Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989.
Fréttir
Fjármálahneyksli í uppsiglingu hjá SÁÁ?
Granur um að stjðm-
endur haf i dregið sér fé
- endurskoðendmn falið að skoða reikninga út frá því
Stjóm Samtaka áhugafólks um
áfengisvandamáliö hefur faliö end-
urskoðendum samtakanna að fara
af vandvirkni ofan í saumana á
ákveðnum þáttum flármála samtak-
anna, með sérstöku tílliti til þess að
upplýst verði hvort stjómendur inn-
an samtakanna hafi á undaníomum
ámm dregið sér fé úr sjóðum þeirra.
Heimildir herma að ýmislegt bendi
til þess að fjárdráttur hafi átt sér
staö. Að minnsta kosti hafi samning-
ar, sem gerðir hafa verið við einstaka
stjórnendur á undanfómum áram,
verið viðkomandi einstakiingum
mun hagstæðari en eðlilegt geti tahst
og í einstaka tilvikum hafi stjómend-
ur þegið óeðlilega stórar gjafir frá
samtökunum.
Ekki hggur fyrir hversu miklar
upphæðir er hér um að ræða en tvær
tíl þijár miUjónir er ekki talin ólíkleg
tala.
í kvöld verður aðalfundur SÁÁ
haldinn. Hann fer fram í skugga fjár-
hagslegra erfiðleika sem komið hafa
upp á yfirborðið undanfama mán-
uði. Starfsemi samtakanna hefur
einkennst af nokkurri óreiðu í íjár-
málum, sem núvarandi stjórn hefur
tekist að rétta við að verulegu leyti.
Styrktarfélag Vogs, sem sá um fjár-
öflun til starfseminnar á meðferðar-
heimilinu að Vogi, var lagt niður í
síðasta mánuði. I ljós kom við upp-
gjör að fyrirtækið hafði ekki skilað
neinum afrakstri af starfsemi sinni
og jafnvel gæti verið að nokkurt tap
teldist af starfseminni við endanlegt
uppgjör. -HV
Benedikt Gröndal sendiherra segir af ser:
Fyrsta skipti sem
sendiherra segir
af sér á
Benedikt Gröndal sendiherra
sendi forseta íslands uppsagnarbréf
sitt á mánudaginn og er þar með
fyrstur manna til að segja af sér
sendiherraembætti. Benedikt sagði í
samtaU við DV að hann vildi ekki tjá
sig um máUð að svo stöddu. Ráðherra
hefði farið fram á fund með honum
til að ræða máUð og því ætlaði hann
ekki að úttala sig um það áður.
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, sagðist hafa fengið
skilaboð um það út til Kristiansand
í Noregi, þar sem ráðherrafundur
EFTA er, að Benedikt hefði sagt af
sér. Sagðist Jón Baldvin hafa farið
íram á fund með Benedikt en að öðru
leiti vildi hann ekki tjá sig um máUð.
Benedikt hefur síðan í fyrra verið
svokaUaður heimasendiherra með
aðsetur á Hverfisgötunni. Hann er
sendiherra í Kína, Japan, N-Kóreu,
Islandi
S-Kóreu, Thaflandi, Indónesíu og
ÁstraUu. Mun ein ástæðan fyrir
óánægju Benedikts vera sú að hann
hefur ekki fengið að heimsækja þessi
lönd sem hann er sendiherra í. Er
Benedikt óánægður með störf Jóns
Baldvins og gerir það máUð en erf-
iðara fyrir krata því Benedikt er fyr-
verandi toppkrati enda var hann for-
maður Alþýðuflokksins í sex ár. Þá
hefur hann sem kunnugt gegnt störf-
um forsætis- og utanríkisráðherra.
Þá er ein ástæða óánægjunar sú
að almennt er ekki vinsælt að vera
heimasendiherra og hafa þeir sem
gegnt hafa þeim störfum oft haft
mikinn áhuga á að komast aftur til
starfa erlendis.
Jón Baldvin er væntanlegur tíl
landsins í dag en ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvenær fundur
hansogBenediktsverður. -SMJ
Flugmenn miUiIenda í Glasgow vegna sjö rnmútna:
Leita ferðaskrif stof-
urnar til erlendra flug-
félaga með leiguflug?
- óánægja farþega bitnar á feröaskrifstofunum
„Ferðaskrifstofumar geta ekki
bragðist viö þessum vandræðum
öðravísi, ef þau halda áfram árlega,
en að taka leiguvélar hjá erlendum
aðUum. Það hefur ekki verið rætt af
alvöra hingað til þar sem þegjandi
samkomulag hefur verið um að
halda þessum leiguviðskiptum inni í
landinu. En það er kurr í farþegun
inn og þeir kenna ferðaskrifstofun-
mn um tafimar meðan orsakimar
er að finna í samningavandræðum
flugmanna og Flugleiða varðandi
flugtíma og hægagangsaðgerðum
flugumferðarstjóra. Það má líta á
þetta sem hermdarverkastarfsemi
gagnvart íslenskum ferðaiðnaði. Þol-
inmæði margra í þessari atvinnu-
grein er á þrotum," sagði einn við-
mælandi úr ferðaskrifstofubransan-
um í samtali við DV.
Vegna samninga um vinnutíma á
vélum Flugleiða varð DC-8 vél félags-
ins að millilenda í Glasgow þegar
hún var í leiguflugi frá Spáni á
þriðjudagskvöld. Vegna tafa sáu
flugmenn fram á að flugtíminn færi
sjö mínútur fram úr umsömdum
vinnutíma. Það varð til þess að vélin
miililenti í Glasgow og farþegamir
þurftu að bíða í þrjá og hálfan fima
efdr að flogið væri meö nýja áhöfn
frá íslandi. Mun sams konar milli-
lending í Glasgow hafa átt sér staö á
dögunum þegar séð var að flug-
tíminn færi tvær mínútur fram úr
umsömdum flugtíma.
Að sögn viðmælenda DV hafa verið
geröar imdanþágur vegna umfram-
tíma eins og þessa undanfarin ár en
nú era flugmenn mjög stífir fyrir og
gefa sig ekki um eina sekúndu varð-
andi umsaminn vinnutíma. Þetta
segja þeir að bitni illa á ferðaskrif-
stofunum og síðast en ekki síst á far-
þegunum. Sé langlundargeð beggja á
þrotum, ekki síst þar sem ekkert
leiguflug frá áramótum hefur verið
á áætlun. Komi því sterklega til álita
að leita til erlendra flugfélaga um
leiguflug.
Vitað er til að erlend flugfélög hafa
sýnt áhuga á að fljúga leiguflug fyrir
íslenskar ferðaskrifstofur. Til að
mynda hefur spánska flugfélagið
IBERIA sýnt verulegan áhuga sem
og danska leigufélagið Sterling sem
var í viðræðum við Samvinnuferðir
- Landsýn í vor.
-hlh
Rúnar og Þorgrímur Benjamínssynir við bát sinn. DV-mynd ÁEA
Ólafsvlk:
Fiska fyrir aðra
upp í ónýtta kvóta
Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvflc
Það er erfitt að gera út dýran og
góðan bát hálft árið og þurfa svo að
binda hann við bryggju hinn helm-
inginn af árinu. Fjöldi manns stend-
ur efdr atvinnulaus og getur ekkert
nema beðiö áramóta þegar sjávarút-
vegsráðuneytið útdeflir sakrament-
inu á ný.
Þetta lá fyrir fjölmörgum bátum í
Ólafsvík, en fjörkippur í rækjuveið-
um hér og samdráttur á miðunum
fyrir norðan hafa bjargaö mörgum
fýrir hom. Rækjuvinnslur fyrir
norðan hafa nú fengið marga báta í
Ólafsvík til að fiska upp í ónýtta
kvóta, sem fyrir er séð að tekst ékki
að nýta fyrir norðan. Aflanum er svo
ekið á bílum norður í land. Þeir
bræður Þorgrímur og Rúnar Benja-
mínssynir, eigendur Skálavíkur SH-
208, sem er nýtt 70 lesta stálskip,
smíðað í Póllandi, vora búnir að
binda við bryggju, en aðflar á Siglu-
firði hafa nú fengið þá til að fiska
upp í ónýttan kvóta sinn og verður
aflanum ekið um 365 km leið norður
á Siglufiörð.
Byggung:
Hætt öllum framkvæmdum
Málflutningi í máli kaupenda
íbúða í fimmta áfanga Byggingars-
amvinnufélags ungs fólks, Byggung,
gegn fyrirtækinu er lokið og dóms
er að vænta innan tíðar. Að sögn
Þórðar Jóhannessonar, fram-
kvæmdasfjóra Byggung, hefur þetta
mái meðal annars leitt tfl þess að
fyrirtækið hefur þurft að taka lán
vegna þess að greiðslur frá kaupend-
um í fimmta áfanga hafa ekki borist.
Fyrir skömmu vora óseldar íbúðir
Byggung í Vallarási auglýstar á
þriðja og síðasta uppboði að kröfu
Eggerts Ólafssonar, lögmanns Kaup-
þings hf. Ekki kom til uppboðs þar
sem skuldabréf sem fyrirtækið hafði
selt í Kaupþingi vora framlengd.
Byggung hefur nú selt bygginga-
verktaka íbúðir í tveimur blokkum
í byggingu gegn því að hann taki að
sér verklok. Það verða síðustu íbúð-
imar sem Byggung afhendir. Þá
stendur til að annar verktaki taki
alfarið yfir byggingu á síðustu blokk
félagsins. Byggung er því hætt öllum
byggingarframkvæmdum.
Að sögn Þórðar Jóhannessonar er
því stefnt að uppgjöri við þá sem
keypt hafa íbúðir í gegnum Byggung
á undanfomum árum og að því loknu
verður félaginu shtið. -gse
Hellissandur:
Kaupfélagsbúðin leigð
Hrefna Magnúsdóttir, DV, HeHásandi:
Kaupfélag Borgfirðinga hætti
rekstri útíbúsins á Hellissandi á vor-
dögum eftír áralanga góða þjónustu
við íbúa byggðarinnar. Verslunin
var þó ekki lögð niður. Höónin Drífa
Skúladóttir og Viðar Gylfason tóku
hana á leigu með öllum búnaði og
er hún eingöngu rekin sem matvöra-
verslun.
eftir veikum
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór
í gærkvöld í langt flug eftir veik-
um sjómanni. Kall um aðstoð
kom frá bátnum Hersi frá Hafn-
arfirði sem var að veiðum út af
Vestfjörðum. Þyrlan fór frá
Reykjavík laust fyrirklukkan níu
í gærkvöld og lenti aftur með sjó-
manninn um flórum tímum síð-
ar.
Hersir var í 210 sjómöna fjar-
lægð frá Reykjavík. Þyrlunni var
því flogið á fimmta hundraö
milna í þessu flugj. Þyrlan varð
að millilenda á Rifi á Snæfells-
nesi til að bæta á sig eldsneyti.
-sme
Alyktunin um
hvalveiðar
samþykkt
Ályktun sú um hvalveiðar ís-
lendinga, sem í gær var lögð fram
á ársfundi Alþjóða hvalveíöiráös-
ins í San Diego, var samþykkt án
þess að til atkvæöagreiðslu
kæmi.
í ályktuninni kemur fram að
hvalveiöiráðið telur aö hvalataln-
ingar islendinga hafi reynst mik-
ilvægt framlag til þess heildar-
mats á ástandi hvalastofna sem
nú fer fram. Jafnframt segir í
ályktuninni að viðurkennt sé að
íslendingar hafi framkvæmt
raimsóknaáætlun sína á ná-
kvæman hátt.
í ályktuninni er því lýst yfir að
ekki sé ástæða til þess að veiða
sandreyðar í ár og þess farið á
leit að fjöldi langreyöa, sem
áformað er að veiða, verði endur-
skoðaður. HV
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að bráöabirgðakvóti fyr-
ir loðnu í sumar verði 900 þúsund
tonn. íslendingar fá í sinn hlut
662 þúsund lestir.
Grænlendingar fá 99 þúsund
lestir en þeir hafa selt sinn kvóta
á undanforaum áram. Norömenn
eiga ónýttan 40 þúsund tonna
kvóta frá fyrra ári og fá því í sinn
hlut nú 139 þúsund tonn.
Loðnuveiðar mega hefjast 1.
júli
Akureyrin EA:
Gyffi Kristjánsson, DV, Ækureyri:
Öllum undirmönnum afia-
skipsins Akureyrarinnar EA hef-
ur verið sagt upp, og er ástæðan
sú að þeir neituðu að fara út með
skípinu í fyrrakvöld.
Akureyrin hafði komiö inn þá
um morgunlnn, og töldu skip-
verjar síg ekki fá lögboðið stopp
i landi.
Aðflar málsins vilja ekkert fjá
sig um það, segja það á viðkvæmu
stigi. Sjónarmiö útgerðarinnar
mun vera það aö skipið hafði að-
hafi fyrst og fremst komiö inn til
Akureyrar til aö sækja umbúöir.
Þó var landað 100 tonnum úr
skipinu og teija undirmennimir
að þar sem landað var hafi túm-
um veriö lokiö og þeir hafi því
átt rétt á 24 tíma stoppi í landi.