Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 7
7 (H-I .1 H/ HI /> U 'T ’ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. Hægir á starf- seminni en stöðvast þóekki „Við tökum við öllu sem kemur inn en við höfum ekki nema einn mann í þinglýsingunum sjálfum en venjulega eru þeir 6. Þetta skipöst í tvennt. Þegar fólk kem- ur með skjalið er það tekiö inn í svonefnda dagbók og ákveöin réttindi miðast viö að þaö hafi verið skráð inn þennan ákveöna dag. Síðan er þetta fært inn í þing- málabækur.' Við það hafa unnið sex lögfræðingar og af þeim eru fimm komnir í verkfall og því aðeins einn að störfum. Alls fara níu lögfræðingar hjá embættinu í verkfall og þvi er óhjákvæmilegt að allt mun ganga mun hægar en áður vegna þessa,“ sagði Jón Skaftason yfirborgarfógeti í sam- tali við DV. Hann bætti því við aö reynt yrði eftir mætti að af- greiða veðbókarvottorðin. Jón sagöi að tveir menn yröu starfandi í skiptarétti, í fógeta- rétti munu starfa borgarfógeti og aðalfuJltrúi og í uppboðsréttinum munu tveir menn starfa. Jóntaldi að engin trufiun yrði á afgreiðslu i firmaskrá. „Það á ekki neitt að stöðvast hjá okkur en það verður ekki komist hjá því að það hægi á allri starfsemi meöan á verkfalli stendur. Og ef verkfallið stendur lengi aukast erfiðleikamir hjá okkur að sjálfsögðu," sagði Jón Skaftason. -S.dór Skilagjald á bif- reiðar á leiðinni - segíör iðnaðarráðherra Aö sögn Jóns Sigurðssonar iön- aöarráöherra þá er ætlunin að koma sem fyrst á skilagjaldi á bifreiðar. Sagði ráðherra að drög að slíku friimvarpi væru nú í meðferð þjá þingflokkum. Þetta kom fram þegar ráðherra svaraði fyrirspum frá Hreggviði Jónssyni. Ráöherra sagði að gíf- urlegt vandamál væri samfara því að koma ónýtum bifreiöum í lóg. Árið 1986 voru 16.000 ökutæki afskráö hér á landi og má gera ráð fyrir að þeim tjölgi. Að sögn iðnaðarráðherra er er- fitt að fá landsvæöi undir bílana ef á að grafa þá en hann sagðist reyndar vera andsnúinn því að grafa þennan úrgang sem sjálf- sagt ætti að vera að nýta. -SMJ Fréttir Meðalhiti en landið í jaðri úrkomusvæðis Samkvæmt langtímaspá banda- aprílmánuð mega íslendingar eiga iiij úrkomu þennan mánuð. Stór rísku veöurstofunnar, NOAA, fyrir von á hita í meðallagi og frekar lít- hitasvæði liggja austan og vestan við Prósentutölurnar gefa til kynna hverjar líkurnar eru á ákveðnu veðri á tilteknu svæði i apríl. Sem dæmi má nefna að 30 prósent líkur þykja á úrkomuveðri sunnan- og austanlands í apríl. Meira en 40 prósent líkur eru á mikilli urkomu við Bretlandseyjar. DV-mynd JRJ Langtímaspá yfir veður á N.- Atlantshafi í apríl Byggt á gögnum NOAA(National Oceanic and Atmospheric Adminstration) ► Ríkjandi vindátt viö sjávaryfirborö Hiff ^lo landið og um 30 prósent líkur þykja á að hiti verði um og yfir meöallagi, sem er 3,3 gráður á celsíus. Sam- kvæmt spánni mun úrkoman aðal- lega verða á sunnan- og austanverðu landinu en ísland er 1 útjaðri úrko- musvæðis sem mun aðallega gera vart við sig við Bretlandseyjar. Hin alræmda lægðaruna virðist þannig ætla suður fyrir landið á leið austur. Spá bandarisku veðurstofunnar frá miðjum mars til miðs apríl gerði ráð fyrir frekar köldu veðri á íslandi og töluverðri úrkomu. Virðist hún ætla að standast hvað það varðar. Á spákortinu eru prósentutölur sem gefa til kynna hveijar líkumar eru á að ákveðiö veðurlag verði ríkj - andi. ísland liggur milli tveggja hita- svæða og eru því líkur á að hiti verði í meðallagi. Á skástrikuðu hitasvæð- unum þykja líkurnar á hlýindum vera meiri en 40 prósent. Sama gildir um úrkomuna en þar er ísland í jaðri úrkomusvæðis. Þykja 30 prósent lík- ur á úrkomuveðri í apríl á þeim hluta landsins sem svæðið nær yfir. Pílumar tákna meginvindstrauma við yfirborð sjávar, en samkvæmt bandarísku veðurfræðingunum eru vindstraumar í 10 þúsund feta hæð ráðandi fyrir megintilhneigingar í veðrinu. -hlh Verkfall náttúrufræðinga: Starfsemi blóðbankans verður í algeru lágmarki - segir Ólafur Jensson yfirlæknir „Það verður strax að takmarka þjónustuna til sjúkrahúsanna við það sem er bráðaðkallandi. Blóð- bankinn er sem kunnugt er bakhjarl allra bráðadeilda sjúkrahúsa lands- ins vegna skurðaðgerða og slysa. Sá niðurskurður sem óhjákvæmilega hlýst af verkfallinu kemur þannig út að starfsemi blóðbankans tak- markast við tiltölulega fáa starfs- menn í rannsóknaliðinu. Venjulega starfa hér 16 náttúrufræðingar og þar af 10 sérstaklega tengdir blóð- bankanum. Allt þetta fólk er í verk- falli nema hvað leyfi er fyrir þvi að einn þeirra sé að störfum. Þá er og hægt að kalla út einn til tvo til við- bótar ef brýna nauðsyn ber til,“ sagði Olafur Jensson, yfirlæknir blóð- bankans, í gær. Hann sagði að vegna nauðsynlegra rannsóknastarfa, sem ekki væri hægt að framkvæma vegna verk- fallsins, drægi strax á fyrsta degi úr allri starfsemi blóðbankans. Ekki væri hægt að bæta við blóðbirgðim- ar sem fyrir em, nema framkvæma smitvamarpróf. Slíkt væri ekki hægt nema kafla út neyðarvakt og væri ekki gert nema í algerum neyðartil- fellum. Samkvæmt þessu er ljós að á sjúkrahúsunum verða ekki fram- kvæmdar aðrar skurðaðgerðir en þær sem falla undir bráðatilfelli. S.dór Skoðaðu Renault bílana um helgina, Þeir eru á tílboðsverði. Um helgina synum við Renault bíla af árgerð 1988 og 1989, sem nú eru fáanlegir á tilboðsverði. Við bjóðum þér allt að 18 mánaða greiðslukjör. Lágmarksútborgun í Renault 5 er aðeins 100 þúsund krónur. Leggðu dæmið fyrir þig! Það er einfalt mál að semja við okkur! RENAULT 18 mánaða greiðslukjör OPID LAUGARDAG FRA 13—17. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.