Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. 9 Utlönd Hormungar á hörmungar ofan Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolai Ryzhkov, fordæmdi nokkra meðlimi kommúnistaflokks sovéska Mið-Asíulýðveldisins Úsbekistan í gær fyrir aðild að óeirðunum sem brutust þar út milli Mesketa og Ús- beka fyrir rúmum tíu dögum. Sam- kvæmt opinberum tölum létu 90 bfið og um þúsund særðust. Fjöldi manna er nú heimilislaus og hefst við í flóttamannabúðum í útjaðri Ferg- ana-dalsins. Flóttamenn Mesketa, sem fluttir hafa veriö til Mið-Rússlands, hafa sagt frá gífurlegum hörmungum í Úsbekistan. Segja þeir að Úsbekar hafi farið í flokkum og nauðgað kon- um, brennt hús og hýbýh manna og rænt fólki. Mörg líka fómarlamba þessara óeirða, flest Mesketar, em mjög illa farin og segja flóttamenn að líkin hafl verið limlest. Haft var eftir forsætisráðherranum í útvarpi í Moskvu í gær að ljóst væri að nokkrir embættismenn flokksins í Úsbekistan hefðu tekið þátt í fjöldamorðunum. Sagði hann að þeim sem ábyrgð bæm á blóð- baðinu í lýðveldinu myndi verða refsað samkvæmt lögum, en meðlim- ir kommúnistaflokksins þyrftu að axla enn meiri ábyrgö. Ryzhkov var á ferð í lýðveldinu og kom við í flóttamannabúðum Mes- keta. Mesketar era í miklum minni- hluta meðal 1,8 milljóna íbúa lýð- veldisins. Kvaðst hann hafa orðið vitni að mörgu slæmu um ævina en Hermenn innanríkisráðunytis Sovétrikjanna handtaka grunaðan ofstækis- mann i Úsbekistan. Talið er að um 90 hafi látist og eitt þúsund særst i þessum óeirðum. Símamynd Reuter aldrei áður nokkra þessu líkt. Um fimmtán þúsund Mesketar, nærfellt allur fjöldi þeirra í Úsbekist- an, hafast enn við í flóttamannabúð- um í Fergana-dalnum í Úsbekistan þrátt fyrir að bardagar hafi minnkað. Tólf þúsund manna sovéskt herhð var sent til Úsbekistan til að freista þess koma á friði. Fjölmiðlar í Sovét- ríkjunum sögðu að herhðinu hefði tekist að binda endi á blóðbaðið. Reuter Nýkomnar frábærar og fisléttar GOLF- KERRUR Verð kr. 6.900,- Póstsendum 3 5- UTIUFi Glæsibæ - sími 82922 *'—LJ «r*> Við erum að drukkna I notuðum bílum og rýmum því planið! 70 BILAR Á STÓRLEGA NIÐURSETTU VERÐI 10-18 mánaða óverðtryggð greiðslukjör JÖFUR HF Opið virka daga 9-18 NÝBÝLAVEGI 2 KOPAVOGI SIMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.