Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Page 32
FR ÉTTAS K OTI -Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert’fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 27022 Vestfirðingar: Mótmæla sí- _ fellt minnk- andi kvóta „Við höldum þennan fund vegna þess að hlutdeild Vestfirðinga í heild- armagni hefur stórlega minnkað á undanfornum árum,“ sagði Reynir Traustason, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, en þrettán verkalýðsfélög frá Patreks- firði til Hólmavíkur ásamt Útvegs- mannafélagi Vestfjaröa hafa boðað til opins fundar á ísafirði á laugardag til þess að mótmæla óréttlæti sem Vestfirðingar telja sig hafa verið beitta við úthlutun á aflakvóta. Aö sögn Reynis hefur hlutdeild Vestfiröinga í heildarafla lands- ' "^manna minnkað úr 18 prósentum í 14 prósent frá þvi kvótakerfmu var komið á. í vetur hafi síöan kvóti þeirra enn verið skertur umfram aöra þegar sjávarútvegsráöuneytið endurmat grálúðukvóta. Við það hafi margir togarar á Vestfjörðum misst allt að 500 til 700 tonn af grálúðuafla. Kvóti Vestfjarðatogaranna var skert- ur langt umfram togara í öðrum landshlutum að sögn Reynis. „Við höfum mátt þola skeröingu á þorsk- og grálúðuafla á undanforn- ^.um árum. Þetta hefur veriö rökstutt með þvi að verið sé að jafna kvóta á þessum tegundum milh landshluta. Við höfum hins vegar ekki að neinu að hverfa, öfugt við flesta aðra. Hér eru togaramir mun veigameiri en annars staðar. Við getum ekki bætt okkur þetta upp til dæmis með því að fara á loðnu eða síld,“ sagði Reyn- ir. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra mun ekki mæta á fundinn þar sem hann verður að taka á móti páfanum á sama tíma. Hins vegar munu fjórir af fimm þingmönnum Vestfirðinga mæta. -gse Þyrla sótti sjúkan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í nótt sjómann um borð í togarann Amames frá Siglufirði þar sem hann var staddur um 30 sjómílur norður af Homi. Hafði maðurinn fengiö inn- vortis kvalir og var fluttur á sjúkra- húsið á ísafirði. Þangaö kom þyrlan klukkan rúmlega sjö í morgun. -hlh Lést eftir umferðarslys Ólöf Kristjánsdóttir, sem lenti í árekstri á mótum Miklubrautar og >Kringlumýrarbrautar aðfaranótt síðastliðins laugardags, er látin. Ólöf var fædd árið 1971 og bjó að Víði í Mosfellsbæ. -gse LOKI Fara ráðherrarnir ekki að spíra? Kröfur sjómanna kosta 4 prósent gengisfeilingu „Ef sjómenn eiga að fá sömu launahækkanir og aðrir í gegnum fiskverð og ef ríkisstjómin. ætlar aö standa við yíirlýsingar sinar um viðunandi rekstrarstöðu fisk- vinnslunnar er þaö deginum Ijós- ara aö fyrir hver tvö prósent, sem fiskverðið hækkar, þarf fiskvinnsl- an eitt prósent í tekjuauka. Menn sjá tekjuauka fyrir fiskvinnsluna ekki annars staðar en í gengisfell- ingu,“ sagöi Priðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna og annar full- trúi fiskvinnslunnar i yfimefnd Verðlagsráös sjávarútvegsins. Fundi yfirnefiidar var frestaö í gær. Ákvörðun um fiskverð liggur þvi ekki fyrir. Krafa sjómanna og útgeröarmanna hefur verið um 5 prósent hækkun nú og 3 prósent hækkun í haust. Fiskvinnslan hef- ur hins vegar ekki talið sig aflögu- færa um neina fiskverðshækkun að öliu óbreyttu. Miöað viö þá formúlu sem Friðrik Pálsson gaf hér að ofan þarf fisk- vinnslan þvi um 2,5 prósent gengis- fellingu nú og 1,5 prósent gengis- fellingu í haust. - Hafið þið lagt þetta svona upp fyrir ríkisstjómina? „Ríkisstjórninni er þetta full- ljóst,“ sagði Friðrik. -gse Framkvæmdum við smíði altarispallsins við Landakotstúnið, þar sem páfi mun messa á sunnudagsmorgun, er að Ijúka. Eftir er að ganga frá púlti og sinna ýmissi skreytivinnu á altarispallinum og við hann. Auk skjaldarmerk- is páfa, sem fest hefur verið á pallinn fyrir miðju, munu skjaldarmerki lýðveldisins og Reykjavíkurborgar einnig prýöa hann. Hönnuður altarispallsins er Gylfi Gíslason myndlistarmaður. DV-mynd Hanna Veðrið á morgun: Víða skýjað Á morgun verður hæg breytileg átt á landinu, víðast skýjaö eða skýjað með köflum og lítils háttar súld á stöku stað. Hitinn verður 4-8 stig. Hæstiréttur: Synjaði frá- vísun í Haf- skipsmálinu Hæstiréttur hefur synjað kröfum lögmanna um að Hafskips- og Út- vegsbankamálinu verði vísað frá dómi. Sakadómur Reykjavíkur hafði áður synjað frávísunarkröfum og var úrskurður sakadóms kærður til Hæstaréttar. Þar sem Hæstiréttur hefur synjað kröfunum verður máhð tekið upp að nýju í sakadómi. Forsendur Hæstaréttar voru ótví- ræðari en forsendur sakadóms. Hæstiréttur tók allar kröfur ákæru- valdsins til greina. Vitnaleiðslur' og dómsrannsókn hefst í haust. -sme Búvörur hækka á morgun Sexmannanefnd, sem ákveður verð til bænda, og fimmmannanefnd, sem ákveður verð búvara í heildsölu, munu í dag fjalla um nýtt verð á kjúklingum, mjólk, nautakjöti og fleiri tegundum búvara. Reiknað er með að mjólk og nautakjöt hækki um 10 prósent til bænda en ýmsar ástæð- ur liggja að baki hækkununum. Má nefna 30 prósent hækkun áburðar- verðs, hækkun á ýmsum aðfongum og hækkun á launalið bænda. Búvörur munu hækka misjafnlega mikið til neytenda en niðurgreiðslur verða trúlega ekki auknar. Pá í 52 krónur Bensínlítrinn hækkar um 8,20 á morgun og kostar þá 52 krónur lítr- inn eftir að Verðlagsráð heimilaði 18,7 prósent hækkun á fundi sínum í gær. Gasolía hækkar um 13 prósent og fer verð á hverjum lítra í 12 krón- ur. Verðlagsráð heimilaði auk þessa hækkanir á gjaldskrám nokkurra hita- og rafveitna um 5-20 prósent. Sérleyfishafar og leigubílstjórar fengu leyfi til hækkunar á sínum töxtum um 13-17 prósent. Einnig var heimiluð 10 prósent hækkun á far- gjöldum Flugleiða en fyrirtækið fór fram á 15,4 prósent hækkun. -Pá Stakk sig sjálfur Maður á sextugsaldri, sem kærði líkamsáras og hnífstungu á sunnu- dagskvöld, hefur við yfirheyrslu viö- urkennt að hafa stungið sig sjálfur tvívegis með hnífi. -gse BÍIALEIGA v/FlugvalIarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.