Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 26
34 Afmæli___________________ Ágústa GuðrúnÁmadóttir Agústa Guðrún Amadóttir, fyrrv. húsfreyja að Hábæ í Þykkvabæ en dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, er áttatíu og firnmáraídag Ágústa fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp hjá móður sinni til fiögurra ára aldurs en þá fórst faðir hennar ásamt allri áhöfn vélbátsins Ástríðar. Ágústa flutti þá að Skjald- breið til foðurbróður síns, Sigurðar Ingimundarsonar útgerðarmanns og konu hans, Hólmfríðar Jóns- dóttur, þar sem hún ólst síðan upp. Dóttir Ágústu er Ámý Elsa, f. 14.10.1940. Ágústa flutti með dóttur sína að Hábæ í Þykkvabæ til Óskars Sigurðssonar, b. þar, f. 13.10.1906, en hann var þá ekkjumaður með fjórar dætur. Ágústa tók þar við húsmóðurstarfinu og ólu þau upp dætur Óskars og dóttur Ágústu. Þá ólu þau upp að verulegu leyti bróð- urdóttur Ágústu. Ágústa og Óskar bjuggu myndarbúi að Hábæ um ára- bil en sumarið 1987 fluttu þau að dvalarheimilinu Lundi á Hellu þar sem Óskar lést 25.9.1988. Ágústa dvelur nú, sem fyrr segir, að Hjúkr- unarheimiiinu Skjób í Reykjavík. Foreldrar hennar vom Ámi Ingi- mundarson formaður, f. 7.1.1877, d. 1.4.1908, og Elsa Dórothea Tómas- dóttir húsfreyja, f. 15.9.1877, d. 1924. Ágústa Guðrún Árnadóttir. Lífsstfll Sundurliðun símreikninga: Tilraimir hefjast á næsta ári - reikningar aldrei lækkaðir A næsta ári verður takmörkuð- um hópi símnotenda í stafrænum stöðvum boðið upp á þá þjónustu að fá sundurliðaða símreikninga. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða fast áskriftargjald auk sérstaks gjalds fyrir hverja útskrift. Að sögn Bergþórs Halldórssonar, yfirverkfræðings Pósts og síma, em tilraunir í gangi innan stofnun- arinnar til þess að prófa búnaðinn sem þegar er að hluta til kominn upp í stafrænu stöðvunum. Notendur stafrænna stöðva em um 30 þúsund á öllu landinu. Heild- arbúnaður til þess að koma þessari þjónustu á fyrir þá alla myndi kosta 20-25 milljónir króna. Af alls um 120 þúsund símnotend- um á öllu landinu era um 80 þús- und notendur sem gætu fengið þessa þjónustu án mikillar tækni- legrar fyrirhafnar þótt lítið sé vitað um heildarkostnað. „Ég vil gjarnan að þessari þjón- ustu verði hraðað sem kostur er,“ sagði Steingrímur Sigfússon sam- gönguráðherra í samtali við DV. Bergþór sagði að undanfarin 2 ár hefði framkvæmdafé Pósts og síma verið skorið mjög niður á fjárlög- um og það svo að stofnunin hefði tæplega getað sinnt nýjum notend- um. í hveijum mánuði berast Pósti og síma nokkrir tugir kvartana vegna of hárra símreikninga. Að sögn Árna Jóhannssonar deildar- sfjóra eru engin dæmi þess að reikningar séu lækkaðir að hluta eða öllu leyti. Símnotandinn greið- ir ávallt að lokum það sem upp er sett meðan ekki er kostur á sundur- hðun. -Pá 90% símtala í þéttbýli staðarsímtöl - breyting á gjaldskrá getur þýtt 33% hækkun 90% símtala í þéttbýli eru staöarsímtöl 90% símtala á höfuðborgarsvæð- inu era staðarsímtöl en bakvið þau era 57% skrefa sem mælaíst á þessu svæði. Innan við 10% símtala á sama svæði era langlínusímtöl en þau mynda 40% skrefanna. Ein- ungis 3% símtala á höfuðborgar- svæðinu era farsímasímtöl og mynda þau 5% talinna skrefa. I dreifbýli era um 70% símtala innan svaeðis og mynda þau innan við 20% skrefa á móti 30% símtala sem era langlínusímtöl og mynda tæp 80% talinna skrefa. Farsíma- notkun er svipuð í dreifbýli og þétt- býli og virðist vera miklu mun minni en útbreiðsla farsímatækja gefur til kynna. Samkvæmt þessum upplýsingum frá Pósti og síma taia íbúar í þétt- i býli mun minna á langlinu en íbúar dreifbýlis. Dreifbýlisbúar tala oftar og lengur milli svæða. Það er því Ijóst að breyting sú sem gerð hefur verið á gjaldskrá Pósts og síma er mjög fáum í hag á kostn- að mjög margra. Ráðstöfun þessi, sem felst einkum í þvi að stytta skref í þéttbýli en lengja þau í dreif- býli, er gerð til þess að jafna síma- kostnað landsmanna. Samanlagt era því um 80% allra símtala á landinu staðarsímtöl. Skref á dagtaxta styttast um 30%, úr 6 mínútum í 4, og skrefagjald hækkar 8,6%. Þessi breyting, sem tekur gildi 1. júlí, orsakar því veru- lega hækkun á símreikningum flestallra landsmanna. Dæmi Pósts og síma sýna að hækkun hjá þeim sem nær eingöngu nota staðarsím- töl getur numið 33%. -Pá Dýrara að hringja til útlanda Flest gjöld fyrir símaþjónustu til magjöld til Bandaríkjanna standa 14r15% útlanda hækka um 13-15% frá og í stað. Heildarhækkun þessara í fréttatilkynningu frá Pósti og með 16. júní. Gjöld til einstakra gjaldareiknastþvívera8,3%.Gjöld síma era þessar hækkanir sagðar landa, t.d. Kanada, Spánar og fyrir telexþjónustu, símskeyti og tilkomnar vegna gengisbreytinga. Þýskalands, lækka nokkuð og sí- almenna gagnanetið hækka öll um -Pá FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. Kristjana Sigríður Gunnarsdóttir Kristjana Sigríður Gunnarsdóttir, húsmóðir og bankastarfsmaður, til heimilis að Hjallabraut 6, Hafnar- firði, er fimmtug í dag. Kristjana Sigríður giftist í des- ember 1958 Einari Hirti Þorsteins- syni, yfirverkstjóra í Sindra-smiðj- unni, f. 7.7.1935, en foreldrar hans eru Þorsteinn Einarsson bakara- meistari og Soffiá Löve, búsett á ísafirði. Böm Sigríðar og Einars Hjartar eru Þorsteinn, vélvirkjameistari í Grindavík, f. 9.10.1958, og er unn- usta hans Ingibjörg Reynisdóttir frá Hríshóli en sonur Þorsteins er Gunnsteinn; Baldur Einar, vél- virkjameistari í Kópavogi, f. 20.12. 1960, í sambúð með Erlu Sjöfn Jóns- dóttur frá Haganesvík og eiga þau eina dóttur, Kolbrúnu; Guðrún Agnes, húsmóðir í Grindavík, f. 14.5. 1963, í sambúð með Birgi Péturssyni sjómanni og eiga þau tvo syni, Einar Inga og Pétur Axel; Uni Þór, f. 11.3. 1982. Systkini Sigríðar era Gunnar Snorri, f. 14.10.1929, d. 13.10.1988, var kvæntur Erlu Ólafsdóttur og áttu þau þijú böm; Sigþrúður Ingi- gerður, f. 21.12.1930, gift Jóni Rafni Oddssyni og eiga þau þrjú börn; Kristjana Sigríður Gunnarsdóttir. María Rebekka og á hún eina dótt- ur; Sigurður Þórður, f. 11.2.1937, kvæntur Erlu Lúðvíksdóttur og eiga þau fjögur börn; Steinunn Sigur- borg, f. 1.12.1943, gift Sveinbirni Guðmundssyni og eiga þau þijú böm. Foreldrar Sigríðar: Gunnar Sig- urðsson frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, f. 8.7.1907, skipasmíðameist- ari á ísafirði, nú búsettur í Hafnar- firði, og kona hans, Steinunn Sigur- borg Jakobsdóttir frá Sæbóli í Aðal- vík, f. 20.3.1905, d.28.5.1986. Ólafur Lárusson Ólafur Lárasson, fyrrv. bóndi og hreppstjóri að Skarði í Skarðs- hreppi í Skagafjarðarsýslu, er ní- ræðurídag. Ólafur fæddist að Skarði og ólst þar upp. Jafnframt bústörfunum gegndi Ólafur ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Hann var hreppsstjóri í Skaröshreppi í hátt á fjórða áratug og jafnframt oddviti um skeið. Þá var hann um árabil formaður skólanefndkr og bama- vemdarnefndar hreppsins, auk þess sem hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Ólafur kvæntist 24.11.1950 Jór- unni B. Sigurðardóttur Njarðvík, f. 5.5.1916, d. 25.7.1987. Foreldrar Jór- unnar vora Kristín Pétursdóttir og Sigurður Njarðvík. Böm: HaÚveig Njarðvík, húsmóð- ir í Maryland í Bandaríkjimum, gift Páh Péturssyni, framkvæmdastjóra gæðaeftirhts hjá Coldwater, og eiga þau tvær dætur, og Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur húsmóður og eiga þau tvo syni. Ólafur átti ehefu alsystkini og era Ólafur Lárusson. fjögur þeirra á lífi. Þá átti hann átta hálfsystkini sem öh era látin. Foreldrar Ólafs voru Láras Jón Stefánsson, b. á Skarði, og Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja. Ólafur mun taka á móti gestum á Skarði, fóstudaginn 16.6. milh klukkan 16 og 22.00. Kristinn Biömsson Kristinn Bjömsson bóndi, Kotár- gerði 30, Akureyri, er sextugur í dag. Kristinn fæddist á Krossahjáleigu í Austur-Landeyjum og ólst þar upp til þriggja ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Homi í Skorradal þar sem þau bjuggu næstu níu árin. Þá fluttu Kristinn og fjölskylda hans að Kotá í Eyja- firði. Kristinn lauk gagnfræðaprófi frá MA1948 og búfræðiprófi frá Hvann- eyri 1956. Hann starfaði að mestu við bú fóður síns en tók við búinu á Kotá 1956 og hefur búið þar síðan. Kristinn kvæntist 15.6.1956 Sigur- björgu Andrésdóttur húsmóður, f. 27.3.1933, dóttur Andrésar Guð- mundssonar, b. í Hjaltastaðaþinghá og í Borgarfirði eystra, og Vilborgar Hahdórsdóttur. Böm Kristins og Sigurbjargar eru Hahdór Hjalti verslunarmaður, f. 28.8.1956, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, og eiga þau tvö böm; Auð- bjöm Flosi bóndi, f. 21.11.1959, í sambýh með Ingu Runólfsdóttur; Andrés Vilberg bóndi, f. 2.5.1964, og Kjartan Reyr bóndi, f. 11.10.1968, í sambýh með Hönnu Rósu Sveins- dóttur. Bræður Kristins era Eiríkur Bjömsson, f. 18.11.1923, fyrrv. b. á Árnarfelh í Saurbæjarhreppi en nú Kristinn Björnsson. skrifstofumaður á Akureyri, kvænt- ur Klöra Jónsdóttur, og eiga þau fimm böm, og Gunnlaugur Bjöms- son, f. 16.12.1932, b. í Hraukbæ og Hólakoti. Foreldrar Kristins voru Björn Ei- ríksson, b. á Kotá og víðar, f. 1893, d. 1959, og Auðbjörg Guðmunds- dóttir, húsfreyja úr Landeyjum, f. 1891, d. 1976. Foreldrar Bjöms voru Eiríkur Jónsson, b. á Sveðjustöðum í Mið- firði, og kona hans, Ingunn Gunn- laugsdóttir. Foreldrar Auðbjargar vora Krist- ín Sigurðardóttir og Guðmundur Einarsson, búandi hjón í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.