Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Síða 17
16
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989.
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989.
17
íþróttir
Iþróttir
framundan hjá honum
Vera Péturs Guðmundssonar hjá bandaríska
körfuknattleiksliðinu Los Angeles Lakers er á
enda. Pétur tók tilboði Lakers á dögunum um að
• Pétur Guömundsson í teik meö San Antonio Spurs gegn Los Angeles Lakers. Pétur melddist á æfingu
með Lakers í síðustu viku og sem stendur er llkiegast að hann fari tll Miiwaukee Bucks.
en
„Ég náði því að æfa þrívegis meö La-
kers en á þriðju æfingunni meiddist
ég á hásin, tognaði, og verð að taka
mér að minnsta kosti tveggja vikna
hvíld. Ég náði því engum leik á mótinu
sjálfu og það voru mér alveg gífurlega
mikil vonþrigði,“ sagði Pétur Guð-
mundson körfuknattleiksraaður i sam-
tali við DV í gær.
Óheppnin eltir Pétur. Á sínum tíma
samdi hann við Lakers en varð að fara
frá- félaginu eftir að hafa moiðst í baki.
Næst lá leiðin til San Antonio Spurs
og þar raeiddist Pétur illa á hné og
vart að gangast undir uppskurð. Mis-
tök lækna urðu þess valdandi að hann
varð að fara í aðra aðgerð og þegar
hann mætti á dögunum til Los Angeles
var hann búinn að fá sig góðan af hné-
meiðslunum og kominn í mjög góða
hásinin sig.
Evrc
sudraumurinrt
erað enguorðinn
Pétur sagði viö DV í gær: „Þaö er Ijóst
að draumurinn um að koroast að hjá
Lakers eöa sterku félagi í Evrópu er
úr sögunni. Nú verð ég að reyna að
komast að hjá einhveriu öðru liði í
NBA-deildinni. Ég hef rætt við for-
ráðamenn Milwaukee Bucks og þefr
hafa lýst yfir miklum áhuga á að fá
mig til liðsins. Þeir hafa sagt viö mig
að mér standí allar dyr opnar hjá félag-
inu. Það má því segja að ég hafi sett
stefnuna á að koraast að hjá Mil-
waukee en auðvitað mun ég skoða
fleiri möguleika. Ég og umboösmaður
minn munum athuga ýmis mál á
næstu vikum en tveir mánuðir eru enn
til stefiiu þar til NBA-liðin fara í æf-
ingabúðir fyrir næsta keppnistímabil.“
Enn mótlæti
Pétur hefur nú enn einu sinni orðið
fyrir mótlæti á ferli sínum. Þó var einn
ljós punktur á ferö hans til Los Ange-
les: „Ég tók miög hressilega á á æfing-
unum hiá Lakers og fann ekki til í
hnénu. Ég held að ég hafi alveg náð
mór af hnémeiðslunum. En auðvitað
er ég gífurlega svekktur. Þetta er enn
eitt áfallið sera ég verð fyrir á skömra-
um tíma og nú er bara að reyna að
yfirstíga það sem allra fyrst og komast
í slagimi á ný,“ sagði Pétur Guðmunds-
son. -SK
Hart barist í bikarnum í kvöld
í kvöld fara fram báðir leikirnir í
undanúrslitum mjólkurbikarkeppni
KSÍ. Þá leika ÍBV og KR í Vest-
mannaeyjum og Keflvíkingar taka á
móti Fram á Keflavíkurvelli. Báðir
leikirnir hefjast kl. 19.
„Leggst vel í okkur“
„Leikurinn leggst þokkalega í okkur
Eyjamenn. Við eru hóflega bjartsýn-
ir og ég tel að við eigum jafna mögu-
leika. Við höfum allt að vinna en
engu að tapa,“ sagði Sigurlás Þor-
leifsson, þjálfari og leikmaður Eyja-
manna í knattspyrnu, í samtah við
DV en Vestmannaeyingar mæta KR-
ingum eins og áður sagði.
Strákarnir eru nokkuð vel stilltir
inn á leikinn eftir þjóðhátíðina og góð
stemmning er á meðal bæjarbúa fyr-
ir leiknum og víst er að þeir munu
fjölmenna á völlinn í kvöld,“ sagði
Sigurlás Þorleifsson.
„Þeir verða
sterkir heima“
„Þetta verður gífurlega erfiður leik-
ur hjá okkur í kvöld. Þeir eru búnir
að slá út tvö 1. deildar hð og eru í
hörkuformi. Þeir verða sérstaklega
sterkir á heimavelli en við erum bún-
ir að undirbúa okkur vel og ætlum
að sigra,“ sagði KR-ingurinn Björn
Rafnsson er hann var spurður um
viðureignina í Eyjum.
„Gerum okkar besta“
„Þetta verður hörkuleikur í kvöld
og ég ætla að bjóða Framara vel-
komna til Keflavikur. Við erum sýnd
veiði en ekki gefm og ætlum að gera
meisturunum lífið leitt í kvöld.
Framarar eru með mjög sterkt lið og
verða erfiðir en við munum gera
okkar besta," sagði Freyr Sverrisson,
fyrirhði Keflvíkinga, en þeir fá Fram
í heimsókn.
„Ætlum að fara alla leið“
„Við erum ekkert of spenntir og tök-
um þessu með mikilli ró enda erum
við Framarar orðnir vanir því að
leika erfiða og þýðingarmikla leiki.
Við fengum skell í bikamum í fyrra
en nú ætlum við að fara aila leið. Því
er augljóst að ekkert annað en sigur
kemur til greina í Keflavík í kvöld,“
sagði Pétur Ormslev, Framarinn
leilcreyndi, í spjalli við DV.
-JKS/RR
Drengjaliðið
fékk skell
íslenska drengjalandsliftið tapaði í gærkvöldi fyrir Norðmönnum, 1-2, á
Norðurlandamótinu í Englandi.
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spymu mátti þola tap, 1-2, fyrir
Norðmönnum á Norðurlandamótinu
í Englandi í gærkvöldi. Leikurinn,
sem fram fór á Gay Meadow í
Shrewsbury, var frekar slakur og
íslenska liðið náði sér ekki vel á
strik. íslenska liðið hafði forystuna
í leikhléi en það var Kristinn Láms-
son sem kom íslendingum yfir með
failegu marki á 14. mínútu. Stuttu
síðar var augljósri vítaspymu sleppt
þegar einn íslensku strákanna var
felldur inni í vítateig Norðmanna. í
síðari hálfleik náðu Norðmenn að
tryggja sér sigurinn með tveimur
mörkum seint í leiknum.
íslenska liðið á tvo leiki eftir gegn
Dönum og Svíum og ef þeir vinnast
báðir á hðið góða möguleika því
keppnin er mjög jöfn. I gærkvöldi
unnu Englendingar Dani, 2-1, og
Finnar unnu Svía, 2-1.
-RR
George Foreman er frekar hrika-
legur á þessari mynd sem birtist á forsíðu banda-
ríska tímaritsins Sport lllustrated. Foreman er
fertugur og dreymir nú um að fá að mæta Mike
Tyson. Foreman varð heimsmeistari í þungavigt
hnefaleika árið 1973 er hann rotaði Joe Frazer í
sögulegum bardaga á Jamaíka. Nú hefur hungrið
í heimsmeistaratitil gert vart við sig á ný og hefur
Foreman sett stefnuna á titilinn.
Hann hef ur aldrei séð
mann eins og mig“
segir George Foreman sem vill slást við Tyson
Gamla brýnið, George Foreman, hefur lýst því yfir að
hann vilji beriast við Mike Tyson um heimsmeistaratit-
ilinn í þungavigt hnefaleika. Foreman er fertugur en
lætur sér þó ekki allt fyrir briósti brenna.
Foreman er heimskunnur hnefaleikari
og árið 1973 varð hann heimsmeistari eftir
sögulega viðureign gegn Joe Frazer á
Jamaíka. Þar barði Foreman Frazer eins
og harðfisk og eftir að Frazer hafði fallið
sex sinnum í gólfið rotaði Foreman hann
og varð heimsmeistari aðeins 24 ára gam-
all. George Foreman er fyrst og fremst
þekktur fyrir að vera mjög höggþungur
og þeir eru margir andstæðingar hans sem
kvartað hafa sáran yfir hrikalegum högg-
um kappans. Þess eru dæmi að andstæð-
ingar hans hafi hreinlega gefist upp fyrir
lok bardaga vegna hræðslu við alvarleg
meiösli.
Foreman hefur æft vel upp á síðkastið
og hungrið í heimsmeistaratitilinn hefur
gert vart við sig á ný. Almennt er talið að
Foreman eigi enga möguleika á að sigra
Tyson. Foreman er mun hávaxnari og
þyngri og hann er mun reyndari hnefa-
leikari en Tyson. Á móti kemur að Tyson
er mun yngri og sneggri og hefur verið
ósigrandi í þungavigtinni undanfarin ár.
Sérfræðingar í hnefaleikum segja að
Foreman sé sá hnefaleikari sem jafnvel
eigi mesta möguleika gegn Tyson í dag.
Sjálfur er Foreman hinn brattasti eins og
hnefaleikara er vani og hann segir: „Tyson
hefur rotað marga hnefaleikara en hann
hefur aldrei séð mann eins og mig í
hringnum. Ég er ekki heimsins besti
hnefaleikari. Eg er hins vegar sérstakur
að því leyti að ég veiti andstæðingum mín-
um vel útilátin högg og vonandi fær Tyson
að finna fyrir þeim.“ Og nú er bara að
vona að Foreman fái tækifæri til að slást
við Mike Tyson og er talið líklegt að af
shkum bardaga verði. -SK
Sigurður i
þnðja sæti
- og Einar í því flórða á grand prix í gærkvöldi
HSpjótkastaramir Sigurður Keppnin í spjótkastinu var annars
Einarsson og Einar Vil- hörð og spennandi. Bretinn Steve
frjálmsson voru heldur bet- Barcley sigraði með mjög góðu kasti
ur í sviðsljósinu á grand sem mældist 85,86 metrar en það var
prix mótinu i Búdapest í Ungverja- einmitt síðasta kast Bretans í gær-
landi í gærkvöldi. Sigurður kastaði kvöldi. Sovéskur spjótkastari varð
síðan í öðru sæti með ka9ti upp á
og Einar varð íjórði með kast sem
mældist 81,32 metrar.
Árangur Sigurðar er sérstaklega
athyglisverður en þetta er í fyrsta
skipti sem hann hafnar fyrir ofan
Einar á móti.
82,18 metra.
Grand prix mótið í gærkvöldi var
geysilega sterkt og því er árangur
Islendingannameð miklum ágætum.
-RR
Björn Rafnsson.
Atli í Tyrklandi
næstu tvö árin
- hefur gert samkomulag við Genclerbirligi frá Ankara
Atli Eðvaldsson úr Vai,
fyrirliði íslenska lands-
liðsins í knattspyrnu,
leikur með tyrkneska 1.
deildarfélaginu Genclerbirligi frá
Ankara næstu tvö keppnistímabil.
Hann fer til félagsins þann 1. okt-
óber og hefur gert samkomulag
• Atli Eðvaldsson leikur með Genc-
lerbirligi í Tyrklandi næstu tvö árin.
um að leika með því út maí árið
1991.
Atli fór tfl Tyrklands í síðustu
viku og gekk frá samkomulagi við
stjóm Genclerbirligi. „Mér líst
mjög vel á mig hjá félaginu, að-
stæður eru góðar og það greinflega
vel rekið. Það er gaman að fá svona
tækifæri, orðinn 32 ára gamall,
enda var ég ekki með áætlanir um
að fara aftur í atvinnumennskuna
fyrr en Tyrkirnir fóru að hafa
samband við mig,“ sagði Atli í
samtali við DV í gær.
Uerdingen selur Atla
fyrir 50 þúsund mörk
Atii lék í níu ár með atvinnuliðum
í Vestur-Þýskalandi, Dortmund,
Dússeldorf og Uerdingen. Hann hætti
hjá Uerdingen vorið 1988 og hefur
síðan leikið með Val og einnig smá-
tíma með vestur-þýska áhuga-
mannaliðinu Turu Dusseldorf síð-
asta vetur. Samkvæmt reglum
Knattspymusambands Evrópu á fé-
lag sölurétt á leikmönnum í fimm ár
eftir að þeir hætta sem atvinnumenn
og það er því Uerdingen sem selur
Atla til Tyrklands.
„Tyrkimir þurfa aðeins að greiða
Uerdingen um 50 þúsund mörk fyrir
mig eða um eina og hálfa milljón
króna og það er skýringin á því hve
fast þeir sóttu að ég kæmi til þeirra.
Ég hafði engan áhuga til að byrja
með en eftir að þeir höföu hringt í
mig daglega í langan tíma sló ég til
og skrapp út til að líta á aðstæður
og ákvað þá að taka boði þeirra,“
sagði Atli.
Atli á batavegi
Atli hefur ekki getað leikið með
Valsmönnum upp á síðkastið vegna
meiðsla í baki. Hann er á batavegi
og telur möguleika á að geta veriö
með gegn Víkingi á sunnudaginn og
nær örugglega gegn Fram annan
fimmtudag. „Og landsleiknum gegn
Austurríkismönnum í Salzburg þann
23. má ég ekki fyrir nokkra muni
missaaf!" sagðilandsliðsfyrirliðinn.
-VS
• Sigurlás Þorleifsson.
Tveir fóru
holu í höggi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
holu í höggi á 4. braut en Guðni á
6. braut vallarins að Jaðri.
Tveir kappar, sem vom
kunnir hér á árum áður
sem knattspymumenn
með ÍBA-liðinu, fóru fyr-
ir skömmu holu í höggi á golfvell-
inum á Akureyri.
Þetta vom þeir Guðni Jónsson
og Pétur Sigurðsson sem báðir
snem sér að golfinu eftir að þeir
hættu í knattspymunni. Pétur fór