Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Viðskipti____________________________________________dv Hverjir græða á bensínverðshækkunum? Hærra bensínverð mest vegna aukinna skatta - auknir skattar ríkisins í bensínverði langt mnfram verðlagshækkanir Hvert fer bensínhækkunin ? 92 okt. 98 okt. 13,40 króna hækkun á 15,70 króna hækkun á bensínverði frá júlí í bensínverði frá júlí í Ríkið græðir langmest á bensínhækkunum hérlendis og hirðir til sín lang- stærsta hluta kökunnar af öllum bensinverðshækkunum. Hækkandi bensínverð hérlendis stafar langmest af aukinni skatt- heimtu ríkisins í bensínverði. Þegar verðlagsráð hækkaði verð á blýlausu bensíni, 92 oktana, í 52 krónur lítr- ann 1. júni síöastliðinn voru íslensk stjómvöld að auka hluta sinn í bens- ínverði um 45 prósent á aðeins ellefu mánuðum á meðan verðlag, bygging- arvísitalan, hækkaði á sama tíma um 17 prósent. Mótmæli almennings við þessu háa bensínverði á sama tíma og að þreng- ir í buddu hans vegna annarra vöru- verðshækkana leiddu til þess að rík- isstjómin gaf eftir í skattheimtunni og lækkaði verðið í gær á blýlausu bensíni úr 52 krónum í 50 krónur. Það þýddi að aukning skatta ís- lenskra stjómvalda í verði blýlauss bensíns á síðustu ellefu mánuðum hækkaði ekki um 45 prósent heldur um 37 prósent. Ríkið gaf hins vegar ekki fet eftir í skattheimtu sinni á súperbensíninu og enn kostar lítrinn af þvi 54 krónur. Lítrinn á 36,60 krónur í fyrra Blýlaust bensín kostaði í júlí í fyrrasumar 36,60 krónur lítrinn. Af þvi fóra 23,54 krónur í skatta til ríkis- ins. Um áramótin síðustu steig ríkis- stjómin sitt næsta stóra skref í auk- inni skattheimtu á bensíni og náði sér í rúmar 5 krónur í aukna skatta. Þar sem aðrir liðir í bensínverðinu lækkuðu örlítið á sama tíma varð hækkun bensínverðsins til bíleig- enda aðeins minni eða um 4,40 krón- ur. Næsta stóra skref ríkisstjómar- innar í aukinni skattheimtu sinni á bensíninu var 1. júni þegar hlutur ríkisins í 52 króna bensínverði var orðinn 34,17 krónur. Þetta er meira en lítiö athyglisvert. Á ellefu mánuðum hafði verð 92 okt- ana bensíns hækkað um 15,50 krónur lítrinn. Af því vom um 10,64 krónur vegna aukinna skatta ríkisins í bens- ínverði en 4,76 krónur vegna gengis- fellingar krónunnar og hækkandi bensínverðs í Rotterdam. 2ja króna lækkun í gær Og svo kom gærdagurinn. Við Bensin hækkaði í Rotterdam í vor en hefur lækkað aftur. lækkunina í gær hefur verð á 92 okt- ana bensíni hækkað um 13,40 krónur á síöustu ellefu mánuðum og af því eru um 8,64 krónur vegna aukinna skatta ríkisins en 4,76 krónur vegna gengisfellingar krónunnar og hærra bensínverðs í Rotterdam. Skattheimta ríkisins í bensínverði hefur verið til umræðu í fjölmörg ár. Fréttaljós Jón G. Hauksson Á bensíni em 50 prósent toliar sem renna til ríkisins. Og á bensíni er 25 prósent söluskattur. Báðir þessir skattar þýða að þegar verð á bensíni hækkar í Rotterdam, og innkaups- verðið hækkar þar með, þá koma fleiri krónur í kassann hjá ríkis- stjóminni. Þetta hefur verið gagn- rýnt. Þá er það veggjaldið svonefnda eða bensíngjaldið eins og það hefur verið nefnt í fjölmiðlum síðustu daga. í lögum um bensínverð segir að stjóm- völd geti hækkað veggjaldið í sam- ræmi við hækkun byggingarvísi- tölunnar. 20 prósent af skattinum í vegagerð? Aftur má spyrja sig hvort ekki sé nauðsynlegt að hækka veggjaldiö og aðra skatta á bíleigendur til að hægt sé að vinna að góðri vegagerð á ís- landi, leggja nýja vegi og betri og hafa flesta þeirra með bundnu slit- lagi? Að sögn Jónasar Bjamasonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, áætlar hann að af tekjum ríkisins af bílum og rekstri fari ekki nema um 20 prósent í vega- gerö fyrir bíleigendur. Afgangurinn fari í samneysluna. Af þessu má ráða að hið opinbera notar bíleigendur sem uppsprettu skatta til samneyslunnar. 1 króna af hverjum 5 krónum fer í vegi og viö- hald ríkisins. Hinar 4 krónurnar not- ar ríkið í annaö. Rök með aukinni skattheimtu í bensínverði Hagfræðingar hafa sumir hvetjir fært rök fyrir því að ríkisstjórnir eigi aö leggja mikla skatta á bíla og bens- ín. Rök þeirra hafa verið þau að olía sé takmörkuð auðlind sem einhvern daginn þrýtur. Áður en síðasti drop- inn komi úr olíukrananum eigi fram- boðiö eftir að minnka hægt og síg- andi sem aftur þýði hærra olíuverð. Það dragi úr hagvexti þjóða, rýri við- skiptakjörin og auki á veröbólgu. Því minna sem þjóðir nota af olíu og bensíni því minni sé olíureikningur- inn og þeim mun minni áhrif hafi hærra olíuverð Arabíukarlanna á lífskjörin. Hærra verö vegna aukinn- ar skattheimtu í bensínverði dragi þess vegna úr notkuninni, fólk aki minna, taki oftar strætisvagna, eigi eyðslugranna bíla í stað bensínháka og hugsanlega hafi fjölskyldur ekki efni á nema einum bO á heimih í stað tveggja. Tilgangurinn sé sá að spara sem mest af olíu og verða þar með minna háður olíuveröshækkunum. Aukin skattheimta - meiri verðbólga Þegar ríkisstjórnir hækka hins vegar skatta á bensíni hefur það verðbólgu í fór með sér. Bæði beint og óbeint. Farið með leigubílnum veröur dýrara. Það kostar meira í strætó. Allur tilkostnaður verk- smiðja og skipa, sem nota olíu, verð- ur meiri og framleiðsluvaran hækk- ar í verði. Kostnaður heimilanna verður að sama skapi meiri og heim- ilisfólkið biður atvinnurekendur sína um hærri laun. Stórsamnlngur útgefenda og myndbandaleiga: Vettan á myndbandamarkaðn- um er áætluð um 700milljónir Þeir hafa eldað grátt silfur í mörg ár og fyrir aðeins tveimur árum sig- uðu myndbandaútgefendur lögregl- unni á myndbandaleigumar í frægri lögregluárás þar sem ólögleg mynd- bönd vom gerð upptæk. Nú er tíðin önnur. í fyrradag gerðu Félag mynd- bandaútgefenda og Samband mynd- bandaleiga með sér samning sem nær til alls myndbandamarkaðarins íslenska en áætlað er að hann velti um 700 milljónum króna á þessu ári. „Samkomulagið gengur út á að efla ímynd og bæta faglega þjónustu á myndbandamarkaðnum. Mynd- bandaútgefendur munu framvegis eingöngu selja þeim sem em í Sam- bandi myndbandaleiga myndbönd með afslætti. Þá er með samningnum tryggt að myndbandaleigur hafi ekki til leigu neitt það myndbandsefni sem ekki er rétthafi fyrir á íslandi," segir Steinar Berg ísleifsson, formað- ur Félags myndbandaútgefenda, um nýjan stórsamning á myndbanda- Fyrir tveimur árum siguðu myndbandaútgefendur lögreglunni á mynd- bandaleigurnar. Nú hafa menn tekið höndum saman, kveðið niður fortiðar- drauga óg gert með sér samning. markaðnum. Um tíu útgefendur em í Félagi myndbandaútgefenda. Steinar er stærstur þeirra en hann er meö um- boö fyrir CBS-Fox og Warner Brot- hers myndbönd. Að auki em í félag- inu fyrirtæki eins og Skífan, Há- skólabíó, Bíóhölhn og JB svo nokkur séu nefnd. í Sambandi myndbandaleiga em allar helstu og stærstu myndbanda- leigumar. Þó vantar þá stærstu, Vídeóhöllina. Tahð er að um 100 myndbandaleigur séu nú starfandi á íslandi. Þrátt fyrir ríg undanfarinna ára segir Steinar að samningurinn hafi gengið ljúfmannlega fyrir sig og allir þeir sem að honum standa hafi ein- róma ákveðiö að kveða niður alla fortíðardrauga. Eftir að kvikmynd hefur verið frumsýnd í bíói líða að jafnaði 3 til 6 mánuðir þar til hægt er að fá hana á myndbandaleigu. -JGH Fá arabarnir eitthvað? Þess vegna er athyglisvert að sjá hvert bensínverðshækkunin frá júlí í fyrra hefur farið. Það eru ekki olíu- karlamir í hvítu arabaklæðunum sem hafa fengiö hækkunina heldur hefur hinn frægi íslenski ríkissjóður fengið bróðurpartinn. Gengisfelling krónunnar kemur líka til sögunnar og skýrir megniö af afgangnum af hækkuninni. Hækkandi olíuverð í Rotterdam vegur síðan minnst í hækkuninni á bensínverði hér inn- anlands - hvað þá þegar verðið lækk- ar aftur eins og nú á sér stað í Rott- erdam. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14-18 Úb.Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-20 Vb,Úb 6mán. uppsögn 16-22 Vb 12mán. uppsögn 18-20 Úb 18mán. uppsögn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab,Sp Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Sb Innlán meðsérkjörum 27-35 Ab Innlángengistryggð Bandarikjadalir 8-8,75 Ab Sterlingspund 11,75-13 Lb,Bb,- Ib.Vb,- Sb . Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 7,75-8,25 Lb.lb,- Vb.Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 31-34,5 Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 33-37,25 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 34,5-39 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,25-8.75 Lb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 27,5-34,5 Úb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir nema Úb Sterlingspund 15,75-16 Allir nema Úb Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR överðtr. júní 89 29.3 Verðtr.júní89 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 2475 stig Byggingavísitala júní 453stig Byggingavisitalajúní 141,6stig Húsaleiguvisitala 1,25%hækkun1.april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,966 Einingabréf 2 2,202 Einingabréf 3 2,591 Skammtímabréf 1,367 Lífeyrisbréf 1,994 Gengisbréf 1,768 Kjarabréf 3,928 Markbréf 2,084 Tekjubréf 1,739 Skyndibréf 1,194 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 1.896 Sjóðsbréf 2 1,515 Sjóðsbréf 3 1,342 Sjóðsbréf 4 1,119 Vaxtasjóösbréf 1,3445 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 360 kr. Flugleiðir 175 kr. Hampiðjan 164 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. Iðnaðarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýíubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.