Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Spumingin Hvaö finnst þér um lækk- anir á bensíni og kjöti? Þórður Ragnarsson: Ríkisstjórnin hefur ekki lækkað vörur á móts við þær hækkanir sem hafa dunið yfir. ekki. Mér finnst þetta ekkert sniðugt þó það sé alltaf gott ef eitthvað lækk- ar. Þorsteinn Kristbjörnsson: Lækkanir eru af þvi góða. Hlynur Áskelsson: Þær eru fínar. Mætti bara lækka það ennþá meira. Jón Egilsson: Þær mættu vera meiri. Eru þær annars komnar til fram- kvæmda? Virkuðu ekki daginn eftir þó þær ættu aö gera það. Kristján Guðmundsson: Mér finnast allar lækkanir nyög góðar. Lesendur N.N. telur varnarliðinu ekki alls varnað. Vamarliöiö á Keflavíkurflugvelli: Ekki alslæmt N.N. skrifar: Sú var tið að við íslendingar bjugg- um í torfbæjum og máttum gera okk- ur að góðu að vinna öll verk við dags- birtuna eða þá litlu birtu sem kerta- stúfur gat gefið. Ekkert var nú raf- magnið í þá daga, því síður raf- magnstæki eins og ísskápar, frysti- kistur og eldavélar sem-Islendingur nútímans telur lífsnauðsyn. En síðan braust síðari heimsstyij- öldin út og með henni kom herinn, og með hemum kom atvinna, sem þýddi bættan fjárhag þjóðarinnar. í fyrsta skipti í sögunni gátum við leyft okkur að festa kaup á svokölluðum munaðarvörum-sem gátu létt okkur störfin í amstri dagsins. Með hemum komu einnig miklar breytingar í' tæknimálum okkar. Nú standa yfir heræfingar vamar- hðsins á Miðnesheiði og mun heima- vamarliðið, eins og sönnum þjóðem- issinnum sæmir, hafa mikil mótmæli í frammi. Bandaríski herinn eigi ekk- ert erindi hingað, við getum séð um okkur sjálf. Sigraði ekki Davíð Gol- íat? Ekki verður dæmt um það hér hvort herinn eigi að fara eða vera enda er það vitað að hann er fyrst og fremst að gæta hagsmuna og stöðu Bandaríkjanna í Norður-Atlantshaf- inu. En samt er ef til vill ástæða til þess að minnast hvaða hlutverki hann hefur gegnt hér, öðm en að vernda þjóðina gegn hinum ógurlega sovéska birni. Um leið og herinn steig fæti á ís- lenska foldu var þörf á mannskap til að leggja vegi og byggja brýr, sem við njótum enn góðs af, svo og til annarra starfa. Eftirspum eftir mannafli var meiri en framboðið. Þó að mun færri íslendingar starfi fyrir herinn í dag en gerði fyrir 45 ámm, þá mun það verða talsverður íjöldi sem mun standa uppi atvinnulaus ef heimavarnarliðið fær sínu fram- gengt og herinn fer. Ekki ber að gleyma heldur að margir flugvellir þessa lands vom fyrst lagðir fyrir herinn, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að hluta til byggð fyrir fé bandarískra skatt- borgara. Annað atriði sem oft vill gleymast er starf hersins í þágú sjúkraflutn- inga. Margoft er hægt að lesa í blöð- unum að þyrlur hersins hafi verið sendar til móts við skip til að sækja sjúka skipveija. Einnig hefur óspart verið leitaö til hersins þegar þurft hefur að leita að fólki. Getur þá kom- ið sér að góðum notum að til em fleiri þyrlur í landinu en aðeins þyrla Landhelgisgæslunnar. Þaö er auðvelt að gleyma því góða og sjá aðeins það illa til að þóknast eigin hagsmunum. Mjólk, bensín og vinstri stjórn H.G. skrifar: Mjólkurbindindi var landslýð boð- að í fjölmiðlum í þrjá daga. Gegn rík- isstjóm en ekki bændum, þótt þeir biðu skaða af ef einhver yrði. í mjólk- urbanni Húsmæðrafélagsins forðum var ráðlagt að gefa bömum fisksoð, nú ropvatn eða gos, þótt dýrt sé. Að stjómin iðraðist vegna meintra samningssvika kom ekki til greina. Steingrímur var að visu hissa á þess- um hækkunum en haíði líklega gleymt því að þeir kumpánar í „vinstri stjóm“ höfðu ætlað að hafa hemil á hækkunum að vissu marki og Mundarnir trúað því, enda menn hrekklausir á sálinni. í sjónvarpsspjalh að kvöldi fyrsta mjólkurlausa dagsins glotti Stein- grímur og sagðist hlakka til að drekka mikla mjólk og dropalögg hefur þurft út á vellinginn. Skilaboð númer tvö: Kaupiö ekki bensín í tvo daga og leggið bílunum. En nú dugðu ekki góðar bænir. ís- lendingar em háðir blikkbeljum sín- um. Enn var spurt í útvarpi: „Lagðir þú bílnum þínum? Svör: „Nei, en ég er sko alveg með þessu, bensínið er svo dýrt. En bömin þurfa á barna- heimilið, konan í vinnuna og ekki get ég borið vöruna heim. En ég er samt alveg með þessu, þú skilur.“ Fréttaþulurinn skildi og mælti: „Litia gula hænan sagði ekki ég“. í upphafi samningaþjarks sögöu kvartmilljónamenn að ekki væri svigrúm fyrir kauphækkanir, nema kannski þúsundkall handa þeim lægstlaunuðu. Síðan vita menn framhaldiö. Ýmsir fengu marga þús- undkalla og sumir kaup fyrir að vera í verkfalli og létu menn segja sér þau tíðindi tvisvar. Viðhorf og afstaða B.J. skrifar: í DV mánudaginn 12. júní sl. vom tvær svipaðar myndir af annars svo ólíkum atburðum að ég mátti til aö festa á blað hugrenningar mínar og álit. Trú er og hefur alltaf verið mann- inum mjög mikilvæg. í gegnum ald- irnar hefur áherslan verið misjöfn, allt frá blóðugri valdbeitingu upp í þá einlægu og sönnu trú sem Kristur boðaði okkur. Eins og Napóleon sagði: „Jesús er sá eini sem gmnd- vallaði heimsveldi sitt á kærleika." (Kristallar, bls. 119) Viðhorf fólks gagnvart trúariðkunum er æði mis- jafnt og endurspeglast oft af uppeldi eða ríkjandi gildum í samfélagi þess. í umræddu blaði er á forsíðu mynd af stúlkum sem teygja hendur sínar í átt til poppgoða sinna úr bresku hjómsveitinni Smokie. „Hvað er svona merkilegt við það?“ gæti ein- hver spurt. Ekkert, þær hrífast af því sem hljómsveitin flytur þeim. Og okkur nútímafólki finnst þetta mjög eðlileg og sjálfsögð hegðun (ekki síst þegar við sjáum vínglasiö í hendi annarrar stúlkunnar). Á bls. 17 í sama blaði er mynd sem tilheyrir greininni „Kristileg verk“. Hvaö sjáum við þar? Stóran hóp af fólki sem teygir hendur sínar upp í svipaðri hrifningu nema að fólkið er í lofgjörö. Það syngur, biður og það lofar Guð og er fijálst í trúnni. „Hvað er svona merkilegt við það?“ Kannski hugsar einhver: „Þetta er öfgafólk úr einhveijum sértrúar- söfnuöi". Af hveiju þetta viðhorf? Hjá hveijum eru öfgar? í raun er lítill munur á athöfnum þessa fólks, munurinn liggur í átrún- aði þess, hugsunum þar á bak við og þ.a.l. lífsháttum þess. Því að til eru góð öfl og til eru slæm öfl. Öll vitum við um algóðan Guð. Sum okkar þekkja hann sem lifandi Guð, kær- leiksríkan föður sem aldrei sleppir af okkur hendinni. Önnur vilja bara hafa hann í fjarlægð. Það er þægileg- ast þannig. Hins vegar er talað um Bakkus konung, Dionysos vínguð og Mammon peningaguð (Mt. 6:24). Hvers erindrekar eru þeir? Viljum við reiða okkur á þá? Það er nú einu sinni þannig aö við komumst ekki hjá því að taka trúarlega afstöðu í okkar lífi, stundum gerum við þaö ómeðvitað þrátt fyrir að vera hlut- laus - með okkar lífsmynstri. Loks langar mig að vitna í Orðs- kviði 20.24 og 16.2. „Spor mannsins eru ákveðin af Drottni en maðurinn - hvemig fær hann skynjað veg sinn?“ „Manninum þykja allir sínir vegir hreinir en Drottinn prófar hug- arþelið." íþróttanámskeið ÍK: Bömin nqög ánægð Móðir hringdi: Mig langaði til að taka undir með foður sem hringdi og lýsti ánægju sinni með íþróttanám- skeið íþróttafélags Kópavogs. Námskeiðið er kallað „Sumar í Fossvogsdal“. Ég er ákaflega hrifin af nám- skeióinu þvi bamiö mitt er mjög ánægt. Krakkarnir stunda íþrótt- ir og leiM úti og ef illa viðrar geta þau farið inn. Ég fékk sendan góöan bækling frá þeim í ÍK um námskeiöið þar sem gefin eru upp símanúmer sem hægt er aö hringja í til að láta innrita börnin. Eg vil því hérmeð hvetja alla foreldra, sem tök hafa á, að hringja í síma 79215 eöa 43037 og láta innrita krakk- ana sína. Bréfritari vilt leyfa innfiutning á kjúklingum. Leyfaá innflutning á matvöni Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég vona að að því komi að leyfð- ur verði innflutningur á matvæl- um sem eru margfalt ódýrari er- lendis en hér á landi. Ef stórfelld lækkun á veröi matvæla er ekki á dagskrá á að leyfa innflutning á kjúklingum og t.d. kjötvörum í dósum til að byija með. Siðan má auka inn- flutning smátt og smátt. Innflutningur á kjötvörum á að vera fijáls, þó innan vissra marka. Hvar fást fánar? Þ.H. hringdi: Mig langar til aö koma með fyr- irspum um hvar fánar og flagg- stangir fást. Ef þeir sem selja slikt sjá þetta væri mjög vel þegiö aö þeir sæju sér fært að veita þessar upplýs- ingar í DV. Gullhringir í Hæðargardi Móðir skrifar: Tvær stúlkur, sennilega á aldr- inum 7 til 10 ára, fengu nýlega sinn gullhringinn hvor að gjöf frá manni í Hæðargarði fýrir að laga til í garðinum hjá honum. Þetta eru fermingarhringir 13 ára stúlku síðan i vor og er að vonum sárt saknað. Hringimir eru mjóir gullhringir meö hvítum (litlausum) steinum. Annar kem- ur í spíss fram (óskabein) með steininn fremst, en hinn í eins konar S þar sem steinninn er. Foreldrar barna í Hólm- og Hæðargarði, og nágrenni, eru vinsamlegast beðnir að spyija börn sín um málið og hver sem einhveijar upplýsingar hefur um hringana er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31746. Góð fund- arlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.