Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAG'UR' 7.'JÚNÍ 1989. 11 Utlönd Sala á smokkum dregst saman Líflegar umræöur um notkun smokka settu svip sinn á fimmtu árlegu ráðstefnuna um eyðni sem hófst í Melbourne í Ástralíu á sunnu- dag. Framleiðendur segja að salan á smokkum haíi dregist saman það sem af ef þessu ári eftir mikla sölu- aukningu síðustu tvö árin. Þetta veldur heilbrigðisfulltrúum áhyggj- um þar sem smokkar eru taldir koma í veg fyrir smit á eyðni manna í mill- um. Fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefn- unni lýsti yfir áhyggjum vegna út- breiðslu sjúkdómsins en í Bandaríkj- unum er að finna flest þekkt tilfelli hans. Hátt í 95 þúsund tilfelli hafa greinst þar í landi síðustu átta ár. Þar er hægt að rekja flest tilfellanna til fíkniefnanotkunar og óhreinna nála, sem og samlífs samkyn- hneigðra. Talið er að eingöngu sé hægt að rekja sex prósent eyðnismits milli manna í Evrópu og Bandaríkj- unum til samlífs gagnkynhneigðra. í Afríku er þessu þveröfugt farið. Þar er talið að flest tilfelli smitunar megi rekja til samlífs gagnkynhneigðra, eða allt að 80 prósent. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar sagði ráðstefnugestum að búist væri við að fjöldi eyðnismitaðra myndi tvöfaldast á næstu tveimur til tveimur og hálfu ári. Talið er að 500 þúsund hafi smitast frá því á árinu 1981. Reuter „Heimurinn er sjúkur" segir á þessu kröfuspjaldi sem tveir mótmælendur báru í kröfugöngu í Melbourne í gær. Þar fer nú fram árleg ráðstefna um eyðni. Simamynd Reuter MINNIFYRIRHÖFN - MEIRIYFIRSÝN Yfir 60% af seldum afgreiðslukössum á íslandi á síðasta ári voru af gerðinni OMRON. OMRON afgreiðslukassarnirfást í yfir 15 mismunandi gerðum, allt frá einföldum kössum upp í fullkomnar tölvutengdar afgreiðslusamstæður. Þeir eru því sniðnir fyrir hvers konar verslunar- rekstur, eru búnir sjálfvirkri tölvui^skrift, veita möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýn og markvissari rekstri. Þess vegnafinnurðu OMRON afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum, sérverslunum, stórmörkuðum, veitingahúsum, sundlaugum - já, víðar en nokkra aðra afgreiðslukassa. v OMRON AFGREIÐSLUKASSAR VERÐFRÁ KR.21.600,- Hverfisgötu 33 - Sími 91 -623737 Helstu söluaðilar: Bókaversl. Jónasar Tómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla Sagður hafa stolið morð- vopninu Saksóknarar í Palmemálinu hafa kemrmgu um hvernig hlnn ákærði útvegaði sér vopn til að myrða forsætisráðherrann. Frá þessu var greint í sænska kvöld- blaðinu Expressen í gær. Er ákærði sagður hafa stolið lyklunum að íbúð þess sem seldi honum amfetamin. Því næst á hann að hafa tekið morðvopnið, skammbyssu, á heimili eitur- lyfjasalans. Nokkrum dögum fyrir morðið á Olof Palme týndi eiturlytjasal- inn og spilavítiseigandimi lykl- unum að íbúð sinni. Það var ekki í fyrsta skipti sem hann týndi lyklunum en í þetta skipti var hinn ákærði með honum, að þvi er blaðið greinir frá. í yfir- heyrsluskýrslum lögreglunnar segir hinn ákærði frá atvikinu en eiturlyfjasalinn kveðst ekki gruna vin sinn um þjófnaö. Samkvæmt Expressen er kenn- ing saksóknaranna sú að það hafi verið hinn ákærði sem tók lykl- ana. Hann hafi þá getað farið upp í íbúðína morðkvöldið og tekið skammbyssuna sem hann talaði um strax fyrsta daginn sem hann var yfirheyröur. Vopniö var í íbúðinni sem er mjög nálægt Grand-bíóinu og morðstaðnum. Margir félagar hins ákærða hafa sagt aö hann hafi stundum stolið frá þeim. Þá segist eitur- lyfiasalinn heldur ekki hafa haft nóg eftirlit með vopnura sínum. Lögreglan á nokkrum sinnura að hafa sagt honum frá vopnura í eigu hans sem hann var búinn að gleyma. Saksóknarar hafa ekki staðfest frétt Expressen. Hlé var á réttarhöldunum í Palmemálinu í gær en þeim verö- urhaldiðáframídag. TT — ~"ri -- noraanBnBBHmH : nýir fararstjórar ferðavals á elenite sólarströndinni í BUL Einar Þorvarðarson F 1 J. ERÐAVAL býður nú ferðir til Svarta hafsins sem er á sömu breiddargráðu og vinsœlustu baðstrendur Miðjarðarhafsins. Sjórinn við strendur Slunchev Bryag (sólarströndina) er ómengaður og strendumar tandurhreinar. Boðið er upp á tveggja eða þriggja vikna ferðir og er flogið á þriðjudögum til Luxemborgar en þaðan til Vama sem er ein stærsta og elsta borgin við Svarta hafið. Síðan er ekið til ibúðarhúsanna í Elenite hverfinu sem er nýjasti hluti sumarleyfisborgarinnar Sólarströnd. 2 vikur kr. 38.250, 3 vikur kr. 43.875,■ Verð miðað við tvo fullorðna og tvö böm. Næsta brottför 20. júní FERDA&WALhf Hafnarstræti 18 - Símar 14480 • 12534 Arnrún Kristinsdóttir '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.