Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1989. 3 ji>v Fréttir Uppátektar- santur púki Nafh: Gunnar Martin Úlfsson Aldur: 34 ára Starf: Auglýsingateiknari „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem ég fæ geggjaða hugmynd og framkvæmi hana,“ segir Gunnar Úlfsson, sem ætlar aö sigla áhréf- bát, unnum úr DV-blöðum, frá Akranesi til Reykjavíkur. Til- gangur ferðariimar er aö safna áheitum fyrir Fjóröungssjúkra- húsið á fsafirði sem nýlega var tekið i notkun. Feröin veröur far- in í minningu fóöur Gunnars, Úlfs Gunnarssonar, sem var yfir- læknir á sjúkrahúsinu í áratugi. „Þegar ég var púki á fsafirði fékk ég stundum furðulegar hugdettur sem vöktu ekki alltaf hrifiiingu hinna fullorönu. Einu sinni langaði mig óskaplega í bíó með strákunum en fékk neitun hjá pabba þegar ég bað um pen- inga. í skyndi varð ég að finna fjáröflunarleið og vissi aö mögu- leikarnir voru á tjalöstæðinu en þar var engin leiga. Svo ég gekk að fyrsta tjaldinu, sem í voru íbú- ar, og rukkaði 50 krónur sem var nákvæmlega bíóverðið. Fólkið var alsælt og dásamaði verðlagið á ísafirði, því á Akureyri og Reykjavík var leigan yfir 100 krónur. Áður en varði myndaðist röð tjaldbúa sem vildu ólmir greiða uppsett verð. Á endanum gat ég boðið öllu púkagenginu í bíó og sælgæti eins og hver gat í sig látið.“ Bárujárnsbátar og reiðhjól Gimnar hefur alla tíð haft gam- an af alls konar föndri og módel- smíði. Haxm smíðaöi báta og fleka sem settir voru á flot á Pollinum og reiðhjól sem reynt var í fjöll- unum ofan viö kaupstaðinn. „í gegnum árin hef ég gert mikið af smámyndum eða likönum af alls kyns hlutum. Þetta er svona dútl, sem ég dunda við öðru hverju, mér til gamans. Strákam- ir mínir hafa erft þetta og eru teknir við.“ Gunnar er kvæntur Kolbrúnu Svavarsdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau tvo púka, Úlf, 8 ára, og Hlyn, 5 ára, og eiga von á einum í júli. Próf á loft og sjó „Ég er enginn afburða sjómað- ur, eins og þeir gerast mestir, en hef þó pungapróflö sem ætti að duga mér á leiöinni Akranes - Reykjavik. Ég er líka með fiug- dellu og hef sólópróf í flugi. Kannski á ég eftir aö smíða eigin flugvél, hver veit Ég hef smíðað svolítið af fjarstýrðura bátum til að leika sér að, Núna hef ég mesta ánægju af að raála og teikna; það eru áhrif frá nöfnum mínum í föðurætt og því fólki.“ Gunnar er fæddur t Danmörku en fluttist ungur til ísaflarðar með foreldrum sínum, Úlfi Gunn- arssyni lækni og Benedictu Gunnarsson. Hann lauk gagn- fræðaprófi á ísafiröi og síðan tækniteiknaraprófi. Hann lauk námi í auglýsingateiknun frá Gautaborg og hefur unnið við fagið frá árinu 1976, með árshléi þegar hann var á rækjubát í Djúpinu. -<M Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn , dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenú, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Loniond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.