Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1989, Blaðsíða 14
14 Frjáist,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI fH27022-FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Sauðféð étur gjaldeyri Enn einu sinni hefur DV reiknað út herkostnað þjóð- arinnar af hefðbundnum landbúnaði. Niðurstaðan er í stórum dráttum hin sama og venjulega, nema hvað töl- umar hækka eftir því sem verðgildi krónunnar minnk- ar. Að raungildi er peningabrennslan óbreytt og árviss. Blaðið birti tölur reikningsdæma landbúnaðarins í gær og í fyrradag. í stórum dráttum segja þær, að neyt- endur greiða á þessu ári 10,5 milljarða í herkostnað land- búnaðarins og skattgreiðendur borga 4,3 milljarða að auki til að halda úti hinni þjóðlegu atvinnugrein. Þessar tölur koma ekki á óvart. Þær hafa að vísu þann galla að vera svo háar, að almenningur lítur á þær sem tiltölulega kalt bókhaldsatriði. Fólki yrði ekki minna gramt í geði, þótt tölurnar væru aðeins helming- ur eða íjórðungur af því, sem dæmið leiðir í ljós. Ef tölurnar eru reiknaðar á mann, kemur í ljós, að herkostnaður venjulegrar flögurra manna fjölskyldu af hefðbundnum landbúnaði nemur rúmlega úórtán þús- und krónum á mánuði í heimiliskostnaði og tæplega sex þúsund krónum á mánuði í skattakostnaði. Það hlýtur að skipta hverja þessara fjölskyldna máh að borga samanlagt yfir 20.000 krónum meira en ella í herkostnað þjóðarinnar af landbúnaði. Til að eiga fyrir þessu eftir skatta, þarf um 30.000 krónur á mánuði. í sérhverju heimilisbókhaldi er það rosaleg upphæð. En ýmissa hluta vegna gera menn sér meiri rellu út af öðrum hlutum, svo sem hvort þeir fái 2.000 króna eða 5.000 króna hækkun á mánuði, jafnvel þótt allir viti í rauninni, að það er hækkun, sem verður tekin til baka á morgun með hækkuðu verði á vöru og þjónustu. í rauninni byggjast öll meiriháttar vandræði íslend- inga í úármálum og efnahagsmálum á herkostnaðinum við landbúnað. Hann er gmndvöllur skuldasöfnunar þjóðarinnar í útlöndum og hinum gífurlega mikla gjald- eyri, sem þarf til að reka allar þær skuldir. Jafnvel þótt ekki sé munað eftir gjaldeyriskostnaðin- um af því að taka lán í útlöndum í stað þess að hætta afskiptum hins opinbera af hefðbundnum landbúnaði, er þar fyrir utan fólginn verulegur gjaldeyriskostnaður í að neita þjóðinni um ódýran mat frá útlöndum. Samkvæmt áðurnefndum útreikningum mundi kosta okkur 2,1 milljarð króna 1 gjaldeyri á þessu ári að kaupa alla búvöru að utan, ef við kysum að fara þá leið. Á móti mundu sparast öll aðföng hins hefðbundna land- búnaðar í erlendum gjaldeyri, alls 1,6 milljarðar. Á þessú munar ekki nema hálfum milljarði. Þá er eftir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að finna megi arðbær verkefni handa fólki, sem nú starfar við hefð- bundinn landbúnað. Meðalstarf á íslandi aflar gjaldeyr- is, eða sparar hann, upp á 880 þúsund krónur á ári. Um þessar tölur getur ekki orðið neinn efnislegur ágreiningur, því að þær verða ekki hraktar í neinum umtalsverðum atriðum. Þær eru í rauninni ekki nýjar, því að öðru hveiju hafa þær verið reiknaðar út aúan síðastliðinn aldarúórðung og sýna jafnan hið sama. íslendingar ættu að hætta að væla um, hversu erfitt sé að lifa, af því að mjólkin sé svo dýr og benzín svo rándýrt. Miklu nær er að drífa í að losna af þingi við stjómmálaflokka og stjómmálamenn, sem standa að baki peningabrennslunnar í hefðbundnum landbúnaði. Málið er ekki flókið. Krafan er, að ríkið hætti íjár- hagslegum afskiptum af hefðbundnum landbúnaði og leyfi frjálsa verzlun með innlenda og erlenda búvöm. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989. Kvennalistinn kom inn í stjórnmálin meö sérstööu. Kvennalistinn í ógöngum Það hefur verið dálítið sérkenni- legt að fylgjast með störfum Kvennalistans um skeið. Listinn kom sem ferskt afl inn í stjóm- málin og uppskar bæði athygli og stuðning langt út fyrir raðir þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði Samtaka um kvennalista. Að und- anfómu hefur uppsveifla listans í skoðanakönnunum verið að dala og jafnff amt sú stefnufesta og sam- staða sem einkenndi Kvennahst- ann fyrstu árin, a.m.k. út á við. Hreinu línurnar horfnar Það vakti óskipta athygli þegar þingflokkur Kvennalistans hcrfnaöi stjómarþátttöku vorið 1987 vegna þess að ekki var orðið við kröfu hans um hækkun lágmarkslauna með lögum. Mesapótamíu-rök full- trúa vinnumarkaðarins urðu þá fræg að endemum og Jón Hanni- balsson og Þorsteinn Pálsson gengu bónleiðir til búðar. Næsta árið sópaði Kvennalistinn að sér fylgi og tók einarðan þátt í stjómar- andstöðu á Alþingi. í stjómarmyndunarviðræðum sl. haust vora samningamönnum Kvennalistans nokkuð mislagðar hendur við að útskýra afstöðu sína. Krafan mn þjóðstjóm var ekki mjög sannfærandi og ekki fór á milli mála að skoðanir vom mjög skiptar í hópi kvennanna varðandi ffamhaldið. Lyktir urðu hins vegar að Kvennahstinn hafnaði aðhd að ríkisstjóm með núverandi stjóm- arflokkum og krafðist þess í stað kosninga sem fyrst. Hin opinbera afstaða var sú að ekki var fallist á aö skila samningsrétti til verka- lýðshreyfingarinnar fyrr en sex mánuðum eftir stjómarmyndun- ina. Krafan um kosningar hljóðnuð Eftir því sem leiö á veturinn bar æ minna á kröfu Kvennahstans um kosningar. Þingflokkur kvennanna veitti ríkisstjóminni stuðning í ýmsum málum og endaði með því að verja stjómina fahi með stuðn- ingi við húsbréfaffumvarp félags- málaráðherrans. Þaö var gert á sama tíma og Kvennahstinn tók undir söng sjálfstæðismanna um „óvinsælustu stjóm ahra tíma“. í eldhúsdagsumræðum 27. aprh sl. höfðu talsmenn Kvennalistans uppi hörð orð um ríkisstjómina og réðust ákaft á þá kjarasamninga sem stjómin beitti sér fyrir í maí- byijun. Samt gerðist það aðeins fáum dögum síðar að Kvennahstinn tryggði ríkistjóminni meirihluta í atkvæðagreiðslum um húsbréfa- ffumvarpiö í neðri dehd og kom þannig að líkindum í veg fyrir að stjómin féhi og efnt yrði th kosn- inga. Þetta væri skiijanlegt ef hér hefði veriö um að ræða meiriháttar baráttumál af stefnuskrá Kvenna- Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður hstans sem stjómin hefði tekið upp á arma sína. Svo var hins vegar ahs ekki. Af einhveijum duiarfthl- um ástæðum var nú krafan um kosningar rokin út í buskann og yfirlýsingamar um hina óvinsælu ríkisstjóm gleymdar. Hrossakaup um húsbréfa- frumvarpið í húsbréfamálinu var stefnufesta Kvennahstans fól fyrir baunadisk. Talsmaður hstans í félagsmála- nefnd neðri dehdar hafði gagnrýnt mörg atriði í þessu vandræðafrum- varpi við fyrstu umræðu í þinginu og boðað andstöðu við það í þing- nefnd. Þá byijuðu hins vegar skmðningar 1 dyngju Kvennahst- ans þangaö sem félagsmálaráð- herra kom í heimsókn og sárbændi um stuðning. Raddir fóru að heyr- ast um það að Kvennahstanum væri tæpast stætt á að feha eina kvenráðherrann út úr bannsettri ríkistjóminni. Ókrýndur formaður hstans, Guðrún Agnarsdóttir, gekk fram á síður dagblaðanna og sagði Kvennahstann með opinn huga í húsbréfamáhnu. Nokkra áður hafði félagsmálaráðherra skipað Guðrúnu stjómarformann í Vinnueftirhti ríkisins en það er nokkuð óvenjulegur bitlingur úr hendi krata. Nú var snarlega leitað leiða th að Kvennahstinn gæti söðlað um í húsbréfamálinu. Brúin, sem smíð- uð var, tengdist ekki framvarpinu um húsbréf heldur félagslega íbúðakerfinu sem endurskoða átti hvort eð var. Samningar við ríkis- stjómina gengu síðan upp með hraði sem hin prýðhegustu hrossa- kaup. Ágreiningur og sárindi leyndu sér þó ekki í þinghði. Kvennalistans eftir þessa frumlegu lendingu. Eftir stendur að Kvennahstinn virðist ekkert hafa meint með kröf- unni um kosningar sl. haust en aðeins verið aö koma sér undan erfiðri stjómarþátttöku. í stað mál- efnalegrar afstöðu th frumvarps um húsbréf var kynferði ráðher- rans, sem bar máhð fram, látið ráða niðurstöðu þingmanna Kvennahstans. Hér blasir viö aht önnur mynd en birtist kjósendum vorið 1987, fyrir og eftir kosningar. Útskiptareglan orðin vandræðamál En nýjar hremmingar hafa síðan bæst við hjá hinum hagsýnu hús- mæðrum. Reglan, sem kunngerð var fyrir síðustu kosningar um út- skipti þingmanna hstans á miðju kjörtímabih hefur orðiö að miklu vandræðamáh hjá þessari ungu hugsjónahreyfingu. Strax sl. haust tók að bera á því að hlutaðeigandi voru ekki mjög spenntar fyrir að fylgja eftir samþykktinni um út- skipti, einkum átti það við um Guð- rúnu Agnarsdóttur. í blaðavið- tölum lýsti hún margs konar mein- bugum á að af þessu gæti orðið. Sumpart var það reynsluleysi þeirra sem við ættu að taka, þá óvissan í stjómmálunum og að lok- um persónulegir hagir varamanns- ins. Á gjörvöhum varamannabekk Kvennahstans í Reykjavík fannst þegar th átti að taka engin kona sem væri th þess treystandi eða reiðubúin að gera Guðrúnu það kleift að stíga út af þingi á miðju kjörtímabih, eins og samþykkt hafði verið og básúnað út fyrir kosningar. Reglan um eina fyrir allar og ah- ar fyrir eina er ekki lengur í ghdi. Kvennahstinn skiptist nú í hinar reyndu forystukonur og reynslu- htla nýhða sem ekki þykir meira en svo fært að treysta fyrir fjöregg- inu á þingi. í röðum hstans hafa komið fram ámóta brestir og hjá græningjum í Vestur-Þýskalandi þar sem reglur um útskipti þing- manna urðu mikið deilumál. Krist- ín Hahdórsdóttir hefur þó sýnt þá samkvæmni að standa upp sjálf- viljug en Guðrún situr sem fastast og er greinhega afar óljúft að víkja af þingi. Er sérstaðan að hverfa? Kvennalistinn kom inn í stjórn- máhn með sérstöðu sem dugað hef- ur th að ná góðri fótfestu á Al- þingi. Listinn hefur verið í þeirri aðstöðu að geta gagnrýnt „gömlu flokkana" sem eru meira og minna markaðir af spillingu valdsins og málamiðlunum. Slíkt hlutverk er vandmeðfarið th lengdar. Ótvírætt hefur Kvennahstinn haft nokkur áhrif, beint og óbeint. Svo virðist hins vegar sem smám saman sé að fenna yfir sérstöðu hstans og ýmsir veikleikar og ósamkvæmni hefur komið í Ijós, eins og hér hafa verið rakin dæmi um. Enn er þó ahtof snemmt að dæma úr leik þessa merkhegu kvennahreyfingu, sem hefur fengið á sig geislabaug sem lýsir af langt út yfir Atlantsála. Hjörleifur Guttormsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.