Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1989. Utlönd Gvfurlegir herflutningar Kínverskir hermenn hafa nú hætt umsátri sínu um diplómatahverfið í Peking þar sem þeir hindruðu um- ferð fólks í morgun. Hermennimir voru vopnaðir og beindu þeir byssum sínum upp í loftiö í hverfi þar sem nokkur þúsund diplómatar og frétta- menn búa. Hermennimir fóm ekki inn í hverfið en óeinkennisklæddir lögreglumenn litu á skilríki nokk- urra Kínverja í hverfinu. Einn íbúanna hefur það eftir emb- ættismanni að hermennimir hafi verið að leita að leyniskyttu eða ein- hverjum sem kastað hefði múrsteini. Sáust hermennirnir draga Kínverja á brott. Nokkur hundruð hermenn eru á verði við stór gatnamót nálægt dipló- matahverfinu og snemma í morgun fór löng lest herbíla framhjá hverf- inu í austurátt. Skutu hermennimir á byggingar um leið og þeir óku fram hjá og hittu að minnsta kosti eina íbúð. Enginn er sagöur hafa slasast. Vesturlandabúi kvaðst í morgun hafa séð fólk verða fyrir skothríð fyrir framan Peking Intemational Hotel sem er um einn kfiómetra fyrir vestan diplómatahverfið. Diplómatahverfið Uggur meðfram Jianguomenwai sem framhald Changanbreiðgötunnar sem liggur í gegnum Peking. Nálægt hverfinu er einnig hinn svokallaði Alþjóðlegi klúbbur þar sem kínverska stjórnin er vön að halda vikulega fundi með erlendum fréttamönnum. Af sendiráðum Norðurlandanna er það bara finnska sendiráðið sem er nálægt því svæði sem nú er verið að Lík hermanns sem brann inni í herbíl á Torgi hins himneska friðar á sunnu- daginn. Simamynd Reuter tæma. Sendiráð Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs eru í SanUtun- hverfinu sem liggur norðar. Gífurlegir herflutningar voru í Peking í morgun og óttast menn nú enn frekar aö til harðra átaka kunni að koma milU hersveita hUðhoUra yfirvöldum og þeirra sem andvígir eru þvi að beita almenning ofbeldi. ÖrvæntingarfuUir útlendingar flykkjast nú tll flugvallarins í Pek- ing. Þar hefur komiö til átaka þegar fólk hefur reynt að komast um borð í flugvélar. Ókyrrðin úti á landsbyggðinni fer nú vaxandi. Dagblað í Shanghai greinir frá því að sex manns hafi lát- ist í gær þegar lest ók á vegatálma sem mótmælendur höfðu komið fyr- ir. Útvarpið í Peking gaf í skyn í morg- un að Qiao Shi, meðUmur fram- kvæmdastjómarinnar, hefði tekiö við embætti formanns Kommúnista- flokksins af Zhao Ziyang. í Hong Kong óttast menn nú mjög hvað framtíðin ber í skauti sínu vegna ástandsins í Kína en áætlað er að Kínveijar taki við yfirráðum þessarar bresku nýlendu árið 1997. í morgun beitti lögreglan í Hong Kong kylfum og táragasi tíl þess að dreifa mannfjölda sem kastaði grjóti og flöskum og kveikti í bifreiðum í mót- mælaskyni við fjöldamorðin í Kína um helgina. Margar ríkisstjórnir á Vesturlönd- um ákváðu í gær að hætta samskipt- um við kínversk yfirvöld. Blóðbaðið í Kína hefur einnig orðið tfi þess að. ýmsir fjárfestingaraðilar hafa frest- að ýmsum framkvæmdum í Hong Kong og Kína. Reuter Allir þekkja HOOVER gæðin, en HOOVER „CRISTALJET” UPPÞVOTTAVÉLIN #12 manna # 7 þvottakerfi # Sjálfvirk skömmtun þvottaefnis # Sjálfvirk skömmtun gljáa # Hraðþvottakerfi # Þvottakerfi fyrir potta og önnur # Þægilegar grindur # Öryggislæsing # Einfaldir rofar # Einföld gangsetning # 3ja ÁRA ÁBYRGÐ Þessa dagana standa yfir HOOVER kynningardagar í Fálkanum að Suðurlandsbraut og í verslun okkar að Þarabakka (hjá Kaupstað í Mjódd). HOOVER gæðin hafa aldrei verið álitamál. HOOVER er gamalt og taust merki sem hefur reynst vel í áratugi hérlendis. Nú bjóðum við þér nýju HOOVER heimilistækin á aldeilis frábæru verði. HOOVER hefur marga kosti, sem gerir valið á HOOVER sjálf- sagt eftir samanburð við annað. Nútíma heimili gera kröfur um þægilegt og fullkomið eldhús. Uppþvottavélin er í dag hluti daglegs lífs, og ekki lengur munaður sem fáir geta leyft sér. HOOVER „Cristaljet’’ upp- þvottavélin er ótvíræður kostur vandlátra. Það er ekkert nýtt að HOOVER þvottavélar endast lengur en margar aðrar. Þær eru traustar og skila hlutverki sínu með sóma, hvort sem þú þværð daglega eða sjaldnar. HOOVER LOGIC 1300 ÞVOTTAVÉLIN # 5 kíló af þvotti # Stiglaus vinding # Vinding frá 600-1300 snúninga #15 þvottakerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.