni af Aðalheiöi Guðj ónsdóttm- og rekur
nú stofuna með stofnanda hennar, Nínu
Breiðfjörð. Þær eru báðar snyrtifræðing-
ar. Um svipað leyti og eigendabreytingin
varð fagnaði stofan 3 ára afmæli. A
Snyrtistofu Nínu er boðið upp á fjöl-
breytta snyrtiþjónustu, s.s. nýja og fljót-
legri vaxmeðferð en áður, litun og plokk-
un, andlitsfórðun, andlitsnudd, húð-
hreinsun og hand- og fótsnyrtingu. Þar
eru lika seldar úrvalssnyrtivörur frá
Frakklandi og víðar, m.a. hinar viður-
kenndu snyrtivörur frá Monteil.
Merming
Nýsköpun með
aðskotahlutum
Sólveig Aöalsteinsdóttir ásamt einum skúlptúrhluta sinna. DV-mynd GVA
Það fer lítið fyrir skúlptúrum
Sólveigar Aðalsteinsdóttur sem
sýnir í Nýlistasafninu fram á
sunnudagskvöld (2. apríl) en til
þess er leikurinn sennilega gerður.
Markmið hennar er augsýnilega
ekki að kanna formrænar eða efn-
islegar eigindir þeirra hluta/forma
sem hún hefur undir höndum held-
ur að athafna sig á landamærunum
milli „venjulegra" þríviðra fyrir-
bæra og skúlptúra.
Til þess notar Sólveig bæði að-
skotahluti, segjum gamlan fót £if
kommóöu, blýkapal og
spýtukubba, og aðskiljanlega lag-
aða hluti sem hún hefur sjálf steypt
úr gifsi og frauðplasti eða mótað í
leir.
Það sem framar öðru virðist vaka
fyrir henni er að skoða hvenær hin
ýmsu fyrirbæri fara yfir mörkin,
hætta að vera „hlutir" og breytast
í skúlptúra og þar með „menning-
arfyrirbæri“.
Stundum nægir að setja hlut á
stall, eins og Duchamp gerði forð-
um daga við flöskugrind sína, til
þess að viö forum að líta þá öðrum
augum, nýsast fyrir um sérstaka
formræna og heimspekilega merk-
ingu þeirra, ég tala nú ekki um ef
stallurinn er á réttum stað, þaö er
innan vébanda viðurkennds sýn-
ingarstaðar.
Stofnanakenningin
Einn ágætur bandarískur fagur-
fræðingur, Artúr Danto, hefur
meira að segja sett saman „stofn-
anakenningu" þar sem því er hald-
ið fram að fyrirbærið „list“ sé ein-
faldlega það sem liststofnanir (söfn,
gallerí, tímarit o.fl.) hampa hverju
sinni.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Önnur leið er að brjóta upp heil-
legt yfirbragð hlutar eða fyrirbæris
með ófyrirsjáanlegum hætti.
Þannig þekur Sólveig lágmynd
úr timbri og svampi með hálf-
glannalegum koparlitum eða þá að
hún tálgar utan af gifssteypum sín-
um eða ristir í þær, að því er
virðist á mjög tilviljanakenndan
hátt.
En þaö er einmitt vegna þess hve
meðferðin er handahófskennd og
órökræn sem við tökum þessi verk
til endurmats og leitum að sérstök-
um myndrænum rökum fyrir út-
litsbreytingum á þeim, búum þá
til slík rök ef við finnum þau
ekki.
Notalegir
Þannig erum við hálft í hvoru
plötuð til að taka þessa skúlptúr-
hluti alvarlegar en þeir verðskulda,
en við þaö að ýta við okkur með
þessum hætti hafa þeir samt sem
áður öðlast merkingu sem hæglega
mætti heimfæra til fagurfræði.
Alveg burtséð frá því hlutverki
sem þeir leika í rannsóknaráætlun
Sólveigar, eru þessir hlutir hennar
ósköp notalegir, jafnvel „heimil-
islegir“ ef þaö lýsingarorö er þá
ekki orðið að skammaryrði.
Athyglisvert er að við virðumst á
góðri leið með að eignast skúlptúr-
hefö sem grundvallast ekki síst á
nýsköpun með aðskotahlutum, sjá
einnig skúlptúra Kristins G. Harð-
arsonar.
-ai.
eftir að fá það sent geta snúiö sér til Iðn-
tæknistofnunnar íslands í síma 687000.
Fyrsta fréttablað
íslenska bókaklúbbsins
Út er komið fyrsta fréttablað íslenska
bókaklúbbsins, en eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum voru Bókaklúbbur-
inn Veröld og Bókaklúbbur Amar og
Örlygs sameinaðir 27. janúar sl. undir
nafhinu íslenski bókaklúbburinn. Bóka-
klúbbsblaðið, eins og það heitir nú eftir
sameininguna, mun koma út mánaðar-
lega. Eins og fyrsta tölublaðið ber með
sér geta félagsmenn eignast úrvals bæk-
ur af öllum toga fyrir mun lægra verð
en á almennum markaði. En aðalmark-
mið sameiningarinnar var einmitt að
gera almenningi kleift að eignast sem
fjölbreyttast úrval bóka á sem lægstu
verði. Þar sem sex bókaforlög, sem gefa
út verulegan hluta þeirra bóka sem koma
á markað árlega, standa á bak við ís-
lenska bókaklúbbinn er hann betur í
stakk búinn en aðrir bókaklúbbar til þess
að ná ofangreindu markmiði.
„Drög að kvöldi“
nýtt Ijóðakver
Út er komið ljóðakverið „Drög að kvöldi"
eftir Guðbrand Siglaugsson. Kverið hefur
21 kvæði að geyma og er fyrsti hluti fjór-
leiksins „ljóðahandrit númer 5 og 6“.
Höfundur hefur áður sent frá sér bæk-
umar: „Eitraður orðum“ (1977), „Tæki-
færisvísur" (1979), „Kvæði" (1982) og
„Þvert á rennibrautina" (1985). Þess skal
geta að „Drög að kvöldi" kemur út í mjög
takmörkuðu upplagi.
29. mars.
Ragnheiður M. Jónsdóttir, Skúla-
götu 60, lést þann 28. mars.
Sigurður Rúnar Guðmundsson efna-
verkfræðingur lést á heimili sínu,
Breiðási 9, Garðabæ, miðvikudaginn
29. mars.
Hulda Karlotta Kristjánsdóttir,
Hrauntungu 58, Kópavogi, andaðist
í Borgarspítalanum að morgni 29.
mars.
Jarðarfarir
Snjólaug Lúðvíksdóttir, Dalbraut 20,
Reykjavík, lést fóstudaginn 24. mars.
Útfor hennar fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 15.
Ingólfur Fr. Hallgrimsson frá Eski-
firði, sem lést í Landspítalanum aö-
faranótt 24. mars sl„ verður jarðsett-
ur frá Eskifjarðarkirkju laugardag-
inn 1. apríl kl. 14.
Jóhann Pétur Guðmundsson hús-
gagnasmíðameistari, Norðurbrún 1,
andaðist í Landspítalanum 19. mars
sl. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hólmfríður Skúladóttir, sem andað-
ist að morgni 24. mars á St. Fran-
ciskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólms-
kirkju laugardaginn 1. aprfl kl. 14.
Héðinn Maríusson, Túngötu 12,
Húsavík, veröur jarðsunginn kl.
10.30 frá Húsavikurkirkju laugardag-
inn 1. apríl.
Ekkert brambolt í þetta sinn
- segir Valgeir Guðjónsson, sigurvegari keppninnar
Valgeir Guðjónsson og Daníel Agúst Haraldsson höfðu ástæðu til að faðmast er úrslit lágu fyrir í söngvakeppn-
inni. Þeir ætla báðir að standa á sviðinu í Sviss 6. maí. DV-mynd GVA
„Eg hef þessa stundina mestar
áhyggjur af því hvernig fer með stúd-
entsprófin hjá mér en þau verða um
svipað leyti og Eurovision keppnin,"
sagði Daníel Ágúst Haraldsson, nítj-
án ára nemandi í Menntaskólanum
í Reykjavik, er úrslit lágu fyrir í
söngvakeppni Sjónvarpsins í gær-
kvöldi. Daníel syngur lag Valgeirs
Guðjónssonar, Það sem enginn sér,
sem hlaut 66 atkvæði í mjög tvísýnni
keppni. Lög Geirmundar Valtýsson-
ar og Magnúsar Eiríkssonar hlutu
hvort 58 stig og komust bæði í fyrsta
sæti á meðan á talningu atkvæða
stóð.
Valgeir er sigurvegari keppninnar
í annað sinn og sagðist hann ætla að
fara hægt og hljótt í sakimar í þetta
skiptið. „Það er alltaf ósköp notalegt
að sigra en ég hafði lítiö hugsað um
úrslitin fyrirfram," sagði Valgeir.
„Mér brá að vissu leyti því það er
mikið umstang sem fylgir því að vera
með í Eurovision."
Valgeir samdi lagið ekki sérstak-
lega fyrir þessa keppni en hann hefur
í huga að breyta útsetningunni lítil-
lega. „Ég býst við að fá inn bakradd-
ir í lagiö en það var tekið upp í kjall-
aranum heima hjá mér án mikils
kostnaðar,“ sagði Valgeir.
Hann sagði að ekki væri ólíklegt
að fleiri en Daníel stæðu á sviðinu í
Sviss þann 6. maí, t.d. væri vel hugs-
anlegt að hann yrði sjálfur með hon-
um asamt söngkonum.
Daníel Agúst, sem skaust upp á
stjörnuhimininn fyrir jóhn sl. með
hljómsveitinni Nýdönsk, hefur Utla
reynslu í að koma fram að eigin sögn.
Hann sagðist ekki hafa velt því mikið
fyrir sér, er hann tók boði Valgeirs
að syngja lagið, aö hugsanlega gæti
hann sigrað. „Síðustu daga hefur þó
hvarflað að mér hvað ég ætti að gera
varöandi prófin ef við ynnum sigur.
Svariö hef ég ekki fundið. Ég hef allt-
af trú á að hlutirnir bjargist og ég
hef þá trú núna,“ sagði Daníel.
„Ég hef fundið fyrir jákvæðum við-
brögðum undanfarið gagnvart þessu
lagi en þó ekkert í Ukingu við þaö
þegar Gleðibankinn opnaði. Ég er
mjög kvíðinn að taka þátt í þessari
keppni. Ég hef aldrei stigið á sviss-
neska grund og veit ekkert hvernig
ég á að haga mér - ekki einu sinni
hvernig fötum ég á að vera í. Mér
skflst að fötin séu aðalmálið," sagði
Daníel.
Það vakti athygU í salnum eftir að
úrslitin lágu fyrir að eiginkona Val-
geirs, Ásta Ragnarsdóttir, stundi há-
stöfum. Valgeir sagði að það væri
eðUlegt, keppnin væri mikið fyrir-
tæki. „Ég hef þó ákveðið að vera
ekki með mikið brambolt í kringum
þetta. Þegar ég tók þátt í Eurovision
í fyrra skiptið fórum við aUa leiðina,
ef svo má segja, en ég hugsa að við
verðum rólegir núna. Maður verður
að taka því sem að höndum ber. Þetta
er eins og að spila fótbolta, það er
meira gaman að vinna,“ sagði Val-
geir Guðjónsson. -ELA
Tilkynningar
Upplýsingarit
Iðntæknistofnunnar
Teknar hafa verið saman, í 28 síðna rit,
upplýsingar um þá þjónustu sem Iðn-
tæknistofnun íslands býður fyrirtækjum
og öðrum sem tengjast iðnaði. Efni ritsins
er raðað upp þannig að aðgengflegt er
fyrir lesandann að átta sig á hvernig
þjónusta stofnunarinnar getur komið
honum til góða. Ritið er sent til fjöl-
margra fyrirtækja og opinberra aðila.
Þeir sem ekki hafa fengið ritið en óska
Sjöfn A. Ólafsson lést 23. mars sl.
Hún fæddist í ValhöU á Patreksfirði
4. nóvember 1929. Foreldrar hennar
voru Aðalsteinn P. Ólafsson og Ste-
fanía Erlendsdóttir. Árið 1975 giftist
Sjöfn Guðjóni Hannessyni. Hún eign-
aðist eina dóttur fyrir hjónaband.
Sjöfn starfaði sem ritari á skrifstofu
sýslumanns Barðastrandarsýslu í 25
ár. Útfór hennarverður gerö frá Pat-
reksfjarðarkirkju í dag kl. 14.