Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. 15 Húsbréfakerfið: Ófullnægjandi útreikningar Húsbréfakerfiö er ólíkt eldri lánakerfum en svipar tll fyrir- komulags í grannlöndunum. Til að meta áhrif þess er skynsamlegt að athuga þjófélagshópa sem ráða við kaup hér á landi en ekki erlendis. Enn hefur ekki birst mat á kaup- getu þeirra. Mikillar bjartsýni gæt- ir þegar kostum kerfisins er lýst. Þvi er haldið fram að ekki verði þörf fyrir skammtímalán í bönk- um. Það jafngildir því að allir kaup- endúr eigi 35% af kaupverði í reiöufé. Mat á kaupgetu láglaunafólks skortir Húsbréfakerfið boðar grundvcdl- arbreytingar á húsnæðiskaupum. Þó hggur ekki fyrir heildarmat á áhrifum þess. Höfundar kerfisins hafa í blaðagreinum birt útreikn- inga sem sýna að það auki kaup- getu húsbyggjenda. Útreikningarn- ir bera vott um bjartsýni. Oft er gengið út frá ótraustum forsend- um. Einnig vaknar grunur um að valdar séu forsendur sem gefa hag- stæðar niðurstöður. Enn hefur ekki verið birt mat á kaupgetu þeirra sem lægst hafa launin. Dæmin fjalla aðallega um kaup fólks með góð laun á stórum blokkaríbúðum. Þau segja ekkert um kaupgetu þeirra sem hættast er. Menn hafa teygt sig langt til að sýna fram á kosti húsbréfakerfis- ins. í þessari grein er bent á að ýmsir útreikingar benda til að mati á mikilvægum þáttum sé áfátt. Samlíking við erlendar aðstæður Við mat á húsbréfakerfinu verð- ur að taka tillit til að það er í grund- Kjallaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur hvort ekki muni sækja í svipað horf þegar kérfið kemur í notkun. Skynsamlegt er að meta hvaða hóp- ar ráða við kaup hér á landi en gætu ekki keypt sér húsnæði er- lendis. Það eru þeir sem hafa lág laun eða slakar félagslegar aðstæð- ur. Beint hggur við að áætla að hús- næðiseign muni minnka með til- komu húsbréfakerfisins. Ekki verður séð að kerfið hafi kosti umfram lánakerfin í löndum sem vitnað var th. Th að meta áhrif húsbréfakerfisins verður þess vegna sérstaklega að rannsaka af- komu þeirra sem eru í dag á mörk- um þess að geta keypt íbúð. Mat á íslenskum aðstæðum? Útreikningar verða að taka thht „Taka þarf tilliþ til nýrra lána sem ár- lega eru tekin. I reikningum, sem höf- undar húsbréfakerfisins hafa birt, taka þeir ekki tillit til þessara aöstæöna.“ vaharatriöum ólíkt eldri lánakerf- um. Því svipar hins vegar th þess sem gerist í mörgum grannlöndum okkar. Þar eru aðstæður frá- brugðnar og stefnt að öðrum mark- miðum í húsnæðismálum. Hús- næðiseign er th dæmis fjórðungi minni. Fyrir áratugum, þegar húsnæðis- lánum hér á landi svipaði meira th húsbréfakerfisins, var húsnæðis- eign einnig mun minni en nú ger- ist. Því er eðhlegt að kannað sé th hvemig húsnæðiskaup gerast. Við fasteignakaup þurfa kaupend- ur að reiða sig á skammtímalán. Þó að þau séu hthl hluti af kaup- verðinu valda þau mestum hluta af greiðslubyrðinni fyrstu árin effir kaupin. Kaupendur geta ekki ahtaf staðið í skhum heldur slá ný lán th að greiða þau eldri. Það þekkja fjölmargir af eigin reynslu. Nettógreiðslur eru því lægri en útreiknuð greiðslubyrði. Þegar gerður er samanburöur á núver- andi kerfi og húsbréfakerfinu verð- ur að taka tillit th þess sem áður var lýst. Af þeim sökum gefa út- reikingar, sem miðast við að tekin séu lán þegar kaupin eru gerð og ahtaf staðið í skhum, ranga mynd. Taka þarf tihit til nýrra lána sem árlega eru tekin. í reikningum, sem höfundar húsbréfakerfisins hafa birt, taka þeir ekki tilht th þessara aðstæðna. Ófullnægjandi útreikningar Enn hefur ekki birst mat á kaup- getu þeirra sem lægst hafa launin. I mars birtust í kjallaragrein í DV útreikingar sem sýndu greiðslu- byrði af 4 herbergja íbúð í núver- andi kerfi og húsbréfakerfinu. Af reikingunum var þó ekki unnt að draga ályktanir um kaupgetu fólks. Þeir tóku hvorki tilht th þess að keupendur velta áfram lánum með töku nýrra né sýndu hversu hratt þeir greiddu upp skuldimar. Af reikingunum verða ekki held- ur dregnar ályktanir um kaupgetu láglaunahópa því þeir fjölluðu hvorki um kaup á ódýrustu íbúð- unum né láglaunahópa. Félags- málaráðherra fjallaði um kosti húsbréfakerfisins í Morgunblaðs- grein 8. aprh. í greininni var að finna útreikninga á kaupum 4 her- bergja íbúðar. Tekið var dæmi af fjölskyldu meö 125 þúsund króna mánaðarlaun. í reikningunum gætti mikillar bjartsýni þegar kost- um kerfisins var lýst. 406 þúsund í stað 140 þúsunda í grein félagsmálaráðherra era kaup á 4 herberja íbúð í húsbréfa- kerfinu notuð th að lýsa greiðslu- byrði íjölskyldu sem kaupir sína fyrstu íbúð. íbúðin kostar 5.379 þúsund krónur. Fjölskyldan hefur 1.500 þúsund króna árslaun og á fyrir útborguninni sem er 1.883 þúsund krónur. Hún þarf því ekki að taka bankalán. Fyrir eftirstöðvum, 3.496 þúsund krónum, er gefið út skuldabréf til 25 ára með 7% vöxtum. Niðurstaða greinarinnar er að greiðslubyrði fiölskyldunnar eftir skatta verði fyrstu árin 140 þúsund krónur eða tæplega 10% af tekjum. Þessi nið- urstaða grundvallast á einni meg- inforsendu. Fullyrt er að í hús- bréfakerfinu verði ekki þörf fyrir skammtímalán í bönkum. Þær ályktanir byggjast á því að kaup- endur eigi fyrir útborguninni. Það jafngildir því að þeir sem era að kaupa sína fyrstu íbúð hafi áður sparað 35% kaupverðsins. Með þvi að ganga út frá því að fiölskyldan eigi tæplega 2 mhljónir í reiðufé verða niðurstöður dæmis- ins húsbréfakerfinu hagstæðar. Húsnæðiskaupendur vita hins veg- ar að það er ekki raunhæft. Opin- berar kannanir hafa einnig leitt það í ljós. Kannanir sýna aö kaupendur leggja fram úr eigin vasa 20% kaup- verðs. Ef dæmið er leiðrétt miðað við eigið framlag eins og við þekkj- um það í dag gjörbreytast niður- stöðumar. Reikna verður með 807 þúsund króna bankaláni. Við það þrefaldast greiðslubyrðin fyrstu árin. í stað 140 þúsund króna þarf fiölskyldan að greiða 406 þúsund. Greiðslubyrðin verður 25% af lavrnum í stað tæplega 10%. Stefán Ingólfsson Hollustuvernd og hags- munir smjörlíkisnotenda „Nýjar smjörlíkistegundir verða, eins og önnur ný matvæli, að tull- nægja settum reglum áður en þær fara á markað," segir m.a. i greininni. í forystugrein í DV 25. mai sl. var fiahað um afskipti Hohustuvemdar ríkisins af innflutningi á smjörlíki. Þar er fiahað á mjög skeleggan hátt um það hve líths hagsmunir al- mennings mega sín þegar aöhar, sem gæta þröngra hagsmuna, beita sér. Stjórnvöld eiga því miður til að láta undan slíkum aðilum og reyna að hafa áhrif á afskipti opinberra stofnana af málunum. í slíkum th- vikum er starfsmönnum opinberra stofnana vandi á höndum, þær verða að taka faglega á málum en fylgja jafnframt þeirri stefnu sem stjórnvöld marka hverju sinni. Þá getur orðið stutt á milh þess að stofnanirnar séu sakaðar um dug- leysi eða ofstjórn. Tekur faglega á málum Þótt utanaðkomandi aðhum kunni að virðast sem Hollustu- vernd ríkisins hafi látið nota sig í því máh, sem efni forystugreinar- innar fiallar um, er slíkt ekki rétt. Stofnunin hefur lagt sig fram um að gæta hagsmuna neytenda, mis- muna ekki innflytjendum og inn- lendum framleiðendum og taka faglega á málum. A síðasta ári gengu í ghdi nýjar reglur um merkingu neytendaum- búða og aukefni í matvælum. Nokkrir innlendir smjörlíkisfram- leiðendur fengu frest th 1. júlí nk. til að aðlaga sig reglunum, en ekki næstu áramóta samanber fréttath- Kjallarinn Leifur Eysteinsson framkvæmdastjóri Hollustuverndar rikisins kynningu sem send var DV 23. mai sl. Framleiðendunum var heimhað aö nota eldri umbúðir meðan unnið var aö breytingum en fengu enga heimhd til að selja vöra sem komin var fram yfir síðasta söludag. Sams konar frest fengu framleiðendur og innilytjendur margra annarra matvara. Eftir 1. júlí eiga neytendur að geta vitað hvað þeir setja ofan í sig og mun stofnunin beita sér fyrir sérstökum aðgerðum th að svo megi verða. Þótt frestur hafi verið veittur vegna vara sem voru á markaði hérlendis áður en reglur um merk- ingar á umbúðum og aukefni í matvælum gengu í ghdi hefur ekki þótt nein ástæða til að heimha inn- flutning nýrra vara sem ekki full- nægja settum kröfum. Nýjar smjörlíkistegundir verða, eins og önnur ný matvæli, að fuhnægja settum reglum áður en þær fara á markað. Ekki lagt til aö stöðva innflutning Stofnuninni er ætlað samkvæmt lögum að hafa eftirht með innflutn- ingi matvæla og annarra nauð- synjavara. Hún telur sér því skylt að óska eftir tækifæri th að sann- reyna hvort nýjar matvælategund- ir fuhnægja reglum. Til þess að halda niðri kostnaði við eftirlitið vhl stofnunin eiga góða samvinnu við sem flesta aðha, m.a. fiölmiðla, tollayfirvöld, inn- flytjendur, innlenda framleiðend- ur, verslanir, hehbrigöiseftirlit sveitarfélaganna og neytendur. Margir, meðal annars innflytj- endur smjörlikis, hafa átt góða samvinnu við stofnunina og sýnt skhning á því að flytja aðeins inn viðurkennda vöra. Hafa þeir óskað eftir við stofnunina að sýnishorn væru skoðuð áður en vara er flutt th landsins. Stofnunin hefur ekki lagt th að innflutningur smjörlíkis væri stöðvaður, aðeins að sýnis- horn væra skoðuð áður en inn- flutningur væri heimhaður. Starfsmönnum stofnunarinnar þykir miður ef sá misskhningur er kominn upp að stofnunin vinni gegn neytendum en með sérhags- munum og kerfishagsmunum. Th- kynningar stofnunarinnar, sem sendar hafa verið fiölmiðlum, hafa ekki fengist birtar orðréttar og því ekki undarlegt að misskilnings gæti um afstöðu og aðgerðir hennar. Leifur Eysteinsson framkvæmdastjóri „Tilkynningar stofnunarinnar, sem sendar hafa verið fjölmiðlum, hafa ekki fengist birtar orðréttar og því ekki und- arlegt að misskilnings gæti um afstöðu og aðgerðir hennar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.