Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JUNÍ 1989. pv________________________________________________■ _______________________Fréttir Olafur Nilsson endurskoðandi: Eins og landsfeðurnir hafi verið fjarverandi - afkoma atviimuveganna virðist koma þeím gersamlega á óvart „Mér finnst stundum eins og landsfeöumir hafi verið íjarverandi um langt skeið þegar þeir ræða ýmsa þætti atvinnulífsins og afkomu fyrir- tækja sem kemur þeim að því er virð- ist gersamlega á óvart,“ sagði Ólafur Nilsson endurskoðandi meðal ann- ars í erindi sínu um afkomu í at- vinnurekstri í fyrra á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins í gær. „Það sem nú liggur fyrir um af- komu fyrirtækja í landinu á nokkurn aðdraganda og má segja að upplýs- ingar um hvert stefndi haii legið fyr- ir svo að segja frá mánuði til mánað- ar,“ sagði Olafur. í samantekt nokkurra endurskoð- enda á ársreikningum 138 fyrirtækja kom fram að bókfært tap þeirra nam samtals um 2.252 milljónum í íyrra eða um 3,9 prósent af tekjum. Árið áður var um 802 milljón króna hagn- aður hjá þessum fyrirtækjum. Þrátt fyrir að þessa miklu breyt- ingu til hins verra skiluðu fyrirtækin um 2.058 milljón krónum í hagnað fyrir fjármagnskostnað í fyrra en ekki nema um 1.287 milljónum árið áður. Mismunurinn liggur fyrst og fremst í því að í fyrra var gjaldfært umtalsvert gengistap þar sem gengi krónunar var fellt mun meira en sem nam innlendri verðbólgu. Þessu var öfugt farið árið áður en þá ráku stjómvöld enn fastgengisstefnu og var fj ármagnskostnaðurinn á rekstr- arreikningum fyrirtækjanna því mjög lítm. í úttekt endurskoðendanna kom fram að þessi 138 fyrirtæki töpuðu um 1.500 milljónum af eigin fé í fyrra og er þá miðað viö að eigið fé haldi verögildi sínu. Þegar afkoman í fyrra er skoðuð eftir einstökum starfsgreinum kem- ur í ljós að fiskvinnsla og útgerð hafa þokkalega afkomu án afskrifta og íjármagnskostnaðar eða um 13,4 prósent af tekjum. Það er betri af- koma en árið áður þegar hún var um 9,8 prósent af tekjum. Fiskvinnsla og útgerð eru hins vegar með versta útkomuna þegar íjármagnskostnað- ur og gengistap hafa verið tekin með í dæmið eða um 7,9 prósenta tap. Ástæðan er sjálfsagt hvað eigið fé í Líðan Helga Einars Harðarsonar hjartaþega betri í morgun: Veirusýking orsakaði hjartasjúkdóminn Líðan Helga Einars Harðarsonar, sem fékk nýtt hjarta í Lundúnum um síðustu helgi, er enn svo til óbreytt. Hann er ekki enn kominn til meðvit- undar enda munu læknar hans ætla sér að fara hægt í sakimar við að vekja hann eftir svæfinguna. Að sögn Jóns A. Baldvinssonar, sendiráðsprests í London, var líðan Helga aðeins betri í morgun en í gærkvöldi. Hann er þó enn í gjör- gæslu og sefur í öndunarvél. Helga verður haldið sofandi í dag en vegna þess hve veikur hanri var orðinn fyr- ir aðgerðina þarf gífurlega varkámi við að vekja hann eftir svæfmgu. Var t.d. Halldór Halldórsson, hjarta- og lungnaþegi, vaknaöur mun fyrr eftir aögerð þá er hann gekkst undir. Jón sagði að það þyrfti að fara mjög hægt í sakimar við að taka Helga af þeim lyfium sem hann hefði orðið að fá við og eftir aðgerðina. Aðgerðin virðist hafa heppnast mjög vel og nýja hjartað starfar ágætlega. Staða ríkissjóðs hefur versnað um 4,1 milljarð frá samþykkt Qárlaga: Ekki meðfæddur hjartasjúkdómur Að sögn Magnúscir Karls Pétursson- ar hjartasérfræðings, en hann er læknir Helga hér á landi, er aðgerð sú sem Helgi gekkst undir ekki flóknari en sú er Halldór gekkst undir í fyrra. Hins vegar er uppruni sjúkdómsins um margt ólíkur hjá þeim tveim. „Halldór mun hafa verið með með- fæddan hjartasjúkdóm en í tilfelli Helga er það sjúkdómur sem kom í kjölfar veimsýkingar," sagði Magn- ús Karl. Hann sagði að það væri mögulegt, eins og í tilfelli Helga, að veirusýking færi Ula með heilbrigt og hraust hjarta. „Það er í sjálfu sér heilmikið vitað um þessa veiru enda algeng en sýk- ingarmátinn var heldur óvenjuleg- ur.“ Magnús sagði að engin leiö væri aö segja til um af hverju veirusýking- in hefði farið jafniUa í Helga og raun bar vitni. Þá sagði Magnús að þaö væri með öUu óráðið hvort hann færi til London tU að fylgjast með Helga. Þetta er fermingarmynd af Helga Einari Harðarsyni. Líðan hans á sjúkrahúsinu í London var betri í morgun. DV-mynd JAK Varð mjög veikur á föstudaginn langa „Það var á föstudaginn langa sem Helgi varð mjög veikur en hann var búinn að vera með flensuna áður. Honum sló svo niður og læknamir álíta að þetta sé vírus af flensunni," sagði Katrín Lárusdóttir, amma Helga Einars. Hún dvelst nú á heim- ili foreldra Helga og gætir yngri bróður hans, Ármanns Harðarsonar, sem er 12 ára. Katrín sagði að þau hefðu beðið eftir þessari aðgerð í nokkurn tíma því Helgi hefði orðið aö dveljast á Landspítalanum á sjöimdu viku áður en hann hefði verið fluttur út. Katrín sagði að biðin hefði verið löng og álag mikið á fjölskylduna. „Maður getur ekki annað en setið og vonað að þetta heppnist aUt saman vel úr því sem komið er,“ sagði Katr- ín. Hún sagði að hugsanlegt væri að Ármann færi til London á sunnudag- inn til að dveljast hjá foreldrum sín- um og bróður en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að hún færi þangað. -SMJ Ekki afgangur heldur 3,5 milljarða halli - fyrst og fremst vegna ákvarðana ríkisstj ómarinnar Ef ríkisstjómin grípur ekki tU að- gerða í ríkisfjármálum á þessu ári er búist við að hallinn á ríkissjóði geti orðið um 3,5 mUljarðar á árinu. I fjárlögum er hins vegar gert ráð fyrir 635 mUljón króna tekjuafgangi. Frá fjárlögum hafa útgjöldin því vax- ið um 4,1 mUljarö fram yfir tekjum- ar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra kynnti þetta á ríkisstjóm- arfundi í gær. í flármálaráðuneytinu er nú unnið að endurmati á forsend- um fjárlaga. Þeirri vinnu er ekki lok- ið. Eftir sem áður er þaö mat ráðu- neytisins að nú þegar sé ljóst að haU- inn geti orðið um 3,5 mUljarðar. Um 2,1 mUljarður er tU kominn vegna ákvarðana ríkisstjómarinnar í tengslum við kjarasamninga; bæði aukinn launakostnaður, hækkaðar tryggingabætur, auknar niður- greiðslur og lækkaðir skattar á fyrir- tæki. Um mUljarður er vegna auk- inna útgjalda tíl landbúnaðarmála og annar mUljarður vegna ýmissa ákvarðana ríkisstjómarinnar síðan fjárlög vom samþykkt. Þar af má nefna útgjöld vegna björgunarað- gerða Álafoss, aukinna endur- greiðslna á söluskatti og niður- greiðslu á raforku til sjávarútvegs, atvinnubótavmnu fyrir námsfólk og hækkunar á vegaáætlun í þinginu. Eins og áður sagði em forsendur fjárlaga nú tíl endurskoðunar í ráðu- neytinu. Hugsanlegt er að í þeirri vinnu breytist áætlun ráðuneyiisins um afkomu ríkissjóðs. Áætlun rnn 3,5 mUljarða halla gæti eitthvaö minnkaö eða stækkað. -gse þessum fyrirtækjum er lítið. Lánsfé, og þá einkum erlent, er því meira í þessum fyrirtækjum en öðrum og þvi vegur gengistapið mun meira hjá þeim. TU samanburðar var iðnaður rek- inn með um 10,1 prósents hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnskostnað og um 1,5 prósenta haUa þegar þessir þættir em haföir með. Verslun var rekin með um 2,8 prósenta hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnskostnað en niðurstaða rekstrarreikningsins sýndiuml,8prósentatap. -gse Vinnuveitendur: jöfnuð „Við þessar aðstæður verður aö horfa til aukins jafnaðar og meiri hagkvæmni á innlendum vettvangi. Það er því sérstakt áhyggjuefni að stéttarfélög hærri launaöra starfsmanna hafa enn neytt sérstöðu sinnar tU aö knýja fram loforð um hærri laun sér til handa. Gegn þessari þróun verð- ur að snúast ef halda á sáttum í þjóðfélaginu,“ segir meðal ann- ars í ályktun aðalfundar Vinnu- veitendasambandsins. í ályktuninni kreflast vinnu- veitendur efnahagsráðstafana sem bæti starfsskUyröi atvinnu- veganna. En vinnuveitendur kreflast ekki einungis aðgerða af rUds- stjórninni heldur skamma hana einnig: „Samfara öfugþróun í atvinnu- lífinu eykur ríkið umsvif sín hröðum skrefum. Útgjaldaþensla hins opinbera og stööugur halla- rekstur r&issjóðs veldur ólgu og jafnvægisleysi í efnahagsmálum og þegar viö bætist að ríkisvaldiö hefur sjálft frumkvæði aö óraun- hæfum iaunahækkunum er vart við miklum árangri að búast.“ -gse Nýttmet I ársskýrslu Vinnuveitenda- sambandsins kemur fram að ís- lendingar hafa nú slegið ítali út sem sú þjóð sem oftast fer í verk- föll af svoköUuðum iðnríkjum. Á árunum 1977 til 1987 töpuðust hér aö meðaltali um 615 vinnu- dagar á hvetja þúsund vinnandi manna á hveiju ári. Á eftir ís- lendingum koma ítalir með 572 vinnudaga, Bretar meö 413, Finnar með 334 og Danir með 150. Mestur vinnufriður ríkir í Sviss en þar tapaðist að meöaltali einn dagur á áii á hveija þúsund vinn- andi menn. Næstir á eftir Sviss- lendingum koma nágrannar þeirra Austurríkismenn meö 2 vetjar með 42 daga og Frakkar með70. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.