Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR /7( JÚNÍ'1989. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Tap Sambandsins Samband íslenskra samvinnufélaga er stórveldi á ís- lenskan mælikvarða. Sumir segja of stórt. Hér sé að mörgu leyti um starfsemi að ræða sem jaðri við einok- un, hringamyndun, sem bijóti gegn lögum um eðlilega viðskiptahætti. Sambandið teygir arma sína víða, jafnt í atvinnurekstri sem bankastofnunum, og SÍS hefur heilan stjórnmálaílokk sér til halds og trausts sem um árabil hefur gætt hagsmuna Sambandsins í kerfinu og stuðlað að löggjöf og skattahlunnindum til verndar og forgjafar fyrir samvinnuhreyfinguna. En einmitt fyrir þá sök hversu Sambandið er stór atvinnurekandi og hefur puttana víða eru það uggvæn- leg tíðindi að tap á rekstri SÍS og kaupfélaganna nemi vel rúmlega tveim milljörðum króna. Erfiðleikar Sam- bandsins hljóta að smita út frá sér og hafa víðtæk áhrif í heilum byggðarlögum. Meðan Sambandið er jafnstór atvinnurekandi og raun ber vitni er það engum til góðs þegar hallar undan fæti og þetta stórveldi riðar til falls. Það hefur neikvæð áhrif á fiskvinnslu, verslunarþjón- ustu, skipaafgreiðslu og atvinnumöguleika þúsunda manna. Ekki aðeins þeirra sem hjá Sambandinu starfa heldur allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti hafa viðskipti eða umsvif til hhðar eða í tengslum við atvinnustarfsemi SÍS. Þá eru enn ótaldar afleiðingarnar í lánastofnunum sem þurfa að dæla peningum í Sambandið og fyrirtæki þess, halda þeim gangandi og íjármagna tapið. Það kem- ur auðvitað niður á svigrúmi lánastofnana til að veita öðrum aðstoð. í þessu sambandi er það athyglisvert, sem forstjóri SÍS heldur fram, að ein meginástæðan fyrir erfiðleikum SÍS séu háir og jákvæðir vextir. Hann boð- ar afturhvarf til neikvæðra vaxta og virðist meina það í alvöru. Þær yfirlýsingar sanna þá staðreynd að Sam- bandið hefur lifað á lánafyrirgreiðslu, hefur lifað á því að borga neikvæða vexti. Svo þetta sé sagt umbúðalaust þá hefur tilvera Sambands íslenskra samvinnufélaga byggst á því að hafa aðgang að fjármagni ríkisbankanna og borga minna til baka en fengið er að láni. í því skyni hefur Framsóknarflokkurinn gert tilkall til bankastjóra, í þeim thgangi hafa Framsóknarflokkurinn og reyndar aðrir flokkar ríghaldið í ítök sín og yfirráð yfir ríkis- bönkunum. Þaðan hafa þeir getað íjarstýrt lánastreym- inu th skjólstæðinga sinna, ekki síst Sambandsins. Eftir að jákvæðir vextir voru teknir upp hefur það verið ógæfa Sambandsins að hafa haft óheftan aðgang að lán- um og fjármagni. Sú skuldabyrði er að sliga stórveldið. Þrátt fyrir póhtískan ágreining um ágæti samvinnu- hreyfmgarinnar og efasemdir um stærð SÍS hlakkar ekki í neinum þegar tveggja milljarða króna tap blasir við á einu ári. Ekki frekar en við taprekstur annarra atvinnufyrirtækja. Það er engum til góðs ef atvinnu- starfsemin stendur ekki undir sínum eigin rekstri og » eigið fé gengur til þurrðar. Það hefur lamandi áhrif á lífskjör og hfnaðarhætti og bitnar á launafólki og al- mennri hagsæld í landinu. Veldi Sambandsins má minnka. Það þarf að ganga í gegnum póhtiskan hreinsunareld. En það á ekki að gera með því að sparka í liggjandi fyrirtæki. Sambandið þarf að rétta úr kútnum til að það hafi sjálft mátt og vit á því að stunda starfsemi sína á heilbrigðum samkeppnis- grundvehi. Vonandi læra SÍS-forstjórarnir þá lexíu að póhtísk forréttindi eru engum til góðs. Og þeim ekki heldur. Ehert B. Schram Hvað kostar áfengisbölið samfélagið? Um nokkra hríö hefur verið hljótt um áfengismál okkar al- mennt í fjölmiðlum eftir að bjór- unnendur öðluðust sína alsælu, sitt allsherjar „nirvana" 1. mars sl. Ég les að vísu öðru hverju nokkr- ar miður greindarlegar klausur um blessunarlegar afleiðingar bjór- komunnar, jafnvel að við bindind- ismenn höfum orðið fyrir áfalli vegna þess að bjórdrykkjan öll bættist ekki í heilu lagi ofan á aðra áfengisdrykkju. Stundum finnst mér þetta bros- legra en svo aö taki því að tala um það en stundum rennur mér til rifja vanþekking og viss mútuþægni við Bakkus konung og hans „höfð- ingja“ sem oftlega gægist fram und- an gærunni. Eins er það víst að sí- endurtekning þess að allt hafi jafn- vel í betra horf færst með bjórnum, shk sjálfsefjun hefur oft ótrúlega mikil áhrif aUtof víða enda til þess hinn grái leikur gerður. Hróflar ekki við fréttahaukum Hin gífurlega bjórsala fyrsta mánuðinn með allri annarri ótæpi- legri áfengissölu hefur að þvi er virðist ekki hróflað við fréttahauk- um nema þá í upphrópunum þeirra um að bjórinn hafi nú aldeilis ekki aUur bæst við áfengisflóöið - eins og sumir verstu andstæðingar hans hefðu sagt. Og svo eru raunar öðru hverju lævislegar klausur um sérstaka guUöld og gleðitíð hjá löggæslu þessa lands og stundum má jafnvel beint og óbeint lesa það ef ekki beint - þá milU línanna, að aUur heimiUsfriður sé nú annar og öku- hættir með sUkum ágætum að engu er líkt. Ég segi aðeins. Betur að satt væri. MáUð er auðvitað það að ég eins og aðrir bindindismenn, sem horfa algáðum augum fram á veginn, höfðum og höfum enn hinar mestu áhyggjur af afleiðingum bjórböls- ins og miUjón Utra drykkjan í mars er mér áhyggjuefni þó að ég meti það mikUs að ekki er þaö aUt ábót á þá ofneyslu áfengis sem fyrir var og sem enn er til staðar. Vegna þess einmitt aö ég horfi tU þessa aUs með sæmUega óbijálaðri dómgreind þess sem hvorki er haldinn ofskynjunum alkóhólsins né duldum hagsmunum þar á bak við þykir mér skelfilega mikið drukkiö af ööru áfengi en bjór í mars miðað viö ofurdrykkju ölsins og enginn fréttasnápur þarf mér að segja að það hafi hvergi komið við heiU og hamingju fólks. Jafneinlæglega fagna ég því ef - og þaö er enn stórt ef í mínum huga - drykkja minnkar varðandi sterk- ari drykkina þótt ég geri engan gíf- urlegan greinarmun þar á eins og beint og óbeint er reynt að gera meö því að predika leynt og ljóst hver blessun það sé ef bjórinn kemur að einhverju leyti þar í staðinn. En meginmálið snýst um það markmið sem þjóðir heims hafa sett sér um stórlega minnkaða áfengisneyslu - samdrátt heUdar- neyslu um 1/4 fram til ársins 2000 svo sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin stefnir að og viö erum beinir aðilar aö. Halda menn... ? Halda menn í einlægni þegar árið 1989 í heUd veröur skoðað, metiö og vegið í árslok hvaö alkóhól- neyslu varðar, að viö höfum tekið þó að ekki væri nema eitt hænufet að þessu marki? Halda menn ennþá, baðaðir í KjaUarinn Helgi Seljan form. Landssambandsins gegn áfengisbölinu forvarnir, sem auðvitað hefur ekk- ert orðið úr. Og hvaða tiUaga er þetta? spyrja eflaust einhverjir því ekki hefur verið haft hátt um hana í fjölmiðl- um enda enginn sem af því hefur ávinning. Þetta er tfllaga um afnám vín- veitinga í veislum hins opinbera og forystu fyrir þessari tUlögu hef- ur sá virti bindindismaður Jón Helgason, forseti efri deUdar Al- þingis og fyrrum landbúnaðar- og dómsmálaráöherra. Og Jón hefur svo vissulega góð efni á að flytja þessa tUlögu því þegar hann gegndi ráöherraemb- ætti veitti hann aldrei áfengi í veisl- um sínum og vottur er ég þess að þar var ólíku saman að jafna og drykkjuveislunum þar sem margir misstu svo sannarlega „menning- „Máski fellur Alþingi aftur á prófinu, eins og 1 bjórmálinu í fyrra, þar sem eins konar „þykjustu“ syndakvittun var skeytt aftan viö bjórleyfið ...“ bjórvímunni, að bjórinn hafi verið rétt skref í rétta átt? Það er þá af þvi að þeim er um megn að horfa algáðum augum til virkUeika dags- ins í dag og enn frekar ómögulegt að Uta tíl framtíðar. í einlægni sagt heföi ég vUjað sjá þetta ár færa okkur örhtið nær þessu 'marki því nærri lætur að við þurfum að draga úr heUdarneyslu um tvö prósent rúm á ári hverju fram til aldamóta. Halda menn t.d. að tuttugu ný vínveitingaleyfi í Reykjavík, sem nú er beðið eftir með óþreyju, að þær nýju krár og áfengis„búllur“ eigi eftir að verða okkur tU aðstoð- ar í þessari baráttu, færa okkur nær framtíðarmarkinu? Eru menn í bhndri gróðafýsn sinni eða ruglaðir af eigin ölvímu svo gjör- samlega heUlum horfnir að þeim sé hjartanlega sama hvort við, máski einir þjóða, förum alveg gagnstæöa leið - aukum við flóðið í stað þess aö draga markvisst úr neyslunni? Er „gróðinn“ þessa virði í raun? Um það spyr raunar enginn sem veit hvílíkt öfugmæh orðið gróði er, nema þá í ógæfuaurum talinn til þeirra sem samviskan angrar aldrei. Mér ofbýður einnig andvaraleysi þeirra sömu stjómvalda sem gefa út fyrirskipun um 4% almennan, flatan niöurskurð útgjalda hins opinbera og sem á að vera ljóst hversu gífurlegum sparnaði mætti ná í heilbrigðiskerfinu ef menn vUdu í alvöru sporna við áfengis- neyslu og afleiöingum hennar. Þetta eru jú sömu opnberu aðUarn- ir sem eiga að standa viö heit sitt til AlþjóðaheUbrigðismálastofnun- arinnar um 25% samdrátt áfengis- neyslu fram til ársins 2000, svo allt gæti þetta nú farið heim og saman. Fellur tillagan? Nú liggur fyrir Alþingi tillaga sem verður nokkur prófsteinn á Alþingi þar sem spurt verður um vUja, um fordæmi, um það að vera eöa vera ekki. Máski fellur Alþingi aftur á próf- inu eins og í bjórmálinu í fyrra þar sem eins konar „þykjustu“ synda- kvittun var skeytt aftan við bjór- leyfið, þar sem menn þóttust vera að bæta fyrir gjöröir sínar í öfuga átt með því að þykjast ætla að efla arfótanna“ og missa ugglaust enn. Hiö sama var um VUhjálm Hjálmarsson þegar hann var menntamálaráðherra en á árum áður naut ég þeirrar ánægju að vera meðflutningsmaður hans að tUlögu um sama efni og Jón Helga- son og félagar eru með nú. Þá fékkst sú tillaga ekki afgreidd þrátt fyrir endurflutning og þá gáfu menn þar öUu fordæmi langt nef og gerðu ótæpilega gys að tihög- unni og mærðu því meir þá menn- ingardrykkju, sem þeir sögðu aUs- ráðandi í ráðherra„partíunum“. Nú reynir á Alþingi af meiri þunga og alvöru en áður þar sem spuming er um það hvort opin- berir aðilar æth að hafa einhverja alvöruforgöngu um aö draga úr áfengisneyslu fram til aldamóta. Könnun verði framkvæmd Auðvitað þarf meira th, miklu meira raunar, en fordæmjð er oft gulli dýrra og a.m.k. á við margar hátíðaræður um heflbrigði, sem er svo skolað niður skömmu seinna með því eitri sem er ööru lúmskara og hættulegra, áfenginu í einhverri mynd. Ég bíð og sé hvað setur og sömu- leiðis skal beðið með allar alhæf- ingar um bjórneyslu og aöra áfeng- isneyslu þar til marktækur mán- aðaijöldi hefur Uðið. Mest nauðsyn okkar nú er að reyna að gera okkur sem gleggsta, hlutlausasta grein fyrir því hvernig áfengisreikningur okkar i raun stendur - hversu margar krónur í kostnað koma á móti „hagnaði“ ríkisins af áfengis- sölu, hvort beinn „mínus“ - beinn kostnaöur í krónum talinn er ekki í raun margfaldur á móti hinum margumrædda hagnaði af ÁTVR og er þá ekki um aðra óteljanlega kostnáöarhði að tefla. Fjármálaráðherra, sem hefur heilbrigða lífssýn og gerir sér grein fyrir alvöru málsins, hefur heitið okkur liðsinni sínu viö þetta þarfa verkefni og þökk sé honum fyrir það. Okkar, sem áhugann höfum, er nú að sýna að við getum fram- kvæmt könnun, marktæka og sem sannasta um raunkostnað sam- félagsins af áfengisböhnu, þann hræðilega herkostnað sem alltof margir gleyma eða geta ekki um. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.