Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. 3 Fréttir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, með kyndil friðarhlaupsins á Ráð- hústorgi í gær. DV-mynd gk Friðarhlaupiö: SERES SÓEASETTIÐ er eitt af okkar vinsælu sófasettum í dag. - Fæst í mörgum litum og efnum. - Frábært verðjggjk TM • HUSGOGN SIÐUMÚLA 30 SIMI 686822 OPIÐ ALLAR HELGAR Alltaf hlaupið í sól og blíðu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kyndill „friðarhlaupsins“ 1989 fór um Akureyri síðdegis í gaer og hefur hlaupið gengið mjög vel til þessa. Félagar í Ungmennafélagi Akur- eyrar tóku við kyndlinum á Leiru- vegi af börnum frá Svalbarðseyri. Á Ráðhústorgi tók Sigfús Jónsson bæj- arstjóri við kyndlinum og hljóp síðan með hann út úr bænum en áfanga- staður hlaupara í gærkvöldi var Ól- afsfjörður. Forsvarsmenn hlaupsins sögðu að hlaupnir hefðu verið um 1500 km þegar komið var til Akureyrar í gær en alls verða hlaupnir um 3500 km. Hlaupið hófst formlega í Reykjavík á dögunum, og hvar sem hlaupararnir hafa farið um landiö hefur veðrið skartað sínu fegursta. Friöarsinninn Helen Caldicott tekur þátt í kvennadeginum: Endapunktur Nordisk Forum - segir Geröur „Koma Helen Caldicott til íslands er stórviðburður. Hún er einn at- hyglisverðasti friðarsinni sem uppi hefur verið og koma hennar hingað til lands er endapunktur þátttöku íslenskra kvenna í Nordisk Forum á síðasta ári,“ sagði Gerður Steinþórs- dóttir í samtali við DV tilefni af komu Helen Caldicott, bamalæknis og frið- arsinna, til íslands. Caldicott er þekkt víða um heim sem mikil baráttukona gegn kjam- orkuvopnum. Hún var m.a. frum- kvöðull stofnunar Samtaka lækna gegn kjamorkuvá en samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1985. Caldicott kemur hingað til lands í boði allra þeirra kvennasamtaka sem stóðu að ferð hundruða ís- lenskra kvenna á Nordisk Foram í Noregi á síðasta ári en hún var gesta- fyrirlesari á kvennaþinginu. Á með- an á dvöl hennar á íslandi stendur mun Caldicott m.a. ræða við Vigdísi Finnbogadóttur forseta sem og for- sætisráðherra og utanrikisráðherra. í tengslum við komu Caldicotts verður haldin kvennamessa í þágu friðar í Seltjarnarneskirkju miðviku- dagskvöldið kl. 20.30. Og á kvenna- daginn, 19. júní, flytur hún fyrirlest- ur í Þjóðleikhúsinu. - Hvers virði er koma Caldicott fyrir friðarhreyfingarnar á íslandi? „Það er alveg einstakt tækifæri," sagði Gerður. „Hér á landi hefur ver- Steinþórsdóttir Helen Caldicott, friðarsinni og bar- áttukona gegn kjarnorkuvá, mun flytja ávarp í Þjóðleikhúsinu kl. 20.30 á kvénnadaginn. ið nokkur deyfð yfir friðarhreyfing- unum, sennilega vegna þess að nú eru miklar afvopnunarviðræður í gangi. Fólk heldur að það geti setið með hendur í skauti og beöið eftir þvi að kraftaverkin gerist. En mér finnst hún sýna á afskaplega áhrifa- mikinn hátt að það er ekki rétt. Hún fær mann til þess að hugsa um þessi mál. „Afvopnunarmál koma okkur öll- um við. Ef einhvers staðar verðui' kjarnorkusprenging kemur það til með að hafa áhrif á allt og alla. Það sem mér fmnst einkenna Caldicott einna helst er hvaö hún hefur sett sig mikið inn í þessi mál, hvað hún er afdráttarlaus. Hún reynir að kom- ast í gegnum þessa áróðursmaskínu sem allir þekkja,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir að lokum. M.a. staðlaður bunaður 2,6 Itr. bensin- eða turbo dísilvél. Framdrifslokur Tregðulæsing á afturdrifi Aflstýri Útvarp með kassettutækl Lúxusbúnaöur Fjarstýrðar hurðalæs. TÍT Vilt þú traustan og atlmikinn bíl? ☆ Vilt þú komast leiðar þinnar vandræðalaust? ☆ Vilt þú rúmgóðan og öruggan bíl? ☆ Vilt þú halda rekstrar- og eldsneytiskostnaði í lágmarki? Efsvoer - ersvarið ☆ ISUZU TROOPER ISUZU BíLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.