Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNl 1989. 9 Utlönd í lok útfarar hetju uppreisnarmanna á herteknu svæðunum kom til átaka milli syrgjenda og ísraelskrar lögreglu í Jerúsalem í gær. Simamynd Reuter ísraelskir hermenn myrtu í gær tvo byssumenn í leit sinn að skæru- liðum fyrir norðan öryggissvæðið í Suður-Líbanon. Heryíirvöld í ísrael álíta að hinir látnu hafi tilheyrt Hiz- bollahsamtökunum sem Israelar fullyrða að hafi aðstoðað Palestínu- menn við að laumast inn í ísrael. ísraelsk yíirvöld afléttu í gær þriggja daga útgöngubanni í tveimur þorpum á Gazasvæðinu en útgöngu- bann ríkir enn annars staöar á svæð- inu. Einn Palestínumaður lést í átök- um sem brutust út er banninu var aflétt og fjórtán ára drengur lést í gær af skotsárum sem hann hlaut á sunnudaginn. Alls hafa nú fimm. hundruð og átta Palestínumenn fall- ið í uppreisninni og tuttugu ísraels- menn. Fimmtán Palestínumenn voru handteknir í Jerúsalem í gær þegar þeir fylgdu til grafar palestínskum skæruliða sem var hetja uppreisnar- manna. Hann var handtekinn 1968 er hann leiddi skæruhða frá Jórdan- íu til Vesturbakkans. Reuter Rétt fyrir sólsetur í gær, í samræmi við trúarsiði shíta-múhameðstrúar- manna, var ayatpllah Khomeini, andlegur leiðtogi írana, lagður til hinstu hvOu í Behest-e Zahra kirkju- garðinum. Þar var hann jarðaður við hlið fórnarlamba írönsku trúarbylt- ingarinnar, sem átti sér stað fyrir áratug, sem og þeirra er létu lífið í átta ára styijöld írana og íraka. Greftrun trúarleiðtogans var frest- að í gærmorgun vegna æstra syrgj- enda sem öftruðu ferð líkfylgdarinn- ar frá aðalbænastað Teheran-borgar til kirkjugarðsins. Milljónir írana komu saman til að fylgja leiðtoga sín- um síðasta spölinn en slík geðs- hræring greip syrgjendur að þeir gripu í líkklæði Khomeinis svo að líkið féll á jörðina. Líkklæðið, sem í hugum írana er heOagt, rifnaði í átökunum. Samkvæmt fréttum frá Teheran særðust íjörutíu í þessum stimpingum. Að lokum tókst að koma líki Kho- meinis í þyrlu sem flutti hann að kirkjugarðinum. Eftir níu klukku- stunda töf var leiðtoginn að lokum lagður í gröfma. Sjónarvottar telja að tíu miOjónir írana hafi komið saman á götum Teheran í gær tíl að votta Khomeini virðingu sína. íranskir byltingar- verðir og syrgjendur áttust við í Te- Talið er að fjörutíu íranar hafi særst í gær þegar til stimpinga kom milli syrgjenda við lokaathöfn útfarar ayatollah Khomeinis, andlegs leiðtoga ír- ana- Símamynd Reuter heran og reyndist vörðunum erfitt að hemja mannfjöldann. Reiðubúinn til andspyrnu Reza Pahlavi, sonur hins fallna keisara írans, hvatti írana til að etja hersveitum gegn ráðamönnum í ír- an. Þetta kom fram í útvarpsviðtali við Pahlavi í Frakklandi í gær. Hann sagði að lát Khomeinis gæfi von um að hægt yrði að steypa stjórn írans og kvaðst reiðubúinn til vopn- aðrarandspyrnu. Reuter Hert eftirlit við landamærin Khomeini lagður til hinstu hvílu 1?.990.- færri lága verðið! Stofnað 1904 ,,HOOVER SKANDINAVÍA” RYKSUGAN (model 3498) # 1000 watta 9 Stillanlegur sogkraftur # Poki fyrir 6,5 lítra # Poki sem má tæma og nota aftur # Snúran er inndregin # Allir fylgihlutir geymdir í vélinni # Sogrörin úr stáli # Öruggar festingar fyrir sogrörin # Tenging fyrir teppabankara # Þægilegt handfang # Lætur vita þegar pokinn fyllist # Létt og þægileg í meðförum # 2ja ÁRA ÁBYRGÐ Ryksugur eru margskonar. Gæðin eru mismunandi og það eru verðin líka. HOOVER „Compact” ryk- sugurnar eru til í 4 útfærslum, hver annarri fullkomnari. HOOVER ryksugurnar eru kraft- miklar og liprar með þægilegt handfang sem léttir þér störfin. FALKINN Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, sími 84670 Þarabakka 3 (við Kaupstað) í Mjódd, sími 670100 # Kerfi fyrir blandaðan þvott # Kerfi fyrir handþvott # Kerfi fyrir viðkvæm efni # Kerfi fyrir hraðþvott # Stiglaus hitastilling # Losar þvott eftir vindingu # 3ja ÁRA ÁBYRGÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.