Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Fréttir Ekknaskatturinn er almenn skattahækkun - en sérstakt ákvæöi vemdar ekkjufólk fyrir þessari hækkun Á þessu línuriti má sjá hvaða áhrif hækkun eignarskatta hefur á skattbyrði einstaklinga, hjóna og ekkjufólks sem missti maka sinn eftir 1983. í línurit- inu er tekið tillit til launabreytinga milli áranna. Eins og sjá má er hækkun- in umtalsverð eða allt upp i tæp 150 prósent hjá einstaklingum sem eiga skuldlausa eign fyrir um 20 milljónir. Ekkjufólk greiðir hins vegar lægri skatta í ár en í fyrra ef það á eigjiir fyrir 12,5 mllljónir eða minna. Eignarskattar hækkuðu gífurlega um síðustu áramót. Hækkunin leggst þyngra á einstaklinga en hjón. Það er hins vegar rangnefni að kalla þessa skattahækkun „ekknaskatt". Samhliða hækkuninni gekk í gildi ákvæði sem heimilar þeim sem missa maka sinn að nota tvöfaldan per- sónuafslátt í fimm ár eftir að makinn fellur frá. Þetta ákvæði veldur því að eignarskattar lækka hjá þeim sem misstu maka sinn 1984 eða síðar og eiga minni eignir en sem nemur 10,8 milljónum í skuldlausri eign. Þeir sem hafa verið ekkjur eða ekklar lengur en fimm ár þurfa hins vegar að bera sömu hækkun og aðrir einststaklingar. Gífurleg skattahækkun Eignarskattar hækkuðu gífurlega um síðustu áramót. Ástæðan var að skattprósentan var hækkuð úr 0,95 prósentum í 1,2 prósent án þess að skattleysismörk væru hækkuö meira en sem nam hækkun fast- eignamats. Þá var bætt við sérstöku 2,7 prósent stóreignaþrepi á eignir umfram 7 milljónir. Auk þessa var haldið áfram að innheimta „Þjóðar- bókhlöðuskatt“ sem er 0,25 prósent. Skattleysismörk fyrir þennan sér- staka skatt hækkuðu ekki í takt við fasteignamatið og munaði þar um 135 þúsund krónum. Áhrifin af þessari skattahækkun eru mest hjá einstaklingum. Sá einstaklingur, sem á skuldlausa eign fyrir um 3.150 þúsund krónur, greiðir í ár um 3 þúsund krónum meira í eignarskatt en í fyrra. Það er 63 prósent hærra en í fyrra en 47 prósent hærra ef tiUit hefur verið tekið til launabreytinga milli áranna. Sá einstaklingur, sem á skuldlausa eign fyrir 6.300 þúsimd krónur, borg- ar 18.500 krónum meira í ár en í fyrra. Sá sem á eign fyrir 10 milljón- ir greiðir 83 þúsund krónum meira og sá sem á skuldlausa eign fyrir 20 milljónir greiðir 285 þúsund krónum meira. Sú hækkun jafngildir 173 pró- sent hækkun. Þegar tillit er tekið til Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson launabreytinga miili áranna jafn- gildir breytingin 146 prósentum. Skattar lækka hjá sumu ekkjufólki Hækkun kemur betur út fyrir hjón. Þó ekki öðruvísi en svo að þau hafa helmingi hærri skattafrádrátt en ein- stakhngar. Eignarskatturinn leggst því á þau eins og um tvo einstaklinga væri að ræða. Þannig greiða hjón, sem eiga eign fyrir 20 milljónir, um 166 þúsund meira í eignarskatta í ár en í fyrra. Það er helmingi meiri hækkun en hjá einstaklingi sem á 10 milljón króna eign eða helmingi minni en hjónin. í báðum tilfellunum eru eign- arskattamir í ár 122 prósent hærri en í fyrra. Þau einu sem greiða lægri eignar- skatta í ár en í fyrra eru ekkjur og ekklar sem misstu maka sinn 1984 eða síðar. Ekkja, sem á skuldlausa eign að andvirði um 6,3 milljónir, borgar í ár um 15.600 krónur í eignarskatt. í fyrra var eignarskattur af þessari sömu eign um 32.200 krónur. Eignar- skatturinn lækkaði því um 16.600 krónur milli áranna eða um rúm 50 prósent. Ef tilht er tekið til launa- breytinga mihi áranna er lækkunin hátt í 60 prósent. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að í ár gekk í gildi ákvæði sem heimilar þeim sem missa maka sinn að nota tvöfaldan persónuafslátt við eignarskattsuppgjör í fimm ár. Áður var einungis heimilt að nota tvöfald- an persónuafslátt árið sem makinn féh frá. Fyrst og fremst almenn skattahækkun Hjá þessum hópi kemur skatta- hækkunin ekki fram fyrr en eignin er orðin dýrari en 10,8 milljónir. Þeg- ar tillit hefur verið tekið til launa- breytinga mihi áranna má segja að hækkunin komi ekki fram fyrr en eignin kemst yfir 12,6 milljónir. Ef eignin er dýrari er skattbyrðin meiri í ár en í fyrra. Þannig hækka skattar hjá þeim sem misstu maka sinn árið 1984 eða síðar og eiga rúmlega 20 mihjón króna skuldlausa eign um 140 þús- und. Það jafnghdir um 85 prósent hækkun. Miðað við hækkun launa eykst skattbyrðin um 66 prósent. Aðrir einstakhngar og þeir ekklar og ekkjur, sem misstu maka sinn fyrir 1984 og eiga sams konar eign, þurfa hins vegar að greiða 285 þús- und meira í eignarskatt í ár en í fyrra. Það er 173 prósent hækkun. Sú mikla skattahækkun, sem Al- þingi samþykkti um síðustu áramót, er fyrst og fremst almenn skatta- hækkun. Þessi hækkun leggst sér- staklega þungt á aldraða og þá sem eiga miklar eignir og hafa litlar tekj- ur. Samhhða hækkuninni samþykkti Alþingi sérstakan aðlögunartíma fyrir ekkjur og ekkla en slíkt hafði ekki tíðkast áður. Umræðan um ekknaskatt virðist því snúast annars vegar um réttmæti skattahækkunar- innar og hins vegar um hvort ekki sé eðhlegt að lengja þann aðlögunar- tíma sem ekkjufólk fékk um síðustu áramót. Hlýindi á Héraði júní en þá fór hiti vel yfir 20 stig. Enn er þó nokkuð langt í slátt því gróður tók ekki við sér fyrr en í byrj- un mánaðarins. Eghsstaðabær er óðum að færast í sitt fegursta skart og fer vel á því - mikið verður um að vera hér á næstunni. Prestastefna í Garðabæ Prestastefna hefst í Kirkjuhvoh, aðaruppbygging. Þá verður fjahað safnaðarheimih Garðbæinga, á um frumvarp th laga um skipan þriðjudag og stendur í þrjá daga. prestakaha og starfsmenn þjóðkirkj- Höfuðefni prestastefnu í ár er safn- unnar. -hlh Forsætisráðherra Finna í opinbera heimsókn Harri Holkeri, forsætisráöherra sonar og frú Eddu þá um kvöldiö. Finnlands, kemur í fiögurra daga Á þriöjudagsmorgun fara fram víð- opinbera heimsókn th Islands á ræöur viö ráðamenn og í hádeginu mánudaginn. Er það í fyrsta skipti býöur forseti íslands upp á hádeg- sem finnskur forsætisráöherra isverð. kemur hingað í opnbera heimsókn. Miðvikudagurtnn fer meðal ann- Harri Holkeri kemur til landsins ars í skoöunarferð um sveitir og seinnipart mánudags og mun, sam- laxveíði. kvæmt fréttaskeyti, snæða kvöld- Heimsókninni lýkur á fimmtu- verð i boði Steingríms Hermanns- dag. -hlh Sigiún Björgvinsdótlir, DV, Egilsstöðum: Það sem af er júní hefur veður verið ágætt á Fljótsdalshéraði og er það sannarlega kærkomið eftir frem- ur kaldan maímánuð. Heitasti dagur- inn hingað til var þriðjudagurinn 20. Hér má sjá hvar eitt hitaveiturörið liggur yfir Glerá þar sem áin fellur í þröngu gljúfri. DV-mynd gk Slysagildrur viö Glerá: Er beðið eftir öðru banaslysi? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hið hörmulega banaslys, sem varð í Glerá á Akureyri á dögunum, hefur orðið th þess að vekja upp spuming- ar um hvort bæjaryfirvöld hyggist ekki aðhafast eitthvað til þess að reyna að fyrirbyggja slík slys í fram- tíðinni. Á nokkrum stöðum hggja hita- veiturör yfir ána þar sem hún fellur í þröngu gþúfri efst við byggðina í bænum. Það var einmitt af einu slíku röri sem 7 ára drengur féh í ána á dögunum og drukknaði. Fólk sem býr í Hlíðahverfi sunnan- verðu hefur tjáö DV að það hafi oft orðið vitni að því aö krakkar væru að leika sér að því að prha yfir hita- veiturörin þar sem þau lægju yfir ána og þyrfti ekki að spyrja að leiks- lokum ef þau féhu af rörunum og í ána. Því hefur sú spuming vaknað hvort bæjaryfirvöld hyggist ekki að- hafast eitthvað th þess að hefta að- gang bama og óvita að þessum rör- um. Hættumar leynast víða en með því að hafa þessi rör þannig að hægt sé að komast út á þau er beinlínis verið að bjóða hættunni heim. Von- andi aðhafast yfirvöld á Akureyri eitthvað í þessu máh áður en fleiri hörmuleg slys eiga sér stað. Vidtalið dv Keppnismaður með takmark Nafn: Vésteinn Hafsteinsson Aldur: 28 ára Staða: Kringlukastari „Ég er fyrst og fremst aö keppa fyrir sjálían mig og með hjálp margra hef ég helgað mig íþrótt- inni eingöngu síðustu árin,“ segir Vésteinn Hafsteinsson kiinglu- kastart Á dögunum setti Vé- steinn íslandsmet í kringlukasti þegar hann kastaði 67,64 metra. Þetta er þriðji besti árangur í heiminum þaö sem af er þessu ári og líklega veröur Vésteinn meðal tíu bestu í árslok, jafnvel þótt hann bæti metiö ekkL Hann hefur æft og keppt mikið erlendis síðustu ár; í Bandaríkjunum eyð- ir hann aht að fimm mánuöum á ári og 1 Svíþjóð öðru eins. Héöan heldur Vésteinn í Grand Prix keppnina í Evrópu sem haldin verður í Nice, Róm, Austur-Berl- ín og Helsinki. „Þetta streð snýst ekki ein- göngu um metra og sentíraetra," segir Vésteinn. „Kringlan gefur mér tækifæri til að feröast víða og kynnast löndum, þjóðum og einstaklingum. Þaö hefur aukið víðsýni mína og vonandí gert mig að betri raanniÁ Áhuginn vaknaði snemma Vésteinn er fæddur og uppalinn á Selfossi, yngstur fimm bama hjónanna Ragnhhdar Ingvars- dóttur og Hafsteins Þorvaldsson- ar. íþróttaáhugi er mikill á heim- iiinu, Hafsteinn starfaði mikið fyrir ungmennafélagið og fljót- lega var Vésteinn. kominn í íþróttimar. „Sex ára var ég á fihlu viö að æfa fótbolta eins og svo margir jafnaldrar mínir. Tveimur ámm síðar byrjaði ég að kasta kringl- unni og hef haldið mig vlö hana síðan. Fram að sextán ára aldri æfði ég og keppti í alls konar íþróttagreinum; fótbolta, bad- minton, golfi og ftjálsum.“ Vésteinn lauk stúdentsprófi frá MH og fór síöan til Bandaríkj- anna. Hann lauk prófl í íþrótta- fræðum frá háskólanum í Alab- ama. í Bandaríkjunum var hann á námsstyrk og segir það einn kost íþróttanna að möguleikar á slíkum styrkjum séu meiri. Þar kynntist hann sænskri stúlku, Önnu Österberg, sjúkraþjálfara og kringlukastara, og hafa þau verið saman í nokkur ár. Þau hafa fast aðsetur I Sviþjóð en reyna aö vera mikið hér á landi mSlli keppnisferöalaga. Líf í ferðatöskum „Við eigum hálfa búslóð hér, aðra hálfa þar og lifum mest í feröatöskum. Ég hef áhuga á mörgu og reyni aö fá sem fjöl- breyttasta reynslu alls staöar þar sem ég kem. Ég tel mig vera heimilismann og stefni að því að hætta keppni í tíma og taka upp venjubundið líf.“ Vésteinn segir frístundimar vera fáar sem stendur og hann eyði þeim mest í að njóta hvíldar- innar. J. Sviþjóð og hér heima förum viö mikiö í gönguferðir til aö dreifa huganum. Viö höfum gam- an af allri náttúruskoðun og útilífi. En meöan ég stefni að ákveðnu takmarki í kringlukast- inu veröur annað aö sitja á hak- anum.“ -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.