Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚtií lÖ8ð. Andlát Jóna G. Hjörleifsdóttir, Sogavegi 131, lést í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 6. júní. María Björnsdóttir lést í Elliheimil- inu Grund 5. júní. Vigdís Helgadóttir, Fossheiði 16, Sel- fossi, andaöist 4. júní. Jarðarfarir Jóhann Lárus Jóhannesson lést á heimili sínu 31. maí. Útförin fer fram frá Silfrastaðakirkju laugardaginn 10. júní kl. 14. Frú Magnúsína Jakobsdóttir, Skarðsbraut 15, Akranesi, andaðist 2. júní í Sjúkrahúsi Akraness. Út- förin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. júní kl. 15. Kveðjuathöfn um Ágústu Arin- björnsdóttur fer fram í kapellu Foss- vogskirkju fimmtudaginn 8. júní kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. júní kl. 13.30. Útför Guðrúnar Þorláksdóttur frá Brekku, Hveragerði, fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 8. júní kl. 14. Ólöf Kristjánsdóttir, Víði, Mosfells- dal, lést í Borgarspítalanum 30. maí. Jarðsett verður frá Mosfellskirkju fimmtudaginn 8. júní kl. 14. Þorsteinn Gunnarsson lést 28. maí. Hann fæddist í Reykjavík 22. október 1917, sonur hjónanna Sigríðar Þor- steinsdóttur og séra Gunnars Bene- diktssonar. Þorsteinn lauk stúdents- prófi vorið 1939. Hann nam stærð- fræði við Háskólann í Kaupmanna- höfn árin 1946 til 1949 en sneri þá heim og lagði stund á kennslu við nokkra framhaldsskóla, þar af 19 ár á Núpi í Dýrafirði en síðast við Námsflokka Reykjavíkur. BA-próf í stærðfræði tók hann við Háskóla ís- lands 1956. Fyrri kona Þorsteins var Bima Magnúsdóttir. Þau skildu og varð ekki bama auðið. Seinni kona Þorsteins var Ingunn Guðbrands- dóttir. Þau eignuðust tvö böm. Þau shtu samvistum. Útför Þorsteins fer fram frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Fundir Vorfundur ITC Melkorku verður haldinn i kvöld, 7. júní, kl. 20 í Gullna hananum. Stef fundarins er: Sjö- unda ár ITC Melkorku að baki - að sumri loknu hefst loks það áttunda. Á dagskrá verða félagsmál, stjómarskipti, innganga nýrra félaga, matur og léttir dagskrárlið- ir. Umsjónarmaður fundarins er Ólöf í síma 72715. Ferðalög Kvöldganga um Miðneshrepp Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands stendur fyrir gönguferð um Miðneshrepp i fimmtudaginn 8. júni. Farið verður kl.: 21 frá grunnskólanum og gengið suður að Býjaskerjum (Bæjarskeijum) og síðan með ströndinni að Sandgerðishöfn. Það- an farið með tjömum og áfram ofan Upp- sala að Gullá. Gönguimi lýkur við grunn- skólann um kl. 23. Skoðuð verður einnig merkileg sýning sem nemendur gruim- skólans hafa sett upp. Sýningin nefnist „Miðneshreppur, umhverfi og íbúar" og fjallar um náttúmfar, staðfræði og sögu svæðisins. Hún verður opin næstu sunnudaga fyrir ferðamenn. Tónleikar Þriðjudagstónleikar í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar Öll þriðjudagskvöld í júní og júlí verða tónleikar á vegum Listasafns Siguijóns Ólafssonar í aðalsal safnsins kl. 20.30 og standa þeir í um það bil klukkustund. Fyrstu þriðjudagstónleikamir verða í kvöld, 6. júni, kl. 20.30, en þá flytja þeir Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon verk fyrir selió og píanó. Á efnisskrá em þijú lög eftir Couperin, sónötu í A-dúr op. 69 eftir Ludwig van Beethoven, Þijú íslensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson, Svan- urinn eftir Saint-Saens og Rondo eftir Boccherini. Tilkynningar Breytingar á SS í Austurveri Róttækar breytingar hafa verið gerðar á SS í Austurveri í þvi augnamiði að auka þjónustuna við viðskiptavini verslunar- innar. M.a. hafa gangar verið breikkaðir og nppstillingnm breytt til aukinna þæg- inda. Óhætt er að segja að SS í Austur- veri sé nú þægilega litill stórmarkaður sem gott er að heimsækja. SS í Austur- veri er opið fiá 10-18 mánudaga til fimmtudaga, 10 til 19 á fóstudögum og á laugardögum kl. 10-14. Á myndinni em þeir Kristinn Skúlason verslunarstjóri og Valur Blomsterberg, markaðssljóri SS, í breyttum húsakynnum SS í Austur- veri. Styrkir til kvennarannsókna Á fiárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljónar og 140 þúsund króna fjárveiting færð til Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahóp- ur um íslenskar kvennarannsóknir, sem hefur starfað undanfarin fjögur ár, tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Há- skóla íslands. Átján umsóknir bámst og hlutu eftirfarandi umsækendur launa- styrki: Agnes Siggerður Amórsdóttir til að rannsaka lif og starf kvenna sem fasdd- ust fyrir tæpri öld; Helga Kress til rann- sókna á karlímynd og kvenleika í íslensk- um fombókmenntum út frá gróteskum atriðum í myndmáli þeirra og sjónar- homi; Helga M. Ögmundsdóttir og Jór- unn E. Eyfjörð til rannsókna á eðli bijóstakrabbameins, athugunar á erfða- fráeðilegum þáttum; Margrét Guðmunds- dóttir til framhaldsrannsókna og útgáfu á dagbókum Elku Bjömsdóttur, verka- konu í Reykjavík, frá árunum 1915-1923; Ragnhildur Vigfúsdóttir til framhalds- rannsókna á íslenskum konum á erlendri grund fram um síðari heimsstyijöld; Soffia Auður Birgisdóttir til að rannsaka móðurímynd íslenskra bókmennta. Brautskráning stúdenta úr MS Brautskráning stúdenta frá Menntaskól- anum viö Sund fór fram laugardagjnn 27. maí sl. í Háskólabíói að viðstöddu fjöl- menni. Hér var á ferð sautjándi stúdenta- hópurinn frá skólanum en Menntaskól- inn við Sund á tuttugu ára afmæli á þessu ári. Alls vom brautskráðir 157 stúdentar. T\'eir stúdentar útskrifuðust af tveimur námsbrautum, þær Gyða Stephensen úr málaskor og af tónlistarsviði og Anna Rún Atladóttir úr eðlisfræðiskor og af tónlistarsviði. Tónlistarsvið er starfrækt í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hæstu einkunn nýstúdenta að þessu sinni hlaut Dagbjört Sigvalda- dóttir úr náttúrufræðiskor, fuUnaðarein- kunnina 9,4. Vegna þeirrar röskunar sem varð á skólastarfi vegna verkfalls eiga nokkur stúdentsefni hluta af prófum sín- um ólokið og útskrifast því síðar. Rektor, Sigurður Ragnarsson, afhenti nokkrum nýstúdentum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Kór skólans söng við at- höfnina. Stjómandi kórsins er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Nýjung í starfi Rauða kross Islands í sumar mun ungmennahreyfing RKI halda sumamámskeið fyrir 8-10 ára böm. Hér er um nýjung að ræða en Rauði kross íslands rak um skeið sumarbúðir fyrir böm. Með námskeiðum þessum vill Rauði krossinn bjóða bömum upp á fræðslu um ýmis mannúðarmál, s.s. þró- unarhjálp, friðarmál, mannleg samskipti, umhverfismál, skyndihjálp og slysavam- ir. Inn í dagskrána er fléttað leikrænni tjáningu, myndlist, tónlist og farið verður í vettvangsferðir. Tvö námskeið verða haldin í Reykjavik og eitt í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Akureyri. Hvert nám- skeið stendur í tvær vikur og er 8 tima á dag. Nánari upplýsingar em gefnar á skrifstofu RKI í síma 91-26722. Ráðgjafanefnd ríkisins um upplýs- inga- og tölvumál, skammstafað RUT, hefur verið nefnd í umræðum um tölvumál opinberra aðila. Oftast hefur umfjöllunin verið málefnaleg. í bréfi, sem birtist í DV síðastliðinn fimmtudag, var þó vikið að nefndinni á þann hátt að nauösynlegt er að skýra hlutverk hennar, skipun, starfsreglur og verkefni. RUT staifar eftir ströngum reglum sem fyrir- byggja hagsmunaárekstra. RUT legg- ur kvaðir á nefndarmenn en hyglir þeim ekki. Vegna nefndarstarfa hafa fyrirtæki þeirra verið útilokuð frá viðskiptum. Skipan nefndarinnar í október 1987 skipaði hagsýslu- stjóri fjóra menn i Ráðgjafanefnd rík- isins um upplýsinga- og tölvumál. Formaður Jóhann Gunnarsson deildarstjóri, ráðgjafi Fjárlaga- og hagsýslustofnunar í tölvu- og upplýs- ingamálum. Varaformaður Stefán Ingólfsson verkfræðingur, úr hópi sjálfstæðra ráðgjafa. Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKYRR, frá helsta þjónustuaðila opinberra aðila. Bjami Júlíusson tölvunarfræðingur, úr hópi hugbúnaðarframleiðenda. Skipuninni er ætlað að skapa sterkan faglegan bakgrunn. Nefndin með- höndlar mál um ólíkustu hliðar upp- lýsingamála. í henni verða að sitja menn í lifandi tengslum við það sem gerist í upplýsingamálum og með þekkingu til að taka á málum sem nefndinni eru falin. Þess má geta að samanlögð starfsreynsla nefndar- manna af tölvu- og upplýsingamálum er um átta áratugir. Starfshættir RUT leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð. Þegar hún gerir úttekt á tölvumálum eða tekur að sér eftir- lits- og ráðgjafahlutverk leitast hún viö að vinna markvisst og afgerandi. í þessum tilgangi hefur neíndin gefið út handbók sem nefnist „Mat á val- kostum í tölvuvæðingu ríkisstofn- ana“. Handbókin veitir leiðbeiningar um ýmislegt sem varðar kaup og rekstur upplýsingakerfa. í henni eru reglur um mat á kostnaði við ólíka valkosti. Leiðbeiningar eru um útboð og samningagerð. Handbókin fjallar ítarlega um störf ráðgjafa og verk- taka í upplýsingaiðnaði. Lögð er áhersla á að ráðgjafar, sem skipta við ríkisstofnanir, lúti viðurkennd- um siðareglum. RUT gengur út frá því að þeir séu reiðubúnir að lúta siðareglum Verkfræðingafélags ís- lands. Handbókin hefur fengið góðar viðtökur og þykir bæta úr skorti sem hefur valdið erfiðleikum í upplýs- ingaiðnaði. Friðrik Friðriksson, Ljósmyndasamkeppni um þestu Ijósmyndina í janúar 1988 voru kynnt úrslit í ljós- myndasamkeppni um bestu ljósmyndina á póstkort. Þúsundir mynda bárust í keppnina en dómnefndina skipuðu þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Bjöm Rúriksson ljósmyndari og Frey- gerður Kristjánsdóttir fyrir útgefanda. Póstkortin, sem til verðlauna unnu, em nú komin út. AUs koma nú út um 36 póst- kort og eru þau stærri en áður útgefm póstkort á íslandi til þess að myndimar njóti sín betur. 1. verðlaun, Canon Eos framkvæmdastjóri á markaðssviði hjá IBM, lýsti handbókinni í grein í Frjálsri verslun: „Eftir því sem ég kemst næst er RUT eini aðilinn sem vinnur kerfisbundið að fjárfestingar- mati á þessum grunni. Það frum- kvæði er lofsvert, og sömu kröfu ætti að gera til einkaaðila." Hagsmunaárekstrar? i þeim blaðaskrifum, sem eru kveikjan að þessari greinargerð, er gefið í skyn að nefndarmenn noti setu í nefndinni sér til framdráttar. Það er tilhæfulaust. Hrekja verður svo alvarlegar aðdróttanir. Nefndin starfar eftir ströngum reglum. Gerð- ar eru formlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Um störf RUT gilda starfsreglur sem staðfestar voru 25. júlí 1988. Einn kafli fjallar eingöngu um hvemig komast skuli hjá hagsmunatengsl- um. Hér á síðunni er kaflinn birtur orðrétt. Gefið er í skyn að nafn- greindur nefndarmaður, Bjami Júl- íusson, framkvæmdastj óri Tölvu- Mynda hf., eigi mikilla hagsmuna að gæta. Segir orðrétt að seta hans í nefndinni sé hneyksli. Þá hefur verið látið að því liggja að SKÝRR, sem dr. Jón Þór veitir forstöðu, eigi of mik- illa hagsmuna að gæta til að hann geti setið í nefndinni. Þetta er mis- skilningur sem verður að leiðrétta. Til að skýra starfshætti nefndarinn- ar má taka dæmi af meðhöndlun hennar á málefnum ríkisstofnunar sem leitaði aðstoðar hennar. Beiðnin var tekin fyrir og framkvæmd verks- ins rædd. Dr. Jón Þór tilkynnti að SKÝRR annaðist tölvuvinnslu fyrir stofnunina. Hann væri því hags- munaaðili og gæti ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins. Við meðferð þess, sem tók tæpt ár, vék hann af fundi þegar það var rætt og fékk ekki í hendur gögn sem það varðaði. Bjami Júlíusson tilkynnti að hann hygðist vinna að málinu. Af þeim sökum mundi fyrirtæki hans ekki taka þátt í hugsanlegu útboði síðar. í árslok var tölvukerfi boðið út með umsjón RUT. TölvuMyndir tóku ekki þátt í útboðinu. Niðurstöður vom að ann- að fyrirtæki hlaut viðskiptin sem SKYRR höföu áður. Þetta dæmi sýn- ir að seta í RUT leggur kvaðir á nefndarmenn en hyglir þeim ekki. Þegar þeir taka þátt í meðhöndlun mála eru fyrirtæki þeirra útilokuð frá viðskiptum. Helstu verkefni Helsta verkefni RUT er samning og útgáfa handbókarinnar. Kynning hennar er tímafrek. Handbókin flall- ar til dæmis um ráðgjöf og smiði hugbúnaðar. Ráðgjöf er áfátt. Fyrir- 650, sem mun vera fullkomnasta vélin frá Canon, fékk Friðþjófur Þorkelsson, húsa- smiður í Mosfellsbæ. 2. verðlaun, Canon T70, fékk Hörður Kristinsson, grasafræð- ingur og forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri. 3 verðlaun, Canon T50, féll Ingo Wershofen, Þjóðverji, sem í mörg ár hefur dvalið á íslandi, lært ís- lensku, og hefur á sumrin starfað sem leiðsögumaður. Póstkortin munu fijót- lega fást í bókabúðum víða um landið, og á flestum hótelum og öðrum ferða- mannastöðum. Útgefandi er Kortaút- gáfan hf. Kort frá Kórund, Laugavegi 32, Reykjavík simi 29166. tæki hafa komið fram sem ráðgjafar og verktakar í sama verki. Menn hafa tekið að sér ráðgjöf án þess að hafa næga þekkingu. Trúnaður hef- ur verið brotinn. Dæmi um það eru ráðgjafar sem fjalla um verkefni við- skiptamanna sinna á ráðstefnum eða lýsa innri málum þeirra í ítarlegum blaðaskrifum. Handbókinni er ætlað að koma lagi á þessi mál. Tvö verk- efni RUT hafa fjölmiðlar fjallað um en önnur hefur verið hljótt um. Ekki hafa allir viljað sætta sig við þá ný- breytni sem RUT berst fyrir. Það er skiljanlegt. Skipuleg vinnubrögð við tölvuvæðingu ríkisstofnana munu hafa afleiðingar fyrir ýmsa aðila. Ætla má að hálfur annar milljarður af almannafé fari til greiðslu kostn- aðar við upplýsingakerfi opinberra aðila. Með breyttum s.tarfsháttum má nýta féð mun betur. Að því miða störf nefndarinnar. Jóhann Gunnarsson Jón Þór Þórhallsson Stefán Ingólfsson Innskot í greinargerðina Úr starfsreglum RUT RUT leggur mikla áherslu á að trúnaður riki á milli hennar og aðila að málum sem henni berast. Til þess að tryggja þennan trúnað hefur RUT samþykkt ákveðnar vinnureglur um meðhöndlun mála. Nefndin er skipuð 4 mönnum sem eru skipaðir í hana vegna þekkingar sinnar á upplýs- inga- og tölvumálum. Þeir starfa allir við tölvuþjónustu eða ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Af þeim sökum er líklegt að nefndin fái til meðhöndlun- ar mál sem einstakir nefndarmenn eða aðilar, sem þeir starfa fyrir, eiga hagsmuna að gæta við. Þess er gætt að nefndarmenn meðhöndli ekki mál sem þeir teljast hagsmunaaðilar í eða fái í hendur gögn sem varða þau. Nefndarmenn fylgja þeirri reglu að taka ekki þátt í afgreiðslu mála sem snerta hagsmuni þeirra. Þeir fá ekki heldur í hendur gögn sem varða þessi mál nema þau teljist hafa almennt gildi til upplýsingar. Formaður nefndarinnar gætir þess aö með- höndlun mála verði í samræmi viö áðumefndar reglur. Ef formaður nefndarinnar telst eiga hagsmuna að gæta tekur varaformaður við for- mennsku við meðhöndlun málsins. Nefndin telur að þó aö tveir nefndar- menn taki ekki þátt í meðhöndlun máls vegna hagsmunatengsla getí hinir tveir sem eftír eru meðhöndlað málið. Ef ástæða þykir mun hag- sýslustjóri kalla til menn utan nefnd- arinnai- til að taka sæti þeirra sem úr henni ganga við meðhöndlun ein- stakra mála. Athugasemd: Hvað er RUT? - rangfærslur leiðréttar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.