Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Úflönd A tæpri viku hafa Palestínumenn myrt tvo gyðinga, að því er israelska lögreglan fullyrðir. Myndin er frá útför annars þeirra. Símamynd Reuter Bandaríkjamanni rænt á Gaza-svæðinu Palestínumenn rændu í gær bandarískum starfsmanni hjálpar- samtaka á Gaza-svæðinu og krefjast þeir nú lausnar arabískra fanga í ísraelskum fangelsum, að því er ör- yggislögreglan í ísrael tíikynntí í morgun. Bandaríkjamanninum, Chris Ge- orge, sem er formaður samtakanna Bjargið bömunum, var rænt af skrif- stofu sinni á aðalgötu Gaza um miðj- an dag í gær, að því er samstarfs- menn hans segja. Nokkram klukku- stundum síðar barst bréf, undirritað af George, til skrifstofu Rauða kross- ins á staðnum þar sem krafist var lausnar þeirra fanga sem handteknir hafa verið síðan uppreisnin á her- teknu svæðunum hófst fyrir átján mánuðum. George, sem talar reiprennandi arabísku, vann með Palestínumönn- um í Líbanon áður en hann kom tii Gazasvæðisins. George hefur notíð mikils áiits meðal Palestínumanna. Hann er fyrsti útlendingurinn sem rænt hefur verið í uppreisninni. Að sögn samstarfsmanna George var hann í vikulegri heimsókn sinni á skrifstofunni í Gaza þegar maður kom þangað og bað um að fá að tala við hann utan dyra. Að minnsta kosti tveir Paiestínumenn eru sagöir hafa dregið hann á brott með sér. ísraelskir hermenn hafa komið upp vegatálmum á Gaza-svæðinu og leita nú í bílum þar. Erlendum frétta- mönnum var í morgun meinaður aðgangur að ströndinni sem er heim- ih sex hundruð og fimmtíu þúsund Paiestínumanna. Öryggislögreglan í ísrael telur að menn úr Hamas-hreyfingunni hafi verið á bak við rán á tveimur ísra- elskum hermönnum nálægt Gaza- svæðinu á þessu ári. í síðastliðnum mánuði voru þrjú hundruð grunaðir aðOar hreyfmgarinnar handteknir. Starfsmenn mannúðarsamtaka telja að George getihafa verið rænt til að fá þá látna lausa. Aðeins tuttugu erlendir starfs- menn mannúðarsamtaka búa á Gaza-svæðinu, þar á meðal nokkrir Bandaríkjamenn. Bandaríska sendi- ráöið vildi ekki tjá sig um máhð í morgun en bandarískir stjórnarer- indrekar hafa hvatt alla Bandaríkja- menn á strandlengjunni að halda sig heima við. Aðrir Bandaríkjamenn eru hvattir til að koma ekki inn á svæðið. ísraelski herinn fékk fregnir af mannráninu, aðeins nokkrum mín- útum eftir að það átti sér stað um hádegisbilið í gær en tilkynntí ekki um það fyrr en í morgun. Reuter V F. R fí S P R F. N G J A ! Fengum aukasendingu vegna mikillar sölu. Nú þegar er ein gerðin af Qórum uppseld, svo vissara er að panta sem íyrst. Fullbúin hjólhýsi á tjaldvagnaverði Synum hin vinsælu PREDOM hjólhýsi og kerrur laugardag kl. 10.00 - 16.00. Höfum fengið takmarkað magn af þessum sívinsælu hjólhýsum og kerrum sem selst hafa upp á skömmum tíma undanfarin ár. Komið og kynmð ykkur þær nýjungar sem nú er boðið upp á og tryggið ykkur hús í tíma. Innifalið í verði: Svefnpláss fyrir 2 til 4, tveggja hellna eldavél, vaskur með rennandi vatnipg niðurfam, mniljós, fataskápur, tvö borð með sætum fyrirð manns, sólúgéL klósetklefi, burðarkassi fyrir rafhlöður og gaskúta, sjáfvirkar bremsur, stuðnings- tjakkar á ollum nomum, tvöfalt gler, fullkominn Ijósabún- aður, fortiald og margt fleira. Allt þetta á verði frá kr. 255.000.- fhver býður betur ?1 Vélar og Þjónusta Jámhálsi 2, súni 91-83266 DV Vopnahlé í Angóla Forseti Angóla, Jose Eduardo dos Santos, sagði í morgun að vopnahlés- samkomulagið sem náðist í gær við skæruhðahreyfinguna UNITA, sem barist hefur við stjómarherinn í 14 ár, væri fyrsta skrefið í friðarátt í landinu. Samkomulagið náðist á fundi átján leiðíoga Afríkuleiðtoga í Gbadolite í Zaire. Fréttir af samkomulaginu um vopnahléð, sem taka á gildi á morg- un, og fundi Santos og Jonas Sav- imbi, leiðtoga UNITA, náðu Luanda seint í gær þegar flestir íbúar borgar- innar höfðu lagst til hvílu. í útvarp- inu og sjónvarpinu í Angóla var ekk- ert greint frá árangri fundarins í gærkvöldi. Stjómin í Angóla og hátt- settir embættismenn biðu á flugvell- inum eftir dos Santos, augsýnilega spenntir aö fá fréttir af fundinum. Margir þeirra stihtu á erlendar út- varpsstöðvar og aörir fengu fyrstu fregnimar af vopnahléssamkomu- laginu af vestrænum fréttamönnum. Margir lýstu yfir undrun sinni yfir hversu fljótt samkomulagiö heföi náðst og áttu erfitt með að trúa að dos Santos og Savimbi hefðu tekist í hendur eftir áralangan íjandskap af beggja hálfu. Ófriður hefur ríkt í Angóla í nær þijátíu ár. Upphaf átakanna var bar- áttan fyrir sjálfstæði frá Portúgal. Árið 1975 réðust suður-afrískir her- menn inn í Angóla frá Namibíu til að hjálpa UNITA og öðrum skæm- hðahreyfingum, sem hlynntar voru Vesturlöndum, til að ná völdum. Yfirvöld á Kúbu sendu hermenn til JONAS SAVIMBI, Anflola's Rabel Group Leader Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA. Teikning Lurie. aðstoðar MPLA-hreyfmgimni sem Sovétmenn studdu. Leiðtogi MPLA- hreyfingarinnar, Neto forseti, lýsti yfir sjálfstæði Angóla 11. nóvember 1975 og 1976 var hreyfingum studdum af vestrænum ríkjum og Suður-Afr- íku ýtt til hliðar. Neto lést 1979 og tók þá dos Santos við. Sem skilyrði fyrir sjálfstæði Namibíu heimtuðu Suöur-Afríka og Bandaríkin að hermennirnir frá Kúbu yrðu kahaðir heim frá Angóla og var samkomulag þar að lútandi undirritað í júh í fyrra. Suður-afr- ískir hermenn hafa einnig farið frá AngÓla. Reuter Ný stjórn í Færeyjum Ný ríkisstjóm tók við völdum í Færeyjum í gær. Miðstjórnir Fólka- flokksins, Sambandsflokksins og Þjóðveldisflokksins höfðu þá sam- þykkt samkomulag flokkanna um skiptingu ráðherrastólanna sem deilt hafði verið um. Höfðu bæöi Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn krafist emb- ættis fjármálaráðherra og varð lausnin sú búið var til nýtt embætti, það er embætti efnahagsmálaráð- herra. Var það Þjóðveldisflokkurinn sem fékk þann ráðherrastól. Lögmaður þriggja flokka stjórnar- innar verður sem fyrr Jógvan Sund- stein úr Fólkaflokknum. Jóngerð Purkhús úr Þjóðveldisflokknum verður efnahagsmálaráðherra og Ivan Hohannessen Sambandsflokkn- um verður fjármálaráðherra. Jógvan Sundstein verður áfram lög- maður Færeyja. Viðgerð hafin á Maxim Gorfci Sovéska skemmtiferðaskipið Max- im Gorki kom til Svalbarða í gær til bráðabirgðaviðgerðar. Lagðist það við festar á Colesflóa. Flóinn er um þaö bil miðja vegu milli Barents- borgar og Longyearbæjarins. Viðgerðirnar hófust strax eftir komu skipsins til Svalbarða í gær- morgun og verður miðaö að því að gera skipið fært til að sigla til Bre- merhaven í V-Þýskalandi. Þar verö- ur það tekið í slipp th fullnaðarvið- gerðar. Maxim Gorki lagði af stað frá slys- stað fyrir hádegi á miðvikudag með fjögurra hnúta hraöa. Sovéskt flutn- ingaskip og sovéskur dráttarbátur aöstoðuöu Maxim Gorki á sigling- unni. Enn eru hundrað áttatíu og fjórir áhafnarmeðhmir um borö í skemmtiferðaskipinu en hinir hundrað níutíu og þrír eru í Barents- borg þangað sem þeir voru fluttir með norska strandgæsluskipinu Senju. NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.