Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 5 dv________________________________________Fréttir Magnús Guðmundsson í kostnaðarsömu stríði við Greenpeace: Verð að fara í jólatréssöluna - segir Greenpeacemenn vera fama að læra kurteisisreglur „Myndin hefur þegar verið sýnd í heilu lagi eða að hluta til í Dan- mörku, Finnlandi og Hollandi og verður bráðlega sýnd í Noregi og Svíþjóð. Við höfum fyrir reglu að gefa ekki til kynna hverjir hafa hug á að sýna myndina svo viðkomandi sjónvarpsstöð fái frið fyrir Green- peace. í þessum mánuði verður myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það verður stór stund og við gerum okkur tölu- verðar vonir í samhandi við þá há- tíð,“ sagði Magnús Guðmundsson, annar höfunda myndarinnar Lífs- björg í norðurhöfum, í samtah við DV. Magnús hefur verið á ferð og flugi síðan myndin var sýnd í íslenska sjónvarpinu þar sem hann hefur tek- ið þátt í umræðuþáttum og blaða- mannafundum í tengslum við sýn- ingu hennar erlendis. í Danmörku tók hann þátt í kappræðufundi með fulltrúa Greenpeace í Danmörku. - Hvernig fór sá fundur? „Afleiðingar fundarins voru þær að fólk hóf að segja sig úr Green- peacesamtökunum í nokkrum mæh. Því má segja að fundurinn hafl kom- ið vel út fyrir okkur. Ég hélt ró minni allan tímann þar sem myndin stend- ur fyrir sínu hvað sem talsmenn Greenpeace segja. Greenpeace hefur verið stiht upp við vegg í mun öflugri aðgerð gegn þeim en hingað til hefur þekkst.“ Læra kurteisisreglur - Nú vhja Greenpeacemenn í Sví- þjóð ekki taka þátt í umræðum eftir sýningu myndarinnar þar 18. apríl. Þeir bera því við að svo mikil vit- leysa sé í myndinni að umræða um hana sé gagnslaus. Sé nóg að benda á að myndin sé full af vitleysum. „Þá eru Greenpeacemenn farnir að beita nýrri tækni sem er öllu skyn- samlegri en að vera með hótanir og læti. Talsmenn Greenpeace eru smám saman að læra almennar kurt- eisisreglur. Þeir hafa loksins upp- götvað að öll þessi læti skaða þá sjálfa þar sem þeir fletta hreinlega upp um sig. Annars eru yfirlýsingar Greenpeace í Svíþjóð gengdarlaus vitleysa og í engu samræmi við það sem sagt hefur verið í Danmörku. Samtökin leggja út af myndinni á mismunandi hátt í hverju landi." - Hefur eitthvað áþreifanlegt komið út úr málshótunum Greenpeace? „Ekki svo ég viti. Þeir hættu við málssókn á hendur TV-2 í Dan- mörku. Hótanir þeirra eru eins og hróp í myrkri. Það væru mistök hjá Greenpeace að höfða mál gegn mér en ef þeir fara út í það verður máls- sóknin að eiga sér stað 1 varnarþingi mínu sem er Kópavogur. Málssókn og dómur að mér fjarverandi í Tim- búktú eða annars staðar er ekki ann- að en dauður bókstafur." Kostnaðarsamt stríð - En hvað með fjárhagslegu hliðina? „Það er langt í land áður en við getum farið að greiða okkur sjálfum einhver laun. Við reynum að taka eitthvað af þeim peningum sem koma af sýningu myndarinnar til að eiga fyrir nauðsynjum. En stríðið við Greenpeace er kostnaðarsamt. Ferðalög eru kostnaðarsöm og tíma- frek. Við höfum verið eins konar far- andsendiherrar á engum launum. Hvar sem umræða um myndina á sér stað fer hún út í vandamál þau sem Greenpeace hafa valdið hjá þessum norrænu þjóðum. Þá vaknar samúð gagnvart þeim þjóðum er verða fyrir árás að ósekju.“ - Þú ferð þá í jólatréssöluna í des- ember? „Ég verð örugglega að fara í jóla- tréssöluna í desember. Ég hætti ekki jólatréssölu nema mikið liggi við. Það er líka'skemmtileg tilbreyting frá skrifstofubaslinu." -hlh Oft er fært fyrir litlar flugvélar þó Fokkerinn geti ekki lent. Egilsstaöaflugvöllur lokast oft vegna aurbieytu. DV-myndir Sigrún Egilsstaöaflugvöllur: Tvö ár enn í aurbleytu Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum; Um páska var flugvöllurinn á Eg- ilsstöðum lokaður í þrjá heila daga og hluta’úr þremur öðrum vegna aurbleytu og kom það iUa við marga vegna mikillar umferðar. Allmikinn bleytusnjó setti niður þessa daga og það var nógu hlýtt til þess að frost fór úr efsta lagi flugbrautar. Þá er ekki að sökum að spyrja. Fokkerinn getur ekki notað brautina þó oft sé fært fyrir htlu vélarnar. Eftir að þíða hefur náð niður um 10-15 sm fer brautin að þoma ef veð- ur er þurrt. í rigningartíð er völlur- inn ófær meðan frost er í jörð. í sumar verður lokið við að grafa upp úr og aka burðarefni í flugbraut nýja vallarins. Síðan þarf hún að síga og jafna sig minnst í eitt ár. Það er þvi ekki fyrr en sumarið 1991 sem hægt verður að yfirkeyra völlinn og leggja bundið slitlag. Enn má því búa við lokun vallarins vegna aurbleytu næstu tvö vorin. í hlýindaköflum á vetrum verður líka oft truflun á flugi af sömu ástæðu. Afinælisrevía 1 Keflavík: Kitlar hláturtaugarnar rækilega Ægir Már Kárason, DV, Sudunœsjum; „Revían fjallar um bæjarlífið í Keflavík og er flutt í tilefni 40 ára afmælisins sem Keflvíkingar halda upp á um þessar mundir,“ sagði Hilmar Jónsson, formaður Leikfé- lags Keflavíkur, þegar við htum inn á æfingu í Félagsbíóinu en þar verð- ur revían frumsýnd í dag, fóstudag- inn 7. mars. „Við komum aðeins við kýlin í ýmsum.efnum hjá Suður- nesjamönnum í léttum dúr með gam- anmálum og söngvum án þess að stinga beint á þeim.“ Ómar Jóhannsson er höfundur verksins. Það ber nafnið „Við kynnt- umst fyrst í Keflavík". Ómar er ekki með öhu reynslulaus í leiklist. Hann starfaði talsvert í Litla leikfélaginu í Garðinum áður en hann flutti til Keflavíkur. Þetta er hans fyrsta revía en áður hefur hann samið einstaka gamanþætti og gamanvísur fyrir ýmis félög og félagasamtök. Flytjendur eru 30 og leikstjóri er Hulda Ólafsdóttir. Þetta er þriðja verk hennar hjá LK, þar af tvö á þessu leikári. „Þegar miðað er við aðsóknina í haust að leikritinu Svona erum við, þar sem nánast aUtaf var fuUt hús, þá er ég bjartsýnn á að Suðurnesjamenn láti sig ekki vanta í Félagsbíóið á þær fimm sýningar sem fyrirhugaðar eru,“ sagði Hihnar. Miðað við það sem við sáum og heyrðum af revíunni er víst að hún verður hin besta skemmtun og kitlar hláturtaugamar rækilega. Vegaáætlun lögð fram á Alþingi: 205 milljónir í bundið slitlag í vegaáætlun fyrir árin 1989 til 1992, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er ætlunin að veija 205 miUj- ónum króna í bundiö shtlag á þjóð- vegi. Það er töluvert minni upphæð en varið er í viðhald þessara vega en í það eiga að fara 264 miUjónir. Vegaáætlun fyrir 1989 hljóðar sam- tals upp á 3.895 miUjónir en af því á að taka 682 miUjónir í ríkissjóð af sérmerktum tekjustofnum vegagerð- ar. Útgjöld til vegamála eru því áætl- uð 3.213 milljónir. Nú sem endranær er vegaáætlun langt frá því markmiði að varið sé til vegamála 2,08% þjóðartekna. Það markmið átti að nást 1985 en fram- lagið hefur í raun lækkað frá 1983. í ár fer því 1,16% þjóðartekna í vega- mál en í fyrra var þetta hlutfaU 1,18%. Enn sem komið er hefur þessi fjár- vöntun ekki komið niður á bundnu shtlagi en þess í stað á uppbyggingu vega og dýrari verkéfnum. -SMJ SAMTOK UM VESTRÆNA SAMVINNU OG VARÐBERG minna félagsmenna á ráðstefnu vegna 40 ára afmælis Atl- antshafsbandalagsins á Hótel Sögu laugardaginn 8. apríl kl. 10.30. Ræðumenn: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Amór Siguijónsson vamarmálafulltrúi. Pallborðsumræður undir stjóm Bjöms Bjamasonar aðstoðarritstjóra með þátt- töku ræðumanna ásamt Al- berti Jónssyni, starfsmanni öryggismálanefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.