Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Menning dv Pappírspælingar Guðrún Guðmundsdóttir - Án titils, pappírsverk. DV-mynd JAK Andlát Margrét Guðjónsdóttir, Hvassaleiti 155, andaðist 19. júní á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni lOb. Ingjaldur Jónsson húsasmíöameist- ari, Hrafnistu, lést á Borgarspítalan- um aðfaranótt 21. júní. Jarðarfarir Dagmar Hlif Sigurðardóttir frá Borg- artúni, Efstasundi 97, lést á Land- spítalanum að kvöldi 12. júní. Hún verður jarðsungin frá Hábæjar- kirkju, Þykkvabæ, laugardaginn 24. júní kl. 14. Guðbjörg Jónsdóttir, Eyvindarholti, lést 11. júní. Hún fæddist í Hvammi undir Eyjafjöllum þann 10. janúar árið 1900. Hún var dóttir hjónanna Jóns Auðunssonar og Sigríðar Ólafs- dóttur. Guðbjörg giftist Kjartani Ól- afssyni, en hann lést árið 1982. Þau eignuðust þrjú böm. Útfór Guðbjarg- ar verður gerð frá Stóra-Dalskirkju í dag kl. 14. Garðar Karlsson lést 14. júní. Hann fæddist 10. september 1920, sonur hjónanna Karls Lúðvíkssonar og Maríu Thejll. Garðar sigldi til Kaup- mannahafnar 1938 og nam þar skó- smíði til ársins 1939 og starfaði eftir það við skósmiðju Lárusar G. Lúö- víkssonar og rak hana um nokkura ára skeið. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Hrafnhildur Þorbergs- dóttir. Þau hjónin eignuðust einn son. Síðustu starfsmánuðina vann Garðar fyrir Volt hf. Útfór Garðars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Óli Sigurður Þórarinsson, Hoffelli, Vestmannaeyjum, sem lést á heimih sínu mánudaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 24. júní kl. 11 árdegis. Hörður Magnússon, Keflavík, er lést þann 17. júní, verður jarðsunginn laugardaginn 24. júní frá Keflavíkur- kirkju kl. 13.30. Marinó Jakobsson fyrrverandi bóndi, Skáney, Reykholtsdal, sem andaðist 20. júní í sjúkrahúsi Akra- ness, verður jarðsunginn frá Reyk- holtskirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 14. Margrét Ólöf Sigurðardóttir, Mið- felli, Hrunamannahreppi, sem lést 16. júní sl., verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugardaginn 24. júní kl. 14. Ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti á Selfossi. Ásdis Ágústsdóttir frá Birtingaholti, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju í dag, fóstudaginn 23. júní, kl. 14. Sumarliði Eyjólfsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 23. júní kl. 15. Jarðarför Ernu Sigurlásdóttur, fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 24. júní kl. 14. Tillcyimiiigar Reiðnámskeið fatlaðra Það er jákvæð nýbreytni í tómstunda- og íþróttaþjálfun fatlaðra að í sumar verða starfrækt reiðnámskeið viö Reykjalund í Mosfellsbæ. Námskeiðin standa öllum fötluðum einstaklingum til boða. Þátttak- endum verður skipað í bama- og ungl- ingahópa en fullorðnir verða í sérflokki. Fullt tUlit vet'ður tekið til getu hvers og eins. Starfsemin er styrkt úr sameiginleg- um sjóði Landssamtakanna Þroskahjálp- ar og Öryrkjabandalags íslands. Þær sem standa að námskeiðunum, Hjördís Bjartmars og Sigurveig Magnúsdóttir, hafa margra ára reynslu af reiðþjálfun fatlaðra. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 667126 á mánudögum og miðviku- dögum kl. 10-12 og á fimmtudögum kl. 18-20. Tímarit Máls og menningar Tímarit Máls og menningar er komið út, annað hefti ársins, og kennir sem fyrr ýmissa grasa í því. Guðbergur Bergsson hugleiðir eðh tímans í listaverkum, Dagný Kristjánsdóttir skrifar fyrri grein sína um ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Sverrir Tómasson dregur fram í dagsljós- ið horfha bókmenntagrein, Ingunn Þóra Magnúsdóttir fjallar um bréf frænku sinnar, Málfríðar Einarsdóttur, og birtir úr þeim og Ami Bjömsson viðrar tilgátur um undirrót galdrafársins. Ádrepur em á sínum stað og ritdómar, sögur og ljóð. Tímaritið fæst í bókabúðum Máls og menningar en áskriftarsími þess er 91-25274. Kvenfélag Hallgrímskirkju Sumarferð félagsins verður farin laugar- daginn 1. júlí nk. kl. 9 f.h. stundvíslega. Farið verður frá Hallgrímskirkju. Ekið verður um Vatnaskóg í Borgames, Reyk- holt og Húsafell. Kvöldverður snæddur í Bifröst. Félagskonur og gestir láti vita um þátttöku sína í síma 18643, Lydía, helst fyrir 28. júní. Digranesprestakall Árleg sumarferð Digranessafnaðar verð- ur farin sunnudaginn 2. júlí. Farið verður um Suðumes, lágsveitir Ámessýslu og Þingvelli. Helgistund verður í Kálfatjam- arkirkju í umsjá sr. Braga Friðrikssonar prófasts. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðvikudagskvöld í síma 40863 (Guðlaug) eða 41845 (Elín). Námskeið Kyo-upplifun - öðruvísi sumarfrí 3.-8. júli í Húsafelli og 24.-28. júlí í Félags- heimilinu Lýsuhóli. Kyo er japanskt orð sem þýðir tóm. Á þessum 5 og 6 daga námskeiðum munum við hreinsa úr lík- ama og sál eiturefni, ónáttúruleg bæti- efni, losa um spennu og togstreitu í ó- spilltri íslenskri náttúm. Til örvunar hreinsunarferlinu förum við í langar gönguferðir í náttúrunni og borðum heilsusamlegan mat en samt bragðgóðan jurtamat. Við hjálpumst að við matar- gerðina eftir leiðsögn annars leiðbein- andans, Lone Svargo sem hefur 2ja ára reynslu sem jurtafæðukokkur í veitinga- húsinu Zorba the Buddha í Kaupmanna- höfn. Dagskráin samanstendur að öðru leyti af mjúkri líkamsmeðferð, svo sem nuddi, hugleiðslum o.fl. Markmið æfing- anna er að losa um og fjarlægja uppsafn- aða sálræna spennu í ástúðlegu and- rúmslofti. Áhersla verður lögð á -,af- slappaða hér og nú afstöðu" og upplifun hvers þátttakanda. Upplýsingar í síma 91-18128 eða á Mímisvegi 2a, kjallara. Myndverk geta mislukkast meö ýmsum hætti. Listamenn geta fariö flatt á of mikilli tæknikunnáttu jafnt sem of lítilli, á hugmyndafátækt jafnt sem ofgnótt hugmynda, á tæknihyggju jafnt sem vanmati á hlutverki tækninnar. Samt er meöalvegurinn ekki endilega rétti vegurinn fyrir hsta- manninn. Ung listakona, Guðrún Guö- mundsdóttir, viröist hafa ratað í miklar hstrænar ógöngur í Iowa í Bandaríkjunum, ef marka má sýn- ingu hennar í FÍM-salnum við Garöastræti. Eftir öhum sólarmerkjum að dæma hefur hún fengið rækhega undirstöðumenntun í pappírsgerð og vinnslu og veitir nákvæmar upplýsingar um þá hlið hstsköpun- ar sinnar bæði í nýlegu viðtali og í sýningarskrá. „Öll verkin eru úr handunnum hörpappír búnum th af Guðrúnu Guðmundsdóttur. Yfirborð verk- anna er unnið með interference ht- um, indigó og öðrum litum, einnig með vaxi, linseed ohu og PVA hmi.“ En í öhum þessum pappírspæl- ingum er eins og listakonunni og hinum amerísku kennurum henn- ar hafi sést yfir það sem hlýtur að vera meginmarkmið allra shkra pæhnga í hstum, að koma á fram- færi viðhorfum hstamanns til lífs- ins og thverunnar í verki. Tæknileg einstefna Tæknhegur einstefnuakstur af þessu tagi er því miður ráðandi í aht of mörgum bandarískum hsta- skólum, og kemur niður á ýmsum grundvaharatriðum myndhstar- kennslu. Hversu pottþétt sem þau kunna að vera út frá sjónarhóh pappírs- Aðalhlutverk: Bubba Smith, Michael Winslow Leikstjóri: Peter Bonerz Handrit: Stephen J. Curwick Sýnd i Bíóhöllinni. Kafteinn Harris (G.W. Bahey) er yfirmaður lögreglusvæðis sem Wil- sonhæðagengið herjar á meö rán- um. Borgarstjórinn er ekki sáttur við ástandið og lögreglustjórinn ekki heldur. Lögreglustjórinn vih fá utanaðkomandi aðha th að rann- saka ránin því hann heldur að leki sé innan lögreglunnar. Vaskasta sveit lögreglunnar er fengin undir stjóm kafteins Lassards (George Gaynes). Sveitin inniheldur svarta ruminn Hightower (Bubba Smith), byssubrjálæðinginn Tackleberry (David Graf), hermikrákuna Jones (Michael Winslow) og aha hina gömlu kunningjana. Whsonhæða- gengið heldur áfram að ræna og rupla og menn Lassards ná htlum árangri. Þó eru þeir næstum búnir að góma bófana þegar Harris kem- ur og eyðheggur aht saman. Sök er komið á Lassard og honum er vikið frá ásamt sveit sinni. í stað þess að gefast upp fer sveitin af stað á eigin spýtur og ætlar að góma ræningjana. Nick, Hightower, Tackleberry og Jones komast á slóð ræningjanna og elta þá uppi. Eftir slagsmál og skotkeppni hefur lög- reglan betur. Nú er að ná aðalbóf- anum. Hann sleppur á kranabh með Nick hangandi í körfunni en hinir elta þá á jeppa. Harris fréttir af eltingarleiknum og tekur þátt í honum, fyrst á lögreglubh og síðan á strætó. Eftir langa og stranga eft- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson spekúlanta, bera verk Guðrúnar þess ekiíi merki að hún hafi nokk- urn tímann fengið fullnægjandi uppfræðslu í nokkrum frumatrið- um myndmenntar, teikningu, lita- irfór ná þeir loksins bófaforingjan- um en verða undrandi þegar gri- munni er flett af honum. Enn einu sinni eru félagamir úr Lögregluskólanum á ferð. Sumir fyrrum félagar hafa dottiö úr á leið- inni og aðrir bæst við en uppistað- an hefur ahtaf verið sú sama. High- tower, Tackleberry, Jones, Calla- han og ahir hinir fá sinn tíma th að sýna einkenni sín áöur en hóp- urinn sameinast og einnig á eftir. Frumlegheitin eru engin því þau hafa gert þetta áður í hverri ein- fræöi, myndbyggingu eða mynd- mótun, því stafrófi sem gerir myndhstarmanni mögulegt að draga saman reynslu, tjá sig um sín hjartans mál. Þessi unga listakona hefði tví- mælalaust átt að bíða með sýning- arhald í nokkur ár í viðbót, eða þangað th hún hefði verið búin að ljúka því framhaldsnámi sem hug- ur hennar stendur til. ustu mynd um Lögregluskólann og það er komin þreyta í hópinn. Næsta skrefið verður hklega teiknimyndasería en hún ætti að geta gert það gott því Lögregluskól- inn er eins og leikin teiknimynd. Áhorfendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir fara að sjá Lög- regluskólann, þetta er endurtekið efni fyrir áhorfendur yngri en 16 ára. Stjörnugjöf: * Hjalti Þór Kristjánsson. Ég þakka af alhug hlýjar kveðjur og veglegar gjaflr frá vlnum og vandamönnum í tllefni af 90 ára afmæli mínu- þann 1. júní. Lifið heil. Halldóra Daníelsdóttir Kvikmyndir__________________ Lögregluskólinn 6 (Police Academy 6)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.