Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7: JÚNÍ 1089. Afmæli Björg G.V. Þorleifsdóttir Björg Guömunda Vigdís Þorleifs- dóttir, Strandaseli 3, Reykjavík, er fædd 6. júní 1919 á Hólkoti í Staöar- sveit á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Hún hóf nám í organleik tíu ára hjá Jóhannesi Gíslasyni, organista í Staðastaðarkirkju, og var síðar hjá Páli ísólfssyni. Björg tók þá við föst- um organistastörfum við Hellna- kirkju og Búðakirkju og var kirkju- organisti í fjörutíu ogfjögur ár. Hún sótti allmörg tónlistarnámskeið og var tónlistarkennari í bamaskóla Stykkishólms 1965 og einxúg bama- skóla Staðarsveitar. Björg var leið- beinandi í söng á vegum Kirkju- kórasambands ísl. við undirbúning kirkjukóramóta. Hún er félagi í Söngkennarasambandi íslands og organistafélaginu. Björg giftist 30. apríl 1939 Kristjáni Guðbjartssyni, fyrrv. hreppstjóri á Hólkoti í Staðar- sveit. Foreldrar Kristjáns voru Guð- bjartur Kristjánsson, b. á Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi, og kona hans, Guðbranda Guðbrandsdóttir. Dætur Bjargar og Kristjáns em: dóttir, f. 27. janúar 1941, d. 30. jan- úar 1941, Védís Elsa, f. 23. ágúst 1942, skrifstofustjóri í Landsbankanum í Sandgerði, gift Þóri Maronssyni, yfirlögregluþjóni í Keflavík, og Heiðbjört, f. 16. nóvember 1952, gift Grétari Guðnasyni, framkvæmda- stjóra á Akranesi. Fósturdóttir Bjargar og Kristjáns er Kristlaug Karlsdóttir, f. 1. ágúst 1948, fóstra í Kópavogi, gift Gesti Kristjánssyni vélstjóra. Foreldrar Bjargar vom Þorleifur Þorsteinsson, b. og hreppstjóri á Hólkoti, og kona hans, Dóróthea Gísladóttir. Þorleifur var sonur Þor- steins, b. og formanns í Sjávargötu í Ytri-Njarðvík, Þorleifssonar, b. í Njarðvík, Jónssonar. Móðir Þorleifs var Sigríður Halldórsdóttir, b. í Þórsdéd í Lóni, Þorleifssonar, bróð- ur Halls, langafa Önnu, móður Þór- bergs Þórðarsonar. Móðir Þorleifs á Hólkoti var Herdís Bjamadóttir, út- vegsb. í Garðhúsum í Rvík, Odds- sonar. Móðir Herdísar var Þuríður Eyjólfsdóttir, b. í Hrólfsskála, Jóns- sonar og konu hans, Herdísar Ingj- aldsdóttur, systur Sigurðar, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðurbróðir Bjargar var ísleifur, gamanvísnaskáld á Sauðárkróki, afi Braga fombókasala og Jóhönnu blaðamanns, móður Illuga dag- skrárgerðarmanns, og Eísabetar Jökulsdóttur rithöfundar. Dóróthea var dóttir Gísla, b. á Ráðagerði í Leiru, Halldórssonar, b. í Skeið- háholti á Skeiðum, Magnússpnar. Móðir Halldórs var Guðrún Áma- dóttir, prests í Steinsholti, Högna- sonar ,,prestaföður“ Sigurðssonar. Móðir ísleifs var Elsa Jónsdóttir, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum, Sveinssonar og konu hans, Ólafar Þórðardóttur, systur Brynjólfs, langafa Aldísar, móður Ellerts B. Schram, ritstjóra DV. Systir Ólafar var Hlaðgerður, amma Jóns Laxdals tónskálds, afa Ragnars Arnalds al- þingismanns. Ólöf var dóttir Þórðar, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þor- lákssonar, klausturhaldara á Teigi í Fljótshlíð, Þórðarsonar Thorlaci- us, klausturhaldara á Teigi, Brynj- ólfssonar Thorlacius, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórðarson- ar, biskups í Skálholti, Þorláksson- ar, biskups á Hólum, Skúlasönar. Móðir Þorláks var Steinunn Guð- brandsdóttir, biskups á Hólum, Þor- lákssonar. Móðir Brynjólfs var Guð- ríður Gísladóttir, Vísa-Gísla, sýslu- manns á Hlíðarenda, Magnússonar og konu hans, Þrúðar Þorleifsdótt- ur, sýslumanns á Hliðarenda, Magnússonar prúða, sýslumanns í Ögri, Jónssonar. Móðir Þórðar á Teigi var Jórunn Skúladóttir, próf- asts á Grepjaðarstað, Þorlákssonar, bróður Þórðar biskups. Móðir Þor- láks á Teigi var Kristín Sigurðar- dóttir, sýslumanns í Saurbæ á Kjal- amesi, Sigurðssonar, lögmanns í Saurbæ, Björnssonar. Móðir Sig- urðar var Ragnheiður Sigurðardótt- ir, lögmanns í Einarsnesi, Jónsson- ar. Móðir Þórðar í Hvammi var Ólöf Hannesdóttir, stúdents á Hofi á Kjalamesi, Vigfússonar. Móðir Hannesar var Guðríður Sigurðar- dóttir, systir Sigurðar, sýslumanns í Saurbæ. Móðir Ólafar var Helga Sigurðardóttur, systir Kristínar á Teigi. Móðir Ólafar Þórðardóttur Björg G.V. Þorleifsdóttir. var Guðrún Grímsdóttir, b. í Götu- húsum í Rvík, Ásgrímssonar og konu hans, Vigdísar Sigurðardótt- ur, b. í Götuhúsum, Erlendssonar. Móðir Vigdísar var Sesselja Tómas- dóttir, b. í Amarhóli, Bergsteinsson- ar, ættföður Amarhólsættarinnar. Sigríður Jóns- dóttir Breiöfjörð Ymsar bagalegar rangfærslur em í afmælisgrein um Sigríði Jónsdóttur Breiðfjörð húsmóður, Kámesbraut 56, Kópavogi, sem varð sjötíu og fimm ára sunnudaginn 21.5. sl. Af þeim sökum verður greinin birt hér í heild sinni leiðrétt og viðkomandi aðilar beðnir afsökunar á mistökun- um. Sigríður Jónsdóttir Breiðfjörð fæddist í Kræklingahlíð og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti þá í Glerárþorp á Akureyri. Þaðan flutti hún í Öxnadal og var þar fram yfir fermingu. Þá fluttí hún til Reykja- víkur og vann þar ýmis störf, m.a. á Vífilsstöðum og Gimli en lengst af í Kársnesskóla og síðan á dagheimil- inu við Hábraut í Kópavogi. Sigríður flutti í Kópavoginn 1949 og hefur búiðþarsíðan. Sigríður giftíst 13.3.1943 Guð- mundi Breiðfjörð trésmið, f. 8.5. 1888, d. 21.2.1964. Foreldrar hans vom Ebeneser Þórðarson og Elín Jónsdóttir. Böm Sigríðar em Sturla Snorra- son, f. 27.1.1940, rafvirki í Kópa- vogi, kvæntur Maríu Ingibergsdótt- ur: Guðmundur Breiðfjörð, f. 15.3. 1945, rafvirki, kvæntur Kolbrúnu Kristinsdóttur; Sigríður Breiðfjörð, f. 11.4.1946, húsmóðir, gift Stig Lauridsen: Anna Breiðfjörð, f. 4.9. Sigríður Jónsdóttir Breiðfjöró. 1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Ámunda Friðrikssyni, og Gunnar Breiðfjörð, f. 1.12.1949, verslunar- eigandi í Reykjavík, kvæntur Huldu Ingólfsdóttur. Systkini Sigríðar em Amór, leigu- bílstjóri á ísafirði: Soflía, starfsmað- ur í eldhúsi Landspítalans, búsett í Reykjavík: Þorsteinn, búsettur á Akureyri: Þóra, húsmóðir í Reykja- vík: Jóhannes, forstjóri ísfélags ís- firðinga. Látnir em af systkinum Sigríðar þeir Helgi, Agnar og Bjöm. Foreldrar Sigríðar: Jón Ólafsson, tamningamaður og bóndi, og Jónas- ína Sigríöur Helgadóttír húsmóðir. Gréta Friðriks- dóttir og Karl Einarsson Gréta Friðriksdóttir húsmóðir og Karl Einarsson hafnarvörður, tíl heimilis að Vallargötu 21, Sand- gerði, áttu þrjátíu ára brúðkaupsaf- mæliígær. Gréta og Karl eignuðust sjö böm, Þau em Olína, húsmóðir í Sand- gerði, f. 16.3.1955, gift Lámsi Ólafs- syni; Fríða, húsmóðir í Sandgeröi, f. 26.5.1956, gift Pétri Guðlaugssyni; Margrét, f. 26.1.1959, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Karli Ólafs- syni; Reynir, f. 23.4.1960, sjómaður á Siglufirði, kvæntur Júlíu Óladótt- ur; Helgi, f. 16.7.1964, d. 20.9.1985; Karl Grétar, verkamaður í Sand- gerði, f. 20.11.1967 en unnusta hans er Margrét Jónasdóttir; Alda, nemi, f. 8.5.1974. Bamaböm Grétu og Karls eru nú fjórtán talsins. Hugsum fram á veginn! * Tvv Má Hraðakstur * er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhsettu! ||u^ebdar Páll R. Magnússon Páll R. Magnússon, innheimtustjóri Lífeyrissjóðs byggingamanna í Reykjavík, til heimilis að Stapaseli 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Páll fæddist að Hóli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Hann ólst upp á Hóli tíl 1947, á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal til 1950, í Fljótshlíðarskóla til 1953 og síðan í Reykjavík. Páll hefur starfað mikið að félags- málum. Hann var m.a. í stjóm Tré- smiðafélags Reykjavíkur frá 1964-71, var varamaður í miðstjórn ASÍ og í stjóm BSRB, einnig í stjóm og formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins. Hann hefur verið í stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík frá 1971 og formaður þar frá 1986. Þá hefur Páll gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar- flokkinn. Kona Páls er Kristín M. Hafsteins- dóttir, fulltrúi hjá Verðlagsstofnun, f. 12.12.1942, dóttir Hafsteins Hann- essonar, sjómanns í Vestmannaeyj- um, og Jóhönnu Loftsdóttur, hús- móður í Hafnarfiröi. Böm Páls og Kristínar eru Magn- ús flugumferðarstj óri, f. 7.2.1963, sambýliskona hans er Ólafía Hreið- arsdóttir, f. 8.12.1968; Hafsteinn flugmaður, f. 3.8.1964, sambýliskona hans er Jóhanna K. Guðmunds- Tilmæli til afmælis- bama Blaöiö hvetur af- mælisböm og aö- standendur þeirra til aö senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa aö berast í síðasta lagi þremur dögum fýrir afinæbö. Munið að senda okkur myndir dóttir, f. 16.7.1966; Anna nemandi, f. 18.5.1970, unnusti hennar er Ágúst Benediktsson, f. 12.8.1970. Bróðir Páls er Gunnar Þór Magn- ússon, f. 4.7.1938, forstjóri á Ólafs- firði, kvæntur Brynju Sigurðardótt- ur og eiga þau þijá syni, Sigurð, Magnús og Sigurpál. Foreldrar Páls vom Magnús Þór- arinsson kennari, f. á Hrafnabjörg- um í Hjaltastaðaþinghá í Norður- Múlasýslu 14.11*. 1897, d. 23.9.1967, og Anna Sigurpálsdóttir kennari, f. 16.5.1919, d. 7.8.1974. Magnús var sonur Jóns Þórarins, b. í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, Jónssonar, b. á Hallgeirsstöðum í Hróarstungu, Jónssonar. Móðir Jóns á Hallgeirsstöðum var Þómnn Rustíkusdóttir, b. á Fossvelli, Bjömssonar, ogkonu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur. Móðir Magnúsar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Mjóa- nesi í Vallahreppi, Vilhjálmssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Vaði, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, b. á Bessastöð- um, Þorsteinssonar, b. á Melum, Jónssonar, ættföður Melaættarinn- ar. Foreldrar Önnu vom Sigurpáll, b. á Hól í Breiðdal, Þorsteinsson, b. á Flögu í Breiðdal, Jónssonar og Páll R. Magnússon. kona hans, Rósa Jónsdóttir, b. á Ósi, Bjamasonar. Móðir Þorsteins var Oddný Þórarinsdóttir, b. á Ein- arsstöðum í Stöðvarfirði, Gunn- laugssonar. Móðir Þórarins var Oddný Erlendsdóttir, b. á Ásunnar- stöðum, Bjarnasonar, ættföður Ásunnarstaðaættarinnar. Þau hjónin, Páll og Kristín, taka á móti gestum í dag, miðvikudag, að Síðumúla 25, frá klukkan 17-19. 85 ára 50 ára Magnús Halldórsson, Leimbakka 18, Reykjavík. Valdimar Steingrímsson, Hlíðarvegi 75, Olafsfiröi. Halldór Friðjónsson, Hvammshlíð 3, Akureyri. 75 ára Alfreð Magnússon, Silfurbraut 6, Höfii i Homafirði. 40 ára Ásta Hrólfedóttir, 70 ára Flókagötu 41, Reykjavík. Ragnheiður Benediktsdóttir, Davíð Guðmundsson, Akurholti 21, Mosfellsbæ. KrÍBtján Guðjónsson, Skatastöðum I, AkrahreppL Andrés Pálsson, Hjálmsstööum I, Laugardalshreppi. Hnífsdalsvegi 13, ísafirði. Guðbjörg Sigþórsdóttir, Laufvangi 4, HafiiarfirðL Reynir Zebitz, Grænumörk 1, Hveragerði. Ari Bergmann Einarsson, Laugarásvegi 26, Reykjavík. Albert Leonardsson, 60 ára Aðalbraut 46, Raufarhöfn. Anna F. Bernódusdóttir, Fífuseli 24, Reykjavík. Svandís Júliusdóttir, Ægisbyggð 12, Ólafsfirði. Jóhann Hauksson, Oddeyrargötu 8, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.