Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. Fréttir Samvinnubankinn vill sameinast Á aöalfundi Samvinnubankans var samþykkt tillaga frá fulltrúum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrenn- is um aö beina þeim tilmælum til bankaráös að þegar í stað veröi hafn- ar viðræður viö Alþýðubankann um hugsanlegan samruná með kaup á hlut ríkisins í Útvegsbankanum sem markmið. í ræðu sinni á fundinum lýsti Guð- jón B. Ólafsson, forstjóri Sambands- ins og stjómarformaður bankans, því yfir að viðræður hefðu átt sér stað um sölu á hlut Sambandsins í bankanum til Landsbankans. Einnig aö bankaráðið hefði átt viðræður við Alþýðubankann en þær viðræður hefðu lognast út af. Samvinnubankinn skilaði um 72 milljóna króna hagnaði í fyrra. Inn- lán bankans jukust um 3,3 prósent að raungildi en útlán um 17 prósent sé miðað við hækkun lánskjaravísi- tölunnar. Bankinn afskrifaði töpuð útlán fyrir rúmar 6 milljónir króna og lagði auk þess 26 milljónir inn á sérstakan afskriftareikning til að mæta frekari skakkafóllum. -gse Herkules nauðlenti á Keflavíkurflugvelli Arleg þingveisla Alþingis var haldin í gærkvöldi. Samkvæmt venju var bannað að mynda í veislunni en þar má heldur ekki flytja ræður nema í bundnu máli. Hér sjást nokkrir þingmenn koma þangaö. Það eru Eyjólfur Konráð Jónsson og kona hans, Guðbjörg Benediktsdóttir, varaþingmaöur Sjálfstæðisflokksins, Sólveig Pétursdóttir, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, Jón Bragi Bjárnason, varaþingmaður Alþýðuflokksins, og eigin- kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. DV-mynd GVA Herkulesvél í eigu bandaríska hersins nauðlenti á Keflavíkurflug- velli um hádegi í gær. Þegar vélin var stödd um 500 kílómetra suður af íslandi kom gat á skrokk hennar. Lendingin í Keflavík tókst með ágæt- um. 22 hermenn og sjö manna áhöfn voru um borð í vélinni og sakaði engan. Vélin var á leið frá Mildenhall í Englandi til Bandaríkjanna. Vélin átti ekki að lenda hér á landi. Tvær þyrlur og Herkulesvél fór á móti vélinni og eins var mikill við- búnaður á Keflavíkurflugvelli en þar voru slökkvilið, lögregla og læknar í viðbragðsstöðu. -sme Myndln er tekin skömmu eftir að vélin lenti. Ekki reyndi á hinn mikla öryggi- sviðbúnaö sem var til staöar. DV-mynd Æglr Már Þessa dagana eru starfsmenn Sambandsins að flytja sitt hafurtask frá Sölf- hólsgötunni og í ný húsakynni fyrirtækisins á Kirkjusandi. Eins og sjá má fylgir starfsmönnunum ógrynni af pappír. Gert er ráð fyrir að í flutningunum þurfi að pakka pappírsmöppum niður í 1.500 til 2.000 kassa. Þegar starfs- menn Sambandsins hafa síðan haft sig á brott koma starfsmenn stjórnar- ráðsins á vettvang með sínar möppur. DV-mynd KAE Danska skipið: Björgun reynd aftur í dag 'Tilraun til að draga danska skipið Mariane Danielsen á flot við Grindavík var gerð á flóðinu snemma í gærkvöldi. Tilraunin mistókst þrátt fyrir þjálp dráttar- bátsins Goöans, ýtu í landi og loft- dælingar í vélarrúm skipsins. Virtist loftdæling í vélarrúmið hafa misstekist algjörlega þar sem skipið lyfti sér ekkert aö aft- an. Þó mun það hafa færst um eina þrjá metra. Munu menn Lyngholts sf., sem keyptu skipið á 7 þúsund krónur gegn því að koma því af strand- stað, ætla að reyna björgun á ný í dag. Á að byija að draga strax á aðfallinu í dag og reyna að dæla lofti í vélarrúmið svo skipið lyfti sér. -hlh Herra ísland valinn í gærkvöld: Eiður Eysteinsson krýndur silfur- slegnum pípuhatti Eiður Eysteinsson, 18 ára Reykvík- ingur, var valinn herra ísland 1989 á Hótel íslandi í gærkvöldi. Eiður var meðal ellefu ungsveina er kepptu um titilinn og stóð hann uppi sem sigur- vegari í lok keppninnar, krýndur silfurslegnum pípuhatti. Af við- brögðum áhorfenda að dæma var hann vel aö titlinum kominn. Eiður starfar á skemmtistaðnum Broadway og mun vera á leið inn í tískubransann þar sem fyrirsætu- störf eru eitt aðaláhugamálið. Til að verðaherraísland þýðir víst Utiö að stunda tómt hóglífi. Hefur Eiður stundað líkamsrækt, verið í hand- bolta og blaki og slappar af í snóker þegar færi gefst. Keppnin í gærkvöld hófst með borðhaldi. Á eftir komu keppendur fram í sportfatnaði, sundskýlum og loks herrafótum fyrir krýninguna. Milli þess voru dansátriði og fleira til skemmtunar. í verðlaun fékk herra ísland fataút- tektir, snyrtivörur, skó og fleira. Aðstandendur keppninnar voru Herraíslandhf.ogSamúel. -hlh Kjartan P. Kjartansson, flárhagsstjóri Sambandsins: Vill selja eignir fyrir 500 milljónir tilbúinn að selja hlut Sambandsins 1 flestum dótturíyrirtækjunum „Ég er tilbúinn aö selja hlut Sam- bandsins í flestöllum þeim fyrir- tækjum sem þaö á hlut í ef ég fæ gott verð fyrir. Viö erum hér í við- skiptum en ekki góðgeröarstarf- semi,“ sagði Kjartan P. Kjartans- son, framkvæmdastjóri fjárhags- deildar Sambandsins, sem séð hef- ur um eignasölu Sambandsins á undanfómum árum. Að undanfómu hefur Sambandið selt töluvert af fasteignum. Á árinu 1987 seldi Sambandið þau hús sem aðalstöðvar þess voru í viö Sölv- hólsgötu og Lindargötu. í fyrra seldi þaö Suðurlandsbraut 32. Þá hefur Sambandið einnig selt hlut sinn í tölvufyrirtækinu Marel. Sambandiö hefur tilkynnt með- eigendum sínum í Osta- og smjör- sölunni aö hlutur þess í fyrirtæk- inu sé til sölu. í viöræðum viö Landsbankann hefur komið til tals að bankinn kaupi hlut þess í Sam- vinnubankanum. Þá hefur og heyrst að hlutur Sambandsins í fleiri fyrirtækjum sé til sölu. - Hvað þarf Sambandið að losa mikla fjármuni með eignasölu? „Ég tel aö gott væri ef viö gætum selt eignir fyrir um 400 til 500 millj- ónir. Þar af tel ég mig geta selt fast- eignir fyrir um 200 eða 300 milijón- ir,“ sagöi Kjartan. Meöal þeirra fasteigna, sem Sam- bandiö vill selja, er Snoirabraut 56 þar sem áfengisútsala ÁTVR er til húsa. -gse Bankakort ófáanleg - bót um miðjan mánuð „Það er verið að framleiða í Bret- landi birgðir sem eiga að endast til næstu tveggja ára og er von á send- ingunni um miðjan mánuðinn," sagði Bjami Ólafsson hjá Reiknistofu bankanna í samtali við DV. Bankakort hafa verið ófáanleg um nokkurra vikna skeiö og er nú svo komið að bankar eru famir að af- henda viðskiptavinum sínum sér- stakt skjal sem staðfestingu á kort- númeri í stað korts. í september í haust tóku nokkrir bankanna þá ákvörðun að endur- meta notkun bankakorta og ein- hveijir ákváðu að breyta kortunum. Það er einnig ástæðan fyrir þessari töf því bjóða þurfti gerö kortanna út upp á nýtt. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.