Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 15
■ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. 15 Undir vinstri sijórn - eða hvað? Þaö blæs ekki byrlega fyrir ríkis- stjóminni þessa dagana. Skoðana- kannanir tala þar skýru máli. En hvers vegna á ríkisstjómin jafnerf- iða daga og raun ber vitni? Lands- menn vora yfirleitt bjartsýnir um aö nú færa hlutimir að ganga betur þegar núverandi ríkisstjóm tók við af ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. En það leið ekki langur tími þar til afleikimir fóm aö segja til sín. Af- leikir sem hafa orðið þjóðinni dýr- keyptir. Gífurleg eignatilfærsla í tíð fyrrverandi sijómar hafði veriö haldið uppi gífurlegri eigna- tilfærslu í formi okurvaxta á láns- fé. Mat manna er að um stórkost- legan stuld hafi verið aö ræða, að vísu löglegan, en siðlausan. Fjár- magnið, sem heimilin og atvinnu- fyrirtækin höfðu yfir að ráða, var á svívirðilegan hátt flutt „suður“ svo milljörðum skipti inn í banka og fjárfestingarsjóði, svo að auðn og atvinnuleysi blasti við. Núver- andi ríkisstjórn brást allt of seint við. Fyrirtæki og heimili hrundu til grunna. Nú er það lögmál hvað fjármagn varðar að þegar einn lætur það af hendi tekur annar við því. Ein- hvers staðar eru allir þessir illa fengnu peningar geymdir, því var það skýlaus krafa til núverandi stjómar að ganga rösklega til verks Kjallaiinn Karvel Pálmason alþingismaður og ná þessu fjármagni aftur út úr „músarholunum" og skila því til baka til þeirra sem raunverulega áttu þetta fiármagn, þ.e. til at- vinnufyrirtækja og heimila. Þar hafði verðmætasköpunin farið fram og ef öllu réttlæti hefði verið framfýlgt hefði núverandi ríkis- stjóm átt að standa þannig að verki. En því miður, þetta var ekki gert og þvi fór sem fór. Þetta var grundvallaratriði sem núverandi stjómarflokkum átti að vera Ijóst. I staðinn var hafist handa um alls konar óvinsælar „skottulækningar" sem virkuðu eins og efni stóðu til, í þveröfuga átt. Olía á eldinn Það má telja upp langan lista yfir þau verk núverandi ríkisstjómar sem hafa beinlínis verkað eins og olía sem skvett er á eld. Það var lofað að kvótinn í fiskveiðunum skyldi lagfærður og gerður réttlát- ari gagnvart þeim sem allt sitt áttu undir því að fiskur bærist á land. hér var um lífsspursmál að ræða fyrir heilu byggðarlögin. Hefur þessi lagfæring farið fram? Nei og aftur nei. Það sem gerst hefur er í þveröfuga átt. Kvótinn hertur, þannig að nú em skipin bundin við bryggjur svo mánuðum skiptir því enginn kvóti fæst. Sjávarútvegs- ráðuneytið ungar út reglugerðum sem allar em á einn veg: - Þið sem fiskveiðar stundið skuluð ekki gera ykkur neinar vonir um að afla- mark né sóknarmark verði aukið heldur hið gagnstæða það skal enn minnka. Afleiðingamar af þessum verknaði blasa svo alls staðar við úti á landsbyggðinni. Núverandi ríkisstjóm féll svo í þá gryfju að setja á einn óvinsæl- asta skatt sem um getur, þ.e. mat- arskattinn. Skatt, sem bitnaði harðast á þeim sem áttu flest böm- in og höfðu þyngstu framfærsluna. Þessi skattlagning er þess eðlis að hún á eftir að verða þeim sem upp á henni fundu dýrkeypt. Húsnæðisskortur og lélegur aðbúnaður Næst skal minnst á aðbúnað aldr- aðra. Það er málaflokkur sem al- gerlega hefur verið látinn sitja á hakanum. Húsnæðisskortur og lé- legur aðbúnaður er það hlutskipti, sem öldmðum er boðið upp á í þessu þjóðfélagi árið 1989. Félags- leg þjónusta í algjöru lágmarki svo neyðin blasir hvarvetna við. Aldr- aöir fá ekki lögboðnar hækkanir á ellilífeyri en á sama tíma hækkar öll læknaþjónusta og lyf. Fólk, sem hefur um langan aldm- unnið fyrir sér af trúmennsku og dyggð, er nú miskunnarlaust rekið út á kaldan klakann þegar það hefur náð sjö- tugsaldri. Ekkert tillit tekið til þess þó að það sé við góða heilsu og hafi fulla starfsorku. Nýjasta dæm- ið um þetta er að nú nýverið - und- ir vinstri stjóm - hefur áratuga hefð verið brotin á alþingi og ellefu manns verið sagt upp störfum ein- ungis vegna þess að þetta fólk hefur verið svo „ólánsamt" að ná sjötugs- aldri. í hnotskum er þetta dæmi um skort á umburðarlyndi sem maður hélt að væri úr sögunni. En því miður, við höggvum áfram í sama knémnn og skattleggjum aldraðar ekkjur, þ.e. aldraða ein- staklinga sem ekkert hafa til saka unnið annað en það að hafa á langri ævi komið sér upp þaki yfir höfuð- ið. Nú á það að fá að borga, borga fyrir þá sem hafa verið svo snjallir að koma fjármunum sínum í skuldabréf, þar sem vextimir sjá um framhaldið. Þjóðfélag, sem fer þann veg með aldraða þegna sína, getrn- ekki talist réttlátt - nema síð- ur sé. Karvel Pálmason „Fjármagnið, sem heimilin og atvinnu- fyrirtækin höfðu yfir að ráða, var á svívirðilegan hátt flutt „suður“ svo milljörðum skipti inn í banka ogQár- festingarsjóði, svo að auðn og atvinnu- leysi blasti við.“ Svar til Sigríðar Einarsdóttur, Kópavogi: Niðurgrafin Fossvogsbraut Fossvogsdalurinn er enn kveikja heitra umræðna. Gaman að fá opið bréf frá þér um Fossbogsbrautina. Áður en ég tek til meðferðar efni bréfs þíns vildi ég vinsamlegast benda þér á að lesa greinar með bæði augun opin, þá er síður hætta á mislestri. Þú segir í upphafi bréfs þíns að „ekki hefði ég trúað því, nema sjá það svart á hvítu, að þú, Jón, mynd- ir ekki styðja okkur Kópavogsbúa í að veija Fossvogsdalinn". Hvem- ig getur þú séð þetta út úr grein minni? Þetta er algjör útúrsnún- ingur hjá þér. Ég legg einmitt áherslu á aö tryggja sem allra best svæðið sem hæft til útivistar og hvet báða aðila til að ná sáttum og hafa þar af sóma. Samstarf um landnýtingu er forsenda fyrir því að vel takist til um útivist í dalnum. Hér er ágreiningur. Ég vil samstarf Kópavogs og Reykjavíkur. Þú fellir þig við einhliða og þvermóðsku- fulla afstöðu upphlaups manna í bæjarstjóm Kópavogs. Enginn hávaði Þú vilt ekki ræða þann möguleika að grafa brautina 4-6 metra niður. Að mínu mati er lausnin fólgin í því. Jafnframt verða lögð holræsi, sem kosta ella á vegum Kópavogs mörg hundruð milljónir. Enginn hávaði, sem máli skiptir, kemur frá niðurgrafinni braut. Þú ert áhuga- kona um skógrækt. Hví ekki að setja strax góð skjólbelti, t.d. af al- askavíði eftir endilöngum dalnum og þá á barmi brautarinnar. Veggir yrðu steyptir, svona svipað og nú er verið aö gera við Nýbýlaveginn til vamar. Viltu ekki forvitnast um hvað er þar á seyði? Auðvitað hugsa ég mér innakstur á tveimur eða þremur stöðum frá Kópavogi. Það myndi spara íbúum neðan við Nýbýlaveginn geysilegar upphæðir í framtíðinni. Verði um- ferðin þvinguð upp á Nýbýlaveg- inn, t.d. næstu 10 árin, má ætla og það varlega að sá viðbótarkostnað- ur íbúa á umræddu svæði kunni að vera 600-800 milljónir fram að aldamótum. Einfalt dæmi er þannig: 3000 bílar á sólarhring x 50 kr. á bíl á dag (vegna lengri aksturs, tímatafar manna o.fl.) x 300 dagar í árinu Kjallaiiim Jón Ármann Héðinsson, formaður Náttúru- verndarráðs Kópavogs gera alls lágmark 45.000.000 kr. á einu ári. Við getum ekki gengið framhjá þessu sem atriði er skiptir ekki máh. Þetta er vegna mistaka í skipulagi gatna í Kópavogi. Botninn til skammar Hugmyndin um nýtt „hringtog" á uppfyllingu út á leirdrulluna í Fossvogi virðist fara í finu taugam- ar. Hvers vegna á að láta, um alla framtíö, íbúa í vesturbæ Kópavogs aka undir brýmar að Dalbrekku og upp á Háaleiti og vera á leið til miðborgar, Flugleiða, Háskólans eða út á Seltjamames eða út á Grandasvæði? Við eigum að fylla þama upp og losna við óþverrann og gera þama virkilega faUegt svæði. Sama gildir um botninn í Kópavogi, sem er til skammar eins og hann er. Þessar móhellumynd- anir (4 smáhnausar) með skeljum í munu standa óhreyfðar. Veistu ekki að veður - frost og vatn - er að mola þetta niður? Þú segir að ég móðgist fyrir hönd Davíðs. Þetta er bara eingetið hug- arfóstur þitt. Ég segi og stend við það að deilan um dalinn og braut- ina mun ekki fá farsælan endi „með óbilgimi á báða bóga“. Því hvet ég aðilana til sátta og þrátt fyrir stóryrði munu þeir hafa sóma af að finna viðunandi lausn og mun Kópavogur hafa fullan rétt til mót- unar á niðurstöðu. Einhliða upp- hlaup gengur ekki að mínu mati. Skiptir þá eigi máli hvor aðilinn brúkar stóryrðin. Þér finnst ég hafa breytt um skoð- im frá gömlu yfirlýsingunni frá 1973. Ekki er þaö nú alveg svo. Mér er hins vegar vel ljóst nú eftir að hafa búið í dalnum um 10 ár að gatnakerfið er mislukkað og ekki verður komist hjá því að leysa vandann. Því sætti ég mig við að fá Fossvogsbrautina niðurgrafna og að mestu eða að verulegu leyti þakta. Þar með er svæðið ein heild og truflar alls ekki útivist og góða notkun. Drasl í skurðum Áður en ég kveð þig vildi ég mega benda þér á að í mörgum þver- skurðum er mikið af drasli Kópa- vogsmegin og til skammar. Einnig vantar fimm eða sex göngubrýr yfir þverskurði svo að þeir fáu sem fara um í dag geti með sæmilegu móti gengið Kópavogsmegih en þurfi ekki að vera að mestu Reykja- víkurmegin. Sem formaður Náttúmvemdar- ráðs Kópavogs hvet ég þig til að fá ráðsmenn með þér og bæjarstjóm- armenn (toppana) og hreinsa nú vel svæðið og leggja göngubrýr og gera þetta sem fyrst. Einnig vil ég vekja athygli þína á því aö bein slysahætta er í mörgum skurðunum og með vaxandi leik bama má búast við dauðaslysi. Því bið ég þig að koma því til leiðar með ráðsmönnum þínum að tveggja strengja girðing verði sett upp við hættulegustu skurðina og aövörun um slysahættu. Jón Ármann Héðinsson „Samstarf um landnýtingu er forsenda fyrir því að vel takist til um útivist 1 dalnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.