Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 7
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 7 Fréttír Höfh: Skemmdarverk á vélum ou bílum var læst er starfsmenn komu þar aö. Kjartan Jónsson verkstjóri sagöi aö tjónið næmi tugum þúsunda og nú væri bara aö vona að lögreglunni tækist að hafa upp á þeim sem hér voru aö verki. Mölbrotnar rúður í einum bílanna. DV-mynd Ragnar Julía Imsiand, DV, Hö£tu Um síðastliðna helgi voru brotin og skemmd tæki sem geymd voru í girðingu við áhaldahús bæjarins á Höfn. Brotnar voru rúður í nýrri dráttaryél, veghefli og gröfu. Allar rúður, ljós og ljósabúnaður var brot- ið í nokkrum gömlum bílum, sem þama voru geymdir, og áburðarpok- ar í stæði voru sundurskornir. Öll voru þessi tæki í læstri girðingu og hafa skemmdarvargarnir senni- lega komist yfir girðinguna því hliðið Vandamálanefnd um slysadeild Borgarspítalans: Leggur til verulegar breytingar á deildinni Vegna endurtekinna kvartana yfir slysadeild Borgarspítalans skipaði heilbrigðisráðherra nefnd í vetur sem átti að taka á því vandamáli. Kvartað var yfir því að fólk fengi ekki nógu fljóta né skilvirka þjón- ustu. Menn þyrftu oft á tíðum að bíða óheyrilega lengi og aðhlynning slas- aðra hefði ekki verið nægilega góð. Nefndin var undir formennsku Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. í nefndarálitinu kemur fram að það eigi alltaf að vera sérfræðingur á deildinni þannig að vaktir séu ekki á ábyrgð aðstoðarlækna. Ekki er tal- ið nægja að hafa sérfræðing á bak- vakt. Þá er talið að fjölga þurfi öðru hjúkrunarfólki og bæta viö sjúkra- rúmum. Einnig var rætt um að bæta þjónustu tannlækna og augnlækna og halda við læknavakt á Heilsu- verndarstöðinni. í þessum breytingum felst fjölgun stöðugilda við deildina. Er rætt um að kostnaður við þessar breytingar sé um 15 til 18 miÚjónir króna á ári og eru það fyrst og fremst launa- breytingar. Ekki var talið að rekst- urskostnaður myndi breytast að neinu ráði. Að sögn Páls vissi nefndin ekki af tilviki því sem til umræðu hefur ver- ið að undanfornu þegar öldruð kona lést á slysadeild Borgarspítalans um áramótin. Taldi Páll að það hefði ekki haft nein áhrif á störf nefndar- innar þó svo hefði verið. Nefndin hefði fyrst og fremst unnið út frá því sjónarmiði að starfið á slysadeildinni gengi of hægt. -SMJ Nýir verslunar- eigendur í Búðardal Vilborg Eggertsdóttir, DV, Búöardal: Stofnað hefur verið hlutafélag um verslunarrekstur í Búðardal sem hlotið hefur nafnið Ðalakjör hf. Hlut- hafar eru ellefu, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Félagið keypti vöru- lager þrotabús Kaupfélags Hvamms- fjarðar og tók verslunarhúsnæði þess á leigu. í hinni nýju verslun munu verða á boðstólum allar venjulegar neyslu- vörur, svo og rekstrarvörur bænda. Reiknað er með að starfsfólk verði 10-12 manns í fullu starfi eða hluta- starfi. Akureyri: Mjög mikil atvinna í byggingariðnaði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Atvinnuástand í byggingariðnaði hér á Akureyri er mjög gott í dag og ég veit ekki til þess að nokkrir bygg- ingariðnaðarmenn hér í bænum séu atvinnulausir," segir Gísli Bragi Hjartarson, byggingaverktaki og bæjarfulltrúi á Akureyri. Gísli Bragi sagði að mikið væri byggt í bænum af íbúðarhúsnæði á félagslegum grunni, meira en nokkru sinni áður, og ekkert benti tii annars en áframhald yrði á því. Einnig væri nokkuð um aðrar stórar opinberar framkvæmdir, t.d. viö Verkmenntaskólann og sundlaug í Glerárhverfi. Nú í vikunni voru samþykktir byggingarskilmálar fyrir þrjú ný íbúðarhverfi á Akureyri. Byggð verða fimm stór fjölbýlishús við Vestursíðu, einbýlishúsahverfi verð- ur byggt nærri sjúkrahúsinu og haf- in verður bygging íbúðarhúsa í Gilja- hverfi ofan Hlíðarbrautar þótt það verði ekki á þessu ári. Það verður því nóg til af byggingarlóðum fyrir íbúðarhús á Akureyri á næstunni. „Það er ekkert sem bendir til þess að það verði ekki nóg að gera fyrir þá byggingariðnaðarmenn sem hér eru og næg verkefni virðast vera framundan. Bærinn hefur lagt meira fé í félagslegar íbúðir en nokkru sinni fyrr og ég gæti trúað að leyfi fengist fyrir 60-75 íbúðum á þessu ári fyrir utan það sem þegar er í gangi. Þetta er því allt annað ástand en var hér í byggingariðnaöi fyrir nokkrum árum,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson. Albert Guðmundsson fastafulltrúi hjá UNESCO Albert Guðmundsson, sendiherra Afhenti hann Fredrico Mayor, fram- íslands í París, er orðinn fastafulltrúi kvæmdastjóra stofnunarinnar, skip- íslands hjá UNESCO, Menningar- unarbréf sitt á þriðjudag. málastofnun Sameinuðu þjóðanna. -hlh *?bobccrt Fjölnotavélar og smágröfur Sýning laugardaginn 24 júní. við hús Véla og Þjónustu að Járnhálsi 2 110 Revkjavík. Box Scraper Angle Broom Komiö og kynnið ykkur frábær tæki sem valdið hafa byltingu í verktaka- iðnaðinum. Möguleikar í fylgitækjum eru ótakmarkaðir og má þar nefna gröfubúnað, vökvahamar, staurabor, götusóp, snjóblásara, vibratorvaltara, hellulagningarvél, asfaltskera, jarð- vegsþjöppu, kapalskurðgröfu, jarð- jafnara, veghefil og margt fleira. Backhoe & Rear Stabilizer HHHk BOBCAT ■■■■■ Einkaumboð á íslandi Vélaborg hf. Krókhálsi 1.110 Reykjavík, sími 91-686655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.