Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. JUNÍ 1989. 3 Fréttir DV-báturinn: Vindurinn mun ráða stefnunni „Þaö fer eftir því af hvaða átt vind- ar blása hvort siglt verður frá Reykjavík eða Akranesi. Ef vindur- inn verður að norðan verður siglt frá Akranesi og ef hann blæs af suðri verður siglt frá Reykjavík,“ sagði Gunnar M. Úlfsson en hann ætlar við annan mann að sigla pappírsbát sínum á milh Reykjavíkur og Akra- ness á sunnudag. Báturinn er ein- göngu búinn til úr pappír. Grindin er gerð úr bylgjupappa sem er klædd með gömlum DV-blöðum. Siglingin er farin til styrktar sjúkrahúsinu á ísafirði. Á ísafirði hefur áheitahstum verið dreift. List- amir liggja frammi í verslunum, fyr- irtækjum og í blaðinu Bæjarins besta. -sme Akureyri: Slökkviliðin sameinuð? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það sem fyrst og fremst er verið að skoða er hvort menn geta ekki haft hagræði af því að vinna saman, en þessi mál skýrast ekki fyrr en kemur fram undir áramót," sagöi Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, er DV ræddi við hann um mál- efni slökkviliðsins í bænum. Umræður um sameiningu slökkvi- hðsins á Akureyri og slökkvihðsins á Akureyrarflugvelh hafa fariö fram og er áformað aö halda þeim áfram. Ef af þessari sameiningu verður mun slökkvihðið verða staðsett á Akur- eyrarflugvelh. í tilefni tímamæhnga, sem fram hafa farið á akstri slökkvi- og sjúkra- bifreiöa frá flugvelh til ýmissa staða í bænum, hefur komið fram, að sögn Sigfúsar, að sá tími, sem það tekur að aka þaðan til ýmissa staða í bæn- um, er innan ahra öryggismarka. „Þetta eru engar vegalengdir sem um er að ræða hér innanbæjar, htil um- ferð, og t.d. er umferð mjög greið um Drottningarbraut frá flugvellinum," sagði Sigfús. Hann sagði einnig að það flækti þetta mál nokkuð að um næstu ára- mót tæki ríkið yfir sjúkraflutninga og það lægi ekki fyrir hvernig að þeim málum ætti að standa. Sjúkra- flutningarnir mundu þá heyra undir heilbrigðisráðuneytið en slökkviliðið á flugvellinum sem fyrr undir sam- gönguráðuneytið. „Við þurfum að vita hvernig ríkið hyggst leysa það mál, hvort það á að láta lögreglu sjá um þá flutninga, hvort gera á út sjúkrabílana frá sjúkrahúsinu eða hvort ríkið vill samvinnu um þessa flutninga. Þetta mun ekki skýrast fyrr en með haustinu og fyrr verður ekki tekin ákvörðun varðandi slökkviliöið," sagði Sigfús. Húsavik: Ekki kosið um áfengisútsölu jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavik: Á fundi bæjarstjómar Húsavíkur á dögunum var fiahað um tillögu Sig- urjóns Benediktssonar þess efnis að bæjarstjórn beitti sér fyrir því að kosið skyldi um áfengisútsölu á Húsavík samhliða næstu lögbundnu kosningum. Tillagan var felld og þó meirihluti bæjarfulltrúa lýsti sig hlynntan áfengisútsölu á Húsavík voru flestir á því að ekki væri tilhlýðilegt að bæjarstjórn beitti sér fyrir slíkum kosningum tvívegis á sama kjörtíma- bih. Þrisvar hefur veriö kosiö um áfengisútsölu á Húsavík og ævinlega fellt. Hins vegar hefur munur farið minnkandi og þegar síðast var kosið munaði um 100 atkvæðum. IMI5SAN | MICRA ENNOKKS ' ' 1000 cc 4ra strokka vél Bemskíptur, 5 gira Framhjóladrífínn, að sjáífsögðu Eyðslugrannur með afbrígðum Sóllúga Samlítír stuðarar 3ja ára áfayrgð hJ ■< 1-3 SPECIAL VERSION NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU ca & Ingifar BILASYNING LAUGARDAG 0G SUNNUDAG FRÁ KL. 14-17. | Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.