Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Síða 9
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989. f 9 * Úflönd Pólland: Erfiðir tímar framundan Einsdæmi Kjör Mazowieckis er einsdæmi í sögu Póllands og Austur-Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra úr röðum annars flokks en kommún- ista nær kjöri í austantjaldsríki. Þar með er endi bundinn á rúmlega 40 ára póhtíska einokun kommúnista í A-Evrópu. Kosningin á þinginu í gær kemur í kjölfar fjögurra mánaða pólitískrar spennu í Póllandi. í apríl síðastliðn- um voru samtök Samstöðu lögleidd eftir sjö ára bann. Samningaviðræð- ur kommúnista og stjórnarandstöðu leiddii til þess að samtökin fengu að bjóða fram í þingkosningum í júní. í þeim gjörsigruðu frambjóðendur Samstöðu frambjóðendur kommún- ista. Og í kjölfar þess lét forsætisráð- herra kommúnista frá sér umboð til stjómarmyndunar. Félagi Sovétríkjanna Yuri Gremitskikh, talsmaður Sov- étstjómarinnar sagði í gær að hún bti á Mazowiecki sem félaga og að hún myndi bíða átekta og sjá hver stefna stjómar hans yrði. Hann gaf einnig til kynna aö hann byggist við að nýja stjómin í Póbandi myndi taka mið af aiþjóðlegum skuldbind- ingum sínum þegar hún ákvæði nýja stefnu. Þar var hann greinilega að vísa til vem Póbands í Varsjár- bandalaginu. Mazowiecki hét því í gær að vinna með Sovétríkjunum og aðUdarríkj- um Varsjárhandalagsins. Sovéska fféttastofan Tass skýrði frá því í gær að stjómvöld í Moskvu hefðu sent Mazowiecki heUlaóska- skeyti. í skeytinu sagði að Sovét- stjómin lýsti yfir trausti sínu á því að vináttubönd ríkjanna og sam- vinna á öUum sviðum myndi halda áfram öUum tU hagsbóta. Þegar sovéski talsmaðurinn var spurður hvort PóUand gæti starfað Hinn nýi forsætisráðherra Póllands, Samstöðumaðurinn Tadeusz Mazowi- ecki, fagnar sigri að loknum kosningum á pólska þinginu. Simam''nd Reuter áfram í samtökum Austur-Evrópu- ríkja á borð við efnahagsbandalagið Comecon, nú þegar kommúnistar væm ekki lengur við völd, sagði hann að best væri að bíða og sjá. „Stjórnin verður mynduð í lok mánaðarins. Við skulum leyfa þeim að íhuga þjóðarhagsmuni sína og al- þjóðlegar skuldbindingar," sagði talsmaðurinn. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sendi Mazowiecki einn- ig heUlaóskaskeyti og ítrekaði vUja Breta tíl að rétta Pólveijum hjálpar- hönd við að koma á lýðræði og reisa við efnahag landsins. Bush Banda- ríkjaforseti sendi einnig heUlaóskir og hét því að aðstoða póUtískar og efnhagslegar umbætur Pólverja. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fagnaði kjöri Mazowieckis og sagði að sænska stjómin hlakkaði til aukinna samskipta við stjómina í Varsjá, einkum með tilUti til vanda- mála sem best væru leyst með al- þjóðlegri samvinnu. Austur-þýska stjómin sendi Mazowiecld kveðjur en ekki var skýrt frá hvert innihald þeirra hefði veriö. Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, sagði í kveðjum sínum að Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra í starfi, Czeslaw Kiszczak. fær hér heillaóskir frá forvera sínum Simamynd Reuter kosning Mazowieckis væri sögulegur atburður sem gæfi miklar vonir um friðsamlegar breytingar í Evrópu og hét aðstoð við Pólveija. Erfiðleikar framundart „Ég bjóst aldrei við að þetta starf félU mér í skaut,“ sagði Mazowiecki að afloknum kosningunum á þing- inu. Hann kvaðst reiðubúinn tíl sam- starfs við aUa þá er vUdu breytingar í landinu. „Samstarf verður að koma í stað baráttu sem beinist að útrým- ingu andstæðinganna. Að öðmm kosti getum við ekki færst í lýðræðis- átt.“ Hann hvatti erlendar þjóðir tíl að aðstoða við þær umbætur sem nú eiga sér stað í landinu. „Vinir Pól- lands geta ekki beðið þess að við drukknum,“ sagði hann. Hann kvaðst vUja stuðla að sameinaðri Evópu frá vestri tíl austurs. Almenningur í Póllandi fagnaði kjöri Mazowieckis en margir höfðu á orði að þeir óttuðust að efnahagserf- iðleikar landsins yrðu honum um megn. „Við emm allir mjög hamingju- samir en ég eygi óveðursský úti við sjóndeUdarhringinn,“ sagði 'fyrrum verkamaður í stáUðjuveri. „Þetta er það sem við vomm öll að bíða eftir. Kannski Pólverjum muni loksins finnast þeir aðeins fijálsari í eigin landi," sagði eftirlaunamaður við gröf Jerzys Popieluszkos, Sam- stöðuprests sem öryggislögreglan myrti 1984. Á götum Varsjár vom þeir þó margir sem sögðu í samtölum við Reuters fréttastofuna að þeir efuðust um að Mazowiecki tækist að draga úr verðbólgunni sem farin er að nálg- ast 200 prósent, greiða erlendar skuldir PóUands upp á 39 milljarða doUara og binda enda á matar- og vömskort. „Það verða engin kraftaverk. Aðal- atriðið er að fá fólk tíl að vinna. Fjöratíu og fimm ár undir stjóm kommúnista hafa gert fólk latt. Eng- inn vinnur en samt fær hann út- borgað,“ sagði 35 ára gamaU bifvéla- virki með eigin rekstur. Reuter Hin óháðu verkalýðssamtök í Pól- landi, Samstaða, unnu glæsUegan sigur í gær þegar forsætisráðherra- efni þeirra hlaut samþykki pólska þingsins. Tadeusz Mazowiecki, rit- stjóri vikutímarits samtakanna, var kosinn með miklum meirihluta, 378 atkvæðum gegn fjóram. Fyrir hinum nýja forsætisráðherra Uggja nú samningaviðræður við kommúnistaflokkinn um skiptingu ráðuneyta í fyrirhugaðri ríkisstjóm. Kommúnistar vUja meira en þau tvö ráðuneyti, vamarmála- og innanrík- isráðuneyti, sem Samstaða og sam- starfsflokkar hennar hafa boðið þeim í samsteypustjóminni. Takuo Yamashita, næstæðsti maður japönsku ríkisstjórnarinn- ar, sagði 1 morgun að hann ætlaði að segja af sér embætti vegna kyn- • lífshneyksUs sem hann er ilæktur í. Hann sagði fréttamönnum að liann hefði upplýst Kaifu forsætis- , ráöherra um aö hann ætlaði að segja af sér vegna vandræðanna sem hann hefði bakað almenningi, nýju ríkisstjóminni og stjóraar- flokknum, Fijálslynda lýðræðis- flokknum. Yamashita bauðst til að víkja úr embætti dagirm eftir aö hann stað- festi frétt í japönsku timariti ura að hann hefði greitt fyrrverandi ástmey sinni rúmlega eina milljón króna. Tokuo Yamashita yfirgefur bústað Kaifus forsætisráðherra Japans eftlr atsögn SÍna. Símamynd Reuter Mótmælendur í Ukraínu beittir kyffum Sovéskir andófsmenn sögðu í gær að lögregla í lýðveldinu Úkraínu hefðu beitt kylfum á mótmælendur sem safiiast höfðu saman í höfuð- borginni Kiev tU að mótmæla leynisamningi Hitlers og Stalíns frá árinu 1939. Einn andófsmannanna sagði í samtali við Reuters að lögregla hefði hvað efiir annað ráðist að mótmælendum. Nokkrir mótmælenda særðust en fáir vora teknir í vörslu lögreglu. Yfirvöld í Kiev staðfestu að mót- mæh hefðu átt sér staö í borginni en kváðust ekki haíá frétt af meiðslum né handtökum. Andófsmenn segja ijóst að lögregla hafi fengiö fyrirskipun um aö fánar Úkraínu mættu ekki sjást á götum borgarinnar. Nokkrum klukkustundum fyrir mótmælin í Kiev réðist óeirðalögregla aö mótmælendum í Moskvu. Að minnsta kosti 75 voru handteknir. Þá hefur einnig frést að andófsmeim í Moldavíu og Azerbaidjan hafi verið handteknir. Kim Dae-jung kærður Leiðtogi stjómarandstöðumiar í Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, var í kær formlega kæröur fyrir aðild aö pjósnamáli. Lögð var fram ákæra á hena- ur Kim fyrir að bregðast borgaralegii skyldu sinni með þvi að fordæma ekki né skýra frá ferð kollega síns til Norður-Kóreu. Kolleginn, Suh, hef- ur verið kærður fyrir njósnir í þágu N-Kóreu. Verði Kim fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm. Fréttaskýrendur segja aö ákæran geti haft alvarlegar póli- tískar afleiöingar. Yfirvöld segja að Suh hafi viðurkennt að hafa fariö til Norður-Kóreu. Hann hefur aftur á móti neitað pjósnaákærum. Kim er þekktur stjómarandstæðingur og hefur löngum átt í deilum við yfirvöld í Suður-Kóreu. Hann hefur tvívegis boðið sig fram til forseta og var dæmdur til dauða árið 1980 fyrir að hvetja til uppreisnar. Dómnum var síðar breytt. ■ Má »■ ■ Fronsku hörfa Tarasov yfirgefur libanska forsæt- isróðherrann eftir fund um frönsku herskipin undan ströndum lands- ins, Sfmamynd Reuler Frönsk herskip sigldu burt frá ströndum Líbanons í morgun eftir að Sýrlendingar og shítar hótuðu að skjóta á þau úr fallbyssum sín- um. Skipin héldu sig að minnsta kosti þrjú hundruö kfiómetra frá ströndum landsms að einu eftirlits- skipi undanskildu. Frakkar sendu skipaflotami til austurhluta Miðjarðarhafsins af mannúðarástæöum, að þeirra eigin sögn, en múhameðstrúarmenn grunuöu þá um græsku og hótuöu að skjóta á skipin ef þau kæmu innan skotfæris. Sýrlendingar vör- uöu Frakka einnig við að þaö gæti reynst þeim dýrkeypt aö hafa flot- ann undan ströndum Líbanons. Genadi Tarasov, sériegur sendi- fulltrúi Shevardnadzes utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, er í Liban- on til að reyna að leysa deiluna um frönsku herskipin. Hann ræddi við forsætisráöherra landsins í gær og í dag er búist við að hann hitti að máli Michel Aoun forustumann hersveita kristinna. bætt niður _________. sföasta mánuði og handtóku fjölda andófsmanna. Tahð er að allt að tvö þúsimd hafi verið settir á bak við lás og slá síðustu vik- ur eða frá því að helst leiötogar stjórnarándstöðunnar, Aung Suu Kyi og Tin Oo, voru settir í stofufangelsi fyrr í sumar. Segja sumir að þegar þau vora tekin fost hafi helsti stjómarandstöðuflokkurinn hætt opinberri andstöðu. Handtökuraar bratu á bak aftur mesta andóf stjóraarandstöðunnar sfðan í september á síðasta ári Þá er talið að rúmlega eitt þúsund mótmæ- lendur hafi látið lifið þegar herinn lét til skarar skriöa. Yfirvöld segja að rósturnar þá hafi verið að undirlagi kommúnískra andófsmanna. Stjómvöld segja aö tvö hundrað og áttatíu hafi verið hadnteknir í þeirri mótmælaöldu sem nú gengur yfir landið. Herlög eru í gfidi i Burma. Herstjómin í landinu lofaði frjálsum kosningum þegar hún tók við völdum. Kosningamar eiga aö fara fram i maí á næsta ári. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.