Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Stríðsleikur Bandarískir hermenn leika nú stríðsleiki á Miðnes- heiði og nágrenni. íslenzkir herstöðvarandstæðingar eru í eigin stríðsleik á meðan. Rúmlega þúsund hðsmenn úr því varaliði Banda- ríkjahers, sem ætlað er að koma til íslands á hættutím- um, eru hingað komnir. Þeir eru farnir að æfa varnir við varnarstöðina ásamt hermönnum varnarhðsins, og mun svo verða fram til 28. júní. Myndað hefur verið varnarsvæði, þar sem umferð er takmörkuð. Fulltrúar varnarliðsins segja, að íbúar á Reykjanesi verði ekki áþreifanlega varir við æfingarnar, þar sem þær eigi sér stað víðsfiarri alfaraleið. Þetta er þó stórt svæði og þjóð- vegir merktir með skiltum, þar sem mörk svæðisins hggja um þá. Vegna æfmganna hefur lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelh auglýst umferðartakmarkanir, þar sem umferð og dvöl annarra en þátttakenda í heræfmg- unum er bönnuð. Æfmgar eins og þéssi hafa verið haldn- ar annað hvert ár síðan 1982. Meðal þátttakenda eru hðsmenn úr landher, flugher og flota Bandaríkjanna, auk landgönguhða og strandgæzlumanna. Þetta er og í samræmi við varnarsamninginn mihi Bandaríkjanna og íslands. íslendingar láta sér yfirleitt fátt um stríðsleiki flnnast. Til eru þó þeir landar, sem virðast hafa gaman af þessu uppátæki. Þannig segir Þjóðviljinn frá atburðum á Keflavíkurflugvelh undir stórri fyrirsögn um Áhlaup á Rockvihe. Þar segir frá látum herstöðvarandstæðinga við og í herstöðinni og er sagt, að hðsmenn svokallaðs heimavarnarhðs herstöðvarandstæðinga hafi numið land innan girðingar bandaríska hersins við Rockvihe- ratsjárstöðina síðla kvölds. Einn hðsmanna hafi smeygt sér inn fyrir gaddavírsgirðinguna, hlaupið upp sand- pokavirki og veifað íslenzka fánanum. Fleiri hafi farið að fordæmi stúlkunnar. Sjö lögreglumenn hafi þá hlaup- ið til. Þótt sumir íslendingar séu þannig áhugasamir um stríðsleiki, er þess að vænta, að þetta gangi áfahalaust. Síðasthðinn vétur voru í ríkisstjórninni deilur um her- æfmgarnar. Alþýðubandalagsmenn þóttust ekki vilja af þeim vita en sitja nú undir þeim eins og aðrir. Vissu- lega verðum við að standa við þær skuldbindingar, sem varnarsamningurinn útheimtir. Mikill meirihluti þjóð- arinnar kýs, að við séum þátttakendur í varnarsam- starfi vestrænna þjóða. En hinu megum við ekki missa sjónar á, að okkur eru stríðsleikir stórveldanna hvim- leiðir. Við glettumst yfir því, að krían stríði hermönn- um. Og við vitum, að engu skiptir fyrir varnir landsins, hvort svona hð hleypur eitthvað um hérlendis annað hvert ár eða ekki. Stríðsleikirnir nú hafa ekkert gildi fyrir varnir íslands. Þeir virðast einungis til þess gerð- ir, að Bandaríkjaher uppfyhi ákveðinn kvóta í heima- landi sínu, sem einhverjir þarlendir hafa sett á blað. Afstaða okkar ætti því að vera sú að líta þetta ekki mjög alvarlegum augum - vona, að þetta amstur fari þokkalega og bíða þess, að það gangi yfir. í raun eru þetta ákveðin leiðindi, sem ekki ætti þó að þurfa að íjarg- viðrast yfir. En það breytir því ekki, að við viljum vera í Atlantshafsbandalaginu og fullnægja skyldum okkar við þau samtök. Vonandi munu sem fæstir taka þátt í mini-stríðsleikn- um með herstöðvarandstæðingum. Sá stríðsleikur er hvimleiðastur. Haukur Helgason Múrinn var reistur ’61 til að stöðva skefjalausan fólksflótta frá Austur-Þýskalandi. Er Berlínarmúr- inn að hrynja? Berlinarmúrinn er tákn kalda stríðsins í Evrópu. Hver sá sem virðir hann fyrir sér sér með eigin augum sjálft jámtjaldið sem skiptir Evrópu. Það er óþægileg tilfmning aö horfa á múrinn frá Vestur- Berlín og hver sá sem fer inn fyrir hann til Austur-Berlínar verður því fegnastur að komast aftur vest- ur fyrir. Þetta mannvirki var ekki reist til að veijast utanaðkomandi árásum, sem er venjulegt hlutverk slíkra víggirðinga, heldur er múr- inn fangelsisgaröur utan um íbúa Austur-Berlínar og þar með Aust- ur-Þýskalands. Hann var reistur árið 1961 til að stöðva skefjalausan fólksflótta frá Austur-Þýskalandi um Berlín til Vestur-Þýskalands. Þessi fólksflótti var þá orðinn stærsta vandamál Austur-þýska alþýðulýðveldisins. Yfir þijár milljónir manna, sem var á þeim tíma nærri fjórðungur íbúanna, hafði flúiö vestur og þessir flótta- menn vora margir hveijir meðal nýtustu þegna þjóðfélagsins, menntaðir menn í ýmsum grein- um, faglært fólk og ungt dugnaðar- fólk. Að óbreyttu ástandi hefði leg- ið við landauðn í Austur-Þýska- landi og landið hefði aldrei náð sér efnahagslega á strik. Frá því sjón- arhomi séð náði múrinn tilgangi sínum. Fólksflóttinn var nær alger- lega stöðvaður, efnahagslífið í Austur-Þýskalandi fór að eflast og það er nú það sterkasta í Austur- Evrópu. Miðað við Pólverja eða Tékka eru Austur-Þjóðverjar nú vel stæðir en miðað viö Vestur- Þjóðveija eru þeir enn áratugum á eftir. Múrinn er ennþá nauðsynleg- ur, án hans mundu hundruð þús- unda streyma vestur yfir en nú er alit í einu komin upp ný hlið á máhnu. Það var Krústjoff sem lagði svo fyrir að múrinn skyldi reistur og enginn Sovétleiötogi síöan hefur svo mikið sem minnst á þann möguleika að rífa hann en nú sagöi Gorbatsjov á dögunum í Bonn aö ekkert væri eilíft, ekki heldur Ber- línarmúrinn. Nú blasa skyndilega við möguleikar sem menn voru hættir að skoða. Friðarmúrinn Það er auðvelt að bölva múrnum, enda gera þaö allir austan hans og vestan, líka kommúnistaleiötog- arnir sem verða að horfast í augu við þá staðreynd aö hann er minn- ismerki um ósigur kommúnismans í samkeppninni við hin vestrænu gildi. En hitt vill gleymast aö múr- inn leysti endanlega eitt hættuleg- asta deilumál risaveldanna sem hefði framar flestu öðru getaö leitt til kjarnorkustyijaldar á árunum um 1960. Á þeim tíma var staða Berlínar mjög hatrammt ágrein- ingsefni, sífelldar kreppur voru í samskiptum risaveldanna vegna borgarinnar og viðbúnaður þeirra við og í Berlín var í hámarki. Ástæðunnar er að leita í skiptingu KjaHarinn Gunnar Eyþórsson Þýskalands milli sigurvegaranna í stríðslok. Þá var landinu skipt í fjögur hernámssvæði en Berlín, sem var inni á miðju hemáms- svæði Sovétmanna, var hka skipt í fjögur svæði og borgin ásamt nán- asta umhverfi varð sérstök eining inni í miðju Þýska alþýðulýðveld- inu eftir að Sovétmenn stofnuöu það á hernámssvæði sínu árið 1949. Sovétmenn vildu innlima Berlin í þetta nýja ríki, sem vesturveldin viðurkenndu ekki, óg þar með binda enda á þessa óeðlilegu skipt- ingu borgarinnar og um það sner- ust deilurnar. íbúar sovéska svæð- isins, sem seinna varð Þýska al- þýöulýöveldið, áttu hindrunar- lausa leið til hernámssvæða Vest- urveldanna allt þar. til múrinn var reistur. En eftir það skipti um. Flóttamannavandamáhö var úr sögunni, stórlega dró úr spennu milli risaveldanna vegna Berhnar og þegar frá leið varð múrinn bein- línis til þess að deilan um stöðu Berlínar lognaðist út af og hefur ekki valdið hættulegri spennu síð- an. Staða Vestur-Berlínar sem hluta Vestur-Þýskalands með ýmiss konar sérstöðu er nú nokkuð trygg og árekstrar fátíðir. Múrinn varð þvi beinlínis til að draga úr ófriöarhættu og stuðla að jafnvægi í Evrópu, samskipti Austur- og Vestur-Þýskalands hafa aukist jafnt og þétt á síðari árum með vaxandi stöðugleika og Austur- Þýskaland hefur áunnö sér viður- kenningu annarra rikja. Múrinn var orðinn fastur liður í samskipt- um þýsku ríkjanna og austurs og vesturs yfirleitt. Það mundi þvi raska öllu jafnvægi og koma miklu róti á öll evrópsk málefni ef allt í einu væri farið að rífa niður Berhn- armúrinn, enda eru ekki alhr hrifnir af þeirri tilhugsun. Þróunin Að því kemur væntanlega ein- hvern tímann í framtíðinni að endi verður bundinn á skiptingu Berhn- ar og Evrópu. En þótt Gorbatsjov segi núna að múrinn sé ekki endi- lega til eilífðar er of snemmt að fara að rífa hann niður í huganum. Þegar hann hverfur verður það vegna þess að þörfln fyrir hann er horfín og enn er langt í land að svo sé. Ef hann væri rifinn núna mundu aftur blossa upp þau vanda- mál sem leiddu til þess að hann var reistur. Það takmark að frjáls sam- gangur sé milh Austur- og Vestur- Þýskalands er ekki raunhæft enn. Austur-Þjóðveijar gætu ekki ráðið við fólksflóttann, né heldur gætu Vestur-Þjóðverjar fyrirhafnarlaust tekið við öhum þeim sem vildu setj- ast að í þeirra landi. Það er þegar farið að valda þeim vandræðum að koma fyrir innflytjendum sem á seinni árum hafa streymt til lands- ins frá Austur-Þýskalandi og fleiri löndum Austur-Evrópu eftir því sem spennan milh austurs og vest- urs hefur slaknað. Ekki gætu Aust- ur-Þjóðverjar heldur með góðu móti aðlagast efnahagslega né pól- itískt óheftum samskiptum við Vesturlönd. Ef öllum hindrunum fyrir samskiptum þýsku ríkjanna yrði skyndilega rutt úr vegi mundi það stórauka erflðleikana í sam- skiptum þeirra og spilla sambúð- inni. Það er heldur ekki á dagskrá að rifa múrinn í bráö. En það eitt að sá möguleiki er nú allt í einu nefndur í alvöru kemur miklu róti á hug manna. Múrinn er hið áþreif- anlegasta af öllum táknum kalda stríðsins, mörgum finnst sem kalda striöinu sé ekki lokið fyrr en múr- inn hverfur. En hann getur ekki horfið fyrr en þróunin í frjálsræðis- átt í kommúnistaríkjunum og af- vopnun risaveldanna er svo langt komin að ástæðurnar fyrir skipt- ingu Evrópu eru ekki lengur fyrir hendi. Sú þróun er komin á skrið, endalok Stalínstímans og kalda stríðsins eru í augsýn. Endalokin á þeirri þróun verða væntanlega aö Berlínarmúrinn verður rifinn, málin stefna í þá átt og þaö er þetta sem Gorbatsjov á viö þegar hann talar um aö múrinn sé ekki endi- lega til eilífðar. Gunnar Eyþórsson „Ef öllum hindrunum fyrir samskipt- um þýsku ríkjanna yrði skyndilega rutt úr vegi mundi það stórauka erf- iðleikana í samskiptum þeirra og spilla sambúðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.