Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Síða 25
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 33 „Nú er í koti kátt“ Forréttur fyrir 6 manns I. Sjávarkakan 200 g flökuð ýsa 100 g humar 100 g léttsoðin Uncle Ben’s hrísgijón 1 Zi tsk. salt V4-V2 tsk. Ijós pipar 1 msk. ferskur sítrónusafi 2 eggjahvítur 3 dl rjómi 2 pisk. smjör Ýsuflakið er roðflett og hreinsað. Það er skorið í litla bita og sett í blandara ásamt salti, pipar, sítr- ónusafa og eggjahvítum. Látið maukast. Síðan er rjómanum blandað varlega saman við og að lokum léttsoðnum hrísgrjón- unum. Smyrjið 6 lítil bökunarmót að innan með smjörinu. Þekið þau síðan með u.þ.b. 2/3 hlutum af deiginu. Takið humarinn inn- an úr skelinni ef það hefur ekki þegar verið gert. Skerið hann niður í minni bita. Setjið í miðj- una og fyllið yfir með afgangin- um af deiginu. Raðið formunum í eldfast mót sem hefur verið fyllt til hálfs með vatni. Bakist við 200° C í 15-20 mín. II. Sósan 100 g humar 1 msk. ferskur sítrónusafi 1 tsk. estragon 2 dl rjómi '/2 dl hvítvín Humarinn er settur í blandara ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Maukist. Rjómanum er síðan blandað varlega saman við. Sett í pott og látið sjóða þar til sósan þykknar. Að síðustu er hvítvíninu blandað saman við. III. Framreiðsla Sjávarkökunum er hvolft úr mótunum á heita diska og só- sunni síðan hellt yfir. Skreytt með dilli og sítrónubát og borið fram. HÖFUNDUft Margrét Þórðardóttír Hrísgrjóna- lummur 4 bollar hrísgrjónagrautur 1 bolli hveiti 2 egg 1 bolli sykur 1 bolli mjólk 2 tsk. kanill 10 g smjörlíki Grautnum, hveitinu, sykrinum og kanilnum blandað saman. Eggjunum bætt út í ásamt mjólkinni. Pannan hituð og 10 g smjörlíki brætt og hellt út í deigið. Pönnuna skal hita og bera á hana smjör, setja síðan á hana eina skeið af deiginu, snúa lummunni við og baka á báðum hliðum. Raða á disk til að kólna. Fylling Eitt epli flysjað, skorið í sneiðar og svo í bita. Ein lítil agúrka sneidd í ofur þunnar sneiðar, sykri stráð á og látið bíða um stund. Þá er hvolft úr dós af skyri og hrært upp með 2 dl af rjóma. Þá eru agúrkurnar og eplin sett út í og kökumar lagð- ar saman með fyllingunni. HÖFUNDUR: Sigriður Margrét Magnúsd. Uncle Ben’s hrísgijóna- salat Mjög gott með kjúklingum 3 bollar Uncle Ben’s hrísgrjón 3 'A bolli vatn '/2 bolli majónsósa '/2 bolli sýrður rjómi 2 bollar ananaskurl 2 bollar maískom 1 tsk. sinnep 2 tsk. karrí 1 tsk. salt Hrísgrjónin þvegin, soðin í 20 mín., kæld. Majónsósan, rjóm- inn og kryddið hrært saman. Grjónum og maís bætt út í. Þessi uppskrift nægir fýrir 8-10 manns. HÖFUNDUR: Gunnþóra Bjómsdóttir Hrísgijón með eggjum og maísbaunum 2 bollar Uncle Ben’s hrísgrjón 1 dós maísbaunir (17 únsur) 1 Knorr grænmetisteningur 1 Knorr kjúklingateningur 50 g skinka '/2 stöngull sellerí 2 egg 50 g goudaostur (sterkur) 1 tsk. sesamolía 1 msk. matarolía '/2 dl mjólk 1 tsk. paprikuduft 1/8 tsk. hvítlauksduft Hellið vökvanum af maísbaun- unum, bætið við köldu vatni svo úr verði 2 '/2 bolli. Hitið, Ieysið upp teningana og sjóðið síðan hrísgrjónin í þessu 120 mínútur. Ef þau em ennþá blaut látið þá pottinn standa opinn yfir væg- um hita í nokkrar mínútur þang- að til al]ur vökvinn er gufaður upp. Hrærið maísbaununum saman við. Hitið pönnu með sesamolíunni og matarolíunni, hrærið eggin, sem mjólk, hvítlauks- og pa- prikudufti hefur verið bætt út í, á henni. Bætið síðan skinkunni og selleríinu út á og steikið í smástund. Bætið loks hrísgrjón- unum og rifnum ostinum út á og hrærið í 1 til 2 mínútur. Be- rið fram ásamt sojasósu og brauði ef vill. HÖFUNDUR: Eyjólfur Kristjánsson og Guðrún Eysteinsdóttir Verðlaunahópurinn i uppskrittasamkeppni DV og Uncle Ben’s. F.v. Nanna Þóra Andrésdóttir, Gunnhildur Hannesdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Kristrúnar Sigmarsdóttur, Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Margr- ét Magnúsdóttir, Ásta Begga Ólafsdóttir, Ingibjörg Flygenring, Margrét Þórðardóttir, Björgúlfur Kristinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Gunnþóru Björnsdóttur, og Gísli Sveinsson. Á myndina vantar verðlauna- hafana Eyjólf Kristinsson og Guðrúnu Eysteinsdóttur. Uppskriftasamkeppni DV og Uncle Ben's: Tíu verðlaunaréttir Tíu hrísgrjónaréttir hlutu verð- laun í samkeppni DV og Uncle Ben’s um besta hrísgrjónaréttinn. Þátttaka var gífurlega góð - uppskriftimar voru rúmlega þrjú hundruð - og kunna forráðamenn keppninnar öll- um bestu þakkir. Fyrstu verðlaun, ferð til Flórída fyrir tvo, hlaut Margrét Þórðardóttir. Níu þátttakendur hlutu önnur verð- laun sem voru pottasett. Verðlauna- réttimir era mjög fjölbreyttir og skiptast í forrétti, aðalrétti, eftirrétti og salöt. Rétturinn sem nefnist Nú er í koti kátt fékk fyrstu verðlaun. -JJ Austurlanda- draumur Rétturinn er fyrir tvo Efni: 300 g Uncle Ben’s hrísgrjón 5 stk. sveppir, meðalstórir, skomir í sneiðar 2 msk. steikingarolía % bolli púrrulaukur, sneiddur 200 g kjúklingur (u.þ.b. 1 kjúkl- ingabringa, beinlaus, skorin í bita) % bolli kjúklingasoð 3 msk. sérrí 2 msk. kínverks sojasósa 1 tsk. engifer 2 stk. egg Eldun: Hrísgjómin soðin í potti og þeim haldið heitum. Þá em 2 msk. af olíu hitaðar við meðalhita og sveppir og púrmlaukur steikí í eina mínútu. Síðan er kjúklingnum bætt við og steikt í um 2 mín. til viðbótar. Þá er sérríi, kjúklingasoði, sojas- ósu og engiferi bætt út í og látið malla 1 mín. Að lokum er eggjum hrært sam- an við og enn látið malla í smá- stund. Þá em hrísgrjónin sett fallega á tvo diska og gerð hola í miðj- una. Ofan í hana er hinn nýlag- aði réttur settur. Skreyta má hrísgrjónin með ör- litlu af paprikudufti eða stein- selju. Verði ykkur að góðu. HÖFUNDUR: Gísli Sveinsson Eftirréttur 4 sætar appelsínur 3 msk. sykur 1 '/2 bolli Uncle Ben’s hrísgrjón '/2 tsk. salt 2 '/2 msk. flórsykur 2 /2 dl ijómi súkkulaði í skraut Skerið kjötið úr appelsínunum í smáa bita, setjið í skál, stráið 3 msk. af sykri yfir, látið bíða í 4 tíma í kæli. Sjóðið gijónin í 45 mín. með '/2 tsk. af salti, látið vatnið fljóta vel yfir. Setjið grjónin í sigti þegar þau em soðin. Látið kalt vatn látið renna á þau til að losa þau í sundur og kæla. Þeytið rjómann með flórsykri. Blandið öllu saman í skál og skreytið með ijómatoppum og rifnu súkkulaði. Verði ykkur að góðu. HÖFUNDUR: Guðrún Jóhannesdóttir Skagfirsk gola Forréttur handa 6 2 dl hrísgijón 4 dl vatn 4 dropar matarolía örl. salt Þetta er soðið og kælt. '/2 græn paprika, söxuð V2 rauð paprika, söxuð 300 g rækjur '/2 gúrka, söxuð 1 búnt steinselja, niður klippt /2 sítróna, brytjuð Þetta er sett saman við hrís- gijónin þegar þau em orðin köld og blandað vel. Sósa 3 msk. majónsósa 6 msk. súrmjólk 2 tsk. sinnep (ekki sætt) 2 tsk. sítrónusafi 3 msk. smátt söxuð steinselja Öllu blandað saman og hrært. Sósan höfð með forréttinum. Þetta er skreytt með tómötum, sítrónu, steinselju og gúrku. Borið fram með ristuðu brauði. HÖFUNDUR: Ásta Begga Ólafsdóttir LífsstHl Skinkuréttur 450 g hrísgijón, snöggsoðin 400 g skinka '/2 dós sveppir 1 laukur 1 paprika 100 g rjómaostur % 1 rjómi Laukurinn og skinkan steikt, sveppimir, íjómaosturinn og paprikan sett út í. Rjómanum hellt yfir. Látið sjóða í 2-3 mín- útur. Hrísgrjónunum jafnað saman við og öllu hellt í eldfast mót og osturinn settur yfir. Bak- að í ofni þar til osturinn er brún- aður. HÖFUNDUR: Kristrún St. Sigmarsdóttir Uppáhalds- ábætísréttur Bensafrænda 250 g döðlur 2 bananar 300 ml Bristol Cream sérrí 1 % dl vatn 100 g hrísgijón 'A 1 mjólk 150 g suðusúkkulaði '/2 1 ijómi Döðlur og bananar brytjað og látið liggja í sérrfi í sólarhring. 150 g af súkkulaði brytjuð. Vatn og hrísgrjón soðið í 2 mín. Mjólkin sett í og látið malla und- ir loki við lítinn hita í 35 mín. Hrært í af og til. Grauturinn látinn kólna. Þá er döðlu- og bananamaukinu hrært út í ásamt 100 g af súkkul- aðinu. Rjóminn þeyttur og hrærður út í þegar grauturinn er kaldur. Sett í skál og skreytt með af- ganginum af súkkulaðinu. HÖFUNDUft Ingibjörg Flygenring Hrísgijón með súrsætu grænmeti 4 dl Uncle Ben’s hrísgrjón 1 lítið búnt af spergilkáli (100 g) 1 rauð paprika '/2 meðalstór laukur 100 g nýir kjörsveppir 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. karrí 2 msk. matarolía 2 msk. sojasósa 1 '/2 dl súrsæt sósa Súrsæt sósa '/2 dl vatn '/2 dl edik '/2 dl sykur '/2 msk. tómatpúrre Sósan þykkt með maizenamjöli eða kartöflumjöli. Hrísgijónin eru soðin og vatnið látið renna vel af og gijónin lát- in kólna. Grænmetið skorið í hæfilega bita og skolað vel. 01- ían er sett á pönnu og græn- metið sett út í og steikt ásamt kiyddinu, passa verður að brenna ekki kryddið. Því næst eru hrísgrjónin sett á pönnuna ásamt sojasósunni og súrsætu sósunni. Suðan látin koma upp á sósunni og þá er rétturinn til- búinn. Tilvalið er að bera réttinn fram með hvítlauksbrauði. HÖFUNDUR- Nanna Þóra Andrésdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.