Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 15. JÚNl 1989.
Fréttir
England:
Sífellt fævri sterlingspund
fást fyrir ferskf isk okkar
- Rússar leggja þriðjungi fiskiskipa sinna
Verö á ferskum íslenskum fiski í Bretlandi lækkar sífellt í sterlingspundum
á meöan verð á karfa hækkar sífellt í Þýskalandi.
Allt er það á eina bókina lært:
Þegar viðskiptaþjóðir okkar herða
gæðamat á fiskafurðum og fleiri
matvælum er ferskfiskmatið hér
nánast lagt niður. Á þeim sölumörk-
uðum, sem hér starfa, er ekkert
gæðamat látið fara fram. Það er und-
ir kaupendunum komið hvort slæm
vara fer á markað erlendis eða ekki.
í stað þess að leggja niður ferskfisk-
mat hefði þurft að herða það svo það
komi síöur fyrir aö ónýt vara sé send
á erlendan markað.
Á fiskiskipunum eru það skipstjór-
amir sem fylgjast grannt með með-
ferð aflans og minni líkur eru á að
slæmur fiskur komi úr fiskiskipi.
Bretiand:
Selt í Bretlandi
Bv. Júlíus Geirmundsson seldi afla
sinn í Hull dagana 6.-7. júní. Alls
seldust 255 tonn fyrir 19,1 millj. kr.
Meðalverð var 74,88 kr. kg.
Bv. Haukur seldi í Grimsby alls
146,9 lestir fyrir 11,559 millj. kr. Með-
alverð 78,64 kr. kg. Grálúða var á
104,80 kr. kg, þorskur á 81,57 og ýsa
á 89,83 kr. kg. Bv. Sæunn seldi í Hull
alls 109 lestir fyrir 10,6 millj. kr.
Meðalverð 97,25 kr. kg. Ysa seldist á
101,70 kr. kg, þorskur á 91,43 kr. kg
og koli á 84,90.
Fiskur seldur úr gámum 5.-9. júní
1989.
Alls voru seld 982,741 tonn fyrir
72,239 miilj. kr. Meðalverð 80,90 kr.
kg.
Þýskaland:
Selt í Þýskalandi
Bv. Ögri seldi afla sinn 13. júní alls
215 lestir fyrir 14,997 millj. kr. Meðal-
verð var 69,59 kr. kg. Karfinn seldist
á 70,19 kr. kg. og grálúðan á 66,75 kr.
kg.
Minnkandi floti EBE
Minnkandi floti Efnahagsbanda-
lagslandanna mun hafa mjög alvar-
legar afleiðingar fyrir sjómenn sem
og fiskvinnslufólk í landi. Floti þessi
er hinn þriðji stærsti í heimi, afli
hans er 6,5 miltj. tonna á ári. Auk
þess fiskar rússneski flotinn 11-12
Fiskmaxkaðir
Ingólfur Stefánsson
millj. tonna árlega, sem landað er í
Rússlandi, Japan og víðar. Fíögur
mestu útgerðarlöndin eru England,
Danmörk, Frakkland og Spánn. Of-
veiði hefur lengi verið áhyggjuefni
vísindamanna EB-landanna.
Fram til 1991 er gert ráð fyrir að
flotinn minnki um 4,5%. Harðast
mun þetta koma niður á irum sem
minnka eiga flota sinn um 18%,
næstir í röðinni eru Hollendingar
með um 16% minnkun, Danmörk
12%, Belgía 6% en aðrar um 5%.
Spánveijar eru með fiskiskipaflota
sem er alls 663.000 tonn brúttó. Slík
minnkun fiskiskipaflotans kemur
haröast niður á sjómönnum og fisk-
vinnslufólki og ekki hefur enn verið
gert ráð fyrir því hvað þetta fólk fær
að gera. Fjöldi fiskimanna í EB-
löndunum er samtals 280.000 manns.
Hver sjómaður er talinn skapa 5
manns atvinnu í landi, sem þýðir að
1,5 milljón manns mun missa at-
vinnu sína ef þessar ráðstafanir ná
fram að ganga.
Þeir sem að þessum útreikningum
hafa staðið hafa gert ráð fyrir að
aðeins um 100 þúsund manns muni
missa atvinnu sírtá í landi en menn
telja að það sé ekki raunhæft.
Rússar leggja þriðjungi togara sinna
Allt að 36% af rússneska togaraflot-
anum hefur verið lagt um óákveðinn
tíma. Fiskiðjuverin í Finnmörk hafa
á undanfomum árum fengið þó
nokkum afla af rússneskum togur-
um til vinnslu.
Þó svo að fiskurinn fáist, og allar
líkur era á þvi, þá er einn hængur á
og það er verðið. Þorskverðið hafa
Rússamir hækkað nú síðustu mán-
uðina um 17%. Verðið er að nálgast
9 n.kr. eða nálægt 72 kr. kg. Vinnslu-
stöðvunum finnst þetta nokkuð hátt
verö og telja að reksturinn beri það
ekki. Bemst Company er að reyna
að fá fisk frá Grænlandi, Færeyjum,
íslandi og Englandi. Hráefnisskort-
urinn ógnar atvinnulífi í Finnmörk
eins og nú horfir. En þorskveiði-
skammtur þeirra Finnmerkurbúa er
búinn, eða því sem næst. Reyna þeir
nú að fá frá Rússum aðrar fiskteg-
undir en þorsk, en ekki er fullkannaö
hvemig það gengur.
Hækkandi karfaverð í Þýskalandi
ísfisksölur í Þýskalandi fyrstu fimm mánuði hvers árs
1986 1987 1988 1989
7.219tonn 10.191 tonn 9.098 tonn 10.784 tonn
2,52dm/kg 45,06 kr/kg 2,36dm/kg 50,55 kr/kg 2,46 dm/kg 56,29 kr/kg 1 2,74dm/kg 76,20 kr/kg
Ufsi:
1.031 tonn 2.882 tonn 1.272tonn 1,742tonn
2,03dm/kg 2,38dm/kg 2,12dm/kg 2,16dm/kg
36,27 kr/kg 50,95 kr/kg 48,57 kr/kg 59,74 kr/kg
Samtals:
11.912tonn 16.336 tonn 13.063 tonn 15.662 tonn
2,46dm/kg 44,04 kr/kg |H|2,36dm/kg 50,68 kr/kg 2,34 dm/kg 53,62 kr/kg 2,54dm/kg 70,69 kr/kg
J_________________I_______________________________________________________________________L
Lækkandi fiskverð í Bretlandi
ísfisksölur í Bretlandi fyrstu fimm mánuði hvers árs
1986 1987 1988 1989
Þorskur:
10.649 tonn 13.911 tonn 15.662 tonn 12.391 tonn
0,91 p/kg 0,94 p/kg 0,89 p/kg 0,87 p/kg
54,80 kr/kg 58,06 kr/kg 62,41 kr/kg 77,61 kr/kg
Ýsa:
4.480 tonn 3.739 tonn 6.494 tonn 7.307 tonn
0,99 p/kg 1,08 p/kg 1,05 p/kg 1,02 p/kg
59,60 kr/kg 67,53 kr/kg 74,85 kr/kg 90,99 kr/kg
Koli:
2.753 tonn 2.801 tonn 3.087 tonn 2.930 tonn
0,72 p/kg 0,90 p/kg 0,89 p/kg 0.87 p/kg
44,34 kr/kg 56,43 kr/kg 63,57 kr/kg 77,64 kr/kg
Samtals:
20.077 tonn 23.927 tonn 28.734 tonn 26.497 tonn
0,88 p/kg 0,94 p/kg 0,90 p/kg 0,89 p/kg
53,29 kr/kg 58,34 kr/kg 63,80 kr/kg 79,36 kr/kg
I dag mælir Dagfari
Af ekkjum og sköttum
Á fundi, sem boðað var til á Hótel
Borg, mættu sjö hundmð manns.
Tilefni fundarins var aö mótmæla
svokölluðum ekknaskatti. Var
fundargestum nokkuð niðri fyrir
og ræður báru þess merki að hér
væri heitt mál á ferðinni. Var ekki
annað að heyra en þessi ekkna-
skattur væri bæði eignaupptaka og
tvísköttun og ranglát skattpíning á
einstæðinga sem hafa misst ástvini
sína. Er það sannarlega miskunn-
arlaus skattheimta þegar ráðist er
á vamarlaust fólkið fyrir það eitt
að hafa misst maka sinn. Varla er
hægt að ráðast á garðinn þar sem
hann er lægri og fer að verða
spuming um það hvorir séu meiri
fól skattheimtumennimir á íslandi
eða valdaklíkan í Kína.
En rétt í því að samúð þjóðarinn-
ar var að blossa upp í hamslaust
hatur á Ólafi Ragnari fyrir að ráð-
ast aö ekkjum og ekklum fyrir það
eitt að þetta fólk getur ekki boriö
hönd fyrir höfuð sér heldur Ólafur
Ragnar blaðamannafund og heldur
því fram að ekknaskatturinn sé
ekki til. Fjármálaráðherrann
kannaðist semsé ekki viö þennan
skatt sem hann er sagður hafa lagt
á og segir umræðumar bæði ragl-
ingslegar og villandi.
Svei mér þá sagði Dagfari við
sjálfan sig. Getur þaö veriö að sjö
hundruð manns hafi verið göbbuð
til að mæta á fund út af skatti seiri
ekki er til? Getur það verið að réttl-
át reiði fólksins, sem er aö rísa upp
gegn ranglætinu, sé öll unnin fyrir
gýg? Ef enginn ekknaskattur er til,
hvað er þá fólkið að rífa sig?
Dagfari fór að rýna betur í þetta
og sá þá að ekknaskatturinn er til
og hann er ekki heldur til. Allt eft-
ir því hvað viðkomandi er búinn
að vera ekkill eða ekkja í langan
tíma. Hér er ekki um það að ræða
að sérstakir skattar séu lagðir á
fólk í refsingarskyni fyrir að vera
ekkill eða ekkja. Ekknaskatturinn
er eignaskattur sem er lagður á
eignir þeirra sem slíkar eignir eiga.
Og fer þá skattheimtan eftir því
hversu eignin er stór og verðmæt
og sömuleiðis eftir því hversu langt
er síðan ekkjan eða ekkillinn missti
maka sinn.
Sá sem hefur misst maka sinn á
síðustu fimm áram borgar engan
ekknaskatt en sá sem hefur misst
maka sinn fyrir fimm árum eða
áður borgar sérstakan viðbótar-
eignaskatt. Það er sem sagt gerður
greinarmunur á ekkjum og ekkjum
eftir því hvað þær era búnar aö
vera lengi ekkjur. Skattheimtan
hefur greinilega minni samúð með
þeim sem hafa lengur þurft að
syrgja sína nánustu. Fjármálaráð-
herra vorkennir þeim pínulitið
fyrstu fimm árin en svo er sorgar-
tímabilið úti að fimm árum liðnum
og þá er um að gera að ná sér niðri
á þeim ekkjum og ekklum sem
leyfa sér ennþá aö búa í góðu og
stóra húsnæði sem það hefur ekk-
ert með að gera eftir að maki er
fallinn frá.
Skattalögin gera ráð fyrir að ef
eignin er metin á tólf og hálfa millj-
ón þá sé sjálfsagt að hækka skatt-
inn upp úr öllu valdi og hrekja
ekkjuna út úr húsinu. Einstæðing-
ar eiga ekki að búa of stórt og þeir
era þá ekkert of góðir til að borga
fasteignaskatta með tvöfóldu álagi
ef þessi lúxus viðgengst fimm áram
eftir að makamir era jarðsettir.
Með þessari aðferð er réttlætinu
fiúlnægt segir fjármálaráðherra og
hefur enga samúð með ekkjum sem
era búnar að vera einar í allan
þennan tíma. Þetta er ekki ekkna-
skattur, þetta er fasteignaskattur á
þa ríku og vel stæðu sem hafa efni
á því að búa í húsi sem er tólf millj-
óna króna virði.
Nú má auðvitað halda þvi fram
að það sé hinum látnu að kenna
að deyja of snemma og ekki við
fjármálaráðherra að sakast þótt
þeir skilji við maka sína í alltof
stórum húsum. En þá er á það að
líta að það era ekki hinir látnu sem
eiga að greiða skattinn heldur hinir
eftirlifandi. Ef Ólafur Ragnar er aö
hefna sín á hinum látnu fyrir að
vera búnir að vera dánir svona
lengi þá er hann að hengja bakara
fyrir smið. Eina ráðið sem hægt er
að gefa þessu fólki er auðvitað að
greiða ekki skatt sem ekki er sagð-
ur til. Varla fer Ólafur aö rukka
skatt sem hann segist ekki leggja
á! Fundurinn á Borginni er þá ekki
alveg til einskis ef sá misskilningur
er leiðréttur að fólk sé að borga
skatt sem ekki er skattur nema
þegar hann er skattur á þá sem
eigaaðborgaskattinn. Dagfari