Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 9 Udönd Afstaða Bandaríkj amanna til atburðanna í Kína: Baker ver afstöðu Bush James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær banda- ríska löggjafarþingið til að draga úr gagnrýni sinni á afstöðu Bandaríkja- stjómar tii atburðanna í Kína síð- ustu vikur en Bush Bandaríkjafor- seti hefur mátt sæta töluverðri gagn- rýni vegna ákvörðunar sinna um að beita kínverk stjómvöld ekki frekari refsiaðgerðum. Demókratar á þing- inu hafa krafist harkalegra aðgerða af hálfu Bandaríkjastjómar og segja að Bush ætti að vera í forsvari mót- mæla hins vestræna heims á ofbeld- isfuilum aðferðum kínverskra stjómvalda til að bæla niður lýðræð- ishreyfingu kínversks almennings. Baker sat fyrir svömm hjá utanrík- isnefnd bandarísku fuiltrúadeildar- innar í gær. Sagöi hann að Banda- ríkjamenn yrðu að standa sameinað- ir í afstöðu sinni til atburðanna í Kína. Bush forseti hefin- fordæmt atburði síðustu vikna í Kína og grip- ið til takmarkaðra refsiaðgerða, tekiö fyrir samskipti háttsettra embætt- ismanna þjóðanna. Margir hafa farið fram á harðari aðgerðir en Baker sagði aftur á móti í gær að um frek- ari refsiaðgerðir yrði ekki að ræða „að sinni“. Ráðamenn víða um heim hafa for- dæmt atburði síðustu daga í Kína. Hafa m.a. þrír vestur-þýskir stjórn- málaflokkar hvatt til þess að Samein- uðu þjóðimar taki ástandið í Kína til umfjöllunar og hafa mannréttinda- samtökin Amnesty Intemational lýst yfir áhyggjum vegna þess. Alls hafa yfirvöld í Kína tekið af lífi 27 kínverja. Tíu hafa hlotið dóm fyrir „andóf ‘ gegn stjómvöldum en ástæða lífláts hinna sautján er ekki ljós. Þá hefur fjöldi manns verið handtekinn fyrir njósnir í þágu er- lendra ríkja. Þrettán voru teknir höndum í gær, ákærðir fyrir njósnir, m.a. fyrir Taiwan. Yfirvöld í Taiwan sögðu aftur á móti í morgun að kín- versk yfirvöld notuðu hvaða afsökun sem væri til að koma lýðræðissinn- um bak við lás og slá, meira að segja njósnaákærur. Yfirvöld í Kína hafa varað erlend Li Shiqian, einn þeirra sem handteknir hafa verið vegna „andófs" gegn stjórnvöldum. Honum var gefið að sök að hafa stolið vopni af hermanni. Símamynd Reuter Kinversk yfirvöld hafa hert mjög eftirlit með útflutningsleyfum. Á myndinni má sjá hermenn skoða persónuskilríki konu fyrir utan bandaríska sendiráð- ið. Simamynd Reuter ríki við að hlutast til um innanríkis- mál landsins og hafa heitið því að víkja ekki af braut kommúnismans. í ritstjómargrein í Dagblaði alþýð- unnar í morgun segir að kínversk yfirvöld muni beijast gegn þeirri til- hneigingu sem nú ráði ríkjum í heim- inum að fá kommúnísk ríki til að afneita kommúnisma og taka upp stefnu kapítalisma. Þá segir að enn sé þörf á baráttu gegn „fáum óvinum sósíalismans“ í Kína. Ritstjómargreinin er ein enn í áróðursherferð kínverskra stjórn- valda til að réttlæta í augum kín- verja aðfarir þeirra við að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfinguna þann 4. þ.m. en tahð er að fórnarlömbin séu í þúsundatali. Vestrænir stjórn- arerindrekar segja að greinin beri þess vitni að æðstu menn í Kína ótt- ist aö ef allar lýðræðishreyfmgar verið ekki brotnar á bak aftur muni kínverski kommúnistaflokkurinn missa völdin. Reuter Eignir bænda gerðar upptækar Daniel Ortega, forseti Nicaragua, varaði í gær séreignabændur, sem setja sig upp á móti stjóminni, við og sagði þá geta átt á hættu sömu örlög og þrír leiðtogar bændanna. Tilkynnt var á miðvikudaginn að land þeirra yrði gert upptækt. Þremenningamir, sem vom í for- svari fyrir samtök kaffibænda, að- stoðuðu við skipulagningu bændar- áðstefnu um síðustu helgi þar sem kom fram gagnrýni á stjómina vegna slæmrar stöðu kaffiiðnarins í Nic- aragua. Kaffi er aðalútflutningsvara Nicaragua. Kröfðust ráðstefnugestir skatta- lækkunar og hærra verðs fyrir kaff- ið. Ákváðu þeir að draga sig úr sam- tökum kaffiræktenda á ríkisbýlum og einkaræktenda. Ortega sagði að flestir einkafram- leiðendur væra velviljaðir stjóminni og hefðu ekkert að óttast. Reuter Sýknaður fyrir að vanvirða bandaríska fánann Birgir Þórisson, DV, New York; Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sýknað mann sem ákærður var fyrir að vanvirða handaríska fánann. Maðurinn brenndi fánann fyrir framan byggingu þá sem hýsti flokksþing repúblikana árið 1984 til að mótmæla stefnu Reagans, þáver- andi Bandaríkjaforseta. Fyrir það var hann dæmdur í árs fangelsi og til að greiða sekt sem svarar til um það bil 120 þúsund krónum á núverandi gengi. Fimm af níu dómurum hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að fram- ferðið nyti verndar ákvæða stjórnar- skrárinnar um tjáningarfrelsi. Þar með eru ógilduð lög um bann við vanvirðingu fánans en alríkislög og fylkislög í 48 af 50 fylkjum bönnuðu að fáninn væri vanvirtur. Þetta var mikið tilfinningamál. Nokkuð skýr hugmyndafræðileg skipting hefur verið milli íhalds- samra og frjálslyndra dómara í hæstarétti undanfarið en í þéssu máli riðluðust öll bandalög. íhaldss- amir dómarar, skipaðir af Ronald Reagan, hafa viljað takmarka umsvif réttarins, einkum hvað varðar skil- greiningu stjómarskrárbundinna réttinda einstakhnga og skyldu ríkis- ins til að framfylgja þessum réttind- um. En í þessu tilviki gengú tveir dóm- arar, skipaðir af Reagan, til hðs við þrjá af fjórum fijálslyndum dómur- um á þeirri forsendu að tjáningar- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar væru svo ótvíræð, tilfinningar yrðu að víkja. Minnihluti réttarins taldi fánann hins vegar heilagt tákn sem fjöldi manna hefði látið lífið fyrir og ætti því að vera verndað gegn ástæðu- lausri lítilsvirðingu. Stærdir: Verð frá kr: Twin size 96,5 x 203 cm 49.500,- stgr. Full size 137,2 x 203 cm 63.000,- stgr. Queen size 152,4 x 203 cm 68.625,-stgr. King size 193,0 x 203 cm 92,250,- stgr. Marco hf., Langholtsvegi 111, sími 680690. VITLTU FA AÐ VITA HVERNIG J.R. í DALLAS LÍÐUR í RÚMIMU? /Vmerísku „Sealy" rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í sam- ráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefn án bakverkja að morgni. Alveg „týpísk” amerísk rúm í yfirstærðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.