Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 23. JUNÍ 1989. Orðabók Háskólans Oröabók Háskólans er vísindaleg orðfræöistofnun og hefur starfað sem slík síðan árið 1947. Sam- kvæmt reglugerð skiptist stofnun- in í fjórar deildir: orðtökudeild, rit- sljómardeild, talmálsdeild og tölvudeild. Fimmta deildin er þýð- ingadeild, þar sem unnið er að sér- stökum verkefnum fyrir aðila utan OH. Alls vinna nú um 35 manns á stofnuninni. Hér verður aðeins drepið á helztu þætti starfseminnar en ýmsum verkefnum er lýst nánar í tímariti Orðabókarinnar, Orði og tungu. Meginverkefni Allt frá upphafi hefur verið unnið að orðasöfnun og öðrum undirbún- ingi undir útgáfu sögulegrar og vís- indalegrar orðabókar yfir íslenzkt mál frá upphafi prentaldar á ís- landi um miðja 16. öld og fram á þennan dag. Eru nú í söfnum Orða- bókarinnar um 2!4 milljón seðla með margvíslegum fróðleik um einstök orð og merkingar þeirra. Skiptast þessi söfn í ritmálssafn, sem er langstærst þeirra, talmáls- safn og ýmis minni sérsöfn. Úrvinnsla á orðasöfnum. Síðustu ár hefur staðið yfir kerfisbundin úrvinnsla úr því mikla efni, sem safnað hefur verið saman með orð- töku og annarri orðasöfnun á þeim árum, sem Orðabókin hefur starf- að. Þannig verður efni safnanna smám saman gert aðgengilegra en ella, m.a. með tilliti til orðabóka- gerðar. Úrvinnslan er m.a. reist á umfangsmikilli og nákvæmri tölvuskráningu. Ritmálsskrá. Um er að ræða tölvuskrá um öll uppflettiorð í að- alseðlasafni Orðabókarinnar, rit- málssafninu. Eru þaö rúmlega 600 þús. orð ásamt upplýsingum um nokkur°meginatriði, svo sem orð- flokk, fjölda dæma og elztu heimild. Hefur verið gengið frá skránni í gagnasafnskerfi og þannig veittur aðgangur aö henni til margs konar upplýsingaleitar, bæði í þágu orða- bókastarfsins og til annarra athug- ana. Þessi skrá er ómetanleg fyrir Kjállaiinn Jón Aðalsteinn Jónsson, forstöðumaður Orðabókar Háskólans starfsemi Orðabókarinnar og eins þá fræðimenn, sem vilja kanna ís- lenzkan orðaforða síðustu fjórar aldirnar. Talmálssafn. í þessu safni eru umsagnir heimildarmanna um orð og orðasambönd úr mæltu máh, sem borizt hafa til Orðabókarinnar eftir ýmsum leiðum. Eru hér mörg orð, sem engin dæmi eru um í aðal- safni Örðabókarinnar. Þessu safni verður einnig komið í tölvutækan búning við fyrstu hentugleika. Orðtaka. Aðalseðlasafn Orða- bókarinnar hefur orðiö til við svo- kallaða orðtöku, sem felst í því að afmarka athyglisverð orð og merk- ingar í riti. Tölvutæknin felur í sér mikla möguleika á að stunda orð- töku, ekki sízt orða- og dæmaleit, á enn stórvirkari og markvissari hátt en áður. Orðabókin hefur á undan- fömum árum komið sér upp miklu textasafni, sem geymt er á tölvu. Á næstunni verður unnið að því að nýta þetta safn til orðtöku og dæmaleitar til uppfylhngar á öðr- um söfnum Orðabókarinnar. Söguleg sagnorðabók. Viðamesta verkefniö framundan er gerð sögu- legrar orðabókar um sagnorð sem byggð er á þeim efniviði, sem söfn Orðabókarinnar hafa að geyma. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir í nokkur ár, framsetning orða- bókartextans liggur að mestu leyti fyrir og efniviður allmargra sagna hefur þegar verið greindur og flokkaður. Allt efnið er tölvuskráð í sérstöku gagnasafnskerfi. Sagn- orðabókin er hugsuð sem fyrsti áfanginn í gerð þeirrar stóru sögu- legu orðabókar um íslenzkan orða- forða, sem Orðabók Háskólans er ætlað að semja. Tölvuvæðing OH Eins og komið hefur fram hér á undan, fer nær aht starf á stofnun- inni fram með aðstoð tölva. OH hefur orðið brautryðjandi á sviði máltölvunar og gegnir þar forystu- hlutverki. Orðabókin hefur sinnt margvíslegum verkefnum á því sviði. Meginverkefnið snertir vita- skuld sjálft orðabókarstarfið. Sett hafa verið upp tölvukerfi vegna rit- sjórnar og orðtöku, svo að dæmi séu tekin. Hér má auk þess nefna að Orðabókin hefur íslenzkað hið víðkunna setningar- og umbrots- forrit TEX og er það notað við gerð orðabókartextans, bæði sagnorða- bókarinnar sem fyrr er nefnd, og auk þess við gerð þeirra orðabóka, sem nefndar eru hér á eftir. Orðtíðnibók. Unnið er að samn- ingu orðabókar um tíðni orða í ís- lenzku nútímámáh og er verulegur skriður kominn á það verk. Fyrsti áfanginn í því verki var orðtíðni- könnun, sem fram fór á árunum 1986-1987 og var reist á völdum textum úr tölvutæku textasafni Orðabókarinnar. í þeirri orðtíðni- bók, sem nú er í samningu, verða greind um 500 þús. lesmálsorð - tíu sinnum íleiri orð en í fyrri könnun. Tölvuforrit, sem þegar hefur verið samið, 'verður notað til að greina vélrænt öh þessi orð eftir orðflokk- um þeirra, beygingarmyndum og fallstýringu. Athugun á þessari vélrænu greiningu hefur leitt í ljós, að hún verði a.m.k. rétt fyrir um 85% orðanna. Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvert gagn má hafa af þessari bók, en ætlunin er, að hún komi út síðla árs 1990. Útgáfuverkefni Síðustu árin hefur farið fram undirbúningur að margþættri út- gáfustarfsemi á vegum OH. Hún er forsenda þess, að stofnunin geti gegnt hlutverki sínu. Viðfangsefni sérfræðinga stofnunarinnar eru einnig mörg hver þannig vaxin, að miklu máh sktiptir, að þau skih sér með útgáfum. Tímaritið Orð og tunga. Á síðasta ári kom út fyrsti árgangur tímarits um íslenzka orðfræði og orðabóka- fræði undir heitinu Orð og tunga. í ritinu eru greinar eftir starfs- menn stofnunarinnar um ýmis við- fangsefni, sem beint eða óbeint tengjast orðabókarstarfinu. Er ætl- unin, að rit þetta komi út árlega. Orðfræðirit fyrri alda. Hafinn er undirbúningur undir fræðilega útgáfu orðfræðirita frá fyrri tíð, einkum orðabóka. Auk eiginlegs texta bókanna verður birt stuðn- ingsefni, reist á úrvinnslu þeirra gagna, sem bækurnar hafa að geyma. Má vænta tveggja rita í þessum flokki innan ekki langs tíma. Er það orðabók Guðmundar Andréssonar frá 17. öld og dönsk- íslenzk orðabók sr. Gunnlaugs Oddssonar frá upphafi 19. aldar. Þá hefur verið rætt um endurút- gáfu á hinni miklu orðabók sr. Bjöms Hahdórssonar í Sauðlauks- dal frá 18. öld. Loks er hugsað til útgáfu á Nýrri danskri orðabók sr. Jónasar Jónassonar á Hrafnagili frá 1896. Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar. Á langri starfsævi sinni á Orðabók Háskólans vann Ásgeir Blöndal Magnússon að samningu stórrar orðabókar um íslenzkar orðsifjar, þar sem ætterni íslenzkra orða er rakið með hlið- sjón af skyldum málum og saman- burðarmálfræði. Er fyrirhugað, að bókin komi út seint á þessu ári. Öll setning og vinnsla bókarinnar fer fram á Orðabók Háskólans. Þjónustuverkefni Um fimm ára skeið hefur stofn- unin unnið að sérstökum verkefn- um fyrir IBM á íslandi. Er það einkum fólgið í tvennu: í fyrsta lagi hefur verið samiö sérstakt leiðrétt- ingarforrit (Ritskyggnir), sem not- að er í ritvinnlukerfum IBM. Þetta verk var hið fyrsta sinnar tegund- ar, sem unnið var hér á landi. í öðru lagi hefur verið unnið við ís- lenzkun á forritum og alls kyns bókum og bæklingum, sem tengjast tölvum. Með þeirri vinnu er unnið hið merkilegasta málræktarstarf. Um fjölmörg ár hafa ýmsir aðilar leitað th Orðabókarinnar með margs konar fyrirspurnir um orð og merkingar. Segja má, að þetta gerist daglega og fer stöðugt vax- andi. Að sjálfsögðu er greitt úr öll- um fyrirspurnum eftir beztu getu. Orðabókin hefur einnig dreift án endurgjalds íslenzkri gerð TEX- forritsins. Úsammvinnu við heim- spekidehd er verið að koma upp öflugri aðstöðu til setningar á hvers kyns fræðilegu efni með TEX. Jón Aðalsteinn Jónsson „Eru nú í söfnum Orðabókarinnar um 2 lA milljón seðla með margvíslegum fróðleik um einstök orð og merkingar þeirra.“ í kjölfar samninga Heldur sýnist skuggalega horfa fyrir ríkisstjórninni, þessa síðustu og verstu tíma... Óvinsælasta ríkis- stjóm sem um getur síðan skoð- anakannanir hófust, segja íjölmiðl- ar. Skáískönnun 13. júní sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allir hinir og fengi samkv. því, ef nú yrði kosið, nógan þing- styrk til að mynda einn ríkisstjórn. Slíkur draumur mun hafa blund- að með íhaldinu í áratugi. - Og hver veit nema þessari ríkisstjórn takist að gera hann að veruleika? - Hins vegar er ástandið ekki eins skuggalegt og virðist fljótt á litið, því aðeins um 60% vildu svara. - Og í könnun, sem gerð var fyrir Mbl., var fylgi Sjálfstæðisflokksins 39,3% og hafði minnkað frá því næst á undan. Greinilegt er að margir eru reiðir út í ríkisstjórnina nú um stundir og gera sér ekki grein fyrir þeim vanda sem við er að glíma eftir hrunadans ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. - Það má þó ljóst vera að grunnurinn að yfirstandandi ástandi var lagður í tíð tveggja frv. ríkisstjórna og gegndi Þorsteinn Pálsson ráðherraembætti í þeim báðum. Þeirri fyrri ýmist sem ut- anríkis- eða íjármála- og í þeirri síðari sem forsætisráðherra. Fjölmiðlaglaður formaður Nú vih Sjálfstæðisflokkurinn að ríkisstjórnin segi af sér hið bráð- asta... gengið verði th kosninga og KjaJlariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður ný stjórn mynduð áður en Alþingi kemur saman í haust. Sennilega er þaö í tilefni af því hve fjölmiðlaglaður formaður flokksins hefir verið að undan- fórnu. - Það var stórkostlegt að heyra hann deha geði við þjóðar- sáhna á rás 2 fyrir skömmu. Auð- heyrt var samt að hann hafði gleymt fortíð sinni í frv. ríkis- stjórnum... Mundi hvorki Rómar- bruna eða ófreskju, erlenda skuldasöfnun né uppgjafarástand framleiðsluatvinnuveganna, lokun fiskvinnslufyrirtækjanna, neyðar- ástand og atvinnuleysi sem blasti við úr öllum áttum þegar ríkis- stjóm hans gafst upp. Þakklát þjóðarsál Þetta er arfurinn sem núverandi ríkisstjórn fær að takast á við og Þorsteinn Pálsson vill sverja af sér að hafa miðlað henni. - Nú er að hans mati um að gera að koma rík- isstjórninni frá áður en meira tjón hlýst af... Hann er reiðubúinn að bjarga þjóð sinni úr háskanum með margvíslegum ráðum: byggja upp framleiðsluatvinnuvegina, skapa fyrirtækjum góð rekstrarskilyrði, svo að þau géti greitt starfsfólki sínu góð laun, ekki skuli tekin er- lend lán. Skattar verði að lækka stóriega... Engin meining í að láta ríkið fá svona stóran hlut. Þjóðarsáhn var gjörsamlega upp- numin eins og vænta mátti, samkv. skoðanakönnunum og þakkaði hjartanlega fyrir sig. - Það var þvi líkast sem hún hefði heyrt rödd himnesks sendiboða sem ætlaði að leysa hana úr öllum vanda og gefa henni nýtt líf. Þó mátti aðeins heyra annars konar hljóm. Rétt eins og blessuð þjóðarsáhn hefði aht í einu öðlast vit og skilning... væri reiðubúin að leita leiða til að hressa upp á minni flokksfor- mannsins ef unnt væri. En þá var nú Þorsteini Pálssyni nóg boðið, ef hann átti að fara að svara fyrir gerðir sínar og samkv. venju brá hann því fyrir sig þindar- lausum vaðh og yfirgangi. Hrikaleg mistök Þetta segir hins vegar ekki það að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sé einhver fyrirmynd. - Því miður er það ekki svo. Ef ein- hverjir skyldu hafa haft um hana shkar væntingar hljóta þeir að hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum. Varla trúi ég öðru en samningar stjórnarinnar við BHMR á aht öðr- um forsendum en BSRB samning- arnir hljóðuðu upp á hafi komið mörgum fyrir sjónir sem hrikaleg mistök. - Sæmra hefði sýnst að láta kjaradóm fjalla um málið. En ríkísstjómin kaus heldur að ómerkja eigin orð og auka marg- faldlega launamisréttið. En auðvit- að kemur þetta ráðherrunum sjálf- um th góða og hver er sjálfum sér næstur. Nú hefur þingfararkaup hækkað um 11.700 krónur á mán- uði og ráðherralaun þaðan af meira á sama tíma og lægstu laun hækka um 2000 krónur. Síðan líða stjórnvöld hömlu- lausar verðhækkanir - hækkun landbúnaðarvara 15-20% og annað að sama skapi. - Þetta skilst mér , að gangi þvert á kjarasamninga við BSRB. Kannski má segja um þetta eins og sagt hefir verið um ýmis- legt annað. Löglegt en siðlaust og ekki meira um það. Hvað varð um þau fögru fyrirheit? Kannski er ekki vonlaust að rík- isstjórnin nái áttum og reyni að losa sig við svipmót tveggja frv. ríkisstjórna sem flestir höfðu feng- ið nóg af. - Samt spáir það ekki góðu að hún skyldi ekki hafa sið- ferðisþrek th að ganga gegn sphl- ingunni sem fest hefir rætur á Al- þingi og afnema fyrir fullt og allt ódýr áfengiskaup og biðlaunabrjál- æðið, svo eitthvað sé nefnt. Er ekki tímabært að gera eitthvað fleira en ausa fé í hla rekna og sphlta atvinnuvegi til lands og sjáv- ar? Átti ekki að koma böndum á fjármagnsmarkaðinn og leggja nið- ur lánskjaravísitölu? ... Hvenær á að byrja?... Hvað varð um þau fögru fyrirheit? - Hafa þau kannski gufað upp í hraðvaxandi verðbólgu? Aðalheiður Jónsdóttir. „Kannski er ekki vonlaust að ríkis- stjórnin nái áttum og reyni að losa sig við svipmót tveggja fyrrverandi ríkis- stjórna sem flestir höfðu fengið nóg af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.