Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Síða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. Andlát Námskeið Sverrir Magnússon rennismiöur, Hlíðargeröi 24, lést þann 29. maí. Jarðarfarir Tilkynningar Bílasala Ragnars Bjarnasonar hefur verið opnuð að Eldshöfða 18, beint niður af Bifreiðaefthiitinu. Stór og glæsi- leg inniaðstaða er fyrir bílana og malbik- aö útisvæði. Sérstök útisvæði eru fyrir ódýrari geröir bíla. Þá hefur einnig verið opnað stórt svæði fyrir vörubíla, hóp- ferðabíla og stærri sendiferðabíla, hjól- hýsi o.fl. Síminn á bílasölunni er 673434. Tombóla Nýlega héldu þessar þijár stúlkur, sem heita Kristín Hannesdóttir, Gyða Björk Jóhannsdóttir og Linda Dögg Jóhanns- dóttir, tombólu til styrktar hjálparsjóði Rauða kross íslands. Þær söfnuðu alls 1.736 krónum. Bjarni Guðmundsson verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum fostudaginn 2. júní kl. 14. Birna Kristjánsdóttir, Espigerði 12, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 1. júní kl. 15. Eiríkur Einar Einarsson verður jarð- sunginn fóstudaginn 2. júní kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Gestur Jónsson, Bugðulæk 11, Reykjavík, andaðist 21. maí sl. Sam- kvæmt ósk hins látna hefur bálfór farið fram í kyrrþey. Eva Laufey Rögnvaldsdóttir, Ásvegi 27, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju fóstudaginn 2. júní kl. 13.30. Torfi Hjartarson frá Grjóteyri and- aðist á heimili sínu í Hafnarfirði þann 21. þessa mánaðar. Útfórin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kennaranámskeið í Kram- húsinu 1.-6. júní Þriðja árið í röð heldur Kramhúsið nám- skeið ætlað íþróttakennurum, tón- menntakennurum svo og öðrum þeim kennurum sem nota hreyfmgu og tónlist viö kennslu. Markmið námskeiðsins er að kynna kennurum aðferðir til að auka fjölbreytni og nýjungar í skólastarfi. Að- alkennari námskeiðsins verður Maggie Semple sem vinnur í anda Rudolfs La- bans og er eirrn af aðalkennurum á Laban Intemational Summer Course. Þess skal getið að menntamálaráðuneytið metur námskeiðið til punkta. Allar frekari upp- lýsingar em veittar í Kramhúsinu. Gísli J. Hjaltason er látinn. Hann fæddist í Hnífsdal þann 24. febrúar 1898. Hann var sonur hjónanna Hild- ar Elíasdóttur og Hjalta Jónssonar. Gísli bjó lengst af á Bolungarvík og stundaði sjómennsku þar. Árið 1950 fór hann í land og réðst til starfa á hafnarvogina og gegndi hann því starfi fram á efri ár. Utfór hans verð- ur gerð frá Hólskirkju í Bolungarvik í dag kl. 14. M&s-J Hafirðu smakkað vín - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! Reykjavíkurganga Útivistar Reykjavikurganga Útivistar verður farin í fimmta sinn í kvöld, 31. maí. Brottfór er með rútu frá Grófartorgi (bílastæðinu milli Vesturgötu 2 og 4) kl. 20 og kl. 20.10 frá BSÍ, bensínsölu. Ekið verður að Foss- vogsskóla en þar hefst gönguferðin. Gengið verður um Fossvogsdalinn í Skógræktarstöðina í Fossvogi og hún skoðuð. Þaðan verður gengið um Oskju- hlíð og Nauthólsvík og áð kl. 21.30 við Beneventum í Öskjuhhðinni. Síðan er gengið niður í Hljómskálagarð og með- fram Tjörninni niður í Grófma. Tilgang- ur göngunnar er að kynna almenningi fjölbreytta gönguleið um höfuðborgina, mikið til í náttúrulegu umhverfi. Enn- fremur er þetta fjórða gönguferðin í vor í kynningu Útivistar á gönguleiö úr Blá- fjöllum til Reykjavíkur. Ekkert þátttöku- gjald er í gönguna og em allir hvattir til að mæta. Gestir munu koma inn í göngu- ferðina og fræða m.a. um skógrækt, sögu og ömefni. Heimkoma er kl. 23 en fólk getur einnig komið og farið úr göngunni að vild. Innritun í Skóla- garða Reykjavíkur Skólagarðar borgarinnar starfa nú á sjö stöðum í borginni, við Sunnuveg í Laug- ardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, við Ásenda, við Jaðarsel og Stekkjarbakka 1 Breiðholti, í Skildinganesi við Skerjaflörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Innritim í þessa garða verður dagana 1. og 2. júni og hefst hún kl. 8 í hvetjum garði. Það nýmæli veröur tekið upp að átta ára bömum verður gefinn kostur á aö vinna í görðunum. Einnig verður boðið upp á tvær stærðir af görð- um, 12 og 24 fermetra. Miðað er við að yngri bömin fái úthlutað 12 fermetra garði en hin eldri fá stærri skika. Innrit- imargjöld verða kr. 400 fyrir minni garð- ana og kr. 700 fyrir þá stærri. Skyndihjálp fyrir foreldra Rauði kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp sem sérstaklega er ætlað for- eldrum. Verður lögð áhersla á forvamir og fjallað um algengustu slys í heimahús- um, íþrótta- og leikjaslys, umferðarslys og fleira. Sérstök áhersla verður lögö á skyndihjálpina í tengslum við þessi slys, kennd verður endurlífgun, hvernig bregðast skuli við eitrun, aðskotahlut í öndunarfærum, bráðum sjúkdómum o.fl. Námskeiðið stendur yfir í fjögur kvöld, 5., 7., 12. og 14. júní kl. 20-23. Kennarar á námskeiöinu verða Herdis Storgaard, deildarstjóri slysadeildar Borgarspítal- ans, og Margrét Gunnarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og leiðbeinandi í skyndi- hjálp. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Rauða kross ís- lands í síma 91-26722. Tapað fundið Armband tapaðist Gullkeðja tapaðist á fimmta tímanum mánudaginn 29. mai sl. við biðskýli á Hverfisgötu, á móti Neytendasamtökun- um, eða í leið 2 að Sólheimum. Skilvís fmnandi vinsamlegast hringi í síma 82078 eftir kl. 19. Tónleikar Bubbi Morthens á Hótel Borg Þann 1. júní mun Bubbi Morthens halda tónleika á Hótel Borg. Tónleikamir em þeir síðustu í tónleikafor hans um landið en hún hófst 15. apríl. Gestir hans á þess- um tónleikum verða Megas og Siggi Björns. Þeir staðir sem veðurguðimir hömluðu honum að fara á í þetta sinn verða heimsóttir síðustu vikuna í ágúst og fyrstu vikuna í september. Á Hótel Borg mun Bubbi kynna efni af tveimur nýjum hljómplötum sem út koma annars vegar í sumar og hins vegar um jólin. Er barnauppeldi meðfæddur hæf ileiki? Hvaða námsgrein er það sem ekki er kennd nema í sérskólum, en langflest okkar þurfa að kunna skil á í framtíðinni? Ekki er það rafmagnsfræði, teikning eða ljós- myndun. Nei, það er bamauppeldi. Ætla mætti að það að annast upp- eldi bama eigi að vera meðfætt eða komi bara af sjálfu sér þegar við þurfum að fást við það. En svo er ekki og sem betur fer hafa umræð- ur um uppeldismál ásamt lesefni þar að lútandi aukist til muna á síðustu árum. En það má gera bet- ur og reyndar finnst mér að barna- uppeldi eigi að vera ein af náms- greinunum í efstu bekkjum grunn- skólans. Ekkert smámál Bamauppeldi er ekkert smámál í raun þvi við erum að leggja grunninn að samfélagi framtíðar- innar. Okkar uppeldisaðferðir hafa ekki einungis áhrif á viðhorf og lif- emi bama okkar heldur líka næstu kynslóða á eftir þeim. Reyndar hefur bamauppeldi aldrei verið vandasamara en ein- mitt í dag vegna þess að fyrri kyn- slóðir gengu út frá því að synir tækju við aö feðrum sínum og dæt- umar kæmu til með að annast böm og bú. Öll þróun var hæg og gera mátti ráð fyrir svipuöu lífsmyntri hjá næstu kynslóð. En í dag, þegar tækninni fleygir fram en stríðsógn vofir yfir víðast hvar í heiminum, upplausn íjöl- skyldna, efnahagsörðugleikar, misnotkun vímuefna og glæpir aukast, hvemig eigum við þá að ala upp bömin okkar? Jafnvel yngri foreldrar geta ekki reiknað með því að böm þeirra búi við svipaðar aðstæður og þeir gerðu. Þegar við stöndum andspænis þessum staðreyndum skulum viö hafa í huga málsháttinn „í upphafi skyldi endirinn skoða“. Því að hvers konar samfélagi viljum við leggja gmnninn? Viljum við ekki öll ala upp sjálfstæða, ábyrga og hamingjusama einstaklinga sem geta tekist á við það sem framtíðin ber í skauti sér? Er því ekki rétt að staldra við og athuga hvert upp- eldi bama okkar stefnir? Hingað til hefur uppeldi og menntun einkum beinst að efnis- og mannlegri menntun, þ.e. að þroska og þróa líkamann og læra að sjá sér farborða. Einnig hefur sjónum verið beint að menningu og framfórum. En einn þáttur upp- eldisins vill oft verða útundan en KjaUaiinn Ragnheiður Ragnarsdóttir sjúkraliði. Höf. er Bahá’i. það er þroski sálarinnar, þvi maö- urinn er ekki eingöngu líkami sem lifir, dafnar, hrömar og deyr, held- ur hefur maðurinn sál sem lifir að eilífu. Það er því vandasamt að vera foreldri. Þeir þurfa að aga, þroska og leiðbeina þessum sálum. Ekki einungis í þeim atriðum sem munu gagnast þeim hér á jörðu heldur um ókomna framtíð í fyllstu merkingu þess orðs. Fáfræði undirrót hnignunar Það má líkja þessu við tré. Ef sál barnsins er ekki þroskuð og þjálfuð er bamið eins og tré sem hvorki ber lauf né ávexti, og er því í vetr- ardvala. Abdu’l-Bahá sonur Bahá’u’lláh og túlkandi orða Hans sagði: „Böm em jafnvel eins og grein sem er nývaxin og sveigjanleg. Þau munu vaxa samkvæmt því sem þið þjálfið þau. Gætið þess vandlega að færa þeim háleitar hugsjónir og háleit markmið til að stefna að, þannig að þegar þau eldast varpi þau geisl- um sínum eins og ljómandi kerti yfir heiminn og saurgist ekki af löstum og ástríðum á dýrslegan hátt, skeytingarlaus og kærulaus, en einbeiti í þess stað hjörtum sín- um að því að hljóta eilífan heiður og öðlast öll ágæti mannkynsins.” Trúarbrögðin gegna mikilvægu hlutverki í uppeldi því þar fáum við forsendur fyrir siðferðislegu gildismati. En eins og Bahá’u’llah, höfundur Bahá’i trúarinnar, sagði: „Tilgangur Guðs í að senda Spá- menn sína til mannanna er tvöfald- ur. Hinn fyrri er að leysa mann- anna börn úr myrkri fáfræði, og leiðbeina þeim til ljóss sanns skiln- ings. Hinn annar er að tryggja frið og rósemd mannkyns, og bjóða fram þau ráð, sem styðja að stofnun slíks." Hann sagði einnig: „Trú- brögðin eru æðsta tækið til grund- völlunar reglu í heiminum og fyrir frið og hamingju allra sem í honum dvelja.” Og Hann hélt áfram: „Ef ljós trúarinar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út.“ í Bahá’í trúnni er lögð rík áhersla á að mennta og uppfræða börnin. Höfuðnauðsyn er að læra lestur, skrift og reikning en einnig þurfa þau að nema listir, vísindi og iðnir, en þó einungis það sem stuðlar að framfórum og þróun mannkynsins. Því fáfræði er helsta undirrót hnignunar. Aðeins menntun Á herðar foreldranna er lögð sú skylda að uppfræða og mennta böm sín og þar má ekki slá slöku við. En bömin hafa líka ákveðnar skyldur við foreldra sína. Ein af áhrifamestu uppeldisað- ferðunum er fordæmiö því þarf það aö vera vandað. Við þurfum ef til vill að byija á því að leiðrétta okk- ar eigin siði áöur en við fórum aö annast bamauppeldi. Ef foreldr- arnir eru haldnir fordómum, em fáfróðir og óábyrgir, hvernig verða þá afkomendur þeirra? Ég vil ljúka þessu með orðum Abdu’l-Bahá: „Hin mikla Vera segir: Lítið á manninn sem námu með gnótt af eðalsteinum, sem era ómetanlega verðmætir. Aðeins menntun getur komið því til leiðar að auðæfi henn- ar komi í ljós, þannig að mannkyn- iö geti notið góðs af þeim. Ragnheiður Ragnarsdóttir „Trúarbrögðin gegna mikilvægu hlut- verki 1 uppeldi því að þar fáum við for- sendur fyrir siðferðislegu gildismati.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.