Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1989, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989. 25 Sviðsljós Þarna situr nýrikasti maðurinn á Selfossi, Viðar Bjarnason heildsali, ásamt konu sinni, Eygló Gránz. Þau hjónin drifu sig bara með sófasettið í Galtalækjarskóg, svona til að hafa þetta dálítið heimilislegt. Þorvaldur Guðmundsson, kennari frá Selfossi, grillar ofan í fjölskylduna i góðviðrinu i Galtalækjarskógi. Fyrir aftan hann er sonur hans að teyga ferskt fjallavatn úr rauðvínsflösku. DV-mynd K.E. Selfossi Ekki bara fyllirí og biðraðir á kamra Það var geysilegur fjöldi fólks semlagði land undir fót um helgina og skellti sér á útihátíðir. Nóg höf- um við frétt af þeim sem skvettu kannski of ærlega úr klaufunum er í sveitasæluna var komið. Af öllum hinum, sem fóru í ósköp venjulega útilegu með gítarinn, tjaldið og grilhð, hefur htið frést. Hér koma nokkrar svipmyndir af hressum ferðalöngum sem fengu hið ágætasta yfirlit yfir íslenska veðráttu um helgina. Sem sagt sól- skin, rigningu, rok, þoku og súld. -gh „Allt sem við viljum er friður á jörð.“ Þau minna óneitanlega á blómabörnin fyrir tuttugu árum, þessi ung- menni sem tóku lagið í brekkunni í Húnaveri. DV-mynd KAE Þessar stelpur, sem voru á þjóðhátíð í Eyjum, voru vel gallaðar og fundu því lítið fyrir rokinu og rigningunni þegar verst lét. DV-mynd Ragnar S. Sunnlenska sumarveðrið lætur ekki að sér hæða Þau voru afslöppuð við veiðarnar, þessi tvö, þar sem þau sátu við ósa Ólfusár síðastliðinn föstudag. Hafði veiðin verið nokkuð góð fyrir há- degi. En nú voru fiskarnir sjálfsagt að hvíla lúin bein rétt eins og veiði- garparnir. Segja sumir að þeim opnist nýr heimur við það eitt að aka nýju brúna yfir ósana, shk er náttúrufeg- urðin á þessu svæði. Þarna er ágætis aðstaða til veiða, svo ekki sé talað um hina víðáttumiklu fjöru en þang- að getur verið tílvahð að fara í sunnudagsbíltúmum. Hin nýja leið er kærkomin tilbreyt- ing frá hinum hefðbundna Þingvaha- hring sem íbúar suðvesturhornsins eru sjálfsagt sumir hveijir orðnir nokkuð leiðir á. Náttúrufegurð er mikil við ölfusárósa DV-mynd Ragnar S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.