Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. Spumingin Viltu kosningar á næstunni? Magnús Erlendsson: Alveg hiklaust, vegna þess að stjómin í dag er sam- kvæmt skoðanakönnunum sú léleg- asta síðan við fengum þingræði. Ebenezer Ásgeirsson: Helst strax á morgun. Það þarf að lífga upp á þjóð- ina. Gunnar Hilmarsson: Já, það vil ég. Það stefhir allt í óefni. Sigríður Einarsdóttir: Já, endilega. Mér finnst þetta allt vera í rúst. Auður Stefánsdóttir: Nei, það er al- veg sama hvers konar stjóm við höf- um. Það tæki ekkert betra við. Ég myndi ekki einu sinni kjósa. Hörður Reynisson: Já, mér líst ekk- ert á þessa ríkisstjóm. Lesendur Veðurfréttir Sjónvarpsins: Raunverulegt hita- stig verði gefið upp Bréfritari leggur til að Islendingum gefist kostur á meiri upplýsingum um veðrlð. Ein sem fylgist alltaf með veðrinu skrifar: Ég rak augun í frétt í DV um daginn sem vakti athygli mína. Var fréttin um nýju veðurkortin og þær hug- myndir sem hinn bandaríski korta- hönnuður Sjónvarpsins hefur komið með. Þær hugmyndir em þó alls ekki nýjar af nálinni því það tíðkast vest- anhafs að gefa upplýsingar um veðr- ið sem em meira til gamans fyrir almenning heldur en lífsnauðsyn. Má í þessu sambandi nefna að hjá sumum sjónvarpsstöðvmn er gefið upp á hverju kvöldi hvert er lægsta og hæsta hitastig sem mælst hefur á þessum degi í gegnum árin. Einnig er gefið upp hver er meðalhiti dags- ins í meðalári. Getur þá fólk betur áttað sig á hvort veðrið hefur verið óvenju kalt eða í hlýrra lagi. Enginn ætti því að karpa um hvort vorið sé Útviðar buxur og bfómaskyrtur Guðrún skrifar: Mig langaði til að rita nokkrar línur þar sem ég hef tekið eftir að sú hörmungartíska, sem var í hávegum hötð í bytjun áttunda áratugarins, er nú að ryðja sér aftur til rúms hér á Fróni. Er ég hér aö tala um útvíðar buxur og blómaskyrtur, svo ekki sé talaö um skóna með þykku sólunura. Þaö hefur verið sagt aö sagan endurtaki slg og svo viröist einn- ig vera um tískuna. Fáir áttu von hvað gerðíst? Maður gat því svo sem búist við þvf sera rökréttu framhaldi að víðu buxnaskálm- amar karanu aftur, þið muniö þessar sem flæktust alls staðar fyrir og lá viö aö hægt væri að hefla sig til flugs meö þeim. Þvflík hörmung hefur sem betur fer ekki sést síðan, eða þangaö til núna að unga kynslóöin er farin að spranga um í henni. Fólk verður vist að fá að ráöa hveiju það klæðist. Brúðu- maðurinn hafi sam- band Kona í vesturbænum hringdi: Brúðumaöurinn gaf sig fram við blaöið fyrir nokkru en því miður láð- ist mér að klippa út greimna og því hef ég ekki númer hans. Ég verð nú endilega að ná í hann því líf einnar brúðu liggur við. Brúöumaðurinn getur einnig haft samband við mig í síma 20991. Brúðumaðurinn er beðinn um að hafa samband því líf einnar brúðu liggur við. Ihaldið hefur krötum kennt Stefán Valgeirsson skrifar: í tilefni umræðna um kjörvexti á hærri stöðum: Ihaldið hefur krötum kennt kjörvextir verða lengi í munni. Þeir hafa áður út af lent alþýðu jafnaðar kenningunni. Llfeyrissjóðir: Samtrygging eða eignaupptökusjóðir? I Þórir Bjaraason skrifar: I í tilefhi greinar Hrafhs Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða, hér í DV þann 11. maí sL, þar sem hann fjallar um neikvasð skrif um lífeyrissjóðina, taldi ég rétt að setja á blað nokkur atriði varðandi viðskipti mín við Líf- eyrissjóði verksmiðjufólks, Dags- brúnar og Framsóknar. Forsaga málsins er sú að 26. sept- ember 1986 lenti sonur okkur hjóna í rajög alvarlegu bílslysi, þá níu ára gamall. Afleiðing þessa slyss er sam- kvæmt nýlegu mati 100% örorka til lífstíðar. Eiginkona mín hafði unnið úti og greitt allar skyldugreiðslur til sinna lífeyrissjóða allar götur frá árinu 1964, þar af í tvo sjóði frá 1973 til 1986, þar sem hún vann hlutastörf á tveim- ur stöðum á þessum árum. Óhjákvæmilegt var aö eiginkona mín hætti störfum utan heimilis strax þegar áðurgreint slys henti son okkar, sem var vart hugað líf í fyrstu og dvaldist langtímum saman á gjör- gæslu og sjúkrahúsum. í framhaldi fylgdu stífar og erfiðar þjálfanir hans á ýmsum stofnunum. Þá skeður það 1. sept. 1988 að kona mín verður bráðkvödd. Þá hefjast samskiptin við lífeyrissjóðina. Til að gera langt mál stutt varð niðurstaða þeirra sú að þar sem kona mín hafði ekki greitt iðgjald í sex af þeim síð- ustu tólf mánuðum, sem hún lifði, þá skuli svokallaður framreiknunar- réttur (framreiknun bótastiga) felld- ur niður. Að auki féllust sjóðimir heldur ekki á að réttmætt væri að bamalífeyrir væri greiddur. Hryllir mig við þeirri tilhugsun ef ég hefði verið einn á lífi sem fyrir- vinna þegar drengurinn slasaðist og ég orðið að hætta vinnu vegna þess og síðan fallið frá hefðu samkvæmt framanskráðu öll réttindi drengsins til bamalífeyris fallið niður og er ég búinn að greiða í ýmsa lífeyrissjóði í yfir 30 ár. Þetta mál hefur verið skýrt og rak- ið allítarlega í bréfum og með sím- tölum við Lífeyrissjóð verksnúöju- fólks og síðast nú með bréfi dags. 29. maí sl. hafa þeir staðfest að þetta sé endanleg afgreiðsla sjóðsins á þessu máli, svo réttmætt sem það sýnist vera. Mér finnst spurning hvort svona eignaupptaka fær staðist laga- og siðferðislega. Öll gögn þessa máls, þar með talinn úrskurður læknis, liggja fyrir hjá Lífeyrissjóði verksmiðjufólks ef ske kynni að Hrafn Magnússon hefði áhuga á að kynna sér þetta sérstæða mál nánar. það kaldasta í manna minnum. Til viðbótar ætti líka að birta „wind chill“ sem er hið raunverulega hita- stig, því það er nefnilega talsverður munur á því að vera úti í 10 stiga hita og logni, eða hávaðaroki. Getur rokið gert það aö verkum að hið raunverulega hitastig er nálægt frostmarki. Hver kannast ekki við það aö hafa litiö á hitamælinn, lesið af honum 15 stig, en verið svo að drepast úr kulda þegar út var komið vegna hífandi roks? Eg tel að veðurfræðingar Sjón- varpsins ættu að sjá sóma sinn í því að fræða þjóðina aðeins betur um veðurfar landsins. Mættu þeir jafn- vel skjóta inn staðreyndum um veðr- ið sem engu eða htlu máli skipta fyr- ir veðurfar dagsins en lífga upp á veðurfréttimar. Veðurfréttimar þurfa ekki að vera þurrar. »..W mm........ irGicamanna Óskar skrifár: Það sem hæst hefúr borið í umræðunni hér innaiflands und- anfarið er að sjálfsögðu verð- hækkunin sem varð í kjölfar kjarasamninganna. Með einum eða öðrum hætti hefúr hún verið tekin fyrir í fjölmiölum og í sjón- vai-pi Irafa ráðamenn þjóðarinnar veriö kallaðir til viðtals og í flest- um tilvikum hefur þeim tekist aö snúa sig út úr spumingum frétta- manna - stundum með svo ein- földum hætti að áhorfendur sjón- varps standa eftir gapandi af undrun. Þannig var t.d. um viðtalið við fjármálaráöherra á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum. Þar var ráð- herrann í viötali við einn frétta- raanninn og var þar til umræðu fundur ríkisstjómarinnar og til- unar á hinum raikla haiia ríkis- Eina leiðina taldi ráöherrann mönnum. Haim fulfyrtí að skatt- ar í nágrannalöndum okkar væm miklum raun hærri en hér og tók til lönd þar sem svokallaðir íhaldsmenn era í meirilfluta, Bretland, Danmörku og Vestur- Þýskaland. Ráðherrann sagðist alveg vera tilbúinn að bjóða ís- lendingum upp á sömu skattá- byrði og þar gifti - ef mönnum sýndist sá kostur vænlegastur. Þar með lauk hinu eiginlega viðtali Fréttamanni Stöövar 2 hefur sýnilega ekki fundist þama neinu við aö bæta og lét- gott heita. ViðtaJinu við fjármálaráð- herra var þar meö lokið! Flestum sem sáu og heyrðu þetta viðtal fannst þetta ansi endasleppt Hvers vegna spurði fréttamaður ekki ráöherrann hvort hann væri þá ekki tilbúinn að aflétta þeim skötinm sem lagð- ir eru hér á matvæli en ekki í löndum íhaldsráðherramra áður- nefiidu? Eöa því lét fréttamaður- inn ekki ráðherrann heyra að í þessum löndum væru nauðsynja- vörur nánast helmingi ódýrari en hér? - Með þvi hefði hann slegiö ráðherrann út af laginu. Það er með svona fréttaflutn- ingi og svona viötölum viö ráða- menn sem fréttamenn, einkum hjá sjónvarpsstöðvunum, sýna að an veginn hæfir til að taka mark- tæk viðtöl um mál sem skipta almenning afar miklu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.