Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989.
33
Smáauglýsingar
Bátar
Þjónusta
Atlander, tölvustýröa handfæravindan.
Verð kr. 139.000, með öllum festingum
og 150 föðmum af gimi, 12 eða 24 v.
Kemers umboðið hf., Bíldshöfða 16,
sími 91-686470. Sölumenn: Hafsteinn
Þorgeirsson, hs. 91-672419, og Sigurð-
ur Hafsteinsson, hs. 91-76175.
Gröhiþ]ónusta, sími 985-20995 og
667637. Til leigu ný Cat 4x4 í öll verk,
stór og smá. Gerum tilboð og útvegum
einnig vörubíla. Vinnum á kvöldin og
um helgar.
Til sölu er seglskútan „Funi“, sem er
7,5 m langur kappsiglingabátur úr
trefjaplasti. Lipur og hraðskreið skúta
með 5 seglum og svelhplássi fyrir 4.
Uppl. gefur Hjörtur í s. 622866 á dag-
inn og s. 667477 á kvöldin.
Gröfuþjónusta, sími 985-25007.
Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors-
grafa. Höfum einnig vömbíl. Leitið
tilboða. Kvöldsími 91-670260 og
641557.
Andlát
Jón Markússon, Laufvangi 16, Hafn-
arfirði, lést í Landspítalanum 13.
júní.
Pétur Gauti Pétursson bóndi, Gaut-
löndum, lést af slysfórum laugardag-
inn 10. júní.
Jarðarfarir
Málfríður Einarsdóttir, Hólmgaröi
62, lést í Landspítalanum fóstudag-
inn 9. júní'. Jarðarfor hennar verður
gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn
16. júní kl. 13.30.
Magnús Brynjólfur Magnússon verð-
ur jarðsettur frá Garðakirkju 16. júní
kl. 15.
Sigríður Einarsdóttir frá Staðafelli,
Vestmannaeyjum, búsett á írabakka
2, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 16. júní kl. 10.30.
Jóhann Sverrir Jóhannsson verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
fostudaginn 16. júní kl. 14.
Halldór Pjetursson rithöfundur and-
aðist 6. júní á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð. Útforin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Eggert Jóhannesson vélstjóri lést 7.
júní. Hann fæddist í Skógargerði við
Húsavík 1. febrúar 1912. Foreldrar
hans voru hjónin Guðný Eggerts-
dóttir og Jóhannes Guönason. Eggert
stundaði iðnnám í Reykjavík. Einnig
lauk hann prófi frá Vélskólanum og
rafmagnsdeild og útskrifaðist sem
vélstjóri árið 1940. Eggert var um
tíma verksmiðjustjóri síldarverk-
smiðjunnar á Húsavík. Hann var
verksmiðjustjóri á Kletti mn árabil
og vann um tíma að hönnun og upp-
setningu kynditækja hjá Olíuverslun
íslands og síðan sem vélgæslumaður
á Landspítalanum. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Sigurborg Sigurðar-
dóttir. Þau eignuðust eina dóttur.
Útfor Eggerts verður gerð frá Lang-
holtskirkju í dag kl. 15.
Tilkynningar
Stefnir komið út
Út er komið 2. tölublað Stefnis, tímarits
sambands ungra sjálfstæðismanna. Með-
al efnis í blaðinu eru greinar um um-
hverfismál eftir þá Davið Pálsson, Gest
Ólafsson og Sigurð M. Magnússon.
Brautskráning úr Flensborg
Laugardaginn 10. júni sl. voru 42 stúdent-
ar brautskráðir frá Flensborgarskólan-
um. Flestir brautskráðust af viðskipta-
braut, eða 13,9 af málabraut, 9 af félags-
fræða- eða uppeldisbraut, 8 af náttúru-
ffæðibraut og 3 af eðlisfræðibraut. Best-
um námsárangri náði Marta Einarsdótt-
ir, á viðskiptabraut, nemendi í öldunga-
deild skólans en hún hlaut 36 A og 8 B í
einkunn. Við brautskráningarathöfnina
tóku til máls auk skólameistara, Kristj-
áns Bersa Ólafssonar, Lúðvík Kristjáns-
son sagnfræðingur, sem flutti kveðju og
gjöf ffá þeim sem luku gagnfræðaprófi
ffá skólanum fyrir 60 árum, séra Bjami
Sigurðsson, sem flutti kveðju og gjöf frá
50 ára gagnffæðingum, og einn úr hópi
hinna nýju stúdenta, Páll Jakob Malm-
berg. Kór Flensborgarskólans imdir
stjóm Margrétar J. Pálmadóttur söng við
athöfnina.
HEILDS01UMARKAÐUR
Útsala á barna- og herrafatnaði er
að Bíldshöfða 16 (gamla Saab-húsinu).
Opið er frá kl. 14-18 virka daga
og kl. 10-16 laugardaga.
KOMIÐ, GERIÐ GÓÐ KAUP. Upplýsingasími 675070.
Ný söngkona
Menning
Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari og Ingunn Ósk Sturludóttir messó-
sópran.
Sunnudaginn 10. júní 1989 héldu
tvær ungar konur tónleika í Nor-
ræna húsinu. Það voru Ingunn Ósk
Sturludóttir messósópran og
Dagný Björgvinsdóttir píanóleik-
ari. Var þetta frumraun sönkon-
unnar. Og verður að segjasj eins
og er að hún tókst yfirleitt ágæt-
lega.
Ingunn Ósk hefur reyndar ekki
rödd með sterkum persónulegum
blæ. En hún er vel að sér, klár og
músíkölsk. Tónleikamir byijuðu
þó ekki alltof vel. Söngkonan var
fremur stirð og rútínuleg í aríum
eftir Pergolese „Se tu m’ami“ og
Gluck „O del mio dolce ardor“. Og
ýmislegt mátti betur fara í Vier
ernste gesánge efdr Brahms.
Þessi lög eru við texta úr biblí-
unni og fjalla þrjú þau fyrstu um
dauðann en það síðasta um kær-
leikann. Lagaflokkurinn er næst-
síðasta verkið sem Brahms samdi
og var hann þá orðinn sjúkur af
krabbameini er dró hann til dauða
árið eftir. Þetta er mjög alvarleg
músík en með mestu meistaraverk-
um Brahms og í ljóðatónlist yfir-
leitt. Ingunni Ósk tókst ekki vel
upp í þessum lögum, að mínum
dómi. Þaö vantaði kraft og fyllingu
í röddina, einbeitingu var ábóta-
vant svo að sönkonan náði hrein-
lega ekki utan um þessar miklu og
djúpu tónhendingar og hún féll
stundum í óviðeigandi tilfinninga-
semi.
En þar með er upptalið það sem
miður fór.
Hins vegar voru þrjú lög úr Tona-
dillas eftir Grandos og fallegt
Tónlist
Sigurður Þór Guðjónsson
spánskt þjóðlag, „E1 vito“, í útsetn-
ingu Obradors, stórskemmtilega
sungin með snerpu og þokka.
Þrjú íslensk lög eftir Pál ísólfs-
son, Sigvalda Kaldalóns og Jórunni
Viðar voru einnig vel flutt. Sömu-
leiðis þrjú lög úr Des Knaben
Wunderhorn eftir Mahler. Þar kom
fram næmur smekkur og fín stíltil-
finning og síðast en ekki síst mikill
húmor. En hann er fremur sjald-
gæfur meðal íslenskra söngvara.
Tónleikunum lauk á aríunum
frægu, „Mon coeur s’ouvre a te
voix“ úr Samson og Dalilu eftír
Saint-Saens og Seguidille eftir Biz-
et. Það er erfitt að gæða þessar
hálfgerðu lummur einhverju lífi en
það tókst Ingunni Ósk Stiu-ludóttur
alveg furðanlega.
Dagný Björgvinsdóttir lék á
píanóið af mikilli vandvirkni en
var helst til dauf og hlédræg á köfl-
um, t.d. í Brahms og Granados.
Tónleikarnir í heild vitnuðu um
fjölhæfa og metnaðarfulla sönkonu
sem virkilega verður spennandi að
fylgjast með í framtíðinni.
Ferðagetraun Atlantik
Ferðaskrifstofan Atlantik efndi til feröa-
getraunar 11. starfsárs síns í leiðarvísi
sínum fyrir árið 1989. Þar gafst viðskipta-
vinum og öðrum áhugasömum einstakl-
ingum kostur á að vinna til glæsilegra
verðlauna. Sunnudaginn 4. júni var dreg-
ið úr réttum, innsendum svörum. Til
mikils var að vinna því að í boði voru
veglegar ferðir til MaUorca sem ásamt
Júgóslavíu er einn aðaláfangastaður Atl-
antik í sumarleyfisferðum. 1 verðlaun,
Mallorcaferð fyrir tvo með dvöl á Royal-
tur íbúðahóteÚ, að andvirði 120.000 kr.,
komu í hlut Karls Friðrikssonar og Grétu
Frederiksen, Sandgerði. 2., 3. og 4. verð-
laun, að verðmæti 65.000 kr., 50.000 kr.
og 30.000 kr„ einnig ferðir til Mallorca
með dvöl á fyrsta flokks íbúðahóteli Roý-
altur-hótelkeðjunnar, komu í hlut Þórðar
Bjömssonar, Þórunnar Sigurðardóttur
og Margrétar Oddgeirsdóttur. Hátt á
þriðja þúsund svör við ferðagetrauninni
bárust Ferðaskrifstofunni Atlantik hf.
sem þakkar öllum þátttakendum.
Stofnun kommúnu
f bígerð er að stofna kommúnu (sambýli)
á góðum stað í Reykjavík fyrir áhugafólk
um heildræn (andleg) málefni, heilsu-
fæðu og hollt lifemi. Þeir sem hafa áhuga
á að kynna sér málið hafi samband við
Hartmann í síma 23022 (h.) og 627760 (v.).
Stofnfundur verður tilkynntur síðar.
Leiðsögn í tennis og fl.
á gervigrasinu í Laugardal
íþróttakennarar veita leiðsögn í tennis,
boltaíþróttum, teyauæfmgum, leikjum
og fl. við gervigrasið í Laugardal í júní-
mánuði kl. 12.30-16. Þessi þjónusta er
ókeypis og öllum opin. Einnig geta þeir
sem ekki telja sig þurfa leiðbeiningu
fengið lánuð áhöld til að iðka tennis, fót-
bolta, blak, teygjuæfmgar og minigolf.
Leiðbeinendur aðstoða við uppsetningu
„teygjuprógramma”. Hópar sem vilja
leika knattspymu, böm og fullorðnir,
geta komiö milli kl. 13 og 16 og em starfs-
menn þá tilbúnir að annast dómgæslu
og aðstoða við uppsetningu lítilla móta.
Markaðurinn í
Kolaportinu
Almenningsmarkaðurinn í Kolaportinu
hefur nú starfað reglulega hvem laugar-
dag síðan í byrjun apríl og ráðgert er að
svo veröi áfram. Vegna ákvörðunar borg-
aryfirvalda verður þó að sleppa úr einum
laugardegi, 17. júní.
Tvö prestaköll auglýst laus
til umsóknar
Biskup fslands hefur nýlega auglýst tvö
prestaköll laus til umsóknar í ísaljarðar-
prófastsdæmi, Holtsprestakall (Holts-,
Flateyrar- og Kirkjubólssóknir) og fsa-
fjarðarprestakall, (Eyrar- í Seyðisfirði,
Hnífsdals- og fsafiarðarsóknir). Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson, sem hefur gegnt
stöðu sóknarprests í ísafiarðarpresta-
kalli frá 1. okt. 1977, tekur við stöðu ann-
ars prests við Dómkirkjuna í Reykjavík
15. júni nk. en sr. Láms Þorv. Guðmunds-
son, sem verið hefur prestur í Holtspre-
stakalli sl. 20 ár, mun taka við stöðu
sendiráðsprests í Kaupmannahöfn 15.
júlí nk. Þá er einnig laust til umsóknar
starf fræðslufulltrúa þjóðkirkjunnar með
búsetu á Norðurlandi. Umsóknarfrestur
um þessar þijár stöður er til 8. júlí nk.
Félag eldri borgara
Laugardaginn 17. júni fellur niður göngu-
ferð hjá Göngu-Hrólfi. Opið hús í dag,
fimmtudag, í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl.
14 ftjáls spilamennska, kl. 19.30 félags-
vist, kl. 21 dansað. Opið hús í Goðheimmn
laugardaginn 17. júní frá kl. 20. Dans- og
skemmtiatriöi.
Kvöldganga um Laugarnes
og Laugardal
Náttúmvemdarfélag Suðvesturlands
stendur fyrir kvöldgöngu i Laugames og
Laugardal í kvöld, 15. júní. Farið verður
kl. 21 frá gamla bæjarhólnum við rústir
Laugamesbæjarins og gengið að Bam-
hóli og síðan niður í Laugardal að gömlu
þvottalaugunum og í Grasagarðinn. Það-
an verður svo gengið að listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar á Laugamesi. Göngunni
lýkur við bæjarhólinn um kl. 23.
Umferðarfræðsla fyrir
5 og 6 ára börn
Um þessar mundir fer fram umferðar-
fraeðsla fyrir 5 og 6 ára böm í Grunnskól-
um Reykjavíkur, Hafnarfiarðar og
Garðabæjar. Það era umferðamefndir,
lögreglan og Umferðarráð sem standa að
fræðslunni en fóstrur og lögreglumenn
annast kennsluna. Meðal annars er farið
yfir nokkrar mikilvægar umferðarreglur
íyrir gangandi fólk, fialiað er um hjólreið-
ar og nauðsyn þess að allir noti bílbelti
og bílstóla. Sýndar em umferðarkvik-
myndir og sögð sagan Sigga og skessan
í umferðinni eftir Herdisi Egilsdóttur
kennara með leikbrúðum eftir Sjöfn Ól-
afsdóttur fósfru.
Öðruvísi sumarleyfi
Vikunámskeið verður haldið dagana
24.-30. júní í sjálfskönnun, næmnisþjálf-
un, dásefiun, danshugleiðslu, liföndun og
lífeðli ásamt gönguferðum og fl. í fallegu
umhverfi sveitasælunnar. Leiðbeinend-
ur verða Ma Atit Kaya og Sw. Anand
Sudas sem em viðurkenndir sállæknar
sem um áratug hafa haldið fiölmörg nám-
skeið og þjáifún fyrir lærða og leika um
allan heim. Einnig munu þau gefa einka-
tíma á meðan á dvöl þeirra stendur héma
í „Rebalancing-bodywork” (til að losa um
höft og samstilla orkulíkamana), næmn-
isnuddi, líkamsráðgjöf, „Tibetan Pulsing
- heilun", öndunartækni og dásefiun fyr-
ir einstaklinga og hópa. Upplýsinga- og
skrásetningasími fyrir námskeið og
einkatíma er hjá Þrídrangi, Hafnarstræti
18, 2. hæð„ sími 627760, eða í s. 23022 og
30785 og hjá versluninni Hinni búðinni,
Laugavegi 92, sími 27622.
Niðjamót Lækjarbotnaættar
Hjónin Katrín Bryifiólfsdóttir ljósmóðir
og Sæmundur Guðbrandsson hreppstjóri
bjuggu að LæKjarbotnum í Landsveit
1840-1887 eða í 47 ár með góðan bústofn
á þeirra tíma mælikvarða. Þau eignuðust
16 böm og af þeim komust 9 til fullorðins-
ára. Frá þessum hjónum er því kominn
stór ættbogi eða um 7-800 afkomendur.
Niðjar Katrinar og Brynjólfs hafa komið
saman fimmta hvert ár í Landsveit og
hefur Skarðskirkja ætíð notið góðs af
ættarmótum þessum. Hafa niöjamir mál-
að kirkjuna, rafhitað hana og raflýst
kirkjugarðinn. Einnig hefur kirkjan hlot-
ið aðrar góðar gjafir í minningu niðja
Katrínar og Brynjólfs. Nú hefur Land-
græðslan úthlutað niðjum land undir
skógrækt í suðausturhluta SkarðsfiaUs
og er stefnt að því að girða landið nú fljót-
lega og planta þar trjám undir leiðsögn
skógræktarmanna. Því hefur verið
ákveðið að halda ættarmót Lækjarbotna-
ættar laugardaginn 24. júní nk. að Brú-
arlandi í Landsveit og hefst það kl. 16.
Komið verður upp stóra griili en hver
fiölskylda kemur með sitt kjöt á grilliö.
Selt verður meðlæti. Næg fialdstæði em
á staðnum.