Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1989, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Þorsteinn og Davíö fengu örugga kosningu:
Ekki ólíklegt að Davíð
taki við formennsku
- segir Þorsteinn Pálsson sem var endurkjörinn formaöur
„Á þessum fundi hefur ríkt mjög
góður andi og mikill vilji til sam-
stöðu. Það hafa verið teknar mikil-
vægar ákvarðanir og hér liggur fyrir
skýr stefnumörkun. Val forystu-
manna hefur farið vel fram og þeir
hafa fengið ótvírætt umboð og ótví-
rætt traust. Ég lít svo á að við komum
miklu sterkari út úr þessum fundi
heldur en við vorum fyrir hann
þannig að þetta er mikill sigur fyrir
okkar baráttu," sagði Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
þegar hann var beðinn um að skýra
mikilvægi 28. landsfundar flokksins
sem lauk í gær.
- En finnst Þorsteini að innkoma
Davíðs hafi verið það eina rétta í
stöðunni, svona eftir á að hyggja?
„Fundurinn hefur tekið ákvörðun
og veitt okkur traust. Eg veit að það
verður tii góðs. Ég veit líka að Frið-
rik Sophusson verður áfram í for-
ystusveit flokksins og við munum
alhr þrír saman, ásamt öðrum for-
ystumönnum flokksins, takast af
heOindum á við þau verkefni sem við
blasa.“
- En sér Þorsteinn fyrir sér að Davíð
eigi eftir að taka viö formennsku í
flokknum?
„Það er ekkert ólíklegt en aðalat-
riði er að hér hefur verið kosin for-
ysta til næstu tveggja ára.“
- Friðrik Sophusson hefur haft á
orði að hann sjái Davíð fyrir sé'r sem
framtíðarforystumann í flokknum.
Hvað segir þú um það?
„Það sé ég líka.“
Þorsteinn fékk 80% atkvæða
Þorsteinn Pálsson fékk 754 atkvæði
eða um 80% atkvæða við formanns-
kjörið í gær. Davíð Oddsson fékk 64
atkvæöi og Friðrik Sophusson fékk
63 atkvæði. Þrír aðrir fengu atkvæði
en það voru þeir Einar Oddur Kristj-
ánsson, sem fékk 6 atkvæði, og Jónas
Friðrik Jónsson og Matthías Bjarna-
son fengu 2 atkvæði. Þorsteinn fékk
947 atkvæði þegar hann var kosinn
á síöasta landsfundi.
í kjöri til varaformanns fékk Davíð
Oddsson 727 atkvæði eða 81,6%. Frið-
rik Sophusson fékk 91 atkvæði.
Davíð hinn sterki maður
Frammámaður í Sjálfstæðiflokkn-
um sagði að það hlyti að vekja at-
hygli hve óumdeilanlega Davíö
Oddssyni tókst að skipa sér í forystu-
sveit flokksins á þessum fundi - svo
óumdeilanlega að sitjandi varafor-
maður vék úr embætti sínu til að
koma Davíð aö.
Það var greinilegt að landsfundur-
inn varð komu Davíðs feginn enda
þótti mönnum nauðsynlegt að gera
einhverjar breytingar á forystusveit
flokksins. Það leyndi sér hins vegar
ekki að menn voru þegar famir að
velta fyrir sér næsta landsfundi og
stöðu formannsins þá. Bæði Davíð
og Þorsteinn véku sér undan að
svara spumingum um það.
Eftir að kosning Davíðs lá fyrir
hélt hann ræðu sem vakti mikla
hrifningu landsfundargesta. Eftir að
hafa rekið samskiptasögu sína og
Þorsteins, sem hann sagðist hafa
þekkt frá „rennblautu bamsbeini",
vék hann að landsmálapólitíkinni en
á því sviði var hann nánast að halda
sína fyrstu ræðu:
„Núverandi ríkisstjóm er óyndis-
stjóm sem á fáa að. Hún hefur of-
boðið þjóðinni í flestu. Á meðan öðr-
um þjóðum miðar fram gengur hér
allt á afturfótum. Meðan lífskjör ann-
arra batna er afturfor hér. A meðan
aðrir flýja miðstýringu og ofstjóm
styrkjast menn í stefánskunni hér.
Stiómin drepur allt í dróma og dreg-
ur kjark úr þjóðinni. Við þessar að-
stæður koma sjálfstæðismenn af
landsfundi öflugri en nokkru sinni
Miöstjómarkosning:
Bnar K. efstur
Síðasta verk landsfundarins var
að kjósa þá 11 fulltrúa sem lands-
fundurinn velur í miðstjórn. Það var
Einar K. Guðfmnsson, varaþingmað-
ur flokksins á Vestfiörðum, sem fékk
flest atkvæði en kosningin fór þann-
ig:
Einar K. Guðfinnsson 670, Hreinn
Loftsson 658, Sigurður Einarsson 635,
Gunnar Ragnars 621, Þuríður Páls-
dóttir 617, Theódór Blöndal 614,
Magnús L. Sveinsson 511, Lilja Hall-
grímsdóttir 493, Björn Jónasson 481,
Davíð Scheving Thorsteinsson 451,
Hildigunnur Högnadóttir 442.
Þar næst á eftir komu þau Lára
Magnúsdóttir, Guðjón Stefánsson og
Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Á síöasta landsfundi fékk Davíð
Oddsson flest atkvæði í miðstjóm en
hann situr þar nú sem varaformað-
ur, Þeir sem hætta nú í miðstjóm em
Katrín Fjeldsted, Erlendur G. Ey-
steinsson og Sigurður M. Magnús-
son. -SMJ
Þrjár konur í miðstjórn
„Þó að hlutdeild okkar aukist ekki
hratt þá viljum við sjá að það séu
tekin einhver skref. Því er þó ekki
að leyna að við hefðum viljað sjá
meiri árangur á þessum lands-
fundi,“ sagði Sigríður A. Þórðardótt-
ir, formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, en þrjár konur voru
kosnar í miðstjórn á landsfundinum.
Sjálfstæðiskonur höfðu sett sér það
markmið aö fá fimm konur kosnar í
miðstjórn. Á síðasta landsfundi vom
kosnar tvær konur í miðstjórn þann-
ig að það fjölgar aöeins um eina
konu.
- En er Sigríður ánægð með þessa
niðurstöðu?
• „Mér finnst þetta vera nokkuð
þungur róður og það gengur óneitan-
lega hægt að fá fólk til að sýna það
í verki að það vilji fá konur til trún-
aðarstarfa í flokknum. Það á ekki
bara við um kosningu til miðstjómar
heldur einnig í framboðsmálum
flokksins." -SMJ
Glasi var lyft að loknum landsfundi á Hótel íslandi í gærkvöldi. Hér gleðjast forystumenn Sjálfstæöisflokksins en
frá vinstri má þekkja Friðrik Sophusson, Þorstein Pálsson, Ástríði Thorarensen sem situr á móti eiginmanni sín-
um, Davíð Oddssyni, Ingibjörgu Rafnar, eiginkonu Þorsteins, og Sonju Backman, eiginkonu Birgis ísleifs Gunnars-
sonar. DV-mynd GVA
Var settur í óþægilega stöðu
- segir Friörik Sophusson um framboð Davíðs Oddssonar
„Ég held að staða mín sé ákaflega
sterk. Ég er engan veginn hættur í
pólitík, þvert á móti ætla ég herða
róðurinn og það er engan bilbug að
flnna í þeim efnum,“ sagði Friðrik
Sophusson sem um helgina lét af
embætti varaformanns Sjálfstæðis-
flokkins þegar hann var spurður að
því hver staða hans væri nú í Sjálf-
stæðisflokknum.
„Það hefur orðið gjörbreyting á
flokkunum á síðustu átta ámm. Þeg-
ar ég kem inn sem varaformaður
1981 var þáverandi varaformaður
Sjálfstæðisflokksins forsætisráð-
herra í ríkisstjóm sem formaðurinn
var í andstöðu yiö og stjómaði
flokknum þannig. Á þeim tíma hafa
allir samstarfshættir forystumanna
í Sjálfstæðisflokknum gjörbreyst. Ég
tók þá stefnu strax í upphafi að starfa
fast við hlið þeirra formanna sem ég
hef starfað með, þeirra Geirs Hall-
grímssonar og Þorsteins Pálssonar.
Eg held að það hafi breytt hugmynd-
um manna um forystu flokksins sem
auövitað kallar fram kosti og galla."
- Finnst þér að þessi störf þín hafi
skilað sér nóg til þín persónulega?
„Mitt starf hefur að stómm hluta
legiö í félags- og flokksstarfinu. Það
er mörgum utanaðkomandi ósýni-
legt. Hins vegar hefur þaö veitt mér
gífurlega reynslu og ég hef kynnst
því fólki sem dregur vagninn í
flokksstarfseminni um allt land. Ég
hef fundið fyrir þvi á þessum fundi
að þetta fólk vill styðja mig og gerir
það hvenær sem er. Það er hins veg-
ar rétt að það skilar sér kannski ekki
eins úti í þjóðlífmu þetta innra starf.“
- Finnst þér þú hafa gert persónu-
leika þinn og málstað nógu áberandi
í starfi flokksins?
„Ég hef reynt að gera það en þeir
sem em forystumenn svokallaðir,
formaður eða varaformaður, finna
ávallt fyrir því að hvað sem þeir segja
verður talin vera stefna flokksins.
Því má segja að þeir hafi ekki sama
tækifæri og frelsi og aðrir til að segja
sínar einkaskoðanir."
- Ákvörðun Davíðs um að sækjast
eftir framboði - kom hún þér á óvart?
„Mér varð ljóst á fimmtudags-
kvöldiö hvert stefndi og þá átti ég
ágætar viðræöur við Davíð Oddsson
og síöan tilkynnti hann framboð sitt
daginn eftir. Það er alveg rétt að þetta
var óþægilega seint - ekki síst þegar
það er haft í huga að ég hef Utið á
Davíð Oddsson sem foringjaefni í
þessum flokki og vil á engan hátt
standa í vegi fyrir því að hann fái
brautargengi í flokknum. Þess vegna
var ég settur í óþægilega stöðu og lá
yfir málinu í einn sólarhring þar til
ákvörðun mín lá fyrir."
Heföi gert liðskönnun
- Nú hefur því verið haldið fram að
þú hafir lent í svipaðri aðstöðu við
formannskjörið 1983. Hefðir þú bar-
ist harðar fyrir endurkjöri ef þú hefð-
ir vitað af mótframboði fyrr?
„Ef þetta heíði gerst nokkrum
mánuðum fyrr hefði ég ugglaust látið
fara fram verulega liðskönnun áður
en ég tók ákvörðun mína en auðvitað
gefst ekkert tækifæri til þess þegar
þessi staða kemur upp á sjálfum
fundinum. Ég skal ekkert um það
segja hver niðurstaðan hefði orðið
ef þetta hefði legið fyrir á þeim tíma.“
- Hver verður þín staða í Sjálfstæð-
isflokknum núna?
„Ég minni á að Þorsteinn Pálsson
sagði hér í ræðu að hann vildi að ég
yrði áfram í æðstu forystusveit
flokksins og Davíð Oddsson talaði við
mig eftir ákvörðun mína og sagði þá
að hann vildi aö við gætum staðiö
saman áfram. Ég veit að þaö verður
tekið verulegt tillit til sjónarmiða
minna.“
- Voru samningar gerðir?
„Það hafa engir samningar verið
gerðir enda eru samningar um slík
atriði í póhtík einskis virði.
- Er þínum pólitíska metnaði full-
nægt?
„Mér finnst ég rétt að byija. Ég er
í nýju hlutverki og þar er ég fijáls
og ég er ákveðinn í að berjast fyrir
mínum málum.“ -SMJ