Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Side 11
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. 11 Utlönd Krefjast afsagnar Jaruzelskis '^LIDARwoSc UM; “ \ ‘r Sextíu láta lífið í flugslysi Sextíu létust þegar herflutningavél frá perúska hernum skall utan í íjallshlíö í Andes-íjöllum á miðviku- dag. Vélin, sem var tveggja hreyfla Buffalo-vél, var að flytja fólk burtu frá afskekktum skógarhéruðum. Hún var í flugi frá Amazon-héruðun- um til Lima þegar hún rakst á fjall og brotnaði í tvennt við áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum hersins lifði enginn slysið af. Meðal farþega voru nokkur börn. Slysið varð í um 350 kílómetra fjar- lægð frá Láma. Björgunarmenn komu á staðinn í gær, fimmtudag. Ástæður slyssins eru enn ekki kunnar en útvarpsfréttir segja að skyggni hafi verið slæmt, rigning og þoka. Þá sagði einnig í útvarpsfrétt- um að véhn hefði verið ofhlaðin en auk farþega var stór farmur timburs með í forinni. Róttækir pólskir námsmenn fóru i mótmætagöngu um borgina Wroclaw í gær til að krefjast þess að Jaruzelski hershöfðingi segði af sér og að sovéski herlið i landinu yrði flutt á brott. Simamynd Reuter Tugir Pólveija fóru í mótmælagöngur í þremur pólskum borgum í gær til að krefjast afsagnar Jaruzelskis hershöfðingja og leiðtoga pólska kommúnistaflokksins. Samkværat upplýsingum stjómarandstæðinga fóm um 3.500 manns í kröfugöngu í boiginni Wroclaw, í suðvesturhluta Póllands, og hrópuðu slagorð gegn Jaruzelski. í borginni Katowice söfnuð- ust ura fjögur þúsund Pólverjar saman að sögn stjómarandstæðinga en óeirðalögregla vamaði því að þeir gætu raótmælt fyrir utan höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í borginni. Flestir þeir sem þátt tóku í mótraælunum em námsmenn. Lést fyrir mistðk lögreglu Hollenskir lögreglumenn standa hér yfir einum mannræningja van de Kieff ofursta í hollenska hernum. Van de Kieft iést þegar byssukúla, ætluð einum mannræningjanna, lenti á honum. Simamynd Reuter Hollenskur ofursti, Karel van de Kieft, lést þegar til skotbardaga kom raUli maimræningja hans og lögreglu i Hollandi í gær. Einn maöur, fyrr- um fangi af þýskum uppruna, rænd Van de Kieft í bænum Apeldoora í gærmorgun. Lögreglu komst á slóð mannræningjans og upphófst hinn mesti eltingaleikur. Lögreglu tókst að króa bffreið ræningjans af við bens- ínstöð næri Arnhem þar sem saraningaumræöur hófrtst um lausn ofurst- ans. Samkvæmt fréttum ANP-fréttastofunnar fór ræninginn fram á 450 þúsund doUara lausnargjald en það hefur ekki fengist staðfest. Þegar lögregla reyndi aö fá van de Kieft lausan hófst skotbardagi og féll ofurstinn fyrir kúlu er ætluð var mannræningjanum. Ræninginn, Stefan Kriiger, særðist ekkert Hann er nú í vörslu lögreglu þar sem hann veröur yfirheyrður. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var van de Kieft valinn sem gísl af handahófi. Fbnm saknað eftlr skipaárekstur Einn maður lést og fimm er enn saknaö eítir að tvö skip rákust saman noröur af Portúgal í morgun. Samkvæmt uppiýsingum Lloyds-trygginga- félagsins sökk annað skipanna. Engar nánari upplýsingar lágu fyrirþeg- ar blaðið fór í prentun. BÍLLINN Á ÍSLANDI Glæsilegustu bílar landsins í Laugardalshöllinni dagana 21 .-25. júní Sýningin er opin í dag frá 16-23 og um helgina frá 10-23. j Missið ekki af stærstu bílasýningu ársins! Ef þú ert ekki þegar búinn að svara Ferðagetraun DV I viljum við minna á að skilafrestur er til laugardagsins 24. júní. Ferðagetraunin birtist í Akureyrar- blaði DV miðvikudaginn 14. júní. FYLGSTU MEÐ Misstu ekki af glæstum vinningi. ítilefni 5 ára afmælissíns ætlar Framköllun sf., Lækjargötu 2 og Armúla 30, að gefa 15 vinningshöfum ferðagetraunár I Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að verðgildi 3.500 kr. Framköllun sf. hefur einnig í tilefni afmælis- ins tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í plakatstærð á 6 mínútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.